Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 59

Morgunblaðið - 24.03.1987, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 59 Tákn blekkingarínnar eftir Halldór „Hver er sá að hann | eftirHalldór Kristjánsson Fyrir síðustu jól kom út hér á landi bók sem heitir: Drekktu vín, lifðu betur, lifðu lengur. Þetta er þýðing á dönsku riti sem út kom á síðasta ári. Má því segja að skjótt hafi verið við brugðið við að koma þessum boðskap á framfaeri hér á landi. Boðskapur þessarar bókar er kynntur aftan á kápu hennar með þessum orðum: „Talsvert stór hópur vínneytenda og -njótenda veltir stundum vöngum yfir spurningum eins og: getur vín verið skaðlegt? Hveijar eru afleið- ingar langtímaneyslu? Er vín vanabindandi? Getur lifrin skaddast? Hvaða áhrif hefur vín á æðakölkun? Minnkar þrek manns af víndrykkju? í dagblöðum er skýrt frá hættum þeim sem fylgja víndrykkju. Því er ekki að undra þó að ótti sumra vakni. Þó gleyma þeir því, að verk- efni dagblaðanna er einmitt að vekja athygli á hinu óvenjulega. Venjulegt fólk hefur ekkert að óttast — heldur þvert á móti. Erik Olaf-Hansen er blaðamaður sem ritað hefur um læknisfræðileg málefni í 40 ár, og þar fyrir utan um vín í Politiken um árabil. Hann hefur kynnt sér fagbókmenntir um vín og heilsu. Vel stutt rökum hljóm- ar ráð hans því: Njóttu vínsins. Það gerir þér gagn. Hófsöm neysla víns er heilsusamleg, lengir lífið og er vörn gegn ýmsum sjúkdómum. Þess fyrr sem maður gerir vínið að lífsförunaut sínum, þess öruggar er að líf manns verður ánægjulegt, og ellin þess eðlis að maður verður hennar ekki var.“ Þannig hljóða þau orð. „Hver er sá að hann haf i ekkert að óttast í sambandi við áfengi og neyslu þess? Hver getur verið óhræddur þar sem ölvaðir ökumenn eru á ferð? Hverjum er sama um ofdrykkju þess sem hann lætur sér annt um?“ það er sum sé tilgangur þessarar útgáfu að binda enda á að menn séu að velta vöngum yfir því hvort áfengi geti verið skaðlegt. Slíka fjarstæðu á enginn að hugleiða eftir að hafa lesið þessa bók. Boðskapur hennar á að veija menn fyrir öllum grun- semdum um að vín geti orðið vanabindandi eða lifur geti skaddast. Höfundi þykir það næsta alvarlegt mál að dagblöðin séu að hræða fólk með því að skýra frá hættum þeim sem fylgja víndrykkju. Þá er eins og honum sé þó ljóst að þarna geti verið um einhveijar hættur að ræða. En hann huggar sig við það að verk- efni dagblaðanna er einmitt að vekja athygli á hinu óvenjulega. Og út frá því ályktar hann að þessar hættur hljóti að vera óvenjulegar og því hafi venjulegt fólk ekkert að óttast í sambandi við vínið. Hver hefur ekk- ert að óttast? Hver er sá að hann hafi ekkert að óttast í sambandi við áfengi og neyslu þess? Hver getur verið óhræddur þar sem ölvaðir ökumenn eru á ferð? Hveijum er sama um Talsvert stór hAp'"|u'„ viTr'spurningum 'eins og: veltir stundum vong yi P ^ a,lelðingar Getur vín ^fvanabindandi? Getur l.lr- TntaddtS Bvaóa áh" ^ æðak°'kUn Minnkar þrek manns a frá^æUum þeim sem i dagbloðum er sk>^ ^ undra þó að ÓUi Su^»«h^-kkW,að6UaS, - hekr1ntTHanseTer blaðamaður sem ritað hef- Lrik Olat-Hansen . , {-• ru*fu ári og þar ur um læknisíræði eg ma árabil. Hann heí- Wrir utan um vin > Potitiken umar Vel ur kynnt sér íagbokmenn ir vínsins stutt rökum vins er heilsu hað gerir þer gagm Ho • ýmsum sjúk STÍ5Æ elUn þess eðits að maður verður hennar ekki var ofdrykkju þess sem hann lætur sér annt um? Það er svo erfitt að hugsa sér að nokkur maður sé svo heimskur eða svo mikið illmenni að hann geti sagt af einlægni og alvöru að venjulegt fólk hafi ekkert að óttast þar sem áfengi sé annars vegar. Slíkt hlýtur að vera sagt gegn betri vitund. Keyptur áróður Innan þeirrar stofnunar Samein- uðu þjóðanna sem kennd er við verslun og viðskipti starfar maður að nafni Frederik Clairmonte. Hann hefur tekið saman skýrslu þar sem segir að ekki minna en sex milljarð- ar dollara séu lagðir í áróður fyrir neyslu tóbaks og áfengis. Þessi danski áróðurspési er þannig ættað- ur og hefur öll einkenni uppruna síns. Vel má það vera rétt að höfund- urinn, Erik Olaf-Hansen, hafi skrifað um „læknisfræðileg efni í 40 ár“, en þar með er ekkert sagt um þekkingu hans á þeim efnum. Bullið verður ekki betra þó að bull- að sé í 40 ár. Hitt er víst og rétt að maðurinn hefur lengi skrifað um vín í Politiken. Hvað segir læknisfræðin? Lesbók Morgunblaðsins sagði frá útkomu þessarar dönsku bókar síð- astliðið sumar þegar hún var nýkomin út. Heiti bókarinnar fer svo á mis við almenna skynsemi og þekkingu að þvílík útgáfa má vissulega vekja athygli og þykja fréttnæm. Nokkru seinna birtist svo í Les- bókinni grein þar sem sagt var frá dómi læknis nokkurs í Noregi um þessi vísindi. Hann kallar þetta áfengisfræðslu á neðsta þrepi, segir að þar sé á ferð gömul hjátrú og hindurvitni. Jafnframt fullyrðir þessi læknir að þeim sem kynnu að vilja lifa eftir tilsögn þessarar bókar verði það dýrt. Að byrja nógn snemma Það virðist vera almennt álit að of mikil brögð séu að áfengisneyslu barna og unglinga. Hér kveður við annan tón. Hér er sagt berum orð- um: „Þess fyrr sem maður gerir vínið að lífsförunauti sínum, þess öruggara er að líf manns verður ánægjulegt." Því eru engin takmörk sett. Þess fyrr, þess betra. Öryggi ánægjulegs lífs er við það bundið að gera vínið lífsförunaut sinn sem allra fyrst á bamsaldri. Þetta kalla útgefendur „vel stutt rökum“. Samkvæmt þessu er engin ástæða til að mæðast yfir því að börn drekki áfengi. Meinið er ein- mitt hitt að þau bytja það alltof seint. Fyrir h verj a er skólinn? eftir Guðrúnu H. Sederholm Ég fékk sendan bækling með bömunum mínum frá Kennarasam- bandi íslands, þar sem ýmsum spurningum var varpað til mín. Þessar spurningar vöktu mig til umhugsunar um lagalegan og sið- ferðislegan rétt barna minna til aðhlynningar og uppeldis heima og heiman. Í 2. gr. grunnskólalaga stendur meðal annars: „Gmnnskólinn skal haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nem- enda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins“. Þetta em stór markmið, en fullkomlega sanngjöm, ef hagur bamsins er borinn fyrir bijósti. Það er augljóst að við núverandi aðstæð- ur í gmnnskólunum nást þessi markmið ekki nema með höppum og glöppum. Þetta er auðvitað mis- jafnt, en þó má ömggt telja að hvergi náist markmiðin það vel að foreldrar og kennarar séu fyllilega ánægðir. Skólinn á að vera fyrir öll börn. Hann á að taka tillit til hvers og eins, faltaðra sem ófat.laðra. Lögin segja að öll böm eigi rétt á ákveð- inni umönnun, á jafnréttisgmnd- velli. Hvað er það þá sem hindrar að markmiðin náist? Kennarar hafa margsinnis bent á að fækka þurfi nemendum í bekkj- um. Þetta hlýtur að vera brýnna nú en áður, þar sem uppeldi barna fer að miklu leyti fram í skólum, ekki síður en á heimilum. Það er skýlaus réttur bama að þau njóti umhyggju og uppeldis í æsku. Við köllum okkur siðmenntuð og teljum okkur standa framarlega í flestum málum miðað við þær þjóðir sem við segjum vanþróaðar. Ég efast samt um að umönnun ungviðis sé þar eins mikið happa- og glappa- mál og hér hjá okkur. Þetta tengist beint eftirfarandi þáttum: samfelld- ur skóladagur, færri böm í bekk, gæsla barna, skólamáltíðir, styttri vinnudagur foreldra, menntun kennara, hönnun skóla, stjórnun skóla, samvinna heimila og_ skóla og svo mætti lengi telja. Ég læt þetta nægja sem minnisatriði. Við getum ekki skellt skuldinni á aðra, við emm öll ábyrg. Það er því miður alltof sjaldan sem foreldrar láta í sér heyra á opinberum vettvangi. Þeir þegja þunnu hljóði, þó börn þeirra fái ekki kennslu í nokkra mánuði á vetri vegna kennaraskorts. Skóla- stjómendur keppast við að fela kennaraskortinn af einhveijum annarlegum ástæðum, svo almenn- ingi er alls ekki ljóst hve hættuleg staðan er í þeim málum. Sem for- Guðrún H. Sederholm „Það er hlutverk okkar fullorðinna, fyrst og fremst, að standa vörð um uppeldisskilyrði barna okkar og ég held að við gerum það best með því að taka hlut- verkið alvarlega.“ eldri finnst mér grafalvarlegt mál að ráðinn skuli danskur kennari við gmnnskóla úti á landi. Ég hef ekk- ert á móti fólki af öðmm tungu- málasvæðum, en ég hugsa að mér þætti klént að leita til læknis á ís- landi, sem talaði frönsku, svo eitthvað sé nefnt. Hvers eiga böm- in að gjalda? Það er hlutverk okkar fullorð- inna, fyrst og fremst, að standa vörð um uppeldisskilyrði barna okk- ar og ég held að við gemm það best með því að taka hlutverkið alvarlega. Við verðum að búa heim- ilum, skólum og öðmm uppeldis- stofnunum þau skilyrði að þær geti náð þeim markmiðum sem sett em í lögum. Við höfum ekki leyfi til að sætta okkur við geðþóttaákvarð- anir og heimskuleg vinnubrögð ráðamanna í þessum efnum, það er of mikið í húfi. Það er mikil ábyrgð að eiga barn og ala það upp svo úr verði mann- eskja, sem geti lifað og starfað í þjóðfélaginu, sæmilega sátt við hlutskipti sitt. Foreldrar, tökum því í útrétta hönd Kennarasambands íslands og vinnum öll að einu marki: Góður skóli fyrir öll böm er besta fjárfestingin. Tákn blekkingarinnar Útgefandi þessarar bókar nefnist Tákn og mun vera sama fyrirbæri og tók að sér að gera fræðslumynd um vímuefni og neyslu þeirra fyrir Reykjavíkurborg. Furðulegt er það að þeir sem hafa skap til að gefa út þennan áróðursbækling fyrir vímuefnaneyslu skuli taka að sér fræðslustarf í sambandi við önnur vímuefni. Engu síður furðulegt er þó að rennt skyldi vera svo blint í sjóinn að ráða slíkar persónur til að vinna slíkt trúnaðarstarf. Allar líkur virðast nú vera til þess að réttmætt sé að þakka borg- arstjóra að hann stöðvaði þá framkvæmd, þó að sjálfsagt hafi verið mistök að fela þessum aðilum verkið nokkurn tíma. Það tákn, sem hér er að verki, er tákn blekkingarinnar. Boðskapur blekkingarinnar á bókarkápunni er það öfgakenndur og vitlaus að hann mun litlum skaða valda en samt má rifja hér upp gömul kjamyrði úr Helgakveri: „En sekt þeirra, sem hið illa fremja, verður ekki þar fyrir minni.“ Höfundur hefur um áratugi verið í forystusveitgóðtemplara hérá landi. Höfundur er húsmóðir og kennari. LENI rúllurnar eru þéttvafnari, endast lengur og því ódýrari. Gerðu þinn eigin verðsamanþurð. y* Wií * v ELDHÚSRÚLLUB& SALERNISPAPPIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.