Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 35 Skammdrægar kjarnorkuflaugar: Atlantshafsbandalagið á um tvo kosti að velja Hvorugur þeirra er fýsilegur James M. Markham, Ncw York Times. SAMNINGAMENN stórveldanna í Genf hafa gert hlé á viðræðum um útrýmingu meðaldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu. Yfirburðir Sovctmanna á sviði skammdrægra flauga eru helsta ágreiningsefn- ið. Ríki Atlantshafsbandalagsins geta brugðist við þessu á tvennan hátt en hvorugur kosturinn er góður. Þótt fyrir liggi vilji stjórna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna að semja um útrým- ingu meðal- drægra kjarn- orkuflauga í Evrópu er bjöm- inn hvergi nærri unninn. Eftir standa skamm- drægar flaugar Sovétmanna og Bandaríkin og aðildarríki Atl- antshafsbanda- lagsins standa frammi fyrir þeim vanda hvernig unnt er að vinna upp yfírburði þeirra. Svo virðist sem um tvo kosti sé að ræða og verður ekki betur séð en að hvorug- ur þeirra sé fýsi- legur. Annað hvort koma Atln- atshafsbanda- lagsiríkin sér upp skammdrægum kjarnorkuflaugum í Evrópu til mótvægis við vopnabún- að Sovétmanna eða slík vopnakerfi verða látin lönd og leið. Stjórnmálaólga eða öryggisleysi Ef fyrri kosturinn yrði fyrir val- inu gæti hann haft í för með sér mótmæli ,deilur og stjórnmálaólgu líkt og gerðist þegar hafin var upp- setning bandarískra Pershing II- flauga og stýriflauga árið 1983. Stjómir Vestur-Þýskalands, Bret- lands og Hollands kæra sig ekki um að þeir atburðir endurtaki sig. Pershing kjarnorku- eldflaug. II Frá sjónarmiði Evrópuríkjanna er seinni kosturinn jafnvel verri. Ef einnig yrði samið um útrýmingu skammdrægra flauga stæðu ríki. Evrópu berskjölduð frammi fyrir árás Sovétmanna, sem hafa mikla yfírburði á sviði hefðbundins her- afla og efnavopna. Hernaðarsér- fræðingar Atlantshafsbandalagsins óttast að vígstaðan myndi breytast mjög til hins verra ef skammdræg- um flaugum yrði úthýst í Evrópu. Þar með væri hmninn ein gmnd- vallarkenning herfræðinganna um sveigjanleg viðbrögð við árás aust- antjaldsríkjanna. Sama staða og 1977 Háttsettur bandarískur embætt- ismaður hefur líkt stöðunni innan Atlantshafsbandalagsins við þá sem skapaðist árið 1977 þegar Helmut Sehmidt, þáverandi kanslari Vest- ur-Þýskalands, varaði við stórfelldri fjölgun meðaldrægra sovéskra SS- 20-flauga. Ræða Sehmidts, sem hann flutti í Londón, varð til þess að vekja menn af væmm blundi og tveimur ámm síðar var ákveðið að koma fyrir Pershing Il-flaugum og stýriflaugum í fimm Evrópuríkjum. Bandarískir embættismenn segja að Sovétmenn hafi horfið frá fyrri yfirlýsingum um að semja beri sam- hliða um skammdrægar og meðal- drægar flaugar. Þann 28. febrúar lýsti Mikhails S. Gorbaehev því yfir að semja bæri sérstaklega um út- rýmingu meðaldrægra flauga í Evrópu án tillits til langrægra kjamorkuflauga og geimvopna. Þar með féllst Sovétleiðtoginn raunar á tillögu Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseti um útrýmingu þess háttar flauga, sem nefnd hefur ver- ið „núlllausnin“. Bandarísku embættismennirnir segja að skömmu síðar hafi samningamenn Sovétstjórnarinnar í Genf tekið að skilja á milli meðaldrægra og skammdrægra flauga í vopnabúri Sovétmanna. Viktor Karpov, for- stöðumaður afvopnunardeildar sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði skömmu eftir að hlé var gert á viðræðunum í Genf að Banda- ríkjastjóm hefði óvænt krafist þess að samið yrði um bæði meðaldræg- ar og skammdrægar flaugar og að Sovétstjórnin hefði ævinlega litið svo á að um þær bæri að semja sérstaklega. ÁgreiningTir í V-Þýskalandi Því næst tóku talsmenn Sovét- stjórnarinnar að fullyrða að Bandaríkjamenn hygðust breyta Pershing Il-flaugunum á þann veg að þær yrðu framvegis skamm- drægar með því að ij'arlægja eitt skotþrepið. Viktor Karpov sakaði Bandaríkjastjórn um tvískinnung og sagði það aldrei hafa verið ætlun ráðamanna að fjarlægja Evrópu- flaugarnar. Yfirlýsingum þessum var einkum beint að Vestur-Þjóð- veijum því vitað er að ágreiningur er innan stjórnar Helmuts Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, um hvort breyta beri Pershing-flaugun- um. Frjálsir demókratar, flokkur Hans-Dietrich Gensrher utanríkis- ráðherra, hafa þegar lýst yfir andstöðu við þessa hugmynd og Jafnaðarmenn, stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, eru henni alger- lega mótfallnir. Hins vegar hefur Horst Teltschik, öryggisráðgjafi Kohls kanslara, sagt að vel komi til greina að breyta flaugunum. Vestur-Þjóðveijar hafa jafnan verið mótfallnir því að tilteknum vopnabúnaði verði einungis komið fyrir á þeirra landssvæði. Því myndi Kohl kanslari vafalaust krefjast þess að hið sama yrði látið ganga yfir önnur ríki Atlantshafsbanda- lagsins. Að þessu gefnu þyrfti því að flytja hluta Pershing-flauganna til annarra landa ef ákveðið yrði að breyta þeim í skammdrægar kjarnorkuflaugar. Og þá vaknar aftur spuming um viðbrögð al- mennings og stjórnvalda í viðkom- andi ríkjum. * Ikonungs- garði EINS og flestum er i fersku minni urðu miklar náttúruhamfarir í Kólombíu í Suður- Ameríku á árinu 1985. Eldgos í fjallinu Nevado del Ruiz olli þvi, að gifur- leg aurskriða færði i kaf bæi og þorp og fórust þá mörg hundruð manna. Onnur myndin var tekin meðan á hjálparstarfinu stóð og sýnir þegar Guill- ermo Paez, dreng á fimmta ári, var bjargað upp úr eðjunni. A Spáni var þessi mynd valin besta fréttamynd ársins 1985 og ljósmyndar- inn særndur „Konungs- verðlaununum" svoköll- uðu. Nú í vikunni kom Guillermo til Spánar í boði konungshjónanna og leystu þau hann út með mörgum og góðum gjöf- um, t.d. þessu hjóli, sem Soffía drottning er að kenna honum á. f „ HHHHMHBHB Sál ÆJ ai a * f J I mmmbarœáJl • • m öötJmsa tia.B.u.osiUíaaaiaaacJSJ uuajiSiijisaaailOBa 'i ■ i.. _ ** i HUNDRAD OG FIMMTÁN ÁRt nmmmi Austurstræti 18, símar 18880 og 13135 og í Nýja bæ, Eiðistorgi 11, sími 611700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.