Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Þrír heimsmeistara- titlar og 33 sigrar í Formula 1-kappakstri komin í Formula 1-kappaksturinn fyrir nokkrum árum. Þá þurftu keppnisliðin ekki eins mikla pen- inga til að ná árangri, en túrbóvél, sem þeir hönnuðu og sigruðu með, kollvarpaði öllu. Til að vera samkeppnisfær þurftu liðin annað- hvort að kaupa rándýrar túrbóvélar af þeim eða fá annars staðar frá. Það eru engar ýkjur að segja að kostnaðurinn hafi tífaldast við komu túrbóvélanna. Sem betur fer verða túrbóvélar bannaðar í lok ársins, en þær kraftmestu eru 1—1300 hestöfl, sem er hreint brjálæði. Síðan voru settar reglur um hámarkslítrafjölda eldsneytis, sem bílarnir máttu bera. Þetta þýddi að hannaðar voru tölvur i keppnisbílanna, þanig að öku- mennirnir þurftu sífellt að hafa augu með eldsneytiseyðslunni. Það er ekki kappakstur. Þetta verður svona í ár, en breytingar verða á komandi árum, þannig að ökumenn fá að njóta sín betur. Við ætlum að nota túrbólausa Ford-vél og vonumst til að vinna 1—2 keppnir." „Það að við höfum Data Gener- al sem bakhjarl hjálpar okkur mikið í kapphlaupinu við hin keppnisliðin. Þeir hafa geysilega mikla tölvu- tækni á sínum snærum, sem við notum óspart. Við teiknum upp alla mögulega og ómögulega hluti í keppnisbílinn í þrívídd, sem tölvan síðan vegur og metur hvort passar eða skilar árangri. Við sjáum hve • Hvert stykki i vél og gírkassa þarf að vera nákvæmlega rétt hert. Bilanir vegna mistaka viðgerðarmanna eru sjaldgæf, enda einbeitni þeirra gífurleg. Þeir vita að milljónir króna eru í veði. Á efri myndinni er Ken Tyrell, lærifaðir margra meistaraökumanna með öryggisgrind úr titanium, sem ver ökumanninn fyrir höfuðhöggi ef keppnisbílnum hvolfir. mikil átök einstakir hlutir þola, hvernig vatnsstreymið er gegnum vélina, hve mikið bremsurnar hitna, allt sem við viljum. í sjálfu sér líkar mér ekki þessi tækni, en hún er nauðsynleg. Ég vildi frekar að þetta væri þannig að vélaverk- fræðingurinn, ökumaðurinn og viðgerðarmenn eyddu tíma á kapp- akstursbrautinni og spáðu í hlut- ina. Tæknin hefur hinsvegar tekið völdin hjá okkur eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Það þýðir ekki að staðna þó maður sé af gamla skólanum. „Á meðan maður leikur ekki stór- lax gengur vel“ „Kappakstur er orðinn hreinn iðnaður, þar sem öllu er fórnað til árangurs. Það eru 16 keppnir á hverju ári og þeim er lýst beint í sjónvarpi í 40 löndum. Það ergífur- lega pressa á keppnisliðunum frá auglýsendum sem dæla milljörð- um dollara í þessa íþrótt. Til að ná árangri verða liðin að vera á eilífum þeytingi milli keppnisstaða, æfa fyrir keppni, stilla bílana og samhæfa allt miðað við aðstöðu á hverjum keppnisstað. Þetta tekur á taugarnar og það er enginn leik- ur fyrir mann að hafa stjórn á öllu þessu ævintýri. En á meðan maður er það sem maður er, leikur ekki einhvern stórlax, ganga hlutirnir upp. Ég held þess vegna að við eigum framtíðina fyrir okkur. Stór- veldin og peningamennirnir fara halloka þegar nýju reglurnar koma. Það vona ég a.m.k. . . " sagði Ken Tyrell. Texti og myndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson Morgunblaðið heimsækir eitt frægasta kapp- aksturliðið og ræðir við eigandann Ken Tyrell. • Ken Tyrell, Philip Streiff og David Lislen standa stoltir við nýjan og vel hannaðan keppnisbflinn, sem gæti orðið sigurbfll í lok ársins. Hönnun og smíði hans hefur kostað sex milljónir dollara. Yfirbygging: Kúpan eða yfirbyggingin utan um ökumann og vélina er gerð úr sérstöku trefjaplastefni, og er sett saman úr fjórum hlutum og styrkt með álplötum. Til að plastið þoli átökin frá framfjöðruninni er álrenn- ingur fremst á kúpunni. Framhluti kúpunnar við fætur ökumanns á að þola árekstur á allt að 200 km hraða, án þess að brotna. Væng- irnir framan og aftan á bilnum er úr plasti og stillanlegir á alla kanta. Vængirnir eru einn mikilvægasti hluti bílsins og ráða vindmótstöð- unni og gripi dekkjanna um leið. í ökumannsklefanum er 27 rása tölva, sem veitir ökumanninum upplýsingar um ástand bílsins. Fjödrun og hjólabúnaður Hjólabúnaðurinn lítur veiklulega út á mynd en er nautsterkur, smíðaður úr ál/stálblöndu. Ökumaður getur úr klefa sínum stillt af- stöðu jafnvægisstanganna að framan og tannstangarstýri tengist framhjólabúnaðinum. Fjöðrun að aftan er svipuð, búin Koni-dempur- um og er fest við gírkassann. Felgurnar eru úr magnesíum og áli, en dekkin koma frá Goodyear. Vél og gírkassi Vélin er nýhönnuð, en byggð á Ford DFV V 8 cylindra-vél, sem vann 155 sigra í Formula 1. Nefnist hún einfaldlega DFZ 3,5 og er tæp 600 hestöfl, búin tölvustýringu, m.a. fyrir rétta bensínblöndu á hvern cylinder. Tölvubúnaður vélarinnar er tengjanlegur við móður- tölvu Data General, sem getur stillt vélina á augabragði við mismunandi aðstæöur. Olíukælir er í yfirbyggingunni, til hliðar við ökumenn á vinstri væng, en vatnskælir er hægra megin. Gírkassinn getur verið bæði fimm eða sex gíra og drifhæð og hlutfall gírkassa- hjóla er mismunandi eftir keppnisbrautum. Tyrell-keppnisliðið hefur unnið marga frækna sigra gegnum tfð- ina, þó velgengni hafi ekki verið mikil á undanförnum árum. Ken Tyrell og starfsmenn hans hafa þrisvar hlotið heimsmeistaratitil- inn í Formula 1-kappakstri og 33 unnið keppni. Einn frægasti öku- maður liðsins var Skotinn Jackie Stewart, sem varð heimsmeistari árið 1971 og tryggði ásamt Francois Covert Tyrell-liðinu heimsmeistaratitil framleiðenda það ár. Stewart vann 27 sigra með Tyrell-liðinu. En þó titlarnir hafi ekki runnið inn á gólf til Ken Tyrell undanfarin ár er hann ein Iftríkasta persónan i kappakst- ursheiminum og þekkir öli skúmaskot þar. Tyrell var áður fyrr þekktur ökumaður og rekur nú eitt virtasta keppnisliðið. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti Tyrell-liðið í Surrey á Englandi og spjallaði við Ken Tyr- ell um Formula 1-kappakstur. Tyrell byrjaði sem áhugaöku- maður í kappakstri og sat undir stýri keppnisbíla í nær tíu ár eða þar til 1959. „Þá sá ég að það voru miklu betri ökumenn til en ég og ákvað því að gerast liðs- stjori," sagði Ken þegar blaðamað- ir spjallaði við hann á skrifstofu eppnisliðs hans i Surrey á Eng- andi. Þar er verkstæðið einnig til - íúsa og 45 starfsmenn liðsins. Fyrell byrjaði fyrst sem liðsstjóri fyrir lítil keppnislið, m.a. fyrir ríkis- rekið lið sem keppti á Mini Cooper-bílum og Matra frá Frakk- landi. Síðan smájókst vegur Tyrell og hann stofnaði sitt eigið For- mula 1-keppnislið. í dag getur hann stært sig af því að hafa fund- ið og þjálfað marga af bestu ökumönnum heims, m.a. Jackie Stewart, Didier Pironi, Jody Schekter og Michele Alboreto. „Hef horft á eftir góðum ökumönnum til ríkra liða“ ■ „Þar sem við höfum ekki jafn- mikla peninga og ríkustu liðin hefur það oft komið fyrir að ég hef búið til góða ökumenn, sem síöan hafa farið til ríkari liðanna eins og Ferr- ari og McLaren. Ég hef horft á eftir mörgum, en við því er ekkert að gera. Ég fann t.d. Micehele Alboreto og hjálpaði honum á hans fyrstu árum, nú ekur hann Ferrari. Þessi topplið hafa geysilegt fjár- magn, bestu ökumennirnir fá um þrjár milljónir dollara í árslaun (120 milljónir íslenskra króna), auk aug- er vandaverk, en hún er smi'ðuð ökumanninn er sérstklega sterkur • Samsetning yfirbyggingarinnar úr harðgeru trefjaplasti og áii. Um klefi. lýsingapeninga, sem eru engir smápeningar." „Oll liðin vilja sigra en það tekst ekki án peninga. Við höfum nýlega gert góðan samning við Data Gen- eral-tölvufyrirtækið, sem ætti að hjálpa okkur til vegs og virðingar á ný. Ensk keppnislið hafa alla tíð verið í fremstu röð, aðeins Ferrari- liðið ítalska hefur veitt mótspyrnu. Bestu liðin samanstanda oft af fáum en góðum einstaklingum, og þegar stórar bílaverksmiðjur ætla sér eitthvað verða málin of flókin, þá ráða of margir og gott dæmi er Renault-keppnisliðið, sem gafst upp á endanum. Það voru of marg- ir heilar." „Kostnaðurinn tífaldaðist við komu 1—1300 hest- afla túrbóvéla“ „Renault-keppnisliðið tel ég hafa eyðilagt spennuna, sem var Líf ökumannanna er í rauninni í höndum bifvélavirkjanna ÞAÐ VAR óneitanlega fróðlegt að litast um í höfuðstöðvum Tyrell- liðsins, sem samanstóð af skrif- stofum, hönnunardeild og verkstæði. Hönnunardeildin er búin nýtísku tölvutækni, með þrívíddartölvum sem tengdar eru móðurtölvu og tölvuneti, sem nær um allan heim. Þannig getur liðið safnað upplýsingum frá ýmsum keppnisstöðum, sem liðið heimsækir á ári hverju. Það var heimilislegur bragur á verkstæðinu og viðmót starfs- manna mun viðkunnanlegra en hjá einu stórliði, sem blaöamaður hafði sótt heim áður. Á verkstæð- inu kváðu menn smíði nýs keppn- isbíls taka úm mánaðartíma, nema ef virkilegan hraða þyrfti að hafa á hlutunum, þá væri hægt að smíða bíl á skemmri tíma. Flestir hlutar keppnisbílanna eru smíðaðir á verkstæðinu af faglærðum bif- vélavirkjum og vélfræðingum. Málbönd og mælitæki voru allstað- ar á lofti, enda getur sentimetra skekkja í smíði bíls skipt sköpum um hvort hann er ökufær eður ei. Bifvélavirkjarnir töldu vinnu með keppnisliði mjög spennandi en um leið stressandi, því ekkert mætti klikka. Smámistök gætu valdið stórtjóni og líf ökumanns væri í raun í þeirra höndum. Ábyrgðartil- finningin væri því mikil og sam- vinna lífsnauðsyn. Liðið hefur tvo bíla í hverri keppni, en tvo varabíla á reiðum höndum í stórum við- gerðartrukkum, sem flakka milli keppnisstaða. Þar eru öll nauðsyn- leg verkfæri, þúsundir dekkja og margar varavélar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.