Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 56

Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓN SDÓTTUR Líbanon: Hver er hvað? NÝLEGAR athuganir um málefni Líbanons benda til, að þar stríði innbyrðis allt að 40 fylkingar, smáar og stórar, Þessar fylkingar eru að sjálfsögðu misjafnlega áhrifamiklar. Sumar eru þrautskipulagðar, aðrar vinna meira og minna eftir því hvernig vindurinn blæs hveiju sinni. Erfitt er að henda reiður á, hvaða fylking stendur að baki hveiju, hver er hvað og hvað aðilar vilja. í eftirfarandi samantekt er reynt að gera grein fyrir helztu hópun- Shitamúslímahóparnir Allir shitahópar eiga rætur að rekja til hreyfingar, sem Musa Sadr stofnaði í kringum 1970. Hann var fæddur í Iran, en hann átti líbanska fjölskyldu. Fyrir honum vakti að sameina „ hina athvarfslausu." í samtökin gengu ekki sízt fátækir shitar í S-Líbanon sem töldu á rétt sinn gengið og herskáir shitar í norðri. Hópurinn gengur almennt undir nafninu Amal, og þá átt við liðs- menn samtakanna, sem bera vopn. Ekki er vafamál að þau hafa styrkt þjóðarvitund shita, sem með rétti geta haldið fram, að þeir hafi verið undirmálsmenn og áhrif þeirra og völd ekki í sam- ræmi við fjölda þeirra. Amal hefur verið helzta aflið, sem hefur barizt gegn líbönsku stjóminni og ítök- um Palestínumanna í suðrinu. Árið 1978 hvarf Musa Sadr, þegar hann var í heimsókn í Líbýu. Aldrei hefur orðið uppvíst um afdrif hans. Hann hefur orðið píslarvottur í augum Amalsveit- anna, sem dýrka minningu hans eins og guðs. Amalhreyfingin er undir stjóm Nabih Berri. Sumir segja, að það sé meira í orði en á borði. Náin samvinna er við Sýrlendinga. Amalsamtökin beijast fyrir að fá ítök í stjómkerfi landsins, sem væri í hlutfalli við §ölda shita. Hreyfmgin berst hatrammlega gegn því að Palestínumenn komist á ný til áhrifa í Suður Líbanon og hún heyr einnig vopnaða bar- áttu gegn SLA sem ísraelar styðja. En meðal shita er þó ijarri að vera einhugur. Nokkur bók- stafstrúarsamtök hafa látið að sér kveða einkum Hizbollah, flokkur guðs. Hizbollah hefur tengsl við Irans og var stofnaður af islömsk- um byltingarmönnum frá Teheran og keppir leynt og ljóst við Amal um forystuhlutverk shita í landinu. Hizbollah hefur nokkrum sinnum verið tengiliður og sátta- semjari milli Amal og Palestínu- manna. Hizbollah getur haldið því fram með nokkmm sanni, að hann er samstæðari og þegar á heildina er litið en Amal. Hizbollah hefur enda styrkt sig í sessi meðal shita undanfama mánuði. Andlegur leiðtogi er Mohammed Hussein Fadallah. Annar shita-hópur, sem hefur verið að færa sig upp á skaptið er „Amal-islamisku samtökin," klofningslið úr fyrstu samtökun- um og varð til í kjölfar innrásar Israela 1982. Islamski Amal hóp- urinn hefur ásakað Berri, fyrir að styðja ísraela á laun. Aðalb- ækistöðvar samtakanna eru í Baalbek í Bekadal og stjómandi er Hussein Mousavi. Þessi hópur er sagður bera ábyrgð á hinni alræmdu árás á bandaríska sendi- ráðið í Beirut 1983 og sprengjuár- ásir á herflutningabíla hermanna frá Bandaríkjunum þá og síðar á hendur frönskum hermönnum. Nokkra aðra smáhópa má nefna, en um suma þeirra er lítið vitað annað en nafnið: Heilagt stríð fyrir frelsun Palestínu. Meg- inmarkmið er að frelsa shita í ísraelskum fangelsum. Heilagt stríð fyrir frelsun Palestínu hefur haft samvinnu við Hizbollah. Vissa er fyrir því, að þessi hópur rændi ijórum kennurum við Bandaríska háskólann í Beimt. Þetta em framar öðm hryðju- verkasamtök og með tengsl við Líbýu, Sýrland og Iran. Ad-Dawa em trúarlegur öfga- hópur, sem hallar sér að Iraks- stjóm. Ad-Dawa hefur staðið að hryðjuverkum í Kuwait og í írak. Vegna þeirra hryðjuverka var líbanskur shiti úr Mugniyahfjöl- drúsa af föður sínum. Hann virð- ist óumdeilanlegur leiðtogi þeirra, en það varð álitshnekkir fyrir hann, þegar Terry Waite var rænt, en drúsar höfðu tekið að sér að gæta hans. Um drúsa er að öðm leyti lítið vitað, og mikil leynd hvílir yfír drúsísku samfélagi. Þó er álitið að Jumblatt hafí nokkra samvinnu við Palestínumenn. Marónítar- þeir sem öllu réðu áður Þar em Falangistar enn áhrifa- mestir. Falangistaflokkurinn var stofnaður um 1930 af Pierre Gemaeyel. Falangistar em skipu- lögðustu stjómmálasamtök lands- ins. Bashir Gemaeyel kom á stofn hersveitum falangista, sem létu mjög að sér kveða. Eftir morðið á Bashir tók síðan Amin Gemaeyl við. Falangistar eiga nú undir högg að sækja, eins og fram hef- ur komið í öllum fréttum og Gemaeyel varla forseti nema að Erfitt er að henda reiður á hver við hvem. skyldunni fangelsaður. Mál manna er að Mugniyah fjölskyld- an hafi a.m.k. tvo gísla í haldi, Bandaríkjamennina Terry Ander- son og Thomas Sutherland. Sunni-múslímahópar Sunni-múslímar em meirihluta- hópur, en þeir telja að valdskipt- ingin í Líbanon sé mjög ósanngjöm. Undanfarna mánuði hefur greinilega dregið mátt úr sunni-múslímumá eftir því sem shitum hefur vaxið ásmegin. Tveir hópar eru sagðir atkvæðamestir. Það eru Murabitoun-múslímar. Þeir eru sterkastir í Sidon í suður- hlutanum. Aður höfðu þeir aðalbækistöðvar í Beimt, og stjómandi þeirra heitir Ibrahim Koleilat. Þessi hópur hefur farið mjög halloka fyrir Amalsveitun- um, eins og áður sagði og þar af leiðandi að mestu dregið sig frá Beirut. Þá er það Tawhid-samtökin sem em bókstafstrúarmenn og hafa aðalaðsetur í Tripoli í norðri Sýrlendingar hröktu þá frá Beirut með fulltingi PLO-skæmliða. Sagt er að þrátt fyrir ólíka af- stöðu til trúarinnar hafi verið samvinna milli Tawhid og Hiz- bollah upp á síðkastið. Drúsarnir Walid Jumblatt tók við forystu K ÍÉ; er hvað í Líbanon og hver berst nafninu til. Kristnir menn hafa löngum setið að mestu áhrifastöð- um, þótt þeir séu fámennari en sunni og shitar. Líbanski herinn, sem að stofni til em gömlu falang- istamir neita að lúta stjóm forsetans og er nú klofínn í all- marga hluta, og þeirra öflugastur er hópur Samir Geagea, sem er andvígur tilraunum forsetans til að ná pólitískri lausn með aðstoð Sýrlendinga. Einn falangistahóp- ur styður Eli Hobeika, en hann fyrirskipaði fjöldamorðin í flótta- mannabúðunum Shabra og Shatilla 1982. Tveir hópar falangista, sem stjómað er af fyrverandi forsetum Franjieh og Chamoun em nú varla nema nafnið. Þá ber að nefna hinn svokallaða suður líbanska her, sem lengi var undir stjóm Haddads majórs, en forsvarsmað- ur nú er Lahad. Þessi hópur er studdur og honum er í reynd stjórnað frá ísrael. Palestímimennirnir í Líbanon Fatah er fjölmennasti PLO hóp- urinn, og hefúr átt í höggi við Frelsisfylkingu Palestínu, sem Sýrlendingar styðja. Frelsisfylk- ingin byggir hugmyndafræði sína á sameiningu Sýrland, Jórdaníu, Palestínu sem var og Jórdaníu heimild: The Middle East 3.tbl 1987 • Morgunblaðið/Amór Finnbogi Björnsson oddviti Gerðahrepps skýrir fyrir áheyrendum einstaka liði fjárhagsáætlunar Gerðahrepps 1987. Honum til beggja handa sitja hreppsnefndarfulltrúar og sveitarstjóri. Talið frá vinstri: Ingimundur Guðnason, Sigurður Ingvarsson, Ellert Eiríksson, Viggó Benediktsson og Soffía Olafsdóttir. í bakgrunni myndarinnar er leikmynd af Blessuðu barnaláni sem Litla leikfélagið sýnir um þess- ar mundir. Borgarafundur í Garðinum: Góð staða hreppsins en úr litlu að moða Garði. ALMENNUR borgarafundur um fjárhagsáætlun hreppsins var haldinn að tilhutan hreppsnefnd- ar í samkomuhúsinu fyrir nokkru. Þátttaka var heldur dræm eða tæplega 30 manns. Niðurstöðutölur tekna fyrir árið 1987 eru tæpar 46 milljónir og sem fyrr er langstærsti tekjulið- urinn útsvör eða rúmar 27 milljónir. Aðstöðugjöld eru rúm- ar 6 milljónir og fasteignaskattar 3.7 milljónir. Af stærstu gjaldaliðum má nefna stjórn hreppsins, 4,7 milljónir, til skólamála tæpar 6 milljónir, í sýslu- samlag 3,5 milljónir og til leikskóla 1.8 milljónir. Til gamans má nefna tvo af minni liðunum. I fjallskil fara 15 þúsund krónur og í minkaeyðingu 10 þús- und kr. Þá má og nefna liðinn risna og ráðstefnur, 15 þúsund kr. og verður ekki annað sagt en að sparn- aður og ráðdeild séu í heiðri höfð við gerð íjárhagsáætlunar og veitir ekki af. Það kom nokkuð á óvart þegar opnað var fyrir almennar umræður að áhugi fundarmanna beindist ekki að stærstu liðum áætlunarinnar eða væntanlegum framkvæmdum við sundlaug og viðgerð gatna. Helzta umræðuefnið var um leikskólann Gefnarborg, sem hreppurinn hefír nýlega yfirtekið rekstur á, og hyggst leita eftir tilboðum í rekstur- inn í framtíðinni. Hitt málið sem nokkuð var rætt var styrkur til Litla leikfélagsins sem félagsmenn spurðust fyrir um. Þá skýrði Ellert Eiríksson sveit- arstjóri frá því í fundarlok að staða hreppsins væri góð og færi batn- andi með ári hvetju. Lokaumræða um fjárhagsáætlun fer fram 25. mars nk. og er fundur- inn öllum opinn eins og reyndar allir hreppsnefndarfundir eru í dag. — Arnór Þorlákshöfn: Góðar gæftir Þorlákshöfn. HEILDARAFLI vikunnar var 1.582.330 kíló af 42 bátum sem skiptist þannig: 35 netabátar 1.290.070 kíló, 2 dragnótabátar 137.320 kíló, 5 trollbátar 154.940 kíló. Þetta er mesti afli sem kom- ið hefur á land í einni viku frá vertíðarbyijun. Ástæðan er sú að stöðugt fjölgar bátunum og enginn landlegudagur var alla vikuna. Fyrri hluta vikunnar var mjög gott hjá smærri bátunum sem eru með netin hér undir bjarginu og vestur í Keflavík og Selvogi en seinni hluta vikunnar tók allt undan og ætla menn að þorskurinn sé búinn að éta yfir sig af loðnu og liggi niður við botn því hver einasti fískur sem á land kemur er úttroð- inn af loðnu. Jafn afli hefur verið hjá hinum bátunum. Dragnótabátamir Njörður ÁR 38 og Dalaröst ÁR 63 hafa gert það mjög gott það sem af er vertíð. Dalaröst er með 337.280 kíló, Njörður með 312.300 kíló. Uppi- staðan í afla þeirra er langlúra sem mjög gott verð hefur fengist fyrir. Mestan aflann í vikunni höfðu Haförn ÁR 115, 123.000 kíló í 7 róðrum og er hann á netum. Njörð- ur ÁR 38 með 76.530 kíló sem hann fékk í 2 róðrum og er á drag- nót og Friðrik Sigurðsson ÁR 17 með 73.860 kíló í 6 róðrum en hann er á netum. Aflahæstu bátar frá vertíðarbyij- un eru Höfrungur III ÁR 250 með 544.500 kíló, Friðrik Sigurðsson ÁR 17 með 524.050 kíló, Þorleifur Guðjónsson ÁR 350 með 480.330 kíló, þeir eru allir á netum. Togar- inn Jón Vídalín landaði þann 17. mars eftir 11 daga veiðiferð 95.882 kílóum, aðallega löngu og karfa. - JHS Félagsfundur E1 Salvador- nefndarinnar EL SALVADOR nefndin heldur félagsfund þriðjudaginn 24. mars kl. 20.30 að Mjölnisholti 14, 3. hæð. Helstu mál á dagskrá fundarins verða: 1. Uppgjör jólasöfnunar vegna jarðskjálftanna í San Salvador, 2. Nafnbreyting á nefndinni. Mið- Ameríkunefndin?, 3. Stuðnings- starfiið við Nicaragua — fjallað um ráðstefnuhugmynd og 4. Næstu verkefni nefndarinnar, fjármál ofl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.