Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
Jóhanna Sigurðardótt>
ir fellur mn sjálfa sig
Alþingi samþykkti einróma tillögn félagsmálanefndar
eftir Gunnar G. Schram
Daginn sem Alþingi var slitið
samþykkti það merka tillögu í einu
hljóði um lífeyrissjóðsréttindi
þeirra, sem sinna heimilis- og
umönnunarstörfum.
Þetta var í fyrsta sinn sem þetta
mál nær fram að ganga á Alþingi
og því var hér um tímamótasam-
þykkt að ræða sem allir flokkar
þingsins stóðu að.
Samstaða allra f lokka
Tillagan var flutt af félagsmála-
nefnd sameinaðs þings og voru
fulltrúar allra flokka í nefndinni
sammála um flutning hennar og
texta tillögunnar.
Efni hennar er það að Alþingi
ályktar að fela ríkisstjórninni að
undirbúa tillögur um lífeyrisrétt-
indi þeirra sem eingöngu sinna
heimilis- og umönnunarstörfum
og leggja þær fyrir þing á næsta
vetri.
Með þessari tillögu, sem ég
mælti fyrir sem formaður félags-
málanefndar, hafði tekist eftir erfitt
þóf að ná samkomulagi allra flokka
um einn tillögutexta. Það hefur
aldrei tekist áður á þingi í þessu
máli. Þess vegna var einróma sam-
þykkt tillögunnar í sameinuðu þingi
sérstakt fagnaðarefni öllum þeim
sem láta sig þessi mál einhvetju
varða og vonandi upphafið að laga-
setningu um lífeyrisréttindi heima-
vinnandi fólks.
Ein hjáróma rödd
Ein hjáróma rödd skar sig þó úr
við meðferð þessa máls.
Það er þingkonan Jóhanna Sig-
urðardóttir, sem veður með miklu
offorsi fram á ritvöllinn hér í Morg-
unblaðinu á laugardaginn og ásakar
mig með fúkyrðum fyrir að hafa
brugðist hlutverki mínu sem for-
„Slíkt upphlaup og sá
geðofsi, sem í grein
Jóhönnu felst, hljóta að
vekja sérstaka athygli
einmitt vegna þeirrar
staðreyndar að nú tókst
í fyrsta sinn, svo sem
að framan er rakið, að
fá samþykkta tillögu á
Alþingi um lífeyrisrétt-
indi heimavinnandi
fólks. Yfir þeirri miklu
réttarbót hefði hún vit-
anlega átt að gleðjast
eins og allir aðrir sem
að málinu stóðu.“
maður félagsmálanefndar við
meðferð þessa máls.
Slíkt upphlaup og sá geðofsi, sem
í grein Jóhönnu felst, hljóta að vekja
sérstaka athygli einmitt vegna
þeirrar staðreyndar að nú tókst í
fyrsta sinn, svo sem að framan er
rakið, að fá samþykkta tillögu á
Alþingi um lífeyrisréttindi heima-
vinnandi fólks. Yfir þeirri miklu
réttarbót hefði hún vitanlega átt
að gleðjast eins og allir aðrir sem
að málinu stóðu.
En það er öðru nær. Þingkonan
nær ekki upp í nefið á sér af reiði
vegna þess að tillaga hennar í mál-
inu var ekki samþykkt orðrétt á
þingi. Hún hefur reynt að eigna sér
þetta mál og fyrir hana skipti það
greinilega meginmáli að fá heiður-
inn af því að heita höfundur þess.
Afdrif þess, samþykkt eða synj-
un, voru henni algert aukaatriði.
Það sýna hatrömm viðbrögð hennar
við einróma samþykkt málamiðlun-
artillögu félagsmálanefndar á
Alþingi á fimmtudaginn.
Þingmál margra flokka
Þessi afstaða þingkonunnar
verður ennþá broslegri í ljósi þess
að hér er gamalt mál á ferðinni á
þingi en ekkert einkamál Alþýðu-
flokksins.
A síðustu þingum hefur Páll Pét-
ursson flutt þeta mál af hálfu
Framsóknarflokksins. Og snemma
á þessu þingi bar Kvennalistinn
fram frumvarp um lífeyrisréttindi
heimavinnandi húsmæðra. Það var
ekki fyrr en eftir að það frumvarp
var flutt, sem Jóhanna Sigurðar-
dóttir át það upp eftir Kvennalistan-
um og flutti tillögu um sama málið!
Slík var þá virðing hennar fyrir
höfundarrétti málsins sem hún þyk-
ist nú ein eiga!
í félagsmálanefnd þingsins kom
fljótt í ljós að ekki var fylgi fyrir
framgangi tillögu Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, sem fjallaði um að lífeyris-
réttindin yrðu tryggð eftir tvo
mánuði. Um tvennt var þá að ræða.
Annaðhvort að láta málið daga
uppi eða freista þess að fá það sam-
þykkt í breyttri mynd. Við sjálf-
stæðismenn ákváðum að fara síðari
leiðina og bárum á síðustu dögum
þingsins fram málamiðlunartillögu,
sem í mikilvægu atriði var önnur
en tillaga Jóhönnu.
í félagsmálanefndinni var ný til-
laga unnin upp úr þessum báðum,
eins og alsiða er á þingi, og það
var sú tillaga sem þingið sameinað-
ist um án nokkurra mótatkvæða.
Stuðningnr stjórnar-
liða réði úrslitum
Það er dagljóst að ef við sjálf-
stæðismenn og fulltrúar Framsókn-
arflokksins í nefndinni hefðum ekki
ávkeðið að standa þannig að málum
N Ý J U N G A R
Tilbúnar í pottinn - eða á grillið. Verðið hefur
aldrei verið betra og bragðið ... mmmm ...
svíkur engan!
Gunnar G. Schram
hefði engin tillaga verið samþykkt
um lífeyrisréttindi heimavinnandi
fólks á þessu þingi. Tillaga Jóhönnu
var sjálfdauð og hennar hefðu beð-.
ið þau örlög ein að rykfalla í
skjalageymslu Alþingis. Að okkar
dómi var því valið auðvelt og með
góðu fulltingi stjómarþingmanna
er þetta mál nú komið í heila höfn.
Ég veit að því munu menn fagna
um land allt.
Urslit málsins
aukaatariði!
Það er stundum um það rætt að
virðing þjóðarinnar fyrir Alþingi
fari þverrandi. Það er kannski ekki
að undra þegar einstakir þingmenn
meta það meira að flétta sér geisla-
baug til eigin upphafningar úr
vinsælum málum, eins og Jóhanna
Sigurðardóttir, í stað þess að sam-
einast um að þau nái fram að
ganga.
Þegar allt kemur til alls er það
ekki þetta sem er hlutverk alþingis-
manna, heldur hitt að ná samstöðu
um framgang þeirra mála, sem til
heilla horfa.
Sem betur fer tekst það að þessu
sinni.
Höfundur skipar 5. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokks í
Reykjaneskjördæmi.
Borgarnes:
Fundur um lífskjör
á landsbyggðinni
Borgarnesi.
VERKALÝÐSFÉLAG Borgar-
ness og Neytendafélag Borgar-
fjarðar efna til seinni fundar
um „Lífskjör á landsbyggð-
inni“ miðvikudaginn 25. mars
á Hótel Borgarnesi kl. 20.30. Á
fyrri fundinn mættu um 100
manns og urðu þar fjörugar
umræður.
Á fundinn er boðið tveimur
fulltrúum frá hverjum stjórn-
málaflokki og fær hver flokkur
15 mínútur í upphafi fundar til~-
að kynna stefnu sína varðandi
fundarefnið. Eftirfarandi fulltrú-
ar mæta á fundinn: Ríkharð
Brynjúlfsson, sem skipar 4. sæti
G-listans á Vesturlandi og Helgi
Seljan alþingismaður frá Alþýðu-
bandalaginu. Frá Bandalagi
jafnaðarmanna mæta Anna
Kristjánsdóttir sem skipar 1. sæti
Bandalagsins í Reykjavík og
Þorgils Axelsson sem skipar 2.
sæti Bandalagsins í Reykjanes-
kjördæmi. Frá Framsóknar-
flokknum mæta Steinunn
Sigurðardóttir sem skipar 3. sæti
B-listans á Vesturlandi og Guðni
Ágústsson sem skipar 2. sæti
B-listans á Suðurlandi. Frá Þjóð-
arflokknum koma þeir Ámi
Steinar Jóhannsson sem skipar
1. sæti flokksins á Norðurlandi
vestra og Gunnar Páll Ingólfsson,
bryti Hvanneyri.
Að sögn Jóns Agnars Eggerts-
sonar formanns Verkalýðsfélags
Borgamess er fundurinn öllum
opinn og kvaðst hann vona að
fólk fjölmennti á staðinn.
- TKÞ.
Námsgagnastofnun:
Nýtt námsefni í
eðlis- og efnafræði
NÝLEGA kom út hjá Náms-
gagnastofnun ný kennslubók í
efnafræði fyrir efstu bekki
grunnskóla. Námsefninu fylgja
sérstakar kennsluleiðbeiningar
með ýmsum upplýsingum um
efnið, ítarefni ofl. Höfundur
námsefnisins er Þórir Ólafsson.
Kennslubókin er 96 bls., prýdd
skýringarteikningum og ljós-
myndum, ásamt verkefnum og
leiðbeiningum um tilraunir.
Lotukerfið fylgir hverri bók, lit-
prentað innan á kápusíðu.
Þá hefur Námsgagnastofnun
gefið út endurskoðað hefti, Orka
og orkunotkun, sem upphaflega var
gefið út af orkuspamaðarnefnd iðn-
aðarráðuneytisins. Að endurskoð-
uninni unnu tveir höfundar, þeir Jón
Ingimarsson og Sigurður G. Tómas-
son. Heftið sem er 31 bls. með
fjölda verkefna er ætlað til kennslu
í 7.-9. bekk grunnskóla.