Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 23 Hlutfallsleg aldursskipting ökumanna sem aðild áttu að alvarlegum umferðarslysum 1978-1984. 12 - 10 - 8 - 6 - 4 - 2 “ Fjöldi pr. aldursár (Samkvæmt könnun Samvinnutrygginga) Mynd 2 yUMFERÐAR RÁÐ —I----------1--------1--- 17-20 21-45 45-60 61 > Aldur Mynd 5 ALDURSSKIPTING SLASAÐRA OG LÁTINNA í UMFERÐARSLYSUM 1978-1986 FJOLDI 50 sést, svo ekki verður um villst, að ungir vegfarendur á aldrinum 17—20 ára eru í langmestri hættu í umferðinni. Síðan lækkar línan í réttu hlutfalli við það sem gerðist á myndum 2 og 4. Súluritið á mynd 6 getur verið villandi fyrir þá sem ekki kunna að lesa úr tölfræðilegum heimildum, þár sést að súlurnar fyrir aldurshópinn 25—64 ára eru .hæstar og því væri hægt, í fljót- fæmi, að álykta að þessi aldurs- hópur væri í mestri hættu. Mynd 5 tekur af allan vafa um að svo er ekki. Engin óvænt upp- götvun hjá Sam- vinnutryggingum Lokaniðurstaða þessara hugleið- inga er sú að „könnun!" Samvinnu- trygginga sýnir sömu upplýsingar og slysaskráning Umferðarráðs hefur leitt í Ijós undanfarin ár og því er ekki um neina nýja, óvænta uppgötvun að ræða. Undirrituðum er það því hulin ráðgáta hvert sé markmiðið með þeim staðhæfingum sem gerð var grein fyrir hér í upp- hafi. Ef fullyrðingarnar um hrað- aksturinn, ölvunaraksturinn og „gáleysið" byggja á svipuðum töl- fræðiútreikningum og alhæfingam- ar um hættulegasta aldurshópinn, þá skorar undirritaður á starfsmenn Samvinnutrygginga að endurskoða þá útreikninga og birta síðan í fjöl- miðlum þannig að hægt sé að sjá hvað að baki þeim búi. Markmiðið — bein- skeyttari áróður í frétt Morgunblaðsins 14. mars sl. er haft eftir framkvæmdastjóra Samvinnutrygginga að umrædd „könnun" hafi verið gerð svo unnt væri að hafa beinskeyttari áróður en áður hafi tíðkast. Undirritaður tekur undir þá aðferð að gerðar séu kannanir og rannsóknir á orsökum og afleiðingum umferðarslysa, ein- mitt í þeim tilgangi að gera áróðurinn beinskeyttari og mark- vissari. En þá verður að gera kröfu til þess að dregnar séu réttar álykt- anir af einföldum tölfræðilegum heimildum. Það skal tekið fram að undirritaður virðir Samvinnutrygg- ingar fyrir framlag fyrirtækisins til baráttunnar gegn þessum hræði- legu umferðarslysum. Nóg að vera „bara“ vakandi? Að lokum þetta: Öll vitum við að enginn er alveg öruggur í um- ferðinni og betra er að vera vakandi við aksturinn því hann þarfnast fullrar athygli. Við vitum líka að erfitt er að meta hraða þeirra öku- tækja sem lenda í umferðaróhöpp- um, réttur hraði kemur sjaldnast fram í lögregluskýrslum. Lögreglu- menn sem koma á slysstað eru til vitnis um það. Það er því forvitni- legt að vita hvemig starfsmenn Samvinnutrygginga geta gert svo lítið úr „hraða-þættinum". Hafi markmiðið með þessum fullyrðing- um verið að stuðla að fækkun umferðarslysa þá sýnist mér vopnin hafa snúist í höndum þeirra. Al- menningur hefur þegar tekið undir þessar rangtúlkanir, leigubílstjóri nokkur, sem hafði samband við undirritaðan, orðaði það svo: „Þetta hef ég alltaf sagt — það er ekki hraðinn sem veldur slysunum. Þess vegna á að auka hámarkshraða í landinu. Það er um að gera að aka bara nógu hratt — það heldur manni kannski vakandi við aksturinn, líttu bara á könnun Samvinnu- trygginga." Ungir og óreyndir ökumenn gætu því hugsað eftir lest- ur umræddra frétta og auglýsinga frá Samvinnutryggingum: „Það er allt í lagi fyrir mig að aka á 120 km hraða, bara ef ég er vakandi.“ Gáleysi Samvinnutrygginga gæti því dregið dilk á eftir sér á næstu misserum, eða hvað? Höfundur er fulltrúi !\já lJmferð- arrdði og annast ni.a. slysaskrán- ingar. Framboðslistar BJ BANDALAG jafnaðarmanna býður fram í tveimur kjördæm- um við alþingiskosningarnar 25. apríl, Reykjavík og Reykjanesi. Her fara á eftir framboðslistar bandalagsins: Reykjavík 1. Anna Kristjánsdóttir, banka- starfsmaður, Hjarðarhaga 38, Rvík. 2. Helgi Birgir Schiöth, nemi í HÍ, Ystafelli I, S-Þing. 3. Árni Gunnarsson, fískmats- maður, Víðigrund 26, Sauðár- króki. 4. Georg Ottó Georgsson, 'nemi, Lynghaga 8, Rvík. 5. Júlíus Þórðarson, bóndi, Skorrastað, Neskaupstað. 6. Jónína G.R. ívarsdóttir, banka- gjaldkeri, Rjúpufelli 28, Rvík. 7. Guðmundur Oli Scheving, vél- stjóri, Tunguseli 5, Rvík. 8. Guðmundur Jónsson, fræði- maður, Kópsvatni, Hruna- mannahr. 9. Sigríður Erla Ólafsdóttir, skrif- stofumaður, Rjúpufelli 35, Rvík. 10. Erling Pétursson, skipstjóri, Lágengi 21, Selfossi. 11. Ásmundur Reykdal, meindýra- eyðir, Starrahólum 11, Rvík. 12. Oskar Örn Jónsson, nemi, Lágabergi 4, Rvík. 13. Vilmundur Jónsson, verkstjóri, Drápuhlíð 4, Rvík. 14. Geir Ólafsson, sölumaður, Ara- hólum 4, Rvík. 15. Hafdís Reynaldsdóttir, hús- móðir, Þórufelli 12, Rvík. 16. Gunnar Þór Jónsson, verka- maður, Kirkjustræti 2, Rvík. 17. Laufey Jónsdóttir, húsmóðir, Blesugróf 11, Rvík. 18. Áshildur Hilmarsdóttir, hús- móðir, Tunguseli 9. Rvík. 19. Manfreð Jóhannesson Körner, verkamaður, Hverfisgötu 32b, Rvík. 20. Ragnheiður K. Ingvadóttir, nemi, Hjarðarhaga 38, Rvík. 21. Steina Steinarsdóttir, verka- maður, Rauðalæk 2, Rvík. 22. Þorsteinn Már Kristjánsson, vélamaður, Álftamýri 12, Rvík. 23. Guðmundur S. Jónasson, leið- beinandi, Álakvísl 41, Rvík. Bæklingur um flogaveiki LANDSSAMTÖK áhugafólks um flogaveiki, LAUF, eru þriggja ára um þessar mund- ir. I því tilefni hefur verið gefinn út fræðslubæklingur um flogaveiki í samvinnu við landlæknisembættið. Bæklingnum er ætlað að veita upplýsingar um flogaveiki, hvern- ig flog lýsa sér og hvernig eigi að bregðast við krampaflogi. Næstkomandi þriðjudag, 7. apríl, verður aðalfundur LÁUF í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Fundurinn hefst kl. 20.00 og er öllum opinn. Leiðrétting í Morgunblaðinu 1. apríl sl. þar sem sagt var frá Músíktilraunum ’87 var farið rangt með nafn eins hljómsveitarmeðlims. Hið rétta er að söngvari Deja-Vú frá Akranesi heitir Jón Ingi Þorvaldsson. Einn- ig var það rangt að hljómsveitin Hvítar reimar væru frá Kcflavík, hljómsveitarmeðlimir eru bæði frá Keflavík og Sandgerði. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessu. Þú svalar lestrarþcirf dagsins á sídum Moggans!. 24. Örn ívar Einarsson, bakari, Seilugranda 4, Rvík. 25. Hilmar S. Karlsson, nemi, Há- teigsvegi 30, Rvík. 26. Örn Eiríksson, flokksstjóri, Egilsgötu 12, Rvík. 27. Jóhann Ólafsson, verkamaður, Breiðvangi 4, Hafnarf. 28. HuldaBáraJóhannsdóttir, hús- móðir, Ástúni 14, Kópav. 29. Henny Nielsen, húsmóðir, Skarðsbraut 9, Akranesi. 30. Lóa Guðjónsdóttir, bókavörður, Hofsvallagötu 61, Rvík. 31. Eggert Bjarni Helgason, nemi, Fagrabæ 16, Rvík. 32. Eyþór Haraldsson, verkamað- ur, Laugavegi 33, Sigluf. 33. Friðrik Ölafsson, nemi, Braut- arlandi 1, Rvík. 34. Sigríður Drífa Alfreðsdóttir, nemi, Löngubrekku 6, Kópav. Reykjanes 1. Þorgils Axelsson, tæknifr., Brekkubyggð 20, Garðabæ. 2. Örn S. Jónsson, múrarameist- ari, Hraunbrún 15, Hafnarf. 3. Alfreð Guðmundsson, framkv. stjóri, Laufvangi 4, Hafnarf. 4. Þorsteinn Hákonarson, framkv. stjóri, Kópabraut 11, Njarðv. 5. Páll Bergsson, yfirkennari, Dals- gerði 4b, Akureyri. 6. Gunnlaugur Jónsson, verksm. stj., Oddnýjarbraut 5, Sandg. 7. Þórir Hinriksson, skipstjóri, Mjallargötu 6, ísaf. 8. Jóhann Helgi Einarsson, verzl- unarm., Suðurgötu 25, Keflav. 9. Elínborg Jóna Jóhannsdót.tir, sjúkraliði, Breiðvangi 14, Hafn- arf. 10. Steinunn Hákonardóttir, hús- móðir, Vesturgötu 6, Keflav. 11. Pálmi Kr. Guðnason, verkamað- ur, Amarhrauni 5, Grindav. 12. Eymundur Gunnarsson, kyndari, Faxabraut 16, Keflav. 13. Stefán Magnússon, jámsm., Móabarði 2, Hafnarf. 14. Bima Þorsteinsdóttir, verka- kona, Holtsgötu 1, Hafnarf. 15. Eysteinn Hreiðar Nikulásson, múrari, Blesugróf 11, Rvík. 16. Ásmundur Siguijónsson, vél- virki, Hamraborg 20, Kópav. mupfmgánríá DOMUS KAUPFÉLDGIN I LANDINU BAKPOKI kr. 1.250 TASKA kr. 1.520 FERÐASETT Blaöburdarfólk óskast! AUSTURBÆR GRAFARVOGUR Hverfisgata 63-115 o.fl. Gerðhamrar Sóleyjargata Dverghamrar Óðinsgata Lindargata 1-38o.fl Hverfisgata 4-62 o.fl. Bergþórugata Síðumúli Skólavörðustígur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.