Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 ■57 Minning: Elín Eiríksdóttir Kúld Súbech Það má segja að það hafi ekki verið sorgarfréttir er mér var tjáð andlát heiðurskonunnar Elínar Kúld Söebeck, svo mikið var hún búin að líða í sínum löngu veikindum. Elín var fædd að Okrum á Mýrum 26. október 1900, þar sem hún ólst upp til 17 ára aldurs. Faðir hennar var Eiríkur Kúld Jónsson, óðalsbóndi á Ökrum Eyj- ólfssonar alþingismanns í Svefn- eyjum, en móðir Eiríks var Elín Helgadóttir frá Vogi Heigasonar alþingismanns og smiðs. Systkini Elínar voru 5 og eru nú aðeins 2 á lífi, Inga og Arinbjörn, bæði búsett hér í borg. Maður Elínar var Pétur Söebeck trésmiður, sem einnig var lengi til sjós og þá hjá Eimskipafélagi Is- lands, lengstum á Lagarfossi, en þá bjuggu þau 10 ár úti Kaup- mannahöfn. Þau eignuðust 3 dætui" Sigríði, Kristjönu og Huldu Fjólu, sem er látin. Ennfremur ólu þau upp dótturdóttur sína, Sunnu Söe- beck. Mann sinn missti Elín 1964. Elín var glæsileg kona á sínum yngri árum. Hún var vel lesin, víða heima og hagmælt með ágætum. Eftir hana hafa verið gefnar út þijár Ijóðabækur, sem allar hafa fengið hina bestu dóma. Auk þess nokkur Ijóð, sem gefin hafa verið út á plötum, þar sem hún átti bæði Ijóð og lag, m.a. á jólaplötunni, „Jólin eru að koma“, er selst hefur mikið. Elín var bæði skyggn og mikið í hug um dulræð fræði. Ég átti þess kost að kynnast þessum góðu hjónum þegar þau bjuggu í Kópavogi og allt síðan hefi ég ávallt komið fróðari af fundi Elínar, hún var þessi lítríki og gef- andi persónuleiki. Ég sendi dætrum hennar, barna- börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. B. Guðmundsson í dag fer fram útför Elínar Kúld Söebech, skáldkonu, er andaðist 26. mars sl. Hún fæddist 26. október árið 1900. Foreldrar hennar voru Eirík- ur Kúld Jónsson, óðalsbóndi á Ökrum á Mýrum og kona hans, Sigríður Jöhannsdóttir. Elín tilheyrði því aldamótakyn- slóðinni, en þeir sem fæddir voru aldamótaárið upplifðu og tóku þátt í mestu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslensku þjóðlífi, ásamt harðri sjálfstæðisbaráttu er var til lykta leidd 17. júní 1944 er ísland varð sjálfstætt lýðveldi. Þetta er sagt sökum þess að þetta tímabil fannst mér að hafi mótað skoðanir hennar og skáldskap á ýmsan hátt. Elín og eiginmaður hennar, Pétur Söebeeh, fluttust til Akureyrar 1923 og bjuggu þar til ársins 1931, en þá fluttu þau til Kaupmanna- hafnar, en komu síðan alfarið heim árið 1941. Árið 1955 andaðist Pétur Söebech og var hans mikið saknað af öllum er þekktu hann. Elín eignaðist þijái’ dætui’, en þær eru: Sign'ður, Kristjana og Hulda, en hún er látin. Elín gaf út þijár ljóðabækur er báru nöfnin „Söngur í sefi“ 1955, „Rautt. lauf í mosa“ 1958 og „Skelj- ar á Sandi“ 1968. Fyrsta ljóðabók hennar vakti strax verðskuldaða athygli og svo fór einnig um hinar tvær er á eftir komu. A.m.k. tvö af kvæðum henn- ar eru fyrir löngu landskunn, en þau eru „Ef cngill ég væri með vængi“ og „Jólin eru að koma“, en lagið við það Ijóð er samið af Elínu, en það sýnir, að hún hafði einnig góða tónlistarhæfileika. Ennfremur hafði hún næmt auga fyrir málara- list sem hún fékkst einnig við. Elín var mjög greind kona og víðlesin og ekkert mannlcgt var henni óviðkomandi. Hún var mann- þekkjari og mannvinur og skildi allt betur en flestir aðrir. Ég kom alloft til Elínar á tíma- bili og við ræddum um allt milli himins og jarðar. Gjarnan spáði hún fyrir mér, því spádómshæfileika hafði hún í ríkum mæli. Hún sagði mér margt um lífið og tilveruna og í hveit sinn er ég kvaddi, fannst mér ég vera heilsteyptari og betri maður. Hún sagði mér frá reynslu sinni á dulrænum fyrirbrigðum sem var ákaflega athyglisvert að heyra, því næmleiki hennar og innsýn á því sviði var mikill. Hún sagði mér frá barnabarninu sínu, henni Sunnu, sem hún tók að sér sem sitt eigið barn og ól upp frá fæðingu, en milli þeirra varð slík ástúð og kærleikur að sjald- gæft mun vera. Fráfall Elínar varð Sunnu þungt áfall, þótt vitað væri með allmiklum fyrirvara að kveðjustundin nálgað- ist. Ilún sagði mér frá börnunum hennar, þeim Andrési og Kristjönu, sem ólust að miklu leyti upp .með Elínu og nutu umhyggju hennar og frásagnarhæfileika. Þau minnast nú langa-langömmu með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún gaf þeim í veganesti til betra lífs. Já, hún Elín sagði mér margt sem yrði of langt mál að segja frá, en minningarnar eru hugljúfar. Kvæðið „Ég trúi“ eftir Elínu finnst mér lýsa skoðunum hennar og lífsviðhorfum að nokkru leyti: Gunnar Þ. Arnars- son — Kveðjuorð Fæddur 1. mars 1971 Dáinn 28. mars 1987 í dag, föstudaginn 3. apríl, verð- ur borinn til grafar systursonur minn, Gunnar Þór Arnarsson. Gunnar Þór var eitt fjögurra barna hjónanna Sigurbjaitar J. Gunnars- dóttur og Arnars Sigurðssonar. Þótt lífshlaupið hafi verið stutt, lét Gunnar margar minningar eftir sig í hjörtum okkar allra. Ungur, hress og glaðvær hafði þessi ungi piltur tekið stefnuna á menntabrautina. Hann hafði gefið sér ákveðið tak- mark í lífinu. En enginn veit sinn dag, skyndilega kallaður burt, svo tápmikill,.svo ungur. Minningin um góðan dreng lifir í hjöitum okkar um ókomna tíð. Elsku Sibba, Öddi, Sigrún, Dísa og Örn, missir ykkar er mikill, megi Drottinn styrkja ykkur í sorg ykkar. Nú legg ég augun aftur ó Guð þinn náðar kraftur mín veri vöm i nótt. Æ virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinnengilsvoégsofirótt. (S.E.) Jóhannes Gunnarsson og fjölskylda. Sjúkraliðaskóli íslands útskrifar nemendur Sjúkraliðaskóli íslands útskrifaði fyrir skömmu 26 sjúkraliða. Sjúkraliðamir eru, í fyrstu röð frá vinstri: Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir, Sigrún Vallaðsdóttir, Dröfn Axels- dóttir, Steinunn Ásta Zebitz, Kristbjörg Þórðardóttir, skólastjóri, Sigríður Lorange, Edda Gunnarsdóttir og Lilja Theodórsdóttir. Miðröð frá vinstri: Ilelga Kristín Sigurðardóttir, Vilborg Björnsdóttir, Dóra Kristín Þórólfsdóttir, Guðbjörg Erl- ingsdóttir, Aðalheiður Hafsteinsdóttir, Ulfheiður K. Ingvarsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Brynja Marteinsdóttir, Sjöfn Karlsdóttir og Helga Ósk Kúld. Aftasta röð frá vinstri: Þórdís M. Sumarliðadóttir, Björk Emilsdóttir, Sóley Benna Guðmundsdóttir, Guðrún B. Guðmundsdóttir, Sólborg A. Lárusdóttir, Elísabet Karlsdóttir, H. Svava Jensdóttir, Ragnheiður Hrefna Gunnars- dóttir og Margrét R. Jónsdóttir. Ég trúi á iífið, ljósið og guð, og lífsanda sé í öllu, sem hrærist: Eitt strá, sem úr moldu vex og nærist. Einn geisli, sem hefur sitt himna flug, horfir á frækorn smátt, gefur því ljósið, sem vekur það við. Og vorloftið tendrast blátt. Ég undrast þann mikla mátt. Ég votta nánasta skyldfólki hennar og ástvinum samúð rnína. Ólafur Kristjánsson Skáldkonan Elín Eiríksdóttir Kúld Sobeck frá Ökrum á Mýrum er horfin yfir móðuna miklu. Hún lést í Landspítalanum 26. þessa mánaðar á 87. aldursári. Elín var fíngerð kona og aðlað- andi og frá henni stafaði góðvild sem brciddi biitu og hlýju á veg okkar samferðarmanna hennar. Það var alltaf gott að leita til henn- ar í erfiðleikum, hún var skiln- ingsrík, gáfuð og elskuleg og reyndi að leysa úr vanda okkar eftir bestu getu. Skáldkonan Elín Eiríksdóttir Sobeck sendi frá sér þijár ljóðabæk- ur: Siingur í sefi, Rautt lauf í mosa og Skcljar á sandi. Sum þessara Ijóða urðu alþjóð kunn, t.d. þetta ljóð sem hvert mannsbarn hefur sungið: „Ef engill ég væri með vængi, þá væri ég hjá þér í nótt, og segði þér fallegar sögur svo sætt þig dreymi og rótt. Ég stryki vængjum vinur, svo væran um þína kinn, að ekkert illt gæti komist inn í huga þinn. (Söngur í sefi) Elín fæddist á Ökrum á Mýrum. Foreldrar hennar voru Sigi-íður Jó- hannsdóttir og Eiríkur Kúld, óðals- bóndi og smiður. Elín giftist Pétri Sobeck og þau áttu saman þijár dætur, Sigríði Sobeck, sem er bankastarfsmaður í Seðlabankan- um, Kristjönu Quinn, húsmóður, og Huldu Mörk sem er látin. Sjálf ólst ég upp hjá ömmu minni sem var mér mjög kær alla tíð og hennar er nú sárlega saknað. Pétur og Elín fluttust til Kaup- mannahafnar upp úr 1930 og bjuggu þar í tíu ár. Hún amma mín var dulræn og trúuð kona, eins og ljóð hennar bera með sér. Hún var víðlesin og skemmtileg í viðræðum enda sjón- deildarhringur hennar stærri en almennt gerist. Margir leituðu til hennar með vandræði sín og nutu styrks hennar og góðra ráða. Og nú er komið að leiðarlokum og það er margs að minnast og margs að sakna. Margar voiu sög- urnar og ævintýrin sem amma sagði börnum mínurn tveimur, Andrési og Kristjönu. Ljóðið „Anna“ í Söng- ur í sefi gæti alveg eins átt við hana sjálfa: Amma sat við glæðumar, hjartagóð og hýr. Henni mun ég aldrei gleyma. Ég byggði fyrstu hallimar og hlustaði á ævintýr við hlóðimar í gamla eldhúsinu heima. Margoft flýgur hugurinn heim á foma slóð, að hlóðunum hennar ömmu sem minningamar geyma. Ég stari þá í öskuna í útkulnaða glóð. •• Og alltaf mun égsakna fomra daga heima. (Sögur úr sefi) Sunna Alberta Alberts- dóttir - Minning^ Fædd 11. febrúar 1889 Dáin 24. febrúar 1987 Er við kveðjum heiðurskonuna Albertu Albertsdóttur hrannast upp minningarnar um góða og trausta vinkonu okkar í fimmtíu og fimm ár, eða allt frá því að við hjónin fluttum til ísafjarðar árið 1932 með ungan son okkar. Þá -bjó Alberta niður í Aðal- stræti, ásamt seinni manni sínum, Marselíusi Bernarðssyni, og mörg- um börnum. Þó að ekki væri eins hátt til lofts og vítt til veggja og síðar varð eft- ir að þau byggðu sé stórt hús í hjarta bæjarins við Austurveg, lét hún samt ekki sitt eftir liggja við að sjá heimilinu farborða, tók að sér að pijóna fyrir mig og aðra enda ekki hægt að hlaupa út í búð eftir öllu eins og nú. Umsvif eiginmanns hennar juk- ust, hann þessi dugnaðarforkur, lét reisa skipasmíðastöð og hafði fjölda manns í vinnu þar eð fyrirtækið var með þeim allra stærstu í bænum. Eftir það fluttu þau í nýja húsið og má með sanni segja að það hafi verið reist við þjóðbraut þvera, svo mikill var gestagangur á því heim- jólin 1984 og 1985 sendi hún okkur ili. Þar var veitt af rausn, þeim var útsaumuð jólakort, mestu gersem- báðum gestrisnin í blóð borin. ' ar. Sjaldan eða aldrei held ég að Seinni maður Albertu, Marselíus, ekki hafi setið til borðs fleiri en fjiil- var afburða duglegur, en hann stóA. skyldan þó stór væri. ekki einn. Með hana sér við hlið Börnin urðu þrettán. Með fyrri var honum borgið. manni sínum, Kristjáni Stefánssyni Hann lést 2. febrúar 1977, þá sem Alberta giftist mjög ung, átti sjötíu og níu ára gamall. Alberta hún þijú börn. Kristján fórst með bjó áfram í sínu eigin húsi, en var skipi sínu árið 1924, frá ungum svo lánsöm að Helga dóttir hennar börnum þeirra, var hún þá aðeins bjó á efri hæð hússins með sína tuttugu og fimm ára. fjölskyldu. Var hún móður sinni En þriðja júní 1927 giftist hún ómetanleg, svo góð og hjálpsöm. svo Marselíusi Bernarðssyni og áttu Fyrir átta árum lá Alberta nokk- þau saman tíu börn, tvö létust korn- uð lengi á Landspítalanum vegna ung. fótameins. Kom ég þá oft til henn- Marselíus reyndist stjúpbörnun- ar, var hún alltaf jafnjákvæð og um ekki síður en sínum eigin. kvartaði aldrei. Þrátt fyrir mikinn eril allar Slíkrar konu er gott að minnast.' stundir sólarhringsins gaf Alberta Hefur margur maðurinn verið sér tíma til að stunda hannyrðir og heiðraður fyrir minna en það sem var hún hamhleypa við það eins og hún gerði fyrir bæinn sinn. annað. Aldrei hef ég séð jafnmikið Við söknum hennar öll en hún eftir- eina konu, jafnfallegt og vel mun lifa áfram í huga okkar. gert. - Hennar stóru fjölskyldu sendum Allt þetta gaf hún börnum og við einlægar samúðarkveðjur. barnabörnum, einnig vinum og JBl vandamönnum. Á silfurbrúðkaupsdegi mínum fyrir þijátíu árum gaf hún okkur gullfallega muni, sem síðan hafa verið notaðir á hátíðum og í háveg- um hafðir. Ýmislegt annað er til á mínu heimili, sem minnir á hana. Um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.