Morgunblaðið - 24.03.1987, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
■V
34
Noregur:
Mikilvægur tækni-
búnaður seldur til
Sovétríkjanna?
Ósló. AP.
TALSMAÐUR norska utanríkisráðuneytisins hefur staðfest, að
yfirvöldin séu að rannsaka hvort norsk vopnaverksmiðja, Kongs-
berg Vaapenfabrikk, hafi selt mikilvægan hertæknibúnað til
Sovétríkjanna.
„Norska lögreglan og fulltrúar
nokkurra ráðuneyta hafa unnið
að þessari rannsókn í nokkrar vik-
ur,“ sagði Per Paust, talsmaður
utanríkisráðuneytisins. í yfirlýs-
ingu frá bandaríska hermálaráðu-
neytinu á föstudag sagði, að
bandaríska vamarmálaráðuneytið
ynni að þessari rannsókn í .sam-
vinnu við Norðmenn og við Japani
einnig á japanska fyrirtækinu Tos-
hiba.
Helstu framleiðsluvörur KF eru
til almennra nota, gashverflar,
siglingakerfi alls konar, tölvukerfi
og búnaður fyrir olíuborpallana,
en hertæknibúnaður verksmiðj-
anna er m.a. hlutar í flugvélar,
flugskeyti, byssur og ýmis vopna-
kerfi.
Haft er eftir heimildum í Banda-
ríkjunum, að búnaðurinn, sem
seldur var til Sovétríkjanna, hefði
gert Sovétmönnum kleift að fram-
leiða hljóðlausa kafbáta, búa
þannig um hnútana, að skrúfu-
hljóðið hyrfi að mestu. Norska
sjónvarpið flutti líka þá frétt, að
áður hefðu sérfræðingar Atlants-
hafsbandalagsins getað fylgst með
sovéskum kafbátum í 100 mílna
fjarlægð en nú væri sú vegalengd
komin niður í fimm mílur.
Jens-Christian With, markaðs-
stjóri fyrirtækisins, sem opnaði
söluskrifstofu í Moskvu í október
sl., sagði, að fyrirtækið hefði feng-
ið útflutningsleyfi fyrir allri sölu
til Sovétríkjanna. Johan Jörgen
Holst, varnarmálaráðherra Nor-
egs, sepr, að þetta mál sé „mjög
alvarlegt" og að athugað verði
sérstaklega hvort þörf sé á að
herða reglur um veitingu útflutn-
ingsleyfa.
25 ára afmæli Helsinki-samningsins
Þess var minnst alls staðar á Norðurlöndunum í
gær, að 25 ár voru liðin frá því að Helsinki-samning-
urinn svonefndi var undirritaður. Með samningnum
var lagður formlegur grundvöllur að samstarfí þjóð-
þinga og ríkisstjóma Norðurlandanna. Eins og nafnið
gefur til kynna fór undirritunin fram í Helsinki,
höfuðborg Finnalnds. Myndin sýnir, þegar Bjarni
Benediktsson, ritaði undir samninginn fyrir Islands
hönd.
Viðskiptastríði Banda-
ríkjanna og Japans spáð
Taupo, Nýja-Sjálandi, Reuter.
CLAYTON Yeutter, aðstoðarvið-
skiptaráðherra Bandaríkjanna,
sagði i gær, að Bandaríkin og
Japan stæðu nú andspænis mikilli
deilu sín i milli i viðskiptamálum.
Sagði Yeutter þetta við frétta-
Kína:
15.400 manns
fengu eitrun
vegna mengun-
ar í drykkj-
arvatni
Peking. Reuter.
YFIR 15.400 ibúar Shanxi-héraðs
í Norður-Kína fengu eitrun, eftir
að efni frá áburðarverksmiðju
komst í á, sem drykkjarvatn er
sótt í.
Að því er dagblað stjórnarinnar
sagði lést enginn af völdum eitrun-
arinnar, en þúsundir manna hefðu
kvartað um höfuðverk, magakvalir
og niðurgang. Atvik þetta átti sér
stað í Zhangzi-sýslu í janúarmán-
uði.
Blaðið sagði, að embættismenn,
sem borið hefðu ábyrgð á óhappinu,
yrðu ákærðir og dregnir fyrir rétt.
Ekki gat blaðið, hvaða embættis-
menn ættu þarna í hlut.
menn í Nýja-Sjálandi, en þar
stendur nú yfir tveggja daga
fundur viðskiptaráðherra margra
helztu iðnríkja heims.
Markmiðið með þessum fundi er
að undirbúa umfangsmikla ráð-
stefnu um tolla og viðskipti á vegum
GATT. Verður hún haldin í Feneyj-
um í júní nk. og á að verða framhald
af ráðstefnu samtakanna í Úruguay
í september í fyrra.
Yeutter gekk svo langt að segja
að „viðskiptastríð" við Japan væri
yfirvofandi, en dró svo í land með
það orð. Hann sagði, að legið hefði
við viðskiptastríði milli Banda-
ríkjanna og Evrópubandalagsins
fyrir skömmu út af kornsölu til
Spánar. „Við erum mjög nálægt því
að vera í svipaðri aðstöðu nú gagn-
vart Japan,“ bætti hann við.
Yeutter nefndi þrjú atriði, sem
Bandaríkjamenn væru einkum óán-
ægðir með nú. í fyrsta lagi væru
það hömlur Japana á verzlun með
hálfleiðara. í öðru lagi væri það
neikvæð afstaða japanskra stjórn-
valda gagnvart því, að opinberar
stofnanir í Japan keyptu til sinna
nota samtengdar tölvur og annan
dýran tölvuútbúnað í Bandaríkjun-
um. í þriðja lagi þá væru bandarísk
fyrirtæki útilokuð frá þátttöku í
smíði Kansai-flugallarins í grennd
við Osaka.
Á fundinum í gær skoraði Mike
Moore, viðskiptaráðherra Nýja-Sjá-
lands, á starfsbræður sína frá yfir
20 löndum, sem þama eru mættir,
að gera allt til_ þess að leysa ágrein-
ingsmál sín. Útilokað væri að gera
sér fulla grein fyrir því tjóni, sem
af því hlytist, ef enginn árangur
næðist á fyrirhugaðri ráðstefna í
Feneyjum. Hún kynni að verða sú
síðasta sinnar tegundar á þesari öld.
Reuter
Corazon Aquino, forseti Filippseyja, veitir Fidel Ramos, yfirmanni
hersins, æðstu viðurkenningu, sem veitt er hermanni þar í landi.
Myndin var tekin í herskólanum í Baguio á sunnudag.
Aukin spenna færist í
stjórnmál í Bretlandi
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
EFTIR að fjárlög voru lögð fram fyrir viku, hefur spenna aukist í
breskum stjórnmálum. Margaret Thatcher forsætisráðherra og Nor-
man Tebbit, formaður íhaldsflokksins, hafa ráðist harkalega að
stjómarandstöðunni. Skoðanakannanir gefa íhaldsflokknum ömggt
forskot, en em mótsagnakenndar.
Sprengjutilræðið í herskólanum:
Yfirmaður úr filippíska
hernum tekinn höndum
Manila, Reuter, AP.
FORINGI úr filippiska hernum var handtekinn i gær og sakaður
um að hafa verið viðriðinn sprengjutilræði í herskólanum í Bagu-
io. Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hefur sagt að tilræðið hafi
beinst gegn sér.
Fidel Ramos, yfirmaður hersins,
kvaðst hafa fyrirskipað að maður-
inn yrði handtekinn eftir að
handsprengjur og skotfæri fundust
á heimili hans. Rannsóknarlögregl-
an sagði að yfirmaðurinn væri
kennari við herskólann og vanur
að umgangast sprengiefni og skot-
vopn.
Ramos sagði að yfirmaðurinn
hefði verið undir eftirliti síðan hann
var yfirheyrður eftir sprenginguna.
Ramos sagði að aðrar kenningar
um sprenginguna hefðu ekki verið
afskrifaðar. Grunur hefur beinst
að skæruliðum kommúnista, en
Nýi þjóðarherinn kveðst alsaklaus
af verknaðinum.
Fjórir létust og ljörutíu særðust
í sprengingu í herskólanum á mið-
vikudag. Stórt svið, þar sem
Aquino átti að koma fram á sunnu-
dag, eyðilagðist. Forsetinn hélt
engu að síður til herskólans um
helgina til að vera viðstödd út-
skrift herrnanna og veitti hún
Ramosi við það tækifæri heiðurs-
viðurkenningu.
Á Qölmennum miðstjórnarfundi
Íhaldsflokksins í Torquay um helgina
sagði Thatcher, að markmið vamar-
málastefnu flokksins væri sterkt
Bretland, sem gæti samið við
Gorbachev. „Við metum hagsmuni
okkar í ljósi gerða, en ekki orða,
ekki í ljósi ásetnings eða loforða,
heldur athafna og árangurs." Það
gæti Verkamannaflokkurinn ekki
gert.
Hún réðst harkalega á öfgatil-
hneigingar innan Verkamanna-
flokksins, sem hún sagði vera
andstæðan vonum og draumum
venjulegs fólks. Bandalagið væri í
rauninni ekki annað en nýr sósíal-
istaflokkur, sem hefði einungis
hálfvelgjuna umfram þann gamla.
Norman Tebbit réðst harkalega á
Bandalagið í ræðu, sem hann flutti
á fundinum daginn áður. Hann kall-
aði Bandalagið „Litlu gulu hættuna",
en það hefur eignað sér gula litinn
í kosningabaráttunni.
Þrjár skoðanakannanir um fylgi
flokkanna birtust um helgina. Kann-
anir í Sunday Times og Observer
gáfu sömu niðurstöðu: íhaldsflokkur-
inn fékk 39%, Verkamannaflokkur-
inn 33% og Bandalagið 26%.
Skoðanakönnun í Sunday Telegraph
sagði fylgið vera nú: Ihaldsflokkur-
inn 38,5%, Bandalagið 30,5% og
Verkamannaflokkurinn 30%. Þessi
skoðanakönnun var gerð áður en
fjárlög voru lögð fram og rétt eftir
sigur Bandalagsins í aukakosningun-
um í Trurq.
Niðurstöðurnar í Sunday Times
og Observer gæfu íhaldsflokknum
aðeins 10 sæta meirihluta í neðri
deild breska þingsins. Þær valda ráð-
herrum þungum áhyggjum vegna
styrks Bandalagsins. Verkamanna-
flokkurinn er samkvæmt þessum
könnunum í verulegum vandræðum,
vegna þess að ýmis stefnumál hans
njóta ekki fylgis kjósenda og traust
á Neil Kinnock, leiðtoga hans, fer
dvínandi.
Viðbrögð við fjárlögunum virðast
engu breyta um fylgi flokkanna og
hafa ekki enn að minnsta kosti kom-
ið íhaldsflokknum til góða.
i