Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 31 Það var mikil þröng á þingi í Þórscafé seinnipart sunnudags, þegar stuðningsmenn Alberts Guðmundssonar héldu með sér fund. Morgunblaðið/RAX Albert Guðmundsson heilsar fundargestum við upphaf fundarins. Fjölmennur fundur stuðningsmanna Alberts í Þórscafé: Átöldu flokksfor- ystuna harðlega STUÐNINGSMENN Alberts Guðmundssonar iðnaðarráð- herra fjölmenntu í Þórscafé sl. sunnudag, þar sem þeir héldu stuðningsfund við Albert. Talið er að á milli 8 og 900 manns hafi sótt fundinn, sem var lokað- ur fréttamönnum. Fjölmargir tóku til máls á fundin- um og var flokksforysta Sjálfstæð- isflokksins harðlega gagnrýnd á fundinum. Þorsteinn Pálsson form- aður flokksins var sakaður um að hafa sýnt ódrenglyndi og vbanvirðu með því að halda blaðamannafund- inn sl. fimmtudag, á meðan að Albert var enn erlendis. I máli Al- berts kom fram að hann vissi ekki hvemig mál fæm, en ef stofnanir Sjálfstæðisflokksins yrðu kallaðar saman til þess að koma honum út af framboðslistanum í Reykjavík, þá myndi hann beijast á öðmm vettvangi. Fundarmenn gerðu lítið úr af- sláttargreiðslum Hafskips til Alberts og sögðu þær vera hégóma og ltilræði. Slík mistök gætu átt sér stað alls staðar. Menn biðu allan fundartímann eftir því að Albert tæki til máls, og það gerði hann, þegar mælenda- skráin hafði verið tæmd. Albert rifjaði upp ásakanir á hendur hon- um í Hafskipsmálinu og sagði eitthvað í þá veru að skrif um hann síðasta árið hefðu verið ómannleg. Til þess að þola þau hefði hann þurft að hafa sterk bein og þau hefði Guð gefið honum. „En ég spyr sjálfan mig hvenær láta þau undan?“ sagði Albert og bætti við að sá tími væri ekki kominn. Þess- um orðum Alberts var fagnað ákaft. Albert sagði að lausn á máli þeirra Þorsteins yrði að finnast. Lausn sem engan niðurlægði. „Ég veit ekki hver sú lausn er á þessari stundu," sagði hann. Þeirri hug- mynd var hreyft að Þorsteinn bæði Albert afsökunar, en Albert svaraði þá: „Ég verð ekki til þess að niður- lægja Þorstein. Það hefur ævinlega farið vel á með okkur.“ Hann kvaðst mundu beijast á öðmm vettvangi ef stofnanir flokksins yrðu kallaðar saman til þess að reka hann af list- anum. Albert óskaði loks eftir stuðningi viðstaddra, hvort sem hann færi fram á lista Sjálfstæðis- flokksins eða á sjálfstæðum lista. Var Albert fagnað geysilega er hann hafði lokið máli sínu og risu menn úr sætum til að hylla hann. URVALS Hvergi betra að spila GOLF í maí en í Skotlandi. Brottför 23. maí — 10 dagar. Gist á hinu rómaða golf- hóteli Marine Hotel — vínstúkan heitir „19. HOLAN". Ekið á milli hinna ýmsu golfvalla. Fararstjóri Henning Bjarnason. Verð kr. 39»890»" 5 landa sýn Suðaustur-Evrópa — Austurríki, Ung- verjaland, Júgóslavía, Ítalía, Þýskaland Hvað jafnast á við tónaflóð Vínar, gullashpartí í Buda- pest, náttúrufegurð Zagreb, baðströndina Portoroze, siglingu yfir Adríahafið til Feneyja og fararstjórn Friðriks G. Friðrikssonar, sem er Úrvalsfararstjóri. Samtals 17 dagar, sem geta verið fleiri ef höfð er viðdvöl í Kaupmannahöfn. Verð kr. 68.690 ■™ m/hálfu fæði FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL BEAUMONT - SUMAR- BÚÐIR BARNA OG UNGL- INGA í BRETLANDI Til enskunáms og leikja. Dagarnir þar eru samfellt ævintýri. Þar er ekki hægt að láta sér leiðast. Sór- bæklingur. Verð frá kr. 18.480.- KERLINGAFJÖLL - SKÍÐASKÓLI Sérstök unglinganámskeið EINNIG: Helgarnámskeið Fjölskyldunámskeið Almenn námskeið ■........... Kjörorð Ferminqargjöfin í í fyrra komust færri að ár en vildu or: — Úrvalsferð — Úrvalsverð v/Austurvöll, . símar (91)26900 og 28522 Úrvalsþjónusta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.