Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
7
mmmmi
21:05
AFLEIÐING HÖFN-
______ UNAR
(Nobodys Child). Mynd þessi
er byggð á sannri sögu um
Marie Baiter. Saga ungrar
konu sem tókst að yfirstiga hið
óyfirstíganlega. Hún var beitt
ofbeldi, sett á haeli og fleira
álika, en snýr martröð þeirri
sem hún lifði í
eix
22:55
Flmmtudagur
ÁRÁSINÁ PEARL
HARBOUR
(Tora I Tora I Toral). Mynd
þessi segir frá aðdraganda loft-
árásarinnar á Pearl Harbour frá
sjónarhóli beggja aðila. Með
aðalhlutverk fara Martin Bals-
am og Soh Yamamura.
STÖÐ2
£%<n*
A uglýsingasími
Stöðvar 2 er 67 30 30
Lyklllnn f»rð
þúhji
tielmlllstsakjum
4J>
Heimilistæki ht
S:62 12 15
Reykjavík:
Tíu leiguíbúðir
ætlaðar öldruðum
Isaac Bash-
evis Singer
til íslands
í haust
NÓBELSSKÁLDIÐ Isaac Bas-
hevis Singer er væntanlegur til
íslands í haust, líklega í septemb-
ermánuði, á vegum bókaútgáf-
unnar Setbergs og bókaklúbbsins
Veraldar.
Isaac Bashevis Singer sagði í
samtali við Kristínu Bjömsdóttur,
framkvæmdastjóra Veraldar, að
hann kæmi til íslands í haust ef
honum entist aldur til. Hann er
Gyðingur, fæddur í Póllandi, en
fluttist til Bandaríkjanna árið 1935
og gerðist blaðamaður hjá „Jewish
Daily Forward" í New York sem
birt hefur flestar sögur hans á
jiddísku áður en þeim var snúið á
ensku. Hann býr nú í Flórída yfír
vetrartímann en í Sviss á sumrin.
Singer hefur ekki komið til Is-
lands. Hann sagði í fyrrgreindu
samtali að hann vissi að menning-
arlíf íslendinga væri einstaklega
auðugt og landsmenn þekktir bó-
kaunnendur. Hann myndi langa til
að hitta þá og spjalla við þá um
bókmenntir.
Isaac Bashevis Singer
„Veröld hefur lengi haft áhuga
á að fá nóbelsskáldið í heimsókn
vegna þess að félagsmenn hafa
sýnt verkum hans gífurlegan áhuga
og eins hafa fáar bækur selst jafn
vel og bækur Singers," sagði
Kristín Björnsdóttir, framkvæmda-
stjóri Veraldar, í samtali við
Morgunblaðið. Flest verk skáldsins
hafa verið boðin í klúbbnum, nú
síðast „Ást og útlegð" sem var bók
febrúarmánaðar í bókaklúbbnum.
Alls hafa sex bóka hans verið gefn-
ar hér út á íslensku.
FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykajvík-
urborgar hefur samþykkt kaup
á tíu íbúðum sem leigðar verða
öldruðum. íbúðirnar verða stað-
settar í nágrenni þjónustkjarna
fyrir aldraða á vegum borgarinn-
ar og verður íbúum gefinn
kostur á að nýta sér þá þjónustu
sem þar er.
„Ég vænti þess að íbúðarkaupin
fái góðan stuðning borgarráðs sem
fjallar um peningahliðina,‘.‘ sagði
Árni Sigfússon formaður félags-
málaráðs Reykajvíkurborgar. Hann
sagði að þessi lausn á húsnæðis-
vanda aldraða hefði verið fundin
með góðri samvinnu starfsmanna
Félagsmálastofnunar. í könnun
sem nýlega var gerð á högum ald-
raða kom í ljós að 2 til 300 manns
óska eftir leiguhúsnæði á vegum
borgarinnar. Hér er um að ræða
fólk sem leigir á almennum mark-
aði.
Að sögn Áma er einungis lítill
hluti af leiguhúsnæði á vegum borg-
arinnar ætlað öldruðum. „Megin
áherslan hefur verið lögð á að
byggja sér húsnæði fyrir aldraða
og verða 26 íbúðir í nýju húsi á
homi Garðastrætis og Vesturgötu.
Þá er í undirbúningi stórátak á
Skúlagötusvæðinu en þar er talað
um að byggja allt að 70 íbúðir, sem
sérstaklega verða ætlaðar öldruðum
og líklega verða flestar þeirra
leiguíbúðir,“ sagði Ámi.
Matthías ræðir
við Uffe-Ellemann
FYRIR fund utanríkisráðherra
Norðurlanda, sem haldinn verður
hér í Reykjavík dagana 25. til 26.
þ.m., munu Matthías Á. Mathiesen,
utanríkisráðherra, og Uffe-Elle-
mann Jensen, utanríkisráðherra
Danmerkur, eiga með sér fund i
utanríkisráðuneytinu þar sem
einkum verður rætt um samskipti
Islands og Evrópubandalagsins.
Danski utanríkisráðherrann tekur
við formennsku í ráðherraráði banda-
lagsins hinn 1. júlí nk.
Af hálfu Matthíasar Á. Mathiesen,
utanríkisráðherra, verður lögð sér-
stök áhersla á að kynna sjónarmið
íslendinga varðandi hugsanlegan
skatt Evrópubandalagsins á lýsi og
jurtaolíu, en tillaga þar að lútandi
er til meðferðar hjá bandalaginu.
ALLT ÞETTA FÆRÐU í SKODA 105 L 1987:
Vél 1050 CC 46 din hö ■ 55 amperstunda alternator ■ Allt aö 17001 farangursrými ■ Fell-
anleg sætisbök afturí ■ Halogen framljós ■ Þokuljós aö aftan ■ Læst bensínlok ■ Speg-
ill aö utan ■ Rafmagnsrúöusprautur ■ Barnalæsingar í afturhuröum ■ Lúxus hljóöein-
angrun ■ Aflhemlar ■ Tannstangarstýri ■ 2ja hraöa miöstöö ■ Vindskeið („spoiler") aö
framan og aftan ■ Hert öryggisgler ■ Aövörunarljós f. bensín ■ Stillanlegir höfuöpúö-
ar ■ Ferðamælir(„Dailytriprecorder") ■stvrktargrindífarþegarými ■ Hallanlegsætis-
bök á framstólum ■ Sjálfstæö gormafjöðrun við hvert hjól ■ Lungamjúkir radial hjól-
baröar (165 SR 13) ■ sérlega pægileg sæti ■
JÖFUR HF
NYBYLAVEGI2
KÓPAVOGI
SÍMI 42600