Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 24.03.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987 fclk í fréttum í síðastliðinni viku var stödd hér á landi kona að nafni Halina Harck Zaja^zkowska og var hún í leit að íslenskum ljósmyndafyr- irsætum. Halina þessi var hér á vegum franska umboðsfyrirtæk- isins Crystal og af því tilefni tók blaðið hana tali og spurðist fyrst fyrir um hvers konar fyrirtæki Crystal væri. þessum bransa klikkar fólk aðeins einu sinni og það er aldrei gefinn annar „sjens“.“ En hvert er ykkar hlutverk? „Það er náttúrulega misjafnt eftir fyrirsætum, en setjum sem svo að ég sjái einhveija stúlku, sem ég telji eiga góða möguieika í París. Eftir að hafa skoðað ljós- myndir af henni myndi ég ræða «0*»££££■ HérmásjáttaUnu ^ðaviðungfru • . a Giá«Birgl ðlsiand,^1^ við foreldra hennar og kanna hug þeirra til málsins. Að fengnu sam- þykki og ráðstöfunum vegna náms og annars slíks kæmi hún til Parísar og við útvegum henni verkefni. Það er náttúrulega ekki til 100% trygging fyrir velgengni, en þarna fá stúlkumar altjent möguleika. Þær þurfa að hafa með sér peninga til þess að lifa í svona mánuð, en þá verður ljóst hvort þær eiga möguleika eður ei. Eftir um það bil ár í París geta þær síðan farið til New York, eða Mílanó þar sem launin eru betri og eftir það halda þær sína leið. Þess vegna þurfum við alltaf að leita að nýjum stúlkum.” Eru fyrirsætustörfin jafnvel- borgvð og maður heyrir fleygt? „Eg veit að vísu ekki hvaða tölur þú hefur heyrt, en þær geta fengið mjög vel borgað. Laun fyr- ir dagsvinnu geta verið á bilinu 30-100.000 íslenskar krónur. Þar með er ekki sagt að slíkt gerist alla daga, en stúlkurnar okkar vinna allar stöðugt og mér er óhætt að segja að þær hafi gott upp úr krafsinu. Sem fyrr segir er starfsævi fyrirsætunnar ekki löng — kannski tíu ár; en á þeim tíma geta þær þénað þannig að þær þurfi ekki að hafa áhyggjur það sem eftir er.“ En hefur þér orðið eitthvað ágengt áíslandi? „Það er nú eiginlega of snemmt að segja um það, því að fæstar stúlkurnar eiga af sér ljósmynda- safn, en það er eini mælikvarðinn sem við getum notað. Það er ekki nóg að sjá stúlkumar fyrir framan sig. Ég verð hér einungis skamm- an tíma og þessvegna hef ég fengið Önnu Björk Eðvarðsdóttur, fyrrverandi ungfrú Island, hjá fyrirtækinu Fyrirsætan, til þess að hafa augu og eyru opin fyrir stúlkum hér á landi. Annars vil ég benda stúlkum sem viija verða fyrirsætur á að það er alls ekki til neitt einhlítt „fyrirsætuútlit“. Sumar af fyrirsætunum okkar eru ekki beinlínis forkunnarfagrar, en þær hafa eitthvað sérstakt við sig. Þess vegna ættu stúlkur bara að skoða blöð eins og Vougue og Elle og virða fyrir sér fyrirsæturn- ar í þeim. Sjái þær einhverja, sem þeim finnst líkar sér á einhvern hátt, þá er aldrei að vita nema við séum sama sinnis og höfum áhuga á þeim sem fyrirsætum." Við höfum sérhæft okkur í að vera einungis með fyrsta flokks módel hveiju sinni og það setur fyrirtækinu vissar skorður. Það er varla hægt að segja að fyrirtækið sé stórt í sniðum miðað við þau, sem hafa t.d. 300 stúlkur á sínum snærum, en á hinn bóg- inn geta kúnnamir treyst því að við séum ávallt með réttu stúlkuna fyrir þá og þa segir sína sögu að þrátt fyrir þessa tiltölulegu smæð er fyrirtækið eitt hinna fimm stærstu í París mælt hvað veitu snertir.“ Eftir hveiju ertu að leita hér? „Ungum stúlkum fyrst og fremst — og síðan að sjálfsögðu hina norræna útliti. Íslenskar stúlkur hafa mjög góða húð, sem er eitt það mikilvægasta, beina- bygging og limaburður eru fyrir- myndar, þær hafa blá augu og síðan þetta mikla ljósa og rauða hár. Þá má einnig nefna það að þær eru yfirleitt hávaxnar, en 1,74 m er algjör lágmarkshæð. Þegar ég hitti stúlkumar vil ég ekki að þær séu með neinn and- litsfarða, því að hann hylur það sem við erum að leita að.“ Þú tekur fram að stúlkurnar þurfí að vera ungar. Hversu ung- ar? „Þær mega ekki vera eldri en tvítugar, því að þá strax byija fyrstu hrukkurnar að myndast. Fólki finnst kannski þær hrukkur sem hálfþrítug manneskja er með ekki miklar, en í þessum bransa þarf húðin að vera alveg slétt og felld, þannig að stúlkumar eru ótrúlega fljótt úr leik. Önnur ástæða fyrir því að við viljum fá þær ungar til okkar er sú að þær þurfa þjálfun. Það að vera fyrir- sæta táknar ekki að þær gangi um í fallegum fötum og láti taka af sér myndir milli kampavíns- glasa. Þetta er hörkuvinna og það er mjög auðvelt að heltast úr lest- inni. Þessi „glamor“-ímynd starfs- ins er í raun klár tálmynd haldi menn að þannig lifi og hrærist toppmódel. Það er vonlaust að stunda samkvæmi fram á rauða- morgunn og vera síðan falleg og í góðu formi morguninn eftir. I íleit að fyrirsætum U CM : -* (.?■» : ‘ WíOKAtt : »». H»« VMfKhX H.IUílUCWWM: J.7< l', HWxrtJ* A*\».U» ««. AUXANOí* t.tt !<* XAR|\:AW> 17f 2J.» ATIIARINa' ’M 1- ltíA|OM> J.M ;j, t»M. AVv/U.V.liW Fyrirsætur þær, sem Crystal hefur á sínum snærum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.