Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 26

Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 Saganafsigri Vesturianda KUNNUR SAGNFRÆÐINGUR, JOHNROBERTS, MEÐ NÝJAN MYNDAFLOKK í RÍKISSJÓNVARPINU KVEIKJAN að því að brezki sagnfræðingurinn John Roberts var beðinn um að semjaþættina „Vestræn veröld“ („Triumph of the West“), sem nú er verið að sýna í ríkissjónvarpinu, og hafa umsjón með þeim, var mannkynssaga eftir hann í einu bindi, sem hlaut almennt lof þegar hún kom út. Dagskrárgerðarmaður hjá BBC, brezka ríkissjónvarpinu, Christopher Martin, hafði gaman af bókinni og lagði til að þeir hittust og ræddu hvort þeir gætu unnið saman að gerð mynda- flokks, þar sem þeir fjölluðu um nokkur meginatriði úr mannkynssögunni. Roberts tók dræmt í það, því að skömmu áður hafði hann verið skipaður vararektor há- skólans í Southampton. Þeir skiptust á bréfum í tvo mánuði, en Roberts fór und- an í flæmingi og sagði:,, Hugmyndin er góð, en ég er ekki rétti maðurinn." Þá datt þeim í hug að fjalla um gagn- kvæm áhrif vestrænnar menningar og menningar í öðrum heimshlutum. Tveimur mánuðum síðar hafði Roberts lokið við að semja drög að 13 köflum og „sú vinnuáætl- un stóðst merkilega vel“ að hans dómi. Við tók samningaþóf innan BBC, sem samþykkti að lokum að slíkir þættir yrðu gerðir og að engu yrði til þeirra sparað. Dr. John M. Roberts er 59 ára gamall og hafði kennt við Merton College í Ox- ford í aldarfjórðung þegar hann varð vararektor í Southampton og tvívegis ver- ið forstöðumaður þess skóla. Hann hefur kennt við ýmsa bandaríska háskóla, m.a. Yale, Columbia og Suður-Karólínuháskóla og starfaði tvisvar um skeið við Princeton. í sjö ár var hann ritstjóri tímaritsins „Engl- ish Historical Review" og hann ritstýrði miklu riti Purnell-forlagsins um sögu þess- arar aldar, sem kom út í vikulegum heftum í nokkur ár. Dr. Roberts gaf út skjöl um frönsku byltinguna 1966 og samdi bók um hana. Af öðrum bókum hans má nefna „Evrópu 1880-1945“ og „The Mythology of the Secret Societis" (Goðafræði leynifélaga), en þótt þær fengju góða dóma varð hann ekki verulega kunnur fyrr en hann gaf út mannkynssögu fyrir almenning í einu bindi 1976 að dæmi H.G. Wells, sem varð frægur fyrir sams konar rit hálfri öld áður. Júdómeistari í grein um dr.Roberts og þætti hans á sínum tíma sagði að þeir gæfu til kynna að hann væri harður í hom að taka. Höf- undurinn kvaðst geta staðfest það af eigin raun og telja rétt að umgangast hann með nokkurri varúð. I háskólaveizlu í Oxford 20 árum áður var honum sagt að Rob- erts, sem þá var kennari hans, væri sérfræðingur í júdó og hefði unnið svarta beltið með meira. Hann neitaði að trúa þessu, en áður en hann vissi af lá hann kylliflatur á gólfinu. Dr.Roberts hafði fylgzt með samtalinu og gerði sér lítið fyrir og skellti honum. Þegar Roberts var spurður að því eftir sýningu Vesturlandaþáttanna ’i BBC til hvaða áhorfendahóps hann hefði reynt að ná svaraði hann: „Ég hugsaði mér að á þættina mundi horfa sams konar fólk og mundi kaupa bók um sama efni. Ég man að það vakti hálfsefasjúkan hlátur við- Ágústus keisari kom við sögu í 2. þætti myndaflokksins. staddra þegar ég lét þau orð falla að við kynnum að fá 10,000 áhorfendur. Mér var sagt: Við hættum við þættina, ef við þeir verða innan við 750,000.“ Þættimir náðu meiri vinsældum en höfundur þeirra þorði að vona og áhorfendur þeirra skipta millj- ónum. Áður en dr.Roberts tók við starfi vara- rektors í Southampton tók hann fram að hann hefði tekið að sér að sjá um allviðam- ikinn sjónvarpsþátt, en honum var sagt að það gerði ekkert til. „Satt að segja,“ sagði hann, „hefði ég hvorugt starfið tek- ið að mér, ef ég hefði vitað hve mikið erfíði ég þurfti að leggja á mig. Ég hlýt að hafa verið viti mínu fjær.“ I Southamp- ton kom í hans hlut að stjóma 800 kennurum og fara ekki fram úr 45 millj. punda ijárhagsáætlun. Afstaða hans til sjónvarpsins er blend in: „Sjónvarpið er grófur og ungæðislegur miðill og það er kannski skýringin á því að stjómmálamenn kunna vel að meta það. Listasaga nýtur sín vel í þessum fjöl- miðli, af því að hægt er að segja: Héma sjáum við steinkistu frá dögum Karlunga ... takið eftir smáatriðunum ... En hug- myndir komast ekki vel til skila á skján- um.“ Hann telur fátítt að finna megi staði, þar sem mynd geti varpað glöggu ljósi á atriði er skírskoti til skilnings og hugsunar. Bezt þótti honum mynd, sem var tekin af þaki múhameðskrar mosku í Cordoba á Spáni og sýndi af hveiju kristin kirkja var reist svo að segja í miðju musteri múhameðstrúarmanna. Annars sé hættan lii.ana t*«€ssi* lai iii i ■ i, ? s i Frá Alhambra í Granada. í þriðja þætti verður fjallað um áhrif múhameðstrúar- manna, m.a. mára á Spáni. j!p| m flf íltStí' : 1 * U i_l S :■ i iWI : 1 “ 11 a s ■ n i i !■ /f% I KEVUlll iníli *ii IIIJ fl . I fl I ,;pfff | Þegar Roberts hafði lokið við gerð myndaflokksins samdi hann bók með sama heiti. JOHN ROBERTS: vestræn menning aldrei áhrifamikil. eins sú að Jafnvel vondar myndir geti hæglega gert áhrif hins talaða orðs að engu.“ Þó fer lítið fyrir töluðu orði í sjónvarpinu. Hann furðaði sig á því af hveiju hann þyrfti að stytta textann í sífellu, fjarlægja atriði, skera niður útskýringar og þjappa efninu sem mest saman. Að lokum fannst honum hætta leika á því að hann yrði of fáorður og yfírborðslegur. Honum fannst ekkert tiltakanlega erfitt að standa fyrir framan sjónvarpsmynda- vélamar. Hann þurfti að vísu að læra nokkrar brellur og sitt hvað gerði honum gramt í geði. Til dæmis „kom alltaf ein- hver aðvífandi og vildi laga á mér bindið og hneppa einhverri tölu.“ „Vestræn veröld“ í þáttunum, sem eru 13 talsins, lýsir J.M. Roberts ríkjandi efasemdum um afrek vestrænnar menninga og jafnframt þeim gífurlegu áhrifum sem hún hefur um allan heim. Gömul heimsveldi og nýlenduveldi eru horfín og þjóðemisstefna hefur sótt á í Asíu og Afríku, ríkjandi alþjóðakerfi virð- ist hagstæðara öðmm ríkjum en vestræn- um, Kína er risaveldi og vestrænt hagkerfi virðist hafa staðið höllum fæti síðan í olíu- kreppúnni. „Old Evrópu“ virðist lokið, en þó hefur Evrópa aldrei staðið eins sameinuð og efnahagssamdráttur er ekki bundinn við Vesturlönd. Þegar Vesturlöndum og menningu þeirra er hafnað er það gert samkvæmt vestrænu gildismati, segir Roberts. Bylting Kínveija beri þá fyrst árangur þegar þeir snúi að ráði baki við fortíðinni og semji sig að vestrænum hátt- um undir stjóm kommúnista. Þótt milljónir smábænda og landbúnaðarverkamanna hafí enn ekki orðið fyrir áhrifum frá vest- rænum hugmyndum virðist ljóst að þegar þjóðfélög em komin á skrið sæki þau án þess að nokkuð fái stöðvað þau í átt til aukinnar velsældar, þjóðernishyggju, lýð- ræðis og framfara. Allt em þetta vestræn- ar hugmyndir, segir Roberts. I lok þáttanna segir Roberts að á sama tíma og Vesturlönd virðist hafa misst trúna á framf'arahugmyndir sínar hafí þau komið þeim á framfæri við aðra heims- hluta og nú verði allur heimurinn að lifa í samræmi við þennan arf af fremsta megni. I þáttunum kemur Roberts fyrir sjónir eins og Oxford-kennari í fremstu röð, fræðandi en yfirlætislaus. Athygli hefur vakið að hann setur oft fram upplýsingar sínar í formi forvitnilegra spuminga, eða á þann hátt að líkast er því að hann og áhorfandinn komist sameiginlega að niður- stöðu. Þannig segir hann stundum: „Er það ekki einkennilegt að ...?“ og „Hafið þið einhvem tímann hugleitt að ...?“ Hann virðist ánægður með þær undirtektir, sem þættir hans hafa fengið meðal háskóla- kennara, og má vel við una, því að fáir em sagðir eins strangir f dómum um starfsfélaga sína og þeir sem fást við fræðistörf. Aðalkostur þáttanna virðist þó sá að þeir ná til almennings og flestir eiga auðvelt með að vega þá og meta. GH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.