Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
Multiplan
Vandað námskeið í notkun töflureiknisins
Multiplan. Þátttakendur fá góða æfingu í að
nota kerfið og ýmis gagnleg útreikningslíkön,
t.d. víxla, verðbréf o.fl.
Dagskrá:
★ Almennt um töflureikna.
★ Töflureiknirinn Multiplan.
★ Æfingar í notkun allra algengustu skipana í kerfinu.
★ Stærðfræðiföll í Multiplan.
★ Fjárhagsáætlanir:
Notkun tilbúinna líkana tii að reikna út víxla. verð-
bréf, skuldabréf o.fl.
★ Ath. Með námskeiðsgögnum fylgir disklingur með
ýmsum gagnlegum útreikningslíkönum.
Tími: 30.-31. mars og 1.-2. apríl kl. 18-21.
Innritim daglega frá kl. 8-22 í
símum 687590, 686790, 687434
og 39566.
TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28
• •
SKÚLAGATA 51
105 REYKJAVÍK - SÍMI 621163
Hrafn svarar Eiði:
Hín ævarandi háðung
og pempíuhrokinn
eftir Hrafn
Gunnlaugsson
Sagan um Litlu gulu hænuna
sem fann fræið er góð saga. Hún
er alltaf að endurtaka sig. Köttur-
inn sagði: „Ekki ég.“ Svínið sagði:
„Ekki ég.“ Þar til borða átti brauð-
ið, þá sögðu allir: „Það vil ég.“ Og
nú segir Eiður: „Það vil ég. Ég vil
frelsi í fjölmiðlum." Hafi Eiður skipt
um skoðun, eins og kötturinn og
svínið, er það vel, — annars er fróð-
legt að skoða hvað Eiður sagði á
Alþingi um fijálst útvarp og skal
hér endurprentaður texti hans úr
ræðunni góðu (sem hann birti sjálf-
ur 18. mars sl.). Eiður sagði: „Ég
er fylgjandi því frelsi sem þessi lög
gera ráð fyrir að verði aukið frá
því sem var þegar Ríkisútvarp/sjón-
varp hafði eitt rétt til að útvarpa
og sjónvarpa. Ég er fylgjandi því
að þannig skuli að staðið. En þessi
lög, sem nú er verið að samþykkja,
eru þannig úr garði gerð; ég hef
áður bent á það hér að mörg ákvæði
þeirra, eða sum, fá ekki staðist.
Gildistökuákvæðin eru út í hött og .
rugl. Þess vegna er ekki hægt að
segja já. Samviska manns segir að
ef Alþingi lætur lög þessi fara frá
sér með þeim hætti sem nú gerist
sé það til ævarandi háðungar. Þess
vegna, herra forseti, ekki vegna
þess að ég sé á móti því frelsi, síður
en svo, svo sem lögin gera ráð fyr-
ir, heldur vegna þess hvernig þessi
lög eru tæknilega úr garði gerð,
þá segi ég nei.“
í þessum orðum ber Eiður fyrir
sig að lögin séu þannig tæknilega
úr garði gerð að þau verði Alþingi
til ævarandi háðungar og gildis-
tökuákvæði þeirra sé út í hött og
rugl, og með þessum rökum reyndi
hann að drepa frelsi í fjölmiðlun.
Þekkja menn ekki svona útúr-
snúning pólitíkuss, sem er að reyna
með pempíuhroka að bjarga eigin
skinni og vill ekki kannast við hugs-
unina að baki eigin orðum. Kerfis-
karlar bregða því jafnan fyrir sig
þegar þeir vilja drepa mál, að benda
á tæknigalla, formsatriði, orðalags-
aðfinnslur, ákvæði o.s.frv.
Nú spyr ég þig lesandi góður, í
dag, meira en ári frá því lögin tóku
gildi, þvert ofan í vilja Eiðs: Hverj-
ir eru tæknigallarnir? Hefur þú
orðið var við þá? Hvar er ævarandi
háðungin? Hefurðu orðið var við
hana? Hefur gildistakan verið út í
hött og hvar er ruglið sem Eiður
spáði? Hvar er að finna í ræðu Eiðs
vilja til að leyfa einstaklingum
fijálsa fjölmiðlun? Eiður boðaði að-
Hrafn Gunnlaugsson
„Svipuð rök og orðalag-
hefur þingrnaðurinn og
menntamálaráðherra-
efnið Eiður Guðnason
trúlega notað þegar
hann lagði eitt af meg-
inbaráttumálum Vil-
mundar Gylfasonar í
rúst og tróð sér inn í
útvarpsráð, þar sem
hann situr enn, einn
þingmanna. En Vil-
mundur hafði sett á
oddinn, að þingmenn mis-
notuðu ekki aðstöðu sína
með setu í opinberum
ráðum og nefndum.“
eins stofnanafrelsi, þar sem allir eru
jafnir, þótt sumir séu jafnari en
aðrir. Én aðalatriðið er að hann
sagði: „Nei.“ Og hefði stefna Al-
þýðuflokksins orðið ofan á væru
hvorki Bylgjan né Stöð 2 til.
Kannski Eiður haldi að aukið frelsi
felist í því að fjölga þingmönnum
og stofnanakörlum í útvarpsráði.
„Ég er jafnaðarmaður og vil að
allir séu jafnir, en sumir eru samt
jafnari en aðrir," sagði eitt sinn
frægur kerfiskrati, og annar bætti
við: „Ég vil frelsi og ég styð frelsið
með því að vera á móti því.“
Og nú segir Eiður Guðnason á
þessa leið: Eg var með frelsi fjöl-
miðla með því að telja lögin um
fijálsa fjölmiðla til ævarandi háð-
ungar fyrir Alþingi.
Svipuð rök og orðalag hefur
þingmaðurinn og menntamálaráð-
herraefnið Eiður Guðnason trúlega
notað þegar hann lagði eitt af meg-
inbaráttumálum Vilmundar Gylfa-
sonar í rúst og tróð sér inn í
útvarpsráð, þar sem hann situr enn,
einn þingmanna. En Vilmundur
hafði sett á oddinn, að þingmenn
misnotuðu ekki aðstöðu sína með
setu í opinberum ráðum og nefnd-
um.
Menntamálaráðherraefnið minn-
ist ekki einu orði á þetta í svargrein
sinni til mín. Enda vill hann væntan-
lega ekki muna afrekið. Vilmundur
þekkti byltingarkratana sem svífast
einskis og hann kallaði siðlausa.
Hann hélt hann gæti bætt þá með
hugsjónum sínum. En hvað sem
hugsjónum Vilmundar leið virti Eið-
Eiður Guðnason
ur þær að vettugi. Og auðvitað
minnist Eiður ekki heldur á þetta
atriði í svargrein sinni til mín.
Eftir stendur: Ætla menn að láta
blekkjast til að kjósa Jón Baldvin
til að koma kerfiskörlum á þing.
Eða: Ætlum við að forða því að
fjölmiðlun á íslandi verði í Éiði, já
algjöru eyði?
Höfundur er kvikmyndaleikstjóri
og varaforseti Bandalags ísl. lista-
manna,jafnframtþvíað vera
dagskrárstjóri sjónvarpsins.
iim.
vWMÍmMá
iiillll
stæöra innkaupa.
^Áöur kr. 37.;
TaK
Okkar ha
mmm
m/mmmm
magn
/ili
LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI; 50022
Þvottamagn 4,2 kg. 16 þvottakerfi
400/800 snún. vinduhraði.
Mál (H x B x D) 85x60x55 cni.