Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 30

Morgunblaðið - 24.03.1987, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 Skógræktarþing: Á FYRSTA skógræktarþingi, sem haldið hefur verið hér á landi og Skóg-ræktarfélag Is lands og Skógrækt ríkisins stóðu að, var einkum rætt um stefnumótun og markmið með skógrækt hér á landil Hátt á annað hundrað manns sóttu þingið víðsvegar af landinu auk fulltrúa ýmissa stofnana og samtaka, sem tengjast skóg- rækt á einn eða annan hátt, en þess utan var þingið opið ðllum áhugamönnum. Þingið þótti fara hið besta fram. Voru menn almennt ánægðir með árangurinn þótt mörgum spurningum sé enn ósvarað og gefur þingið tilefni til frekari umræðu um skógrækt á Islandi. í erindi Morten Bendz, prófess- ors frá Svíþjóð, „ísland vanþróað skógræktarland", bar hann saman skógrækt hér á landi við átak sem gert hefur verið í skógrækt í Eþíópíu, Indlandi og Kóreu. I þessum löndum hafði ofbeit og stríð eytt skógum undangengin ár en nú hefur blaðinu verið snúið við og lönd lögð undir skógrækt á ný. Af reynslu, sem fengist hef- ur við endurreisn skóganna, benti Morten á nokkra sameiginlega þætti sem vert væri að huga að hvort ekki ættu einnig við á ís- landi. Hann lagði áherslu á að gott samstarf náðist milli þeirra sem unnu verkið og stjórnenda og arðsemi skóganna varð góð á skömmum tíma. Menn einbeittu sér að fáum innlendum trjá- plöntu-tegundum, sem höfðu gefist vel. Upplýsingastarf var aukið stórlega með kynningar- ferðum um landið um leið og ráðgjöf var efld. Morten taldi það mjög mikilvægt að eignarréttur landeigenda hvort sem í hlut áttu einkaaðilar eða ríki var skilgreind- ur þegar í upphafi og lög um hver nyti arðs af skóginum voru skýr. Að lokum sagði hann að möguleik- ar til skógræktar væru hér á landi en spurningin væri sú hvort pólitískur vilji væri fyrir hendi. í erindi Sigurðar Blöndal, skóg- ræktarstjóra ríkisins, gerði hann grein fyrir möguleikum til skóg- ræktar á Islandi. Ræddi um náttúrufar, gróðurlendi og veður- far, tæknilega möguleika, trjáteg- Magnús Pétursson hagsýslustjóri og Morten Bendz prófessor. Gestir ráðsefnunnar fylgdust af áhuga með umræðunum. undir og kvæmi. Fram kom að möguleikarnir eru fyrir hendi á rúmlega einum tíunda hluta lands. Veðurfar hefur mest áhrif á rækt- unarskilyrði og er hitastig stærsti þátturinn en jarðvegsskilyrði og önnur landnýting þrengir mögu- leikana að einhveiju leyti. Tæknilegir möguleikar til skóg- ræktar hafa verið kannaðir og þekking hefur fengist á þeim teg- undum sem best henta. Aðrir þættir eins og stærð þjóðarinnar, þarfir hennar, óskir, fjárhagsleg geta og vilji vega einnig þungt. Síðan ræddi hann um markmið Morgunblaðið/Ól.K.M. Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktarfélags íslands og Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktarstjóri. meðal annars að hagur sérhverrar þjóðar væri ekki eingöngu falinn í verðmætum, sem mæld verða í tölum, heldur einnig huglægum verðmætum. Hamingja hvers manns felst að hluta í þeirri lífsfyllingu sem umhverfið veitir honum og honum lærist að meta sem verðmæti. Hann varpaði fram spurningunni um hvaða rök mæltu með því að veita fé til skógræktar og hvort hægt væri að reiða sig á að slíkt starf yrði metið í fram- tíðinni. Magnús benti á að þekking og reynsla af skógrækt væri það sem fyrst og fremst hefði áunnist á undangengum árum og sagði að með breyttum búskaparháttum ræddu menn í fyrsta sinn um að bijóta land til skógræktar í stað þess að beita á það kvikfé. Ekki gæti talist óeðlilegt að mönnum dytti þá fyrst í hug að leggja fyr- ir sig loðdýrarækt og fiskeldi þar sem von væri á hagnaði þegar á fyrstu árum. Menn yrðu hinsvegar að kippa sér upp úr því hugarfari þegar um skógrækt væri að ræða. Að loknu erindi Magnúsar voru pallborðsumræður sem Árni Gunnarsson, ritstjóri, stýrði. Þar sátu fyrir svörum Morten Bendz, Sigurður Blöndal, Snorri Sigurðs- son og Magnús Pétursson. Þing- inu lauk með ávarpi Matthíasar Johannessen, ritstjóra, og fjallaði hann um skógrækt og mannrækt á hugmyndafræðilegum grunni. skógræktar og hvernig ætti að ná þeim. Hver væru æskilegustu vinnubrögðin og nauðsyn þess að gera skógræktaráætlanir. Magnús Pétursson, hagsýslu- stjóri, fjallaði um skógrækt og þjóðarhag í erindi sínu og sagði Frá vinstri Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri Iandbúnaðar- ráðuneytinu, Jón Bjarnason skólastjóri Bændaskólans á Hólum en hann var fundarstjóri ráðstefnunnar og Sigurður Blöndal ráðuneytis- stjóri. * Alyktun skógræktarþings 1987: Skógrækt, þáttur í endurheimt landgæða Á FYRSTA skógræktarþingi sem haldið hefur verið hér á landi, var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Hlutverk skógræktar hér á landi er margþætt. Skógrækt er einn veigamesti þátturinn í endur- heimt landgæða, sem glatast hafa á 11 alda búsetu í landinu. Skóg- rækt nútímans getur gert landið betra en það var í árdaga. Með breyttri landnýtingu verður skóg- græðsla móguleg á stórum svæðum. Þessa möguleika á að nýta sem fyrst. 1. Nytjaskógrækt: Viður er náttúruafurð sem hörgull er á víða um heim. í næstu framtíð mun viðarþörf aukast. Fjáifesting til nytjaskógræktar skilar sér seint. Stuðningur hins opinbera til þessarar ræktunar- greinar er því nauðsynlegur. Nytjaskógar munu standa undir kostnaði við endurræktun hér þegar fram líða stundir eins og í öðrum ræktunarlöndum. Þörf á framlögum hins opinbera til nytja- skógræktar mun því minnka í samræmi við það. 2. Fjölnytjaskógrækt: Skóg- rækt hefur margvíslegt annað gildi en það sem felst í verðmæti viðarafurða. Má þar nefna ræktun skjólbelta og trjágróðurs í byggð og borg. Skóg og tijárækt eykur verðmæti landsins á margþættan hátt. 3. Verndarskógiækt: íslenski birkiskógurinn er sterkasta vörn jarðvegs gegn rofi. Meginorsök jarðvegseyðingar er eyðing birki- skóga. Friðun lands og ræktun íslenska birkisins stórbætir land- kosti. Skógrækt á Islandi er einn meginþáttur umhverfisverndar. Efling gróðurlendis er nátengd sjálfstæðishugsjóninni. Ásýnd landsins er öllum landsmönnum metnaðarmál. Tökum saman höndum - fær- um landið í skrúðklæði.“ Þörf á stefhumörk- un í skógrækt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.