Morgunblaðið - 24.03.1987, Síða 68
68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1987
ESAB
Rafsuðutæki
vír og
fylgihlutir
Nánast allt til
rafsuðu.
Forysta ESAB
* ertrygging
fyrirgæðum
og góðri þjónustu.
Allartækni-
upplýsingar
eru fyrirliggjandi
ísöludeild.
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN, SELJAVEGI 2,
SÍMI24260
ESAB
RYBFRUR
HÁ-OG LÁGÞRÝSTI
ÞREPADÆLUR
1 OG 3JA FASA
Vinningstölurnar 21. mars 1987.
Heildarvinningsupphæd: 4.907.242,-
1. vinningur var kr. 2.460.448,-
og skiptist hann á 4 vinningshafa, kr. 615.112,- á mann.
2. vinningur var kr. 735.700,- og skiptist hann á milli 350
vinningshafa, kr. 2.102,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.711.094,- og skiptist á milli 11.111 vinn-
ingshafa, sem fá 154 krónur hver.
Kosningavaka fatlaðra 1987:
Beitum okkur
sem þrýstihópur
í framtíðinni
Upplýsinga-
simi:
685111.
ERFK)
SALA/
AUÐVELD
SALA
Hér eru nokkur sérstök
atriði, sem þú munt læra á
Dale Carnegie sölunámskeiðinu
■ Meginreglumar, sem eru ráðandi við allar hugsan-
legar söluaðstæður
■ Að nota sérstaka tækni fyrir hvert skref sölunnar
■ Að meta kaupgetu væntanlegs viðskiptavinar
■ Að ná og halda athygli væntanlegs viðskiptavinar
■ Að ákvarða hin raunverulega áhuga og það sem
hvetur viðskiptavininn til að kaupa
■ Að skilja hin fimm skref sölunnar
■ Að kynna einkenni og eiginleika vöru þinnar með
þeim hætti, að hagnaður kaupanda verði Ijós
■ Að fá væntanlegan kaupanda til að vilja kaupa núna
(Ijúka sölunni)
■ Að hafa á valdi þínu margreyndar aðferðir til að
reka smiðshöggið á söluna
■ Að setja markmið
■ Að meðhöndla mótbárur
■ Að skilja sjálfan þig og aðra
■ Að taka persónulegum þroska
Námskeiðið fer fram á föstudögum
kl. 9-12.30 f.h.
Sölunámskeiöið kemur saman á tólf fundi, og tekur
hver þeirrá þrjár og hálfa klukkustund. Til þess að fá
inngöngu á námskeiðiö verður þú að vera sölumaður,
sem þegar hefur öölast góöa þekkingu á vörum og
þjónustu fyrirtækis þíns. Innritaðu þig í dag og taktu
stórt skref í áttina til meiri árangurs, sjálfum þér til
handa.
Innritun og upplýsingar í síma:
81411
o
STJÚRNUNARSKÚUNN
% Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Daie Carnegie námskeiðin'
segir Arnþór Helgason formaður
Oryrkjabandalags fslands
“ÞAÐ er almenn ánægja með
þennan fund. Annað er ekki
hægt,“ sagði Arnþór Helgason,
formaður Oryrkjabandalags ís-
lands í samtali við Morgunblaðið
að lokinni Kosningavöku fatl-
aðra á sunnudaginn. „Mér finnst
samt sorglegt að ýmsir stjórn-
málamenn virðast ekki treysta
sér til að veita fé til málefna
fatlaðra nema ná utan um skatt-
svikapeninga," sagði Arnþór.
“Samt held ég að stjórnmála-
menn séu famir að átta sig á því
að að baki Þroskahjálpar og
Oryrkjabandalagsins stendur
þriðja stærsta fjöldahreyfing
landsins. Sú hreyfing mun beita
sér sem þrýstihópur í framtíð-
inni.“
hlunnfarnir vegna skertra framlaga
ríkisins í Framkvæmdasjóð fatl-
aðra, en frá stofnun sjóðsins hefði
beint framlag ríkissjóðs verið skert
um tæpar 380 milljónir króna.
Sama gilti um lögbundið framlag
ríkisins í Framkvæmdasjóð öryrkja
og þroskaheftra sem stofnaður var
1979 og samtals vantaði því tæp-
lega 800 milljónir kr. til þess að
staðið hefði verið við lagaákvæði
um fé til framkvæmda í þágu fatl-
aðra á tímabilinu 1980-1987.
Breyting- á viðhorfum
til fatlaðra
Stjómmálamennimir fluttu í
byijun pallborðsumræðna stuttar
framsögur og svömðu spumingum.
Fylgst með fyrirheitum stjórnmálamanna.
Húsfyllir var á kosningavökunni,
sem var haldin í Súlnasal Hótel
Sögu. Öryrkjabandalag íslands og
Landsamtökin Þroskahjálp stóðu
fyrir vökunni þar sem blandað var
saman gríni og alvöru. Flutt var
tónlist, söngur og leikur og fulltrú-
ar þeirra stjómmálaflokka sem
sæti eiga á alþingi tóku þátt í pall-
borðsumræðum, ásamt formönnum
Þroskahjálpar og Öryrkjabanda-
lagsins.
Markmið vökunnar var að vekja
athygli á baráttumálum fatlaðra og
ber þar hæst kröfuna um að staðið
verði við lögbundið framlag í Fram-
kvæmdasjóð fatlaðra.
Dagskráin hófst með söng 'og
leik hóps sem kallaði sig Öm og
amarungarnir, en síðan vom sýnd-
ar svipmyndir úr lífi fatlaðra. í þeim
leikþæiti, sem fluttur var af stórum
hóp fatlaðs fólks og aðstandenda,
undir stjóm Þórhildar Þorleifsdótt-
ur, var athyglinni beint að aðstöðu-
leysi fatlaðra í þjóðfélaginu. Fram
kom að fötluðum bömum er vfða
gert. ókleift að stunda lögbundið
nám í grunnskólum, en 4.000
slensk böm á grunnskólaaldri
jurfa á sérkennslu að halda.
Leikhópurinn sýndi á myndræn-
m hátt hvernig fatlaðir hefðu verið
Spurt var m.a. um Framkvæmda-
sjóð fatlaðra, hvort og hvemig
viðkomandi flokkur eða samtök
myndi tryggja lögbundið framlag í
sjóðinn. Hvort tryggja ætti fötluð-
um rétt til að eignast heimili, til
að stunda nám og starf við hæfi
og um lífeyrisgreiðsur til handa
fötluðum.
Jóni Baldvini Hannibalssyni, Al-
þýðuflokki, varð tíðrætt um skatt-
svikara í þjóðfélaginu og
endurskoðun skattalaganna. Ef
hægt væri að koma höndum yfir
þær milljónir sem ekki skiluðu sér
að svo stöddu til ríkissjóðs væri
mikið hægt að gera til úrbóta í
málefnum fatlaðra. Hann lagði
einnig áherslu á breytta forgangs-
röðun verkefna og nefndi að
framkvæmdir þyrftu ekki alltaf að
vera fjárfrekar, svo sem fréttir og
textun efnis í sjónvarpi.
Guðrún Agnarsdóttir, Kvenna-
lista, sagði, að Kvennalistinn hefði
ávalt mótmælt því að framlög í
Framkvæmdasjóð fatlaðra væm
skert og myndi áfram beita sér fyr-
ir úrbótum í málefnum fatlaðra sem
annarra sem minna mættu sín í
þjóðfélaginu. Brýnast væri að
breyta viðhorfunum til fatlaðra. Um
það hvernig fjármagna ætti fram-