Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 13 faldaðist salan á hvcrju ári frá 1979—1984. Salan jókst minna á síðasta ári, aðallega vegna verð- hækkana sem eiga rætur að rekja til hækkana á verði surimi í Japan. Fróðir menn telja að árleg sala nálgist 400 milljónir dollara, en stærsti surimi- söluaðilinn, Berelson Co. í San Fransisco, gefur ekki upp sölutölur. Söluspámar nera vott um mikla bjartsýni. og menn benda á að þótt surimi eigi stóran og tryggan mark- að í Japan, sé óraunhæft að gera ráð fyrir að surimiát haldi áfram að aukast í Bandaríkjunum. Uppi- staðan í surimi er ufsi, og það færist sífellt í vöxt að framleiðend- ur noti ufsa í verðmætari fiskrétti í stað þorsks, vegna skorts á þeim síðamefnda. Sumir telja að surimi bætist við aðra fisksölu, og sé því ekki bein samkeppnisvara á fískmarkaðnum. Ennfremur telja menn að surimi sé fiskmeti fátæka mannsins, neytend- ur séu aðallega fólk sem finnist of dýrt að kaupa þá fiskrétti sem líkt er eftir með surimi (sem gæti kall- ast ,,fisklíki“). Söluhorfur Mike Smith hjá kanadíska stór- fyrirtækinu National Sea Products útlistaði í nýlegu viðtali við frétta- ritara Morgunblaðsins hvemig rækjuverð í Bandaríkjunum tengist vertíð við Ástralíu og rækjuáti Jap- ana. Ef það veiðist vel við Ástralíu, éta Japanir úthafsrækju þaðan, en Formósumenn sitja uppi með miklar birgðir af eldisrækju sem ætluð var á Japansmarkað. Við svo búið selja þeir hana á niðursettu verði til Bandaríkjanna. Og rækjuverð fell- ur. Svipaða sögu er að segja um sumar aðrar sjávarafurðir. Verð á hörpuskel mun stórlækka í maí- mánuði, þegar calico-hörpuskel frá Flórida kemur á markaðinn og tvö- faldar innanlandsframleiðsluna miðað við síðasta ár. Þessvegna hafa ýmsar þjóðir að undanfömu keppst við að losna við allar birgðir af hörpuskel, áður en verðlækkunin skellur á. Samt sem áður spáðu þeir sem ræddu um verð og birgðir á einum af fræðslufundum fiskmetissýning- arinnar í Boston, að þróun þors- kverðs verði stöðug á Bandaríkja- markaði á næstunni. Strandveiðar við Kanada gætu haft einhver áhrif til lækkunar, en þær hafa gengið illa síðastliðin 5-6 ár og ekki búist við breytingum. Skortur á þorski veldur því hinsvegar að verð á ufsa mun að líkindum hækka tiltölulega meira en þorskverð. Heildsöluverð á einu pundi af þorskflökum af íslandsmiðum er núna 2,45 dollarar á austurströnd Bandaríkjanna, en kanadísk flök seljast fyrir 2,35 dollara. Ýsa af íslandsmiðum í 5-punda pökkum selst núna fyrir 2,50 dollara pund- ið, en sú kanadíska fýrir 20 til 30 sentum lægra verð. íslensk ufsaflök ganga á 1,37 pundið í heildsölu, en þau kanadísku seljast við hærra verði, 1,55 dollarar fyrir pund af roðflettum, beinlausum ufsa. Margt bendir til þess að fisk- neysla Bandaríkjamanna muni aukast um þriðjung á næstu fjórum árum og kannanir sýna að fiskæt.ur prófa gjaman nýstárlega rétti. En eins og kom fram í nýlegum við- tölum undirritaðs við talsmenn íslenskra fisksölufyrirtækja í Bandaríkjunum, er ekki þarmeð sagt að bandarískir neytendur borgi hvað sem er og haldi endalaust tryggð við hinn viðurkennda gæða- fisk af íslandsmiðum. Texti og myndir: Jón Asgeir Sigurðsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. Framboðsfundur í Stykkishólmi Stykkishólmi. FYRSTI framboðsfundur í Stykkishólmi var haldinn 27. mars sl. Þar mættu þingmennirn- ir Friðjón Þórðarson og Valde- mar Indriðason og einnig Sturla Böðvarsson sveitarstjóri, Sigur- björn Sveinsson læknir og Jóhannes Finnur Halldórsson skrifstofumaður, en þeir skipa allir lista sjálfstæðismanna hér fyrir næstu alþingiskosningar. Nú verða hér engir sameiginleg- ir framboðsfundir, heldur verða listarnir með sína fundi sér. Þessi fundur var í Félagsheimil- inu og var mjög vel sóttur. Fluttu þeir Friðjón, Valdemar og Sturla framsöguerindi og síðan voru al- mennar umræður. Fundurinn snerist aðallega um þingmál og inn- anhéraðsmál og bar margt á góma. Kosningabaráttan er hafin af fullum krafti. Friðjón og þeir félag- ar voru áður búnir að halda fundi bæði á Stapa, Hellissandi, Ólafsvík og Grundarfírði og nú lá leiðin inn í Dali. Síðan verður haldið áfram um kjördæmið. Fundinum stýrði Ellert Kristinsson oddviti Stykkis- hólms. — Árni Frá fundinum sem haldinn var í félagsheimilinu. MorfrunblaðuVÁmi HAPPDRÆTTl Slysavamafélags íslands eigin vali að verðmaeti kr. 2.000.000 hvor 4 SUBARU 1800 4WD station að verðmæti kr. 600.000 hver 18 SUBARU JUSTY 4WD að verðmæti 350.000 hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.