Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 6
6 MOHGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Vagg og velta Að þessu sinni skruppu umsjón- armenn þáttarins í takt við tímann, þau Jón Hákon Magnússon, Elísabet Þórisdóttir og Ólafur H. Torfason um borð í hinn nýstofnaða Slysavarnaskóla í Sæbjörgu. Fremur var nú þröngt um kvikmyndatækin í Sæbjörgu, en samt tókst mönnum að mynda gestina er meðal annars brugðu sér í sjómann. Þá söng Kar- lakór Reykjavíkur alþekkt sjó- mannalög út við Reykjanesvita; allir í sínu fínasta pússi nema forsöngvar- inn, Kristinn Sigmundsson, sem var í gallabuxum. Og þar með er ekki öll sagan sögð. Rétt þegar Jón Há- kon var að kveðja áhorfendur úr brúnni og sneri þar heldur ófag- mannlega stýrishjólinu á Sæbjörgu, en sneri nú samt og saltbragðið í vitum áhorfenda — birtist þá ekki popphljómsveit eins og skrattinn úr sauðarleggnum, að vísu með slysa- vamafélagshjálma. Einhvern veginn hafði ég á tilfinningunni að stjóm- endur Sæbjargarþáttarins hafi ekki ráðið miklu um þennan heldur ósmekklega lokapunkt skipsferðar- innar því raunverulega hafði Jón Hákon kvatt áhorfendur í brúnni þá hann sneri stýrishjólinu. Hið stór- kostlega átak, sem hefir verið gert í slysavörnum sjómanna með stofn- un Sæbjargarskólans, átti skilið jafnvel ennþá ítarlegri umfjöllun en rúmaðist í hinum stutta þætti þríeykisins, en stefna sjónvarpsins virðist nú einu sinni vera sú að magn innlendrar dagskrár skipti meira máli en gæði enda má svo sem gera ráð fyrir því að við uppgjör ársins verði vitnað í tölfræðileg rök er sýni „gífurlega aukningu innlends sjónvarpsefnis". Að mínu mati var Sæbjargarskólaþátturinn allítarleg- ur — svo langt sem hann náði — og óþarfi að poppa þáttinn svona í lokin, en ónefndir dagskárgerðar- menn virðast telja lífsnauðsynlegt að „rafmagna" innlenda þætti í tíma og ótíma. Happ í hendi Nýjasta afkvæmi Stöðvar 2 nefn- ist Happ í hendi, saklaus spuminga- þáttur í umsjón Bryndísar Schram. I þætti þessum snúa menn lukku- hjóli og fara í orðaleiki og ef allt gengur að óskum geta menn hreppt ferð til Amsterdam nú eða í versta falli ostaskerara. Starfsfólk Sólar hf. þreytti frumraunina og fóru svo leikar að einn ágætur maður sat uppi með ostaskerara og ryksugu í sárabætur; ekki hefði ég viljað storma með þau tól til minnar ekta- kvinnu. Þáttur Bryndísar er að því er mér sýnist sniðinn að engilsax- neskri fyrirmynd og getur svo sem vakið bros og smáspennu í malla- kútnum. Væri ekki upplagt fyrir ríkissjónvarpið að efna til svipaðrar keppni og leggja peninga undir og þá meina ég seðlabúnt lögð til af veðmöngurum. Óhljóð Ég vil beina þeim tilmælum til morgunþáttarstjóra rásar 2 að þeir endurskoði „óhljóðin", sem þeir skjóta inní spurningaþættina, óhugnanlegum hlátursrokum og brothljóði. Raunar mættu dagskrár- stjóramir athuga vel hin ýmsu „hljóðmerki", sem skotið er inní dag- skrána í tíma og ótíma. Þessi hljóðmerki og reyndar líka hinar endalausu dagskrárkynningar á Bylgjunni geta hvekkt hlustendur. Jóhanna Ég vil svona að lokum minnast á Flóamarkaðinn er Jóhanna Harðar- dóttir stýrir á Bylgjunni. Jóhanna stýrir þætti þessum einstaklega lip- urlega, en í mörg hom er að líta þegar hlustendur auglýsa jafnvel til sölu . . . konur . . . það er ham- strakellingu og . . . fimm böm. Ólafur M. Jöhannesson ÚTVARP/SJÓNYARP Einskis manns land ■■■■ Einskis manns QQIO 'and, sviss- “ð nesk-frönsk bíómynd frá árinu 1984 er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Myndin fjallar um einstaklinga sem búa rétt við landamæri Frakklands og Sviss. Þetta fólk unir ekki hag sínum af ýmsum ástæðum og leiðist út í smygl. Milli tollstöðva er skógivaxið einskis manns land og þar er vettvangur smyglaranna að næturlagi. Kvikmyndin Einskis manns land er á dagskrá sjón- varps í kvöld Bylgjan: Chico de Barge 1 A 00 Pétur Steinn A mun taka söngvarann og lagasmið- inn Chico de Barge tali í beinni útsendingu éftir há- degið en Barge er nú staddur hér á landi. Lagið hans „Talk to me“ hefur notið mikilla vinsælda víða um heim að undanfömu. Kl. 16.30 er viðtal í beinni ntsendingu við meðlimi hljómsveitarinnar „Paper lace“ en hljómsveitin kem- ur nú fram í fyrsta sinn á íslandi. Þeir félagar hafa slegið í gegn með lögunum „Billy don’t be að hero“ og „The night Chicago died“. Þá verður einnig rætt við liðsmenn hljómsveitanna sem komust í úrslit Músíkt- ilrauna Bylgjunnar og Tonabæjar í gærkvöldi. UTVARP © FOSTUDAGUR 3. apríl 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurtregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Siguröarson talar um dag- legt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna", eftir Guðrúnu Helgadóttur. Steinunn Jó- hannesdóttir les (4). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forystugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Sögusteinn. Umsjón Haraldur Ingi Haraldsson. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Siguröur Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán íslandi. Indríðí G. Þorsteins- son skráði. Sigríður Schiöth les (30). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tonleikar. 15.20 Landpósturinn. Lesið úr forystugreinum landsmála- blaða. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin — Jóhanna Hafliðadóttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.03 Síödegistónleikar. a. Giuseppe di Stefano syngur lög frá Napólí. b. Varsjárkonsertinn eftir Richard Addinsell. Isador Goodman leikur á píanó með Sinfóníuhljómsveitinni í Melbourne; Patrick Thom- as stjórnar. 17.40 Torgið. Viðburðir helg- arinnar. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erlingur Sigurð- arson flytur. 19.35 Bein lina til stjórnmála- flokkanna. Annar þáttur: Fulltrúar Flokks mannsins svara spurningum hlust- enda. 20.00 Tónskáldatimi Leifur Þórarinsson kynnir íslenska samtímatónlist. 20.40 Framboðskynning stjórnmálaflokkanna Þriðji þáttur: Framsóknar- flokkurinn kynnir stefnu sína. 21.00 Kvöldvaka • a. Athafnamenn við Eyja- fjörð. Bragi Sigurjónsson flytur þriðja þátt sinn: Eng- inn meðalmaður á ferð, um útgerðarsögu Ásgeirs Pét- urssonar. SJÓNVARP ’ö? FÖSTUDAGUR 3. apríl 18.00 Nilli Hólmgeirsson. Tíundi þáttur í þýskum teiknimyndaflokki. Sögu- maður Örn Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 18.25 Stundin okkar — Endur- sýning. Endursýndur þáttur frá 29. mars. 19.00Á döfinni. Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.10 í deiglunni — endursýn- ing. Mynd um Hel ;a Gísla- son myndhöggve a og list hans. Helgi hlaut í vetur verðlaun fyrir tillögu sína að listaverki við nýja útvarps- húsið við Efstaleiti. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjónar- menn: Guðmundur Bjarni Haröarson og Ragnar Hall- dórssön. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Göngum í reyklausa lið- ið. 20.50 Unglingarnir í frum- skóginum. Frá islands- meistarakeppninni í dansi með frjálsri aðferö sem háð var í Tónabæ á dögunum: Einstaklingskeppni. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jón- asson. 21.35 Mike Hammer. Tíundi þáttur í bandarískum saka- málamyndaflokki. Þýðandi Stefán Jökulsson. 22.25 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjón: Helgi E. Helgason. 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Einskis manns land. (No Man's Land). Svissnesk- frönsk bíómynd frá árinu 1984. Leikstjóri Alain Tann- er. Aöalhlutverk Hugues Quester, Myriam Méziéres, Jean-Philippe Ecoffey og Betty Berr. Beggja vegna landamæra Frakklands og Sviss búa einstaklingar sem ekki una hag sínum af ýms- um ástæðum. I von um betri tíð leiðist þettá fólk út í að smygla varningi, fólki og peningum milli land- anna. Milli tollstöðva land- anna liggur skógi vaxið eiskis manns land og er þar vettvangur smyglaranna að næturlagi. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 1.00 Dagskrárlok. 6 0: STOÐ2 FÖSTUDAGUR 3. apríl § 18.00 Einstök vinátta (Spec- ial Friendship). Ný bandarísk sjónvarpsmynd með Tracy Bollan og Akosua Busia í aðalhlut- verkum. Mynd þessi, sem byggð er á sannsögulegum heimildum, segir sögu tveggja stúlkna sem gerast njósnarar í þrælastríðinu. 19.45 Viðkvæma vofan. Teiknimynd. 20.10 Opin lína. Á milli kl. 20.00 og 20.15 gefst áhorf- endum Stöðvar 2 kostur á að hringja í síma 673888 og bera upp spurningar. I þessum þætti fjallar Bryndis Schram um brjóstagjöf. 20.30 Klassapíur (Golden Girls). Bandarískur gaman- þáttur um hressar konur á besta aldri. í þessum þætti ákveða Klassapíurnar að nú sé tími til Kominn að læra steppdans. §21.00 Geimálfurinn. Það er líf og fjör á heimili Tanner fjölskyldunnar eftir að geim- veran Alf bættist í hópinn. §21.30 Endurfundir (In- timate Strangers). Bandarísk sjónvarpsmynd með Teri Garr, Stacy Keach og Cathy Lee Crosby í aöal- hlutverkum. l’ lok Vfetnam- stríösins verða læknishjón viðskila og konan verður eftir i Víetnam. Tiu árum síðar tekst henni að komast heim á ný og verða þá fagn- aðarfundir. § 23.05 Náttfari (Midnight Man). Bandarisk biómynd með Burt Lancaster i aðal- hlutverki. Lögreglumaður við háskóla nokkurn fer að grennslast fyrir um dauða eins nemandans. 00.35 Dagskrárlok. b. Þrir mansöngvar. Svein- björn Beinteinsson kveður úr frumortum rímum. 21.30 Sígild dægurlög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma. Andrés Sjörnsson les 33. sálm. 22.30 Vísnakvöld. Aðalsteinn ^1 FOSTUDAGUR 3. april 00.10 Næturútvarp. 6.00 I bitið. Erla B. Skúladótt- ir léttir mönnum morgun verkin, segir m.a. frá veöri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Óskalög hlust- enda á landsbyggöinni og getraun. 12.20 Hádegisfréttir. 12.46 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. Afmæliskveöj- ur, bréf frá hlustendum o.fl, o.fl. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. Síðdegisútvarp rásar 2, fréttatengt efni og tónlist. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Lög unga fólksins. Val- týr Björn Valtýsson kynnir. 21.00 Merkisberar. Skúli Helgason kynnir tónlislar- menn sem fara ekki troðnar slóðir. 22.05 Fjörkippir. Erna Arnar- dóttir kynnir dans- og skemmtitónlist. 23.00 Á hinni hliöinni. Albert Jónsson fréttamaöur velur lögin. 00.10 Næturútvarp. 02.30 Ungæöi. Hreinn Valdi- marsson og Siguröur Gröndal senda hlustendum tóninn og láta flest flakka. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA daga vikunnar AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Asberg Sigurðsson sér um þáttinn. 23.10 Andvaka. Þáttur í um- sjá Pálma Matthiassonar. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir 00.10 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magnús- syni. 01.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á rás 2 til morguns. Inga Eydal rabbar við hlust- endur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. FOSTUDAGUR 3. apríl 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Föstu- dagspoppið allsráðandi, bein lína til hlustenda, af- mæliskveðjur, kveðjur til brúðhjóna og matarupp- skriftir. Fréttir kl. 10.00, 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Á hádegismark- aði með Þorsteini J. Vil- hjálmssyni. Fréttapakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgjunnar fylgjást með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla viö fólk. Frétt- ir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—16.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síðdegispoppið og spjall ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík síðdeg is. Þægileg tónlist hjá Ástu, hún litur yfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—22.00 Tónlist úr ýms- um áttum. Bylgjan kannar hvað næturlífið hefur upp á að bjóða. 22.00—03.00 Haraldur Gísla son nátthrafn Bylgjunnar kemur okkur í helgarstuð með góðri tónlist. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Hörður Arnar son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.