Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 39 Bátseigandi hætt kominn í óveðrinu á Raufarhöfn: Skreið inn í vigtarskúr og öskraði þar til hjálp barst Raufarhöfn. BÁTSEIGENDUR áttu í miklum crfiðleikum með báta sína í höfn- inni i óveðrinu oem hér var á þriðjudag, og lentu sumir i lirakningum. Mikil ísing hlóðst á bátana og lá við að sumum þeirra hvolfdi. Sem dæmi má nefna að einn bátseigandinn, Jón Guð- mundsson, sem var að verja bát sinn áföllum, dæla úr lionum sjó og berja af honum isingu, var orðinn gegnblautur af ágjöf og snjókomu þegar leið á daginn. Kuldinn færðist upp eftir líkama hans og siðan fór hann að finna VEGIR á Norðurlandi og Vest- fjörðum voru ófærir í gær vegna snjókomu og skafrennings. Flug til áætlunarstaða í þessum lands- hlutum lá einnig að mestu niðri. Á Vestfjörðum og Norðurlandi, austur fyrir Eyjafjörð, var snjókoma og skafrenningur í gær og var víða mikil ófærð og blinda. Á Norðaust- urlandi og Suðausturlandi var skýjað en úrkomulaust um miðjan dag í gær, en einhver úrkoma á Austfjörðum. Heiðskírt var að mestu á Suður- og Suðvesturlandi. Ófært var um alla Vestfirði og Norðurland austur fyrir Akureyri, samkvæmt upplýsingum vegaeftir- lits Vegagerðar ríkisins. Skárra færi var austan Akureyrar og var opnað til Þórshafnar og Vopna- fjarðar. Fært var frá Reykjavík fyrir einkennum í höfðinu. Þá fór hann í land, skreið á fjórum fótum að vigtarskúr, sem er á bryggjunni, braut þar rúðu og renndi sér á maganum inn um gluggann. Eftir stutta stund áttaði Jón sig á því að hans yrði ekki vitjað í þess- um skúr og tók þá að arga annað slagið. Að einhverjum tím.v liðnum kom bróðir hans, Eiríkur, til að athuga með Jón og bát þeirra. Heyrði hann öskrin í Jóni þegar hann kom niður að hiifninni. Var þá farið með Jón upp á saumstofu vestur á Snæfellsnes og Dali, og með suðurströndinni austur á Firði. Þó var ófært um tíma vegna hvass- viðris undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Síðdegis í gær hafði ekki verið flogið neitt á áætlunarstaði á óveð- urssvæðinu, og lítið um flug til annarra staða. Á vegum Flugleiða var búið að fljúga til Vestmanna- eyja og Egilsstaða, síðdegis í gær, og á vegum Arnarflugs til Snæfells- ness. Tvær vélar Flugleiða lokuðust inni á Akureyri í fyrradag og átti að reyna að ná þeim suður í gær, en ekki bar búist við að mögulegt yrði að flúga meira á þeirri leið. Ekki hefur verið flogið til Vest- fjarða síðan á mánudag og í gærkvöldi biðu um 500 manns eftir fari fram og til baka hjá Flugleið- sem þarna er skammt frá. Þar fékk hann góða aðhlynningu og náði sér fljótt. Klukkan 14 á þriðjudaginn brast á með hvassri suðvestanátt, frá 30 hnútum í 60, sem fór vaxandi þeg- ar á daginn leið. Jafnframt gekk áttin meira til norðurs. Um klukkan 16 var komið norðvestan hávaða- rok, með tilheyrandi snjókomu. Allar götur í þorpinu voru þá orðn- ar ófærar, símasambandslaust út úr þorpinu og innan þess og raf- magn fór af öðru hvoru. Váltýr Hólmgeirsson veðurat- hugunarmaður segir að vindhraði hafi mælst upp í 70 hnúta. Það geti þó verið að vindhraði hafi ve- rið meiri, en vindhraðamælirinn ritar ekki í rafmagnsleysi. 64 hnút- ar eru 12 vindstig, eins og kunnugt er. Þetta veður stóð til klukkan 21 með 60 til 66 hnúta hraða en þá lægði niður í 30 hnúta. Mikill snjór er nú í þorpinu, sumsstaðar upp á eina húshæð, og muna menn ekki eftir jafn miklum snjó á svo skömm- um tíma, eða sjö klukkustundum. Skólafólk átti í vandræðum með að komast til síns heima og fólk átti yfirleitt í erfiðleikum með að komast heim til sín. Sumir fóru ekki af vinnustað fyrr en klukkan 22 um kvöldið þegar veðrið var gengið niður. Plötur fuku af þaki verkstæðishúss hjá SR. Einnig rúll- uðust upp þakplötur á verksmiðju- húsi SR, en fuku ekki burt. Rúður brotnuðu í húsum og einn 3,5 tonna bátur, Þröstur ÞH, sökk í höfninni. Helgi Kökubasar í Hvítasunnu- kirkjunni KÖKUBASAR og kaffisala verð- ur í Hvitasunnukirkjunni Fílad- elfíu, Hátúni 2, nk. laugardag 4. apríl. Það er systrafélag Fílad- elfiu sem heldur basarinn og hefst hann kl. 14.00 í neðri sal kirkjunnar. Fólki gefst einnig kostur á að setjast niður yfir kaffibolla og ijómapönnukökum sem verður á boðstólum. Allur ágóði af sölunni rennur til starfsemi systrafélagsins. Kynningardagur Stýrimannaskól- ans á laugardag Stýrimannaskólinn í Reykjavík heldur sérstakan kynningardag laugardaginn 4. april nk. Dag- skráin hefst með ávarpi skóla- stjóra og varaformanns skólafélags Stýrimannaskólans kl. 14.00. Skólinn verður opinn gestum frá kl. 14.00 til kl. 17.00 og munu kennarar og nemendur sýna notkun siglinga- og f iskileit- artækja og veita upplýsingar um námið. Meðal dagskráratriða verður sýning á öryggis- og björgunar- tækjum, kvikmynda- og mynd- bandasýningar um sjómennsku, veiðarfæri og slysavamir, kynnt verða fiskileitar- og siglingatæki og björgunametið Markús verður sýnt. Kvenfélagið Hrönn verður með veitingasölu í matsal Sjómanna- skólans allan daginn. Skipting atkvæða og þingsæta samkvæmt skoðanakönn- unum Helgarpóstsins og DV (þeir sem tóku afstöðu) HP DV Kosningar 1983 Alþýðuflokkur 15,5% 10 16,9% 11 11,7% 6 Framsóknarflokkur 9,7% 6 13,6% 9 19,0% 14 Sjálfstæðisflokkur 25,2% 17 29,8% 19 39,2% 23 Alþýðubandalag 16,1% 10 12,3% 8 17,3% 10 Borgaraflokkur 22,1% 15 17,1% 11 Samtök um kvennalista 8,7% 5 8,1% 5 5,5% 3 í þingmannafjöldann 1983 vantar fjóra þingmenn Bandalags jafn- aðarmanna, en samkvæmt könnunum fær sá flokkur nú engan mann kjörinn. I töflunni eru þvi þeir flokkar sem spáð er að nái þingmönnum nú, því í niðurstöðum Helgarpóstsins er ekki getið um fylgi annarra flokka á landinu öllu. Skoðanakönnun SKÁIS um fylgi flokkanna: Borgaraflokknum er spáð 15 þingmönnum í skoðanakönnun sem SKAIS vann fyrir Helgarpóstinn sl. sunnudag er Borgaraflokknum spáð 15 þingmönnum í komandi kosningum, með 22,1% at- kvæða. I einu kjördæmi, Suðurlandi, hefur Borgara- flokkurinn meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn, eða 25,4% á móti 24,0%, og fengi þar tvo þingmcnn, en Sjálfstæð- isflokkurinn fengi einn. í könnun DV, sem birt var á mánudag, var Borgaraflokkn- um spáð 11 þingmönnum, með 17,1% atkvæða. Mjög stór hóp- ur kjósenda virðist ekki búinn að gera upp hug sinn fyrir kosningarnarj því samkvæmt könnun SKÁIS eru 34,8% óá- kveðnir eða neita að svara og samkvæmt könnun DV voru það 33,8%. Þegar menn vclta fyrir sér tölum um þingsæti ber að hafa í huga að í þetta sinn verða þingmennirnir 63, i stað 60 áður. Ef úrslit kosninga verða í sam- ræmi við könnun SKAIS munu 22 nýir þingmenn taka sæti á Alþingi næsta haust, en 12 þing- menn sem eru í framboði til endurkjörs munu ekki halda þing- sæti sínu. Þar á meðal er formað- ur Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, sem er í framboði í Reykjavík, og formaður Fram- sóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, sem er í framboði á Reykjanesi. I könnun sem Stöð 2 lét vinna um síðustu helgi eru niðurstöður á sömu lund hvað varðar flokksformennina tvo, en sú könnun náði aðeins til þessara tveggja kjördæma. Samkvæmt niðurstöðum SKÁ- ÍS fá Flokkur mannsins, Bandalag jafnaðarmanna og Þjóðarflokkur- inn engan þingmann kjörinn. Stefán Valgeirsson nær ekki kjöri samkvæmt þessum niðurstöðum. * Ofært um Norður- land og Vestfirði Chico í Evrópu BANDARÍSKI söngvarinn Chico DeBarge skemmtir í veit- ingahúsinu Evrópu, Borgartúni 32, dagana 2., 3. og 4. apríl nk. Chico DeBarge er þekktastur fyrir veru sína í hljómsveitinni „DeBarge" sem hann skipar ásamt systkinum sínum. Hljóm- sveitin hefur sent frá sér fjölmarg- ar hljómplötur sem allar hafa notið mikilla vinsælda, sérstak- lega í Bandaríkjunum. Þekktustu lög sveitarinnar eru „Rhythm Of The Night" og „Who’s Holding Donna Now“. Þau komust á topp- inn á bandarísku og bresku vinsældalistunum. Hið fyrrnefnda varð jafnframt mjög vinsælt hér á landi og var lengi á vinsælda- lista rásar 2. % Suðurland: „Fólk er fegið því að geta gefið and- svar við flokksræði“ - sagði ÓIi Þ. Guðbjartsson, efsti maður á S-lista „ÉG HEF fundið góðan byr und- anfarna daga, það er líkt og hafi losnað um hömlur hjá fólki sem virðist því fegið að geta látið í ljós heilbrigt andsvar við flokks- ræði sem er okkur ekki að skapi,“ sagði Oli Þ. Guðbjartsson, efsti maður á S-lista í Suður- landskjördæmi. Hann var áður fimmti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins en sagði sig úr Sjálf- stæðisflokknum og gekk til liðs við Borgaraflokkinn þegar hann var stofnaður. „Mér ofbauð það tvöfalda sið- gæði sem sýnt var með þvi að knýja Albert til afsagnar á sama tíma og flokkurinn taldi hann fullboðlegan til að leiða framboð í höfuðvíginu, Reykjavík. Dropinn sem fyllti mæl- inn var þó án efa þau ummæli að þrátt fyrir þetta væri Albert ekki hæfur til að gegna ráðherraemb- ætti,“ sagði Óli aðspurður um ástæðu ákvörðunar sinnar. „Grund- vallarskoðanir mínar í stjórnmálum hafa þó ekki breyst. Ég tók afstöðu á grundvelli samvisku minnar og á meðan ég er sáttur við hana líður mér vel,“ bætti hann við. Óli taldi að stefna Borgaraflokks- ins í byggðamálum væri ákveðnari en Sjálfstæðisflokksins. „Við urðum undir á síðasta landsfundi sem vild- um skarpari stefnu í þessum málum. Ég er ánægður með árang- ur þessarar ríkisstjórnar að öðru leyti en því að ekki hafi verið reist rönd við byggðaröskun. Mjn skoðun er að færa þurfi vald frá ríkinu til héraðanna en þar þarf jafnframt að vera fyrir hendi einhver aðili sem Oli I*. Guóbjartsson getur tekið við þessu valdi. Hann gæti verið misstór eftir málaflokk- um og getum við litið til annarra landa um fyrirmyndir að því. Á stefnuskrá hins komunga Borgara- flokks tel ég mig eygja þessa sömu hugsun," sagði Öli Þ. Guðbjartsson. INNLENTj „Gleðiglæta“ á fjölunum hjá Ungmennafélagi Reykdæla Kleppjárnsreykjum. FASTUR liður í starfsemi Ung- mennafélags Reykdæla í Borgarfirði hefur verið upp- færsla á einu leikriti á hverjum vetri. Að þessu sinni var hafður nokkur annar háttur á því í kvöld 3. apríl kl. 21.00 verður skemmtun í Logalandi sem hlo- tið hefur nafnið „Gleðiglæta". „Gleðiglæta" er sýning á fimm völdum köflum úr íslenskum leik- ritum sem félagið hefur áður sýnt. Þættirnir eru úr eftirtöldum verk- um: Pilti og stúlku eftir Jón Tlioroddsen, Blómarósir eftir Ólaf Hauk Símonarson, Skjaldhamrar eftir Jónas Árnason, Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson og Mað- ur og kona eftir Jón Thoroddsen. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson. Bjartmar Hannesson hefur gert söngtexta við upphafs og loka- söng, kynnir er séra Geir Waage. Um 20 manns taka þátt í sýning- unni. Sérstök athygli er vakin á að aðeins verða tvær sýningar, sú síðari verður í Logalandi þriðju- daginn 7. apríl kl. 21.00. - Bernhard
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.