Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 72
OBRunnBóT -aföryggisastædum Nýjungar í 70 ár V Líkamsrækt S JSB 3 20 ára FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmsmmmmmmmmKmmmmmmmmmmmm^mmmmmmm^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Snjóflóðið um 100 metra fyrir ofan efstu húsin ^ Morgunblaðið/Rúnar 4-500 MANNS BIÐA FLUGS Veður og verkfall veðurfræðinga hafa hamlað öllum öðrum ferðum var aflýst. Þá komu tvær flugi undanfarna daga og bíða nú 4-500 manns vélar frá Akureyri í gær, en þær höfðu verið eftir flugi. Aðeins var flogin ein ferð til Vest- þar veðurtepptar frá því á miðvikudag og sýnir mannaeyja og önnur til Egilsstaða í gær, en myndin vélarnar á Akureyrarflugvelli. Semja um hlutdeild í 4-600 milljóna framkvæmdum í Kenya: I athugun að leigja Jötun til tveggja ára SNJÓFLÓÐ féll á Flateyri í fyrra- kvöld og stöðvaðist rétt fyrir ofan efstu húsin í bænum. Ekkert tjón hlaust af, en snjóruðningur valt alveg niður undir hús. Að sögn Kristjáns Jóhannssonar, sveitar- stjóra á Flateyri, má búast við snjóflóðum á þessu svæði, en vamir era fyrir ofan byggðina sem draga verulega úr hættunni. Tvisvar í vetur hefur þurft að flytja fólk úr húsum sínum efst í Annríki hjá sáttasemjara ANNRIKI var hjá ríkissáttasemj- ara í gær, eins og verið hefur undanfarna daga, og var í gær- kvöldi jafnvel búist við að fundir með fulltrúum ríkisins og hinum stéttum starfsmanna innan BSRB og BHM stæðu fram eftir nóttu. Hreyfing komst á viðræður ríkis- ins við náttúrufræðinga seint í gærkvöldi. Fundur með fulltrúum Starfs- fnannafélags ríkisins og ríkisvaldsins stóð í allan gærdag og var ekki lokið í gærkveldi er Morgunblaðið fór í prentun. Sama gilti um fundi með Starfsmannafélagi Reykjavíkurborg- ar og Félagi íslenskra náttúrufræð- inga, en það félag hefur verið í verkfalli frá 31. mars. Þá voru heilsu- gæslulæknar og háskólakennarar einnig hjá ríkissáttasemjara í gær- kveldi og ræddu við samninganefnd ríkisins. I dag er gert ráð fyrir fund- um með fleiri félögum ríkisstarfs- manna. í gær tókust svipaðir samningar við Kennarasamband íslands og áður höfðu tekist við Hið íslenska kenn- arafélag. Hjúkrunarkonur í Hjúkr- unarfélagi Islands, sem starfa hjá Reykjavíkurborg og á Landakoti, feildu nýgerðan samning félagsins, en félagar þeirra, sem starfa hjá ríkisstofnunum, samþykktu hann naumlega. Sjá fréttir um kennarasamninga á bls. 4 og atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga á bls. 2. bænum. Blindhríð var á Flateyri og því erfitt að meta hættuna á öðru flóði, að sögn fulltrúa al- mannavarnanefndar. Nokkrír íbúanna við Ólafstún hafa yfir- gefið hús sín. Annað minna snjóflóð féll fyrir ofan byggðina á Flateyri í gærkvöldi, en það stöðvaðist á varaagirðingu. Snjóflóðið á Flateyri féll úr Eyrar- fjalli og stöðvaðist ekki fyrr en um 100 metra fyrir ofan húsin við Ól- afstún, sem er efsta gata bæjarins. Talið er að flóðið sé um 400 metra breitt. Snjóflóð hefur áður fallið á svipuðum slóðum, fyrir 10-15 árum, og tók þá með sér fískhjalla fyrir ofan bæinn. Engin varð var við flóð- ið fyrr en í gærmorgun þegar veðurofsann lægði, en þreifandi byl- ur hefur verið á Flateyri síðan á mánudag. Almannavamanefnd stað- arins fór í gærdag á snjóbíl upp í fjallið, en að sögn þeirra Kristjáns Jóhannssonar, sveitarstjóra, og Steinars Guðmundssonar, fulltrúa í almannavamanefnd, var erfitt að átta sig á ástandinu í fjallinu vegna dimmviðris. Þeir telja að byggð stafi ekki frekari hætta af snjóflóðum, þótt erfitt sé um slíkt að segja. Annað flóð féll fyrir skömmu fyrir innan byggðina, en þar var fólki engin hætta búin. Veginum milli Flateyrar og Sólbakkasvæðisins hef- ur verið lokað vegna hættu á þeirri leið. Morgunblaðið ræddi við Magneu Guðmundsdóttur í gærkvöldi, en hún og fjölskylda hennar yfirgáfu þá hús sitt við Ólafstún. Hún sagði að þau hefðu ekki verið beðin að fara, en núorðið myndi hún sjálf meta hvort ráðlegt væri að vera í húsinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við yfirgef- um húsið, það gerðum við síðast fyrir 2 vikum, en þá féllu snjóflóð úr hreinlega öllum giljum nerna gil- inu fyrir ofan húsið okkar. Eg þarf engan annan til að segja mér hvenær okkur er hætta búin. Þetta er búinn að vera óvenjulegur og mjög þreyt- andi vetur. Það er erfítt að búa við sífeildan ótta við snjóflóð," sagði Magnea. ÍSLENSK sendinefnd er nú í Kenýa til að semja við stjórnvöld þar um tæknilega framkvæmd við verk, sem áætlað er að kosti um 10 til 15 milljónir dala eða um 400 til 600 milljónir isl. króna. Að sögn Páls Flygenring í iðnað- arráðuneytinu verður samið um verkefni tengd jarðhita í Kenýa, tæknilega ráðgjöf og umsjón með borframkvæmdum. Jarðboranir eru stærsti verkþátturinn og hefur komið til greina að jarðborinn „Jöt- unn“ verði leigður til Kenýa í tvö ár. Önnur verkefni sem til greina kemur að íslendingar semji um eru meðal annars dreifing á raforku í stijálbýli og nýtingu á jarðvarma til annars en beinnar raforkufram- leiðslu. Ferðin er farin í framhaldi af opinberri heimsókn Biwotts orku- málaráðherra Kenýa hingað til lands. í sendinefndinni eru meðal annarra Jónas Elíasson aðstoðar- maður iðnaðarráðherra og Halldór J. Kristjánsson fulltrúi í iðnaðar- ráðuneytinu, Einar Tjörvi Elíasson frá Orkustofnun, Karl Ragnars for- stjóri Jarðborana hf. og Andrés Svanbjörnsson framkvæmdastjóri Virkis hf. Meirihluti yfirkjör- sljórnar Vestfjarða segir af sér FJÓRIR fulltrúar af fimm í yfir- kjörstjórn Vestfjarðakjördæmis hafa sagt sig úr nefndinni í kjöl- far þess að landskjörstjórn hnekkti þeim úrskurði yfirkjör- stjórnarinnar að S-listi Borg- araflokksins í Vestfjarðakjör- dæmi væri ógildur. Segja stjórnarmennirnir i bréfi til for- seta Sameinaðs þings að málsmeðferð landskjörstjórnar- innar brjóti í bága við grunn- reglur réttarfars í landinu og við það verði ekki unað. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, sendi dómsmálaráðherra bréf í gær- kv'óldi þar sem hann tilkynnti honum um afsögn kjörstjórnar- mannanna og óskaði eftir að hann skipaði menn í yfirkjörstjórn Vest- fjarðakjördæmis eftir tillögu þeirra flokka sem kusu stjórnar- mennina á Alþingi í stað þeirra sem sögðu af sér . Sjá bréf kjörstjórnarmanna til forseta Sameinaðs þings blaðsiðu 38. Fatlaður maður rændur o g honum hótað lífláti RÁÐIST var á rúmlega sjötug- an, fatlaðan mann í gær og hann rændur. Arásarmennimir hót- uðu honum lífláti ef hann gerði lögreglu viðvart. Þessi árás er sú þríðja sem maðurínn hefur orðið fyrir á nokkrum mánuð- um. Maðurinn rekur forngripaversl- un á Grettisgötu og var einn í versluninni þegar tveir menn réð- ust á hann síðdegis í gær. Maður nokkur kom inn í verslunina og kvaðst hafa áhuga á að kaupa svefnsófa. Eftir að hafa litast um í versluninni sagðist hann ætla að ná í ökumann sendibifreiðar sem biði fyrir utan, því ökumaðurinn yrði að hjálpa sér við að bera sóf- ann. Hann fór út stutta stund og kom til baka með félaga sínum. Þeir lokuðu dyrum verslunarinnar að baki sér og annar þeirra sló verslunareigandann í andlitið svo hanr. féll á gólfíð. Hann er með gervifót og gat ekki risið hjálpar- laust á rætur. Annar mannanna rétti honum höndina og hjálpaði honum við að standa upp. Síðan skipuðu þeir honum að setjast í stól og hótuðu að kyrkja hann með leðuról ef hann hreyfði sig. Þá hótuðu þeir einnig að brjóta gler- augu mannsins og slitu armbands- úrið af honum. Litla peninga höfðu mennimir upp úr krafsinu, aðeins nokkur þúsund, auk ávísana. Áður en þeir héldu á brott slitu þeir símann úr sambandi og sögðu verslunareigandanum að ef hann hefði samband við lögregluna inn- an tíu mínútna kæmu þeir aftur og myrtu hann. Verslunareigandinn gerði lög- reglu viðvart um leið og mennimir vom famir og gat gefíð góða lýs- ingu á þeim. Lögreglan leitaði í hverfmu og 20 mínútum eftir árás- ina voru mennimir tveir hand- teknir. Þeir voru þá með peningana og ávísanimar á sér. Eins og áður sagði er þetta í þriðja sinn sem ráðist er á verslun- areigandann. Fyrst var það skömmu eftir áramót og þá voru einnig tveir menn að verki. Þeir höfðu 80 þúsund krónur upp úr krafsinu, en náðust skömmu síðar, m.a. með aðstoð föður annars þeirra. Síðan sú árás var gerð hef- ur verslunareigandinn gætt þess að hafa ekki háar upphæðir í verls- uninni, ekki nema skiptimynt. Á þriðjudag sl. var ráðist aftur á manninn og bám árásarmenninir, sem vom tveir, sig eins að og í Morgunblaðið/Ámi Sœberg I þessarí verslun var í gær ráð- ist á fatlaðan mann um sjötugt. Hann var sleginn niður og höfðu árásarmennirnir nokkrar þús- undir króna á brott með sér. Þeir náðust skömmu síðar. janúar. Þeir tóku með sér nokkrar þúsundir króna og hafa ekki náðst enn. Maðurinn hefur nú þungar áhyggjur af því að geta ekki sinnt versluninni lengur sjálfur og íhug- ar að fá yngri og hraustari mann til að taka við rekstrinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.