Morgunblaðið - 24.03.1987, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
Nígería heitir hraðari
greiðslu skreiðarskulda
Skuldirnar nema hundruðum millióna króna
ÁHRIFAMENN í nígerskum
bönkum og viðskiptaráðuneytinu
hafa iieitið þvi, að leggja sig
fram við að flýta greiðslum á
skuldum þeirra vegna skreiðar-
kaupa héðan af Islandi. Það
byggist þó á því, að gjaldeyris-
staða landsins batni og efnabag-
ur lagist. Nigeríumenn skulda
okkur nú hundruðir milljóna
vegna skreiðarsölu þangað. Þess-
ar upplýsingar komu fram í för
íslenzkrar sendinefndar undir
forystu Olafs Egilssonar sendi-
herra til Nigeriu í síðustu viku.
„Við ræddum við háttsetta embætt-
ismenn í viðskiptaráðuneytinu og
viðskiptadeild utanríkisráðuneytis-
ins,“ sagði Ólafur Egilsson í samt.ali
við Morgunblaðið. „Ennfremur átt-
um við við varaforstjóra Seðlabanka
Nígéríu og stjórnendur viðskipta-
banka þeirra, sem fara með skreið-
arviðskipti okkar og Nígeríumanna.
Málin skýrðust varðandi útistand-
andi skuldir okkar í Nígeríu og ljóst
er að greiðsla á sumum þeirra bíður
aðeins þess, að gjaldeyrisstaða
landsins batni. Þá má gera ráð fyr-
ir útgáfu skuldabréfa vegna
annarra skulda, strax og útgáfa
slíkra skuldbréfa hefst að nýju.
Eitthvað af skuldunum á þó lengra
í land og þurfa sérstaka meðferð.
Því var heitið við okkur, að menn
myndu leggja sig fram um að greiða
götu þessara mála eftir því, sem
erfiðar efnahagsástæður leyfðu.
Reiknað var með úr rættist í kjölfar
núverandi efnahagsráðstafana, sem
eru um sumt svipaðar þeim ráðstöf-
unum, sem gerðar voru hér á landi
um 1960.
Hvað varðar sölu á skreið nú,
kynnti nefndin sér stöðu þeirra
mála, sem nú er unnið að. Þau eru
flókin vegna viðvarandi viðskipta-
hátta og ýmisa ágreiningsefna, sem
stafa af vanefndum á sölusamning-
um. Þó virtist horfa betur með lausn
sumra þeirra mála en á tímabili og
álitið er að skreiðarverkendur
heima geti fengið fullt eða sæmilegt
verð fyrir skreiðina, ef ekki koma
upp nýjar og óvæntar hindranir.
Annars er ekki hægt að gera nán-
ari grein fyrir málum að svo stöddu,
þar sem ráðuneytum og hagsmuna-
aðiljum á íslandi hefur ekki verið
skýrt fyllilega frá gangi mála,“
sagði Ólafur Egilsson, sendiherra.
I/EÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi í gœr: Á sunnanverðu Grænlandshafi er 982
millibara djúp lægð sem þokast austur. Skammt norður af Færeyj-
um er önnur lægð, 995 millibara djúp, sem hreyfist hægt norður
og grynnist.
SPÁ: Austanátt verður ríkjandi, víða allhvasst (7 vindstig) um vest-
anvert landið en kaldi (5 vindstig) um landið austanvert. Slydduél
við norðausturströndina en skúrir eða slydduél við suðurströndina
og vestur um Vestfirði. Hiti á bilinu 0 til 4 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Austan- og norðaustanátt
og víðast frost á bilinu 1 til 5 stig. Él um austan- og vestanvert
landið en bjart veður suðvestanlands.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y. Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
El
Þoka
Þokumóða
Súld
Mistur
Skafrenningur
Þrumuveður
V
y
? 5
5
oo
4
K
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri hiti 1 veður úrkoma í gr.
Reykjavik 2 léttskýjað
Bergen 4 hálfskýjað
Helsinki 1 skýjað
Jan Mayen 1 snjóél
Kaupmannah. 4 léttskýjað
Narssarssuaq -13 skýjað
Nuuk -16 léttskýjað
Osló 2 úrkomaígr.
Stokkhólmur 1 snjókoma
Þórshöfn 4 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Amsterdam 8 rigning
Aþena 16 alskýjað
Barcelona 14 mlstur
Berlín 8 skýjað
Chicago 6 skýjað
Glasgow Feneyjar 13 vantar heiðskírt
Frankfurt 6 rigning
Hamborg 4 rigning
Las Palmas London 10 vantar rigning
Los Angeles 9 léttskýjað
Lúxemborg 6 rigning
Madríd 13 hálfskýjað
Malaga 17 léttskýjað
Mallorca 16 iéttskýjað
Miami 18 alskýjað
Montreal 2 láttskýjað
New York 8 léttskýjað
París 9 rigning
Róm 17 léttskýjað
Vin 8 léttskýjað
Washington 5 heiðskírt
Winnipeg 0 skýjað
Ásdís Pétursdóttir við verðlaunamynd sína.
Margrét Tryggvadóttir við verðlaunamynd sina.
Gullverðlaun til Myndlista-
skólans í Reykja vík
MYNDLISTASKÓLINN í
Reykjavík tók í vetur þátt í
svokölluðum alþjóðlegum
grafikbiennal barna í Torun í
Póllandi. Þetta var 5. grafík-
tvíæringurinn í Torun, en er
þekktur fyrir gæði og góða
skipulagningu. Þrettán íslensk
börn í Myndlistarskólanum í
Reykjavík sendu inn til sýning-
ar dúkskurðarmyndir unnar
undir handleiðslu Margrétar
Friðbergsdóttur myndmennta-
kennara.
Alls bárust til sýningar á
níunda þúsund myndir frá 534
listaskólum og stofnunum í 32
löndum, allt frá Afganistan til
Argentínu. Af öllum þeim fjölda
barna sem sendu inn myndir hlutu
níu börn gullverðlaun (grand
price) þar af tvær íslenskar stúlk-
ur þær Ásdís Pétursdóttir 14 ára
og Margrét Tryggvadóttir 13 ára.
Af áðurnefndum rúmlega 500
listaskólum og stofnunum var
Myndlistaskólinn einn af þremur
útvöldum til gullverðlauna.
Unnið að lausn hval-
kjötsins í Hamborg
LÖGFRÆÐINGUR Eimskips í
Hamborg og starfsmenn félags-
ins vinna nú að því að leysa
íslenska hvalkjötið úr farbanni
hafnaryfirvalda í Hamborg.
Hafnaryfirvöld fengn í gær afrit
af farmskrá og farmbréfi, þar
sem skýrt kemur fram að í gám-
unum er frosið hvalkjöt. Þá
hefur verið óskað eftir að Hvalur
hf. útvegi útflutningsleyfi og
sendi út.
Eimskipsmenn segja að hafnar-
yfirvöld hafi ekki sýnt fram á að
óheimilt sé að umskipa hvalkjöti í
fríhöfninni, án þess að hafa sérstök
skjöl. Þá hafi Eimskipsmenn ekki
heldur fengið úr því skorið ná-
kvæmlega hvaða skjöl þurfi að
leggja fram ef sérstakar reglur eru
taldar gilda um þessa vöru. Ekki
er komið að því að hvalkjötsgám-
arnir sjö fari í skip á leið til Japans,
og er talið líklegt að málið leysist
áður en til þess kemur, þannig að
áætlun standist.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals
hf., sagði að frá árinu 1975 hefði
Hvalur hf. flutt rúm 20 þúsund
tonn af hvalkjöti um Hamborgar-
höfn og væri sama orðalag búið að
vera á farmskjölum allan þennan
tíma. Þar kæmi skýrt fram að í
gámunum væri frosið hvalkjöt.
N or ður landsvegur
í Reykjadal:
Tilboð Sniðils
67% af áætlun
SNIÐILL hf. í Mývatnssveit átti
lægsta tilboðið í lagningu 2,9 km
af Norðurlandsvegi í Reykjadal,
sem Vegagerðin bauð út fyrir
skömmu. Tilboð Sniðils var 6.919
þúsund krónur, sem er 67% af
kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar.
Vegagerðin hefur einnig opnað
tilboð í landgræðslu 1987—88. Út-
boðinu er skipt eftir kjördæmum.
Allmörg tilboð bárust og voru
lægstu tilboð í öllum tilvikum tölu-
vert undir kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar, þau lægstu vel
innan við helming áætlunarinnar.