Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 18
18 MORtíUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Sauðfjárrækt er upp- lagður atvinnuvegur eftir Gunnar Einarsson Hollara og betra kjöt en kinda- kjöt er varla til. Sauðfjárrækt er alveg tilvalinn atvinnuvegur á Is- landi. Aðgerðir stjórnvalda, áróður og utanaðkomandi áhrif hafa leitt sauðfjárræktina í afleita stöðu. Eigi ekki illa að fara, verðum við að bregðast við á annan hátt en gert hefur verið. Nú hafa verið gerðir samningar um verðtryggingu ríkissjóðs á 11.000 tonnum af kindakjöti á ári. Markaðshluideild kindakjöts hefur stöðugt farið minnkandi. Hún má ekki minnka heldur verður að auk- ast. Það er aðalatriðið. Samningur- inn verður harla lítils virði minnki sala kindakjöts. Stefna stjórnvalda sem að miklu leyti er komin frá bændasamtökunum hefur stundum skilað neikvæðum árangri. Því hef- ur verið haldið fram í nafni byggðastefnu að bændur ættu að vera sem flestir. Í staðinn fyrir að öflugur landbúnaður er forsenda áframhaldandi búsetu í sveitum. Það er hægt að fá fólk til að búa hvar sem er á íslandi frá ystu -ann- ne'sjum til hæstu heiða ef í boði eru góð kjör. Bændur eru margir mjög illa launaðir. Það er án nokkurs efa forsenda þess að blómlegt mannlíf þrífst ekki í sveitum og mann- vænlegt fólk velji að búa þar og að þar séu tekjumöguleikar ekki síðri en í þéttbýlinu. Halldór Pálsson fyri-verandi búnaðarmálastjóri var á þeirri skoðun að nýbýlastefnan hafi gengið sér til húðar strax um 1960. Margar ákvarðanir voru teknar eftir 1980 í anda þeirrar stefnu. Það voru nægilega mörg býli hér 1960 og skipting þeirra hefur aðeins verið til bölvunar. Samkvæmt ársskýrslu búreikn- ingastofnunar landbúnaðarins er framlegð pr. kind í engu hlutfalli við bústærð. Það er Ijóst að búin þurfa að vera þó nokkuð stærri en meðalbúið er í dag til að þau skili þokkalegum tekjum og afgangi í fjármagnskostnað. Það hafa aldrei verið það stór sauðíjárbú hér á landi að þau falli ekki innan marka um eðlilegan breytileika í bústærð. Það var samt ein af röksemdum fyrir búmarkinu sáluga að nokkrir bænd- ur hefðu of margt. Sumir þeirra sem þurftu að fækka höfðu land, rækt- un, byggingar og þekkingu til að reka sín bú. A sama tíma var verið að byggja upp allsleysi annars stað- ar með styrkjum og lánum. Heldur einhver í alvöru að svona aðgerðir hafi eflt byggð í sveitum? Það verð- ur að taka stjórnun í sauðfjárrækt frá nefndum og ráðum, eigi þessi atvinnugrein að geta aðlagað sig að raunveruleikanum. Stjórnin á meira að vera sem rammi og innan þess ramma ætti hver og einn að búa eins og hann telur best. Fram- þróun verður þannig best að einn prófi eitt og annar annað, út úr deiglunni kemur svo það sem best reynist. Það má vel vera að útreikningar fræðimanna á beitarþoli séu ekki alltaf nákvæmir, en ekki langt frá lagi engu að síður. Það ættu skilyrð- islaust allir bændur að fara eftir þessum útreikningum. Fyrsta að- gerð opinberra aðila hefði átt að vera, að binda framleiðslu allra jarða beitarþoli þeirra. Miðað við ástand gróðurfars og markaðsmöguleika væri eðlilegt að í staðinn fyrir 50% regluna (að taka má 50% af uppskeru heilgrasa án þess að gróðurlendi rýrni) væri miðað við að aðeins yrði leyft að taka 40% og jafnvel minna á illa förnum svæðum. Þetta gæfi af- skekktari sveitum möguleika á að halda sinni framleiðslu, en þar sem beitarþunginn er mestur yrði mest dregið úr framleiðslu. Það er að vísu ekki til gróðurkort af öllu landinu en það mætti fara nærri þessu með úrtaki og líkindareikn- ingi frá bráðabirgðatölum um beitarþol sem síðan mætti leiðrétta eftir því sem gróðurkortin verða til. Þetta gefur möguleika á að sam- eina jarðir og leiðrétta nýbýlastefn- una, svarar kröfum um landvernd og eykur meðal annars hagkvæmni í sauðfjárrækt. Á meðan heilu stofnanirnar eru að færa til og frá nokkur ærgildi rísa hér verksmiðjur sem framleiða á við 100 vísitölubú. Bændur sem stunda hefðbundinn búskap hefðu átt að taka að sér þessa framleiðslu. Við megum ekki vera svo uppteknir að verja fallnar víglínur að auðunnir stórsigrar vinnist ekki. Korn á heimsmarkaði hefur verið óeðlilega ódýit. Það má ekki láta þannig sveiflur eyðileggja heila atvinnugrein. Það má ekki halda sauðfjárræktinni í heljar- greipum ofstjórnunar þegar samkeppnisaðilarnir mega nýta sér hvetja þá tækni sem skilar þeim sem mestri framleiðslugetu. Kjúkl- inga- og svínabændur hafa mun meiri framleiðslugetu, ef þeir gætu bara selt meira. Þess vegna hafa „Það má ekki halda sauðfjárræktinni í helj- argreipum ofstjórnun- ar þegar samkeppnis- aðilarnir mega nýta sér hveija þá tækni sem skilar þeim sem mestri f ramleiðslugetu.“ þeir lagt mjög mikið upp úr hvers konar sölumennsku og aðlögun að markaðnum, meiri og markvissari en seljendur sauðfjárafurða. Samtryggingin á sölu kindakjöts er beinlínis andstæð hagsmunum sauðfjárbænda þegar til lengri tíma er litið. Það hefur gefið falska ör- yggiskennd, menn hafa sofið á verðinum. Það er til lítils að skrifa langar greinar um hvemig kjöt henti markaðnum best. Það er eðli- legra að gefa sláturhúsunum og eða félögin sig saman um stóriækkun á verði valinna vörutegunda. Með þyí gefum við þér kost á að gera sannkölluð reyfarakaup meðan birgðir endast BADVOG KAFFISTELL 12manna. MATARSTELL 12manna. MJÓDD Sigur íslenskrar popptónlistar eftir Steinar Berg ísleifsson Tilefni þess að ég sting niður penna, þar sem ég sit um borð í flugvél morguninn eftir Söngva- keppni sjónvarpsstöðva, er umfjöll- un Morgunblaðsins um téða keppni á síðum sínum. Val dómnefndarfólks um allt land skilaði ótvíræðum sigri til Valgeirs Guðjónssonar og Höllu Margrétar Árnadóttur. Ég er einn af mörgum sem hefði ekki veðjað á lagið „Hægt og hljótt" til þátttöku í Söngva- keppninni, eftir að hafa heyrt það í iyrstu 2—3 skiptin. Hinsvegar náði þetta ljúfa lag og hrífandi flutningur Höllu tokum á mér þegar fór að draga nær úrslitum og var því greinilega þannig farið hjá fleir- um en mér. Það má vel vera rétt hjá Sveini Guðjónssyni að lagið sé of hægt og hljótt til þess að ná verulegum árangri í Brussel. Hætt er við að sú afmarkaða kynning, sem lögin fá áður en til úrslitakeppninnar kemur, eigi eftir að reynast okkar framlagi fjötur um fót. En stað- reyndin er sú að búið er að velja lag til þátttöku og frekari vanga- veltur breyta engu um stöðu málsins. Það er bara ein leið að finna út hversu rétt mat dómnefnd- arfólks var, og það er með þátttöku í úrslitakeppninni í Brussel 9. maí. Hvað varðar persónulegt álit Sveins, „að Geiri (Geirmundur Val- týsson) sé sá eini af þessum höfundum sem hefur áttað sig til fulls á, um hvað söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva snýst“ og „Geirmundur hefur að mínum dómi réttu formúluna, þessa laufléttu sem til þarf“, vil ég segja eftirfar- andi: Ég tel að þessar fullyrðingar séu hættulegar og villandi. Formúlur af því tagi sem Sveinn talar um leiða í besta falli til miðjumoðs en aldrei tónlistar sem sker sig úr. í þessu samhengi er rétt að benda á að í fyrra héldu ísraelskir Eurovisi- on-spekingar því fram að þeir hefðu fundið upp hina einu sönnu Euro- Steinar Berg ísleifsson vision-formúlu. Hver man svo eftir ísraelska formúlulaginu frá því í fyrra? Engu að síður er það ákaflega mikilvægt að höfundar og aðrir þeir er taka þátt í undirbúningi og fullnaðargerð laga fyrir söngva- keppni sjónvarpsstöðva ásamt dómnefndarfólki séu sér meðvitaðir um þá samkeppni sem verið er að taka þátt í, jafnframt því sem mark- ið er sett hærra en á miðjuna. Hvernig sem fer í Brussel er það mitt mat að mestur sigur hal'i unn- ist við það að allir aðilar hliómplötu- iðnaðarins tóku höndum saman um að skila þessu verkefni fullbúnu í hendur sjónvarpsins. Góður andi og samhugur allra þeirra, er hönd lögðu á plóginn og saman voru komnir í sjónvarpssal á úrslita- kvöldinu, undirstrikaði ánægju með vel unnið starf. Það er trú mín að flestir lands- menn geti verið mér sammála um að gæði og fjölbreytni laganna hafi verið mikil. Vonandi verður þetta til þess að fólk geri sér grein fyrir mikilvægi þess að íslenskri popp- tónlist sé sköpuð aðstaða til þess að þrífast á Islandi. Höfundur er formadur Sambands bljómplötuframleiöenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.