Morgunblaðið - 24.03.1987, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
Tilraun til valda-
ráns í Sierra Leone
Margaret Thatcher og Francois Mitterrand á fundinum i Benouville-kastala.
Frakkland:
ítreka afstöðuna til
kj arnorkuheraflans
Freetown, Reuter.
Hersveitir hliðhollar Joseph
Momoh, forseta Afríkuríkisins
Sierra Leone, brutu í gær valda-
ránstilraun á bak aftur, að því
er haft var eftir heimildarmönn-
um úr stjórn landsins.
Heimildarmennimir sögðu að svo
virtist sem háttsettir lögreglufor-
ingjar hefðu staðið að baki valda-
ránstilrauninni og komið hefði til
skotbardaga í vesturhluta höfuð-
borgarinnar, Freetown.
Flugrallið París-
Peking-París:
Smáþota með
forystu fyrir
lokaáfangann
Amman, Reuter.
SMÁÞOTA af gerðinni Microjet
vann kappflugið frá Bombay til
Amman, sem er hluti af flugrall-
inu frá París til Peking og til
baka. Er smáþotan með forystu
í keppninni ásamt gamalli og
hægfleygri flugvél af gerðinni
Wassmer-421.
Smáþotan var tæpar 18 stundir
frá Bombay til Amman en sá áfangi
var 2.260 sjómílna, eða 4.185 kíló-
metra, langur. Flugmenn þotunnar
heita Raymond Michel og Remy
Grasset. Vegna mótvinds flugu þeir
þotunni í aðeins 10 metra hæð leið-
ina yfir Indlandshafið.
Sautján flugvélar eru enn í
keppninni, en tvær voru ekki komn-
ar til Amman á sunnudag vegna
bilana. Lentu þær í Abu Dhabi.
Síðasti áfangi flugsins er frá
Amman til Parísar en millilent verð-
ur í Rómaborg. Vegalengdin, sem
flugvélarnar leggja að baki í rall-
inu, er 35.000 kílómetrar. Lagt
verður af stað frá Amman til París-
ar í dag, þriðjudag, en áður munu
flugmennirnir þiggja boð hjá Hus-
sein konungi.
Opinberir fjölmiðlar hafa ekki
greint frá atburðinum.
Sagði að gerð hefði verið mis-
heppnuð árás á vopnabúr hersins í
Freetown og bílstjóri lögreglufor-
ingja eins hefði verið skotinn til
bana í átökunum.
Háttsettur lögregluþjónn var
handtekinn, grunaður um að vera
leiðtogi uppreisnarmanna, að því
er hermt var innan lögrelugnnar.
Sagði að nafn mannsins væri Jos-
eph Kai Kai, lögreglustjóri í
New-England-hverfí í Freetown.
Hann og bróðir hans voru settir í
handjárn í höfuðstöðvum lögregl-
unnar í Freetown. Einnig er hafin
leit að öðrum háttsettum lögreglu-
foringjum, sem grunaðir eru um
að hafa tekið þátt í valdaránstil-
rauninni.
Lögregla og hermenn fóru eftir-
litsferðir í miðborg Freetown og
mátti ekki greina frekari ummerki
um ólgu.
Momoh forseti kvaddi yfirmenn
lögreglu og hers á sinn fund í gær-
morgun, að sögn heimildarmanna
innan stjórnarinnar. Momoh, sem
var eitt sinn yfirmaður hersins, tók
við völdum í þessari fyrrum nýlendu
Breta árið 1985.
Margir íbúar Sierra Leone von-
uðu að honum tækist að blása lífi
í efnahag þjóðarinnar og ræta upp
spillingu, sem var landlæg í vald-
atíð forvera hans Siaka Stevens.
En þær vonir dvínuðu fljótt og hef-
ur óánægja yfír áframhaldandi
spillingu og bágum efnahag vaxið.
Námsmannaóeirðir brutust út
fyrr á þessu ári vegna matar-
skömmtunar. Verðlag hefur rokið
upp síðan ákveðið var í júní í fyrra
að hafa gengi gjaldmiðils iandsins
fljótandi og skortur er á erlendum
gjaldeyri og eldsneyti. I síðustu viku
lögðust ferðir almenningsvagna
nánast niður vegna eldsneytis-
skortsins.
Eins flokks kerfi hefur verið í
Sierra Leone síðan 1973. Stevens
fór frá í nóvember 1985 eftir að
hafa setið við stjómvölinn í 17 ár.
Hann var þá 83 ára gamall.
Benouville, Frakklandi. Reuter.
LEIÐTOGAR Breta og Frakka
hafa ákveðið að vísa á bug öllum
tilraunum til að taka kjarnorku-
vopn þeirra inn í afvopnunarvið-
ræður Bandarikjamanna og
Sovétmanna.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, átti í gær viðræður
við Francois Mitterrand, Frakk-
landsforseta, í bænum Benouville í
Normandy en að þeim loknum hélt
hún til fundar við Helmut Kohl,
kanslara Vestur-Þýskalands, í
Bonn. Sagði Thatcher, að viðræð-
urnar hefðu eingöngu snúist um
afvopnunarmál og síðustu tillögur
Sovétmanna um meðaldrægu eld-
flaugamar.
„Kjarnorkuvopn Breta og Frakka
eru ekki til umræðu í viðræðum
stórveldanna. Þau em lífsnauðsyn-
leg öryggi þessara tveggja landa,“
sagði Thatcher.
Mitterrand veik að heimsókn
Thatchers til Moskvu í næstu viku
og sagði, að hann hefði ekki gefið
henni umboð til að mæla fyrir munn
Frakka en í þessu máli „getur
Thatcher vel komið fram fyrir hönd
beggja þjóðanna".
í Moskvuheimsókninni munu við-
ræður Thatchers og Gorbachevs að
mestu snúast um afvopnunarmál
en einnig ætlar hún að færa í tal
Afganistanmálið og mannréttinda-
mál.
Getum smíð-
að kjarnorku-
sprengju þeg-
ar við viljum
- segir forseti
Pakistan
Ncw York, Reuter.
HAFT var eftir Zia ul-Haq, for-
seta Pakistan, í gær að Pakist-
anar gætu smíðað kjarnorku-
sprengju þegar þeim sýndist.
„Pakistanar geta smíðað sprengj-
una. Þið getið skrifað í dag að
að Pakistanar geti smíðað
sprengju hvenær sem þeim sýnist.
Ef þú hefur náð valdi á tækninni,
eins og Pakistanar hafa gert, get-
ur þú gert hvað sem þú vilt,“ sagði
Zia í viðtali við tímaritið Time.
Hann sagði aftur á móti að Pakist-
anar hefðu engar ráðagerðir um
að smíða kajrnorkuvopn á prjón-
unum.
„Hvað er vandamálið við að
smíða sprengjuna? Við höfum
aldrei sagt að við gætum ekki
gert þetta. Við höfum sagt að við
hvorki ætlum né viljum [smíða
kjarnorkusprengju]," sagði forset-
inn.
Að sögn Zia hafa Pakistanar
ekki náð sér í úraníum umfram
þarfir sínar í friðsamlegum til-
gangi. „Ég get fullvissað ykkur
um að Pakistanar eru ekki að
gera kjarnorkutilraunir í hernað-
arskyni. Ég ber ábyrgð á að sú
skuldbinding verði virt.“
Zia sagði um samskipti Ind-
vetja og Pakistana að hvorir
tveggju vildu að þau væru betri:
„Það er hvorki hagur. Indverja né
Pakistana að heíja styrjöld. En
það er ekki hægt að útiloka
árekstra, hvort sem þeir verða af
ásettu ráði eður ei.“
Brandt segir af sér formennsku í Jafnaðarmannaflokknum þýzka:
Leiddi þjóðina inn á nýtt tíma-
bil í sambúð austurs o g vesturs
Bonn, Reuter.
WILLY Brandt, fyrrum kanzl-
ari Vestur-Þýzkalands, sagði
af sér formennsku Jafnaðar-
mannaflokksins (SPD) í gær.
Hann hafði verið flokksform-
aður frá árinu 1964 og leiddi
þjóð sína inn á nýtt timabil í
sambúð Austurs og Vesturs.
Heimildir innan flokksins sögðu
að Brandt, sem er 73 ára, mundi
segja af sér formennsku vegna
mikillar gagnrýni, sem hann hefur
sætt fyrir að útnefna Margaritu
Mathiopoulos, 31 árs óflokks-
bundna gríska konu, sem tals-
mann flokksins.
Brandt varð kanzlarí árið 1969,
hinn fyrsti, sem Jafnaðarmanna-
flokksins eignast. Tveimur árum
síðar hlaut hann friðarverðlaun
Nóbels fyrir slökunarstefnu sína
gagnvart Austur-Evrópu. Árið
1972 undirrituðu síðan stjómir
þýzku ríkjanna tveggja sáttmála
þar sem skipting ríkjanna var inn-
sigluð og viðurkenndur tilveru-
réttur þeirra beggja.
Árið 1974 sagði Brandt af sér
kanzlaraembætti þegar einn af
helztu ráðgjöfum hans var af-
hjúpaður sem austur-þýzkur
njósnari. Hann hélt þó áfram
stjómmálaþáttöku og helgaði sig
baráttunni gegn fátækt í heimin-
um og afvopnun. Gegndi hann
m.a. formennsku í svonefndri
Norður-Suður-nefnd Sameinuðu
þjóðanna, sem jafnan var kölluð
Brandt-nefndin. Henni var falið
að gera tillögur um hvemig mætti
minnka bilið milli ríkra þjóða og
fátækra. í niðurstöðum nefndar-
innar var sagt að þjóðir heims
byggju við úrelt efnahagskerfi og
efnahagsstefnu, sem gerði ráð
fyrir gífurlegum útgjöldum til
vopnakaupa á sama tíma og millj-
ónir manna byggju við örbirgð.
Brandt er óskilgetinn sonur
búðarstúlku frá Lúbeck í Norður-
Þýzkalandi. Hann fæddist 18.
desember 1913 og er því á 74.
aldursári. Hann kynntist aldrei
föður sínum og ólst upp í sárri
fátækt. Hann vakti fyrst á sér
athygli meðan hann var borgar-
stjóri Vestur-Berlínar. Var hann
kjörinn borgarstjóri árið 1957 og
gegndi því starfi þegar Austur-
Þjóðverjar reistu Berlínarmúrinn
árið 1961.
Brandt hefur ætíð verið mót-
fallinn hernaðarstefnu og beitti
sér fyrir að skriður kæmist á stór-
veldaviðræður um afvopnun. Sem
utanríkisráðherra í samsteypu-
stjóm Kurt-Georgs Kiesninger,
kanzlara, árið 1966 hóf hann að
mmm
••••
Reuter
Margarita Mathiopoulus
móta slökunarstefnu sína gagn-
vart Austur-Evrópu, hina svoköll-
uðu „Ostpolitik". Á ámnum
1966-69 kom hann á stjómmála-
sambandi við Rúmeníu og Jú-
gólsavíu og gekk þar með gegn
þeirri afstöðu, sem stjómvöld í
Bonn höfðu haft, um að eiga ekki
formleg samskipti við ríki, sem
viðurkenndu austur-þýzka ríkið.
Sem kanzlari gerði hann grund-
vallarbreytingar á stefnu Vestur-
Þjóðverja gagnvart Austur-Evr-
ópu og var tilgangurinn að binda
endi á aldarfjórðungslanga tor-
tryggni og hatur. Leiddi það m.a.
til undirritunar griðarsáttmála við
Sovétmenn, þar sem ríkin tvö
hétu því að ráðast ekki hvert á
annað. í kjölfar kom hann síðan
á sáttum og eðlilegu sambandi
við Pólveija, sem þjáðst höfðu
hvað mest undan oki Hitlers.
Hver sigurinn af öðmm í utanrík-
ismálum fylgdi í kjölfarið og árið
1970 varð hann fyrsti kanzlari
Vestur-Þýzkalands, sem heim-
sótti Austur-Þýzkaland. Átti hann
m.a. viðræður við Willi Stoph, leið-
toga A-Þýzkalands, í Erfurt.
Hann breytti nafni sínu úr
Herbert Karl Frahm í Willy
Brandt á stríðsámnum til þess að
villa um fyrir Gestapó til þess að
sleppa frá pólitískum ofsóknum,
sem Adolf Hitler hóf gegn and-
stæðingum nasismans. Um síðir
flýði Brandt til Noregs og fékk
norskt ríkisfang þegar hann var
sviptur þýzkum borgararétti.
Hann hvarf afturtil Þýzkalands
þegar hann var sendur til Núm-
bergs til að senda fréttir frá
réttarhöldum yfir stríðsglæpa-
mönnum nasista. Var hann síðar
gerður að norskum blaðafulltrúa
í Berlín en öðlaðist síðan þýzkt
ríkisfang á ný árið 1948.