Morgunblaðið - 24.03.1987, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
47
Eastwood sem Highway liðþjálfi. Grár og grautfúll en aldrei betri.
Gustar
af Grána
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
LIÐÞJÁLFINN - HEART-
BREAK RIDGE ☆ ☆ ☆
Leikstjóri og framleiðandi: Clint
Eastwood. Handrit: James Cara-
batos. Myndatökustjóri: Jack H.
Reen. Tónlist: Lennie Niehaus.
Aðalleikendur: Clint Eastwood,
Marsha Mason, Everett McGill,
Melvin Van Peebles, Moses Gunn,
Eileen Heckart, Bo Svenson.
Bandarísk. Warner Bros 1986.
í landgönguliði flotans, US Mari-
nes, safnast harðjaxlar og hörkutól
sem gangast undir einhverja
ströngustu þjálfun sem um getur.
Enda eins gott. Þetta er mannskap-
ui'inn sem er í fylkingarbijósti á
stríðstímum, gerir strandhögg og
nær fótfestunni fyrir þá sem eftir
koma — ef þeir hafa betur.
Eitthvað þykir handritshöfundi
Heartbreake Ridge þjálfunin hafa
farið úrskeiðis á undangengnum
friðartímum, því myndin er, fyrir
utan mikið skemmtigildi og dulítinn
áróður, gagnrýni á agaleysi og sof-
andahátt á varðstöðu sóknar-
broddsins.
Eastwood leikur járnkarl af
gamla skólanum. Sjóaðan stríðshest
úr bardögunum í Kóreu og Viet-
Nam. Með lengri feril að baki og
fleiri medalíur á brjósti en flestir
aðrir. Gallharður gagnvart sjálfum
sér sem öðrum. Stríðsmaður í orðs-
ins fyllstu merkingu. En síðari árin
hefur karl engin tækifæri fengið til
að fá útrás á vígstöðvunum svo
hann hefur skapað sér þær sjálfur
í drykkjuslugsi á öldurhúsum.
En nú er komið að tímamótum
í lífi þessa gallharða, grautfúla
hörkukjafts, því þrátt fyrir að eng-
inn fái bugað hann, kemur hann
ekki Elli kerlingu undir og eftirlaun
í sjónmáli. Hann kýs að ljúka hcr-
skyldunni þar sem hann hóf feril
sinn — í þjálfunarbúðum land-
göngusveitanna í Suður-Karólínu.
Þegar þangað kemur er margt
breytt frá því sem áður var. Yfir-
mennirnir annaðhvort reynslulausir
kjaftaskar eða döngunarlitlir skóla-
strákar. Hinir óbreyttu agalaus
skrill. Hér er því nóg að starfa fyr-
ir gamlan stríðsjálk.
Eastwood fær það hlutverk að
þjálfa njósnasveit og fylgir þeirri
einu, sönnu grundvallarreglu að
menn hans séu ætíð reiðubúnir að
berjast í alvöru. Sú afstaða er hins
vegar nokkuð tekin að rykfalla hjá
hinum reynslulausu skólabókar-
offísérum. Og síðan, þegar kallið
kemur óvænt frá Grenada, dylst
það heldur engum hver það er sem
kann best til verka í bláköldum
raunveruleikanum. Þar sannast
mönnum að reynsla og þjálfun
gamla atvinnujálksins var það sem
réð úrslitum.
Það gustar svo sannarlega af
Eastwood að þessu sinni og ekkert
spursmál að Heartbreak Ridge er
hvort tveggja eitt hans besta leik-
stjórnarverk og Highway liðþjálfi
eftirminnilegasta persónan sem
hann hefur skapað á tjaldinu — að
Dirty Harry meðtöldum. Eastwood
kemur til dyranna eins og hann er
klæddur; farinn að grána, kominn
bersýnilega yfir blómaskeiðið en
sjálfsvirðingin óskert. Þá hefur karl
tamið sér viskíráma rustarödd sem
hæfir vel hlutverkinu. Það er engin
tilviljun að manni hættir við að
bera Eastwood saman við þá föllnu
kempu John Wayne. Fyrir utan það
að vera sífellt ódrepandi vinsælir
báðir tveir standa þeir í myndum
sínum fyrir mörgu því besta í
bandarískum einstaklingum og
þjóðlífi, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr. Krafturinn, skop-
skynið og óýkt fasið, á hverju sem
gengur, fléttast saman í það töfra-
efni sem gerir leikarann að stjörnu.
Og undir niðri slær náttúrlega gull-
hjartað! Það er ánægjulegt til þess
að vita að eiga karla eins og þá til
að stytta okkur stundir. Leikstjóm-
in er röggsamleg, einkar kraftmikil
og í anda hinna gömlu, sönnu
stríðsmynda, víðsfjarri öllum
rambóórum.
Handritið er einnig vellukkaður
kapítuli. Með ólíkindum hvernig
tekist hefur til að hnoða saman
argasta klámi, bölvi og svívirðing-
um linnulaust frá upphafi til enda,
með þeim árangri að áhorfendur
eru lengsc af tárfellandi af hlátri.
I Liðþjálfanum em menn dæma-
laust orðljótir. Þrátt fyrir ádeilinn
undirtón og godblessamerica er
myndin fýrst og fremst skemmti-
efni og vellukkuð sem slík. Hins
vegar hefði að ósekju mátt fara
minna fyrir föðurlandsástarmóður-
sýkinni, sem er leiðinlega áberandi
undir lokin.
Ekki má gleyma Melvin Van
Pebbles, eldhressum í hlutverki
pönkara frá New York, æjatolla
rokksins, sem endar sem verðandi
stríðsjálkur. Tæknivinnan er vönd-
uð, sem við er að búast, og tónlistin
og hljóðsetningin eins og best verð-
ur á kosið. Og að hætti margra,
kunnra forvera sinna í kvikmyndum
frá vesturálfu, fylgir hinn einstaki
Clint Eastwood elskunni sinni inn
í sólsetrið í myndlok. Hann dvelur
þar vonandi ekki lengi.
BLAÐAFULLTRÚAR FORSVARSMENN FYRIRTÆKJA
„Að koma skoðunum sínum á framfæri"
Magnús
Bjarnfreösson /
Björn Vignir
Sigurpálsson /
Vilhelm G.
Kristinsson /
SAMSKIPTI
VID FJÖLMIDLA
f nútímaþjóðfélagi getur skipt sköpum fyrir
fyrirtæki, stofnanir og félög að forsvarsmenn
þeirra geti komið skoðunum sínum áframfæri
í fjölmiðlum. Til þess þurfa þeir að þekkja fjöl-
miðlun, uppbyggingu og starfshætti fjölmiðla
og umfram allt að kunna að koma siónarmið-
um sínum á framfæri á þann hátt að þau veki
eftirtekt. Á þessu námskeiði verður farið yfir
þessi atriði og leiðbeint um undirstöðuatriðin í
að koma upplýsingum á framfæri bæði I rituðu
og töluðu máli. Meðal annars gefst þátttakend-
um kostur á að spreyta sig fyrir framan sjón-
varpsvél.
A
Stjómunarfélag
íslands
Ánanaustum 15 • Simi. 6210 66
Markmið: Að þátttakendur verði betur í stakk búnirtil
að hafa samskipti við fjölmiðla, að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri viö þá og meta hvar og hvernig það
á að gera.
Efni: — Starfsemi hljóðvarps og sjónvarps
— Dagblöð og tímarit
— Gerð fréttatilkynninga
— Blaðamannafundir
— Samskipti við blaða- og fréttamenn
— Framkoma í sjónvarpi og útvarpi
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum forsvars-
mönnum fyrirtækja, stofnana og félaga og öðrum þeim
sem bera ábyrgð á almenningstengslum.
Leiðbeinendur: Magnús Bjarnfreðsson og Vilhelm
G. Kristinsson — starfsmenn Kynningarþjónustunnar
sf. og Björn Vignir Sigurpálsson, blm. Morgunblaðinu,
allir með margra ára reynslu á flestum sviðum fjölmiðl-
unar.
Tími og staður: 2.-3. apríl kl. 9.00-17.00.
Ananaustum 15.
Námseininaar: 1,1.
MÖGULEIKAR FYRIR UNGLINGA
í Gráfeldi bjóðast nú ótal spennandi og líflegir möguleikar
í unglingaherbergið. Samstæður f rá Lundia ; rúm.'hillur,
skrifborð, stólar o.m.fl. - allt í stíl og ótal litum t.d. svart
og hvítt eða rautt og hvítt, eða sá litur sem þú helst kýst.
Verið tímanlega á ferðinni því stórhátíðar nálgast óðum.
GRÁFELDUR HF. BORGARTÚNI 28
P^|A SÍMI 91-62 32 22