Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 42
JÍOT A
42
OHOM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Bakari
óskast strax.
Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Morg-
unblaðsins merktar: „Bakari — 2132“ fyrir
10. þessa mánaðar.
Afgreiðslustarf
Stúlka óskast til afgreiðslu í minjagripaverslun.
Einhver málakunnátta nauðsynleg.
Vinsamlegast leggið upplýsingar um aldur,
menntun og fyrri störf á auglýsingadeild
Mbl. merkt: „D. — 2131".
Siglufjörður
Blaðberar óskast í Suðurgötu, Laugaveg,
Hafnartún, Hafnargötu.
Upplýsingar í síma 71489.
togpntiÞlatoífe
2. vélstjóra
vantar á 300 lesta netabát frá Grindavík.
Upplýsingar í síma 92-8313.
Verslunarstjóri
Óskum eftir að ráða verslunarstjóra í máln-
ingavöruverslun. Maður með þekkingu á
notkun málningarefna og verslunarrekstri
gengurfyrir. Reynsla í verslunarstjórn æskileg.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Málningavöruverslun — 1523“.
Öllum umsóknum verður svarað.
Tækjastjóri
Viljum ráða vanan tækjastjóra strax.
Upplýsingar í síma 622700 á skrifstofutíma.
Istak hf.,
Skúlatúni4.
Offsetljósmyndari
Okkur vantar offsetljósmyndara sem allra fyrst.
Blaðaprent hf.,
Síðumúla 14.
Sími 685233.
ST. JÓSEFSSPÍTALI,
LANDAKOTI
Fóstrur
Skóladagheimilið Brekkukot auglýsir eftir
tveim fóstrum.
Upplýsingar í síma 19600/260 alla virka daga
frá kl. 9.00-15.00.
Reykjavík, 2. apríl 1986.
Flugvirkjar
Óskum að ráða flugvirkja til starfa á verk-
stæði okkar á Akureyrarflugvelli.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf berist félaginu fyrir
15. apríl nk.
fluqfélaq
nordurlands Hf.
Akureyrarflugvelli — Box 612,
602Akureyri. Sími 96-24973.
Starf íheildsölu
Ein af stærri heildsölum landsins á sviði leik-
fanga og gjafavöru óskar að ráða karl eða
konu í heilsdags starf.
Starfið er margþætt. í því felst sala, lager-
vinna og útkeyrsla. Viðkomandi þarf að hafa
góða framkomu, eiga auðvelt með að vinna
með öðrum og geta starfað sjálfstætt.
Reynsla er æskileg en ekki nauðsynleg.
Bílpróf áskilið.
Umsóknum vinsamlega skilað til auglýsinga-
deildar Mbl. merkt: „M — 903“.
Hafnarfjörður
Blaðbera vantar í vesturbæ, iðnaðarhverfi á
Setbergsland.
Upplýsingar í síma 51880.
raðauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar
óskast keypt
í verslun óskast keypt
Búðarkassi — hillur — veggkælir — lítill frystir.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „O — 5246“.
| tilboó — útboð |
ffS ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h.
Vatnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum
í smíði og uppsetningu á handriðum bæði
inni og úti í Gvendarbrunnarhús í Heiðmörk.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, gegn 5000 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku-
daginn 15. apríl nk. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFIMUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Qj ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h.
gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir til-
boðum í steypta kanta víðsvegar um borgina.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku-
daginn 22. apríl nk. kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
RÍKISÚJVARPIÐ
auglýsir samkeppni Evrópusjón-
varpsstöðva um sjónvarpshandrit
Sjónvarpsstöðvar og menningarmálastofn-
anir í Evrópu hafa ákveðið að standa
sameiginlega að verðlaunasamkeppni í því
skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa
handrit að sjónvarpsleikritum eða leiknum
sjónvarpsþáttum.
Um er að ræða samkeppni um starfsverð-
laun er veitt verða síðari hluta þessa árs.
Starfsverðlaunahafar koma síðan til greina
er aðalverðlaun og sérstök Evrópuverðlaun
verða veitt ári síðar.
Umsækjendur skulu ekki vera eldri en fertug- j
ir á árinu sem samkeppnin til starfsverðlauna
fer fram. Þeir skulu skila fimm síðna tillögu
að sjónvarpsleikriti eða leikinni sjónvarps-
þáttaröð til Ríkisútvarpsins.
Ríkisútvarpið hefur heimild til að tilnefna allt
að þrjá umsækjendur til samkeppninnar.
Starfsverðlaun að upphæð 25.000 svissn-
eskir frankar verða veitt í nóvember 1987.
Jafnframt er verðlaunahöfum gefinn kostur
á námskeiði, að jafnaði í dagskrárdeild sjón-°
varpsstöðvar sem tilnefndi verðlaunahafa. }
Heimilt er að veita allt að tíu starfsverðlaun
í hvert skipti.
Umsóknarfrestur um starfsverðlaun þessa
j árs er til 1. júlí 1987.
Umsóknum ásamt tillögu að sjónvarpshand-
riti skal skilað til skrifstofu útvarpsstjóra,
Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1, 103 Reykjavík,
þar sem reglur samkeppninnar liggja enn-
fremur frammi.
ýmislegt
Flökunarvél — leiga
Óskum að taka á leigu flökunarvél B-189V
eða B-184 næstu 6 mánuði.
Upplýsingar hjá framleiðslustjóra í símum
622800 og 29059.
Grandi hf
OFFSHORE COMPANY
Við leigjum bankaábyrgðir og veitum ýmiss
konar þjónustu varðandi fjárfestingar, fjárfest-
ingalán, sjóði, skráningu lögformlegra skatt-
lausra fyrirtækja erlendis í eigu íslendinga o.fl.
Fullum áreiðanleika og trúnaði heitið.
OFFSHORE COMPANY,
P.O.Box328, 202 Kópavogur, Isl.
húsnæöi i boöi
Skrifstofuherbergi
Til leigu eitt skrifstofuherbergi í þjónustu-
og skrifstofuhúsi í miðborginni.
Upplýsingar í símum 26230 og 26915.
Til leigu skrifstofuhæð
300 fm ný skrifstofuhæð til leigu við Hlemm.
Laus nú þegar. Fullinnréttuð. Allt sér.
Upplýsingar gefur:
Fasteignasalan Fjárfesting,
sími 622033.