Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 31
_________________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987______________________31
Nýjungar hjá bókaklúbbmim Veröld:
Bjóða Renötu Scotto og
Bashevis Singer hingað
BÓKAKLÚBBURINN Veröld
bryddar um þessar mundir upp
á ýmsum nýjungum í starfsemi
sinni, sem ekki hafa áður verið
reyndar hjá bókaklúbbum hér á
landi og eykur umsvif sín á
menningarsviðinu.
Meöal annars hafa verið gefin
út sérstök félagaskírteini, sem veita
klúbbfélögum afslátt á vörum og
þjónustu hjá rúmlega 300 fyrirtæk-
um um allt land. Á döfinni eru
tónleikar, bókmenntakynningar
listsýningar á vegum klúbbsins, auk
ferðalaga og námskeiðahalds.
í þessum mánuði mun Veröld
standa fyrir tónleikum hinnar
heimskunnu óperusöngkonu Re-
nötu Scotto. Tónleikarnir verða
haldnir í Háskólabíói við undirleik
Sinfóníuhljómsveitar íslands, laug-
ardaginn 11. apríl.
í haust mun nóbelsskáldið Isaac
Bashevis Singer heimsækja Verald-
arfélaga og verður þá sérstök
bókmenntakynning haldin á vegum
klúbbsins. Margar bækur Singers
hafa verið boðnar í klúbbnum og
og fleiri munu kynntar á næstu
misserum. Auk þessa mun Veröld
á næstunni standa fyrir listsýning-
um og kynningum á listamönnum,
en verk þeirra munu bjóðast félags-
mönnum á sérkjörum eins og
tíðkast hefur hjá klúbbnum til
þessa.
Veröld hefur einnig gert sér-
samninga við ferðaskrifstofur og
flugfélög á liðnum árum og verða
nýjar Veraldarferðir kynntar í
fréttablaði Klúbbsins á næstunni.
Einnig gefst félagsmönnum kostur
á ýmis konar námskeiðum í sam-
starfi klúbbsins og annarra aðila á
betri kjörum en almennt gerist og
má í því sambandi nefna margs
konar tungumálanámskeið hjá
málaskólanum Mími.
Að Veröld standa bókaforlögin
Iðunn, Setberg, Vaka, Helgafell,
Fjölvi, Hlaðbúð, Vasaútgáfan í
Reykjavík og bókaútgáfan Skjald-
borg á Akureyri. Framkvæmda-
stjóri klúbbsins er Kristín
Björnsdóttir, rekstrarhagfræðing-
ur.
Morgunblaðið/Bára
Ólafur Ragnarsson, stjórnarformaður Veraldar og Kristín Björns-
dóttir, framkævmdastjóri, með nýjasta fréttabréf klúbbsins og
félagsskírteini
Byggingin lengst til vinstri er fjölbýli aldraða á grænu svæði með gönguleiðum að tjörn, sem þar á
að mynda. Næst tjörninni er byggðin lægst en hækkar i norður.
Nýtt deiliskipulag á lóð BÚR
SAMÞYKKT hafa verið í Skipu-
lagsnefnd Reykjavíkurborgar
og í Borgarráði frumdrög að
deiliskipulagi á lóð Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur við Meist-
aravelli.
Fjórar teiknistofur voru fengnar
til að skila inn tillögum að skipu-
lagi svæðisins fyrir 20. febrúar og
mun þetta vera í fyrsta sinn sem
sá háttur er hafður á. Þær voru
kynntar í Skipulagsnefnd, sem tók
ákvörðun um að tillaga arkitek-
tanna Finns Björgvinssonar og
Hilmars Þórs Björnsssonar yrði
lögð til grundvallar við skipulagn-
ingu svæðisins.
Skipulagstillagan gerir ráð fyrir
blandaðri byggð með fimm ijölbýl-
ishúsum þar af eitt með 60 íbúðum
fyrir aldraða og 54 sérbýlishúsum.
Byggðinni er raðað umhverfis
grænt útivistarsvæði þar sem fjöl-
býlishús aldraða er staðsett.
Skipulagðar gönguleiðir eru í þjón-
ustustofnanir og skóla.
Áskriftarshninn er 83033
íslenskar Brrruður!
- því það er stutt
úr bökunarofnunum okkar
á borðíð tíl þín.