Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 or 11 Rökkvar til heiða Föður og móður mildi mótuðu það af tryggð, er sumargestimir sungu glatt við sasídjúpin fagur-skyggð. ; 4eift að bæta meðferðina, svo að iu komumst við af með færri pláss í sjúkrahúsum en áður var. Þessi oætta méðferð hefur þau áhrif að hægt er að endurhæfa sjúklinga úti í bæ, á heimilum innan um Snnur heimili. Þessi heimili koma í staðinn fyrir sjúkrarúm og eru bæði ódýrari og betri kostur fyrir sjúklinginn. Við liöfum kannski náð lengra í því hér á landi en annars staðar gerist, að koma upp öðrum með- ferðarmöguleikum en þeim sem veittir eru á sjúkrahúsinu. Endur- hæfing og iðjuþjálfun hefur reyndar alltaf verið snar þáttur í geðlækningijm. Nú er þó lögð enn meiri áhersla á endurhæfingu eftir að sjúkrahúsdvöl lýkur og nú er hægt að stunda hana utan sjúkra- hússins í miklu meira mæli en áður var. Nú orðið er mikið meira lagt upp úr hvers konar samtals- meðferð en áðui1 var, fjölskyldu- samtölum, fjölskyldumeðferð og öðru slíku, og jafnvel er farið heim til sjúklinga sem eru í göngudeild- armeðferð, þótt okkur skorti enn mannafla til að geta sinnt þeirri þjónustu í þeim mæli sem fólkið vildi sjálft. Enn er eitt veigamikið atriði, sem rétt er að nefna, að á gcð- deild Landspítalans er stunduð kennsla stúdenta í læknisfræði og öðrum fræðum sem fjalla um með- ferð geðsjúkra. Fer kennslan fram bæði á deildum á Landspítalalóð og að Kleppi. Á báðum stöðum er unnið að ýmsum fræðilegum rannsóknum. Nú er meðal annars verið að gera rannsóknir á svefni og svefntruflunum, þunglyndi, fælni, neyslu áfengis og breyting- um á tíðni geðsjúkdóma. Auk þess er náttúrulega athugað hver verða afdrif geðsjúki-a og hvort við get- um breytt og bætt meðferðina." En voru ekki einhverntíma uppi áætlanir um að leggja Kleppsspít- alann niður? „Það var talað um það á árunum kringum 1960, þegar gert var nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík, að spítalinn hér þyrfti að víkja fljótt, því hann væri á hafnar- svæði. Siíkt hefði að sjálfsögðu verið æskilegt, ef hægt hefði verið að byggja í staðinn á Landspítala- lóðinni. Nú hafa hafnarfram- kvæmdir dregist mikið og spítalinn stendur ekki á bryggjusporði, eins og var á þeim teikningum. En bryggjurnar færast nær, svo mað- ur .veit ekki hvað verður, hvort höfnin kemur til með að þurfa á húsunum að halda og kaupi þau, svo að hægt verði að byggja yfir alla geðdeildina á Landspítalalóð- inni.“ ssv Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Valtýr Guðmundsson, Sandi: VEGAMÓT. Ljóð. Bókaforlag Odds Björnssonar 1986. Vegamót eni ljóð roskins manns sem lítur um öxl að loknu dags- verki, gaumgæfir fortíðina og horfir fram á við með samtímann í huga. í Áningu er staðreynd lífsins orðuð svo: „Rökkvað nú hefur til heiða/ — horfin til jarðar flest/ sporin okkar af langi-i leið/ er löngum ylj- uðu best.“ Valtýr Guðmundsson dregur vissulega dám af þingeyskri nýróm- antík sem er sérstakur kafli í íslenskri bókmenntasögu, cn hann er raunsær að hætti skálda úr bændastétt. Þótt vegsömun náttúr- unnar sé honum jafnan ofarlega í huga eru það ekki síst hin daglegu störf sem eru áleitin yrkisefni. Mörg kvæðanna eru ort af vissu tilefni og gera ekki krófur til að teljast Hljjómplötur Egill Friðleifsson Efni: Atli Heimir Sveinsson: Hrcinn: Gallery: Súm 74. Þorkeíl Sigurbjörnsson: Mistur. Karólína Eiríksdóttir: Sinfoni- etta. Jónas Tómasson: Orgia. Flytjendnr: Sinfóníuhljómsveit Islands. Stjórnandi: Paul Zukofsky. Fyrir stuttu komu út fjórar hljómplötur á vegum íslensku tón- verkamiðstöðvarinnar og hafa þær að geyma íslenska samtímatónlist. Þær eru þá orðnar átta hljómplöt- urnar í þessum flokki og auðveldar hann öllum almenningi að nálgast þennan anga íslenskrar menningar og er það vel. Því miður eru örlög nýrra íslenskra tónverk oft þau, að eftir frumflutning eru þau látin rykfalla uppi á hillu og á tón- böndum Ríkisútvarpsins og annað en nytsamlegur skáldskapur, en góð smekkvísi látin ráða för. Formið er yfirleitt í hefðbundnara lagi, en stöku sinnum brugðið út af vana og ort órímað með góðum árangri, samanber Vogrek sem er meðal þeirra ljóða sem einkum höfðuðu til mín. I því er lýst „hversu útmánaðarökkrið/ gæti orðið hlýtt og bjart,/ um sexleytið — í tuttugu/ stiga gaddi, eða meir,/ ef mennirn- ir væru/ ekki svona grimmir/ eins og raun ber vitni“. Valtýr Guðmundsson yrkir mikið um fugla. í kvæðum hans um fugla er rík samkennd og stundum tekst honum að gera fuglaljóðin eins kon- ar mynd af vegferð manna þótt vegfarendur himinsins séu hið eig- inlega yrkisefni. Eg vel af handa- hófi sýnishorn: Dropar að foldu falla en fór þeirra enginn sér, og dulúð frá huliðs-heimi hafáttin til mín ber. Komið vængléttu vinir á viðkvæmri aftan-stund, þið ljóssins englar sem leiðið allt lífið á drottins fund. heyrast sárasjaldan og sum aldr- ei. Það er raunar íhugunai- og áhyggjuefni að eftir því sem rásum fjölgar og útsendingartími lengist á öldum ljósvakans minnkar hlutur fagurtónlistar að sama skapi. Hlutur samtímatónlistar er svo rýr að til skammar er og færi betur að tónlistardeild endurskoðaði þennan mikilvæga þátt í starfsemi sinni í stað þess að fylla flesta tíma með lágúrulegri afþreyingarsí- býlju. Ríkisútvaipið á hlut að þessari útgáfu og færi betur að það notaði plöturnar í dagskrá sinni, nægur er tíminn. í þessum pistli skal vakin at- hygli á plötu er ber titilinn „íslensk híjómsveitartónlist“ og hefur að geyma fjögur verk eftir jafn mörg tónskáld. Með plötunni fylgir bæklingur ritaður af sænska tón- listarfræðingnum og rithöfundin- um Görna Bergendal og kemst hann víða hnittilega að orði. Fyrst verður fyrir okkur verk er ber heitið „Hreinn: Gallei-y: Súm Valtýr Guðmundsson, Sandi En svipmyndir sólskinsdaga sjá yfir landið vítt, og kynna blómi sín blíðuhót er blærinn oft vermdi þýtt. 74“ eftir Atla Heimi Sveinsson, samið fyrir Gallerí Súm í Reykjavík og er ekki tónlist mik- illa tíðinda. Það er gert fyrir 2 píanó, strengi, rafgítar, blásara og slagverk. Eitt af einkennum í tónskáldskap Atla er hversu ólík verk hans eru innbyrðis. í bækl- ingi cr þess getið að „Hreinn: Gallery: Súm 74“ sé hrein tilvistar- tónlist, án þess að ég átti mig fyllilega á hvað átt er við með því. Yfir tvítóna óreglulegum org- elpunkti píanósins hreyfast önnur hljóðfæri í einhæfu tilbreytingar- leysi, sem þó er rofið af hörðum innskotum blásra og slagverks. Satt að segja finnst mér mörg önnur verk Atla mun áhugaverð- ari en þetta. Þá verður fyrir okkur „Mistur“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson, samið árið 1972. Ólíkt Atla hefur Þor- Og hillinga bjórtu borgir þá boðuðu sælu-tíð - en golan lék sér við lauf á grein og leysti fannir í hlíð. Já, gefíð öllu sem andar yndi og nýjan þrótt, þið víðbláins vegfarendur, - og vakið hjá mér í nótt. (Áfall) Náskyld fuglaljóðum Valtýs Guð- mundssonar eru ljóð hans um dýr, ekki síst Mýsla sem fær sinn skammt af góðri umhyggju skálds- ins að launum fyrir að trítla um garð þess grá að lit. Ég er ekki viss um að Vegamót Valtýs Guðmundssonar séu nógu strangt úrval ljóða hans. Að þeim má finna eins og ljóðum fleiri skálda. Það verður ekki gert að þessu sinni, en bent á hve heil- steypt þessi bók er innan sinna takmarka og hve hún miðlar góðum og einlægum tilfinningum. Náttúr- an og hið daglega líf eiga hér málsvara. En ljóðin vitna um að höfundur þeirra þekkir til umheims- ins, með því að spegla hið smáa sýnir hann hið stóra þegar best lætur. kell ákveðið tónmál, sem langflest verka hans bera og er „Mistur“ þar engin undantekning. „Mistur" er nánast prógramtónlist og lýsir Rínardalnum mettuðum mistri, þar sem sólin reynir að btjóta sér leið með hrífandi litaspili. „Mistur" er gott og heilsteypt verk með dálítið impresíonísku ívafi. Á hlið tvö heyrum við „Sinfoni- ettu“ eftir Karólínu Eiríksdóttur. Verkið er samið að tilstuðlan Ríkisútvaipsins árið 1985. Það hefur klassískt yfirbragð, er í fjór- um þáttum og er besta verk, sem ég þekki eftir Karólínu, hnitmiðað og sannfærandi, frumlegt og víða fallegt. Að lokum skal geta „Orgiu“ eftir Jónas Tómasson. Þó titillinn sé tvíræður er tónlistin yfirlætis- laus, enda mun gríska orðið orgía merkja helgiathöfn, blót eða fórn. Verkið hefst á hógværu hjali fiðl- anna sem halda sínu striki aðgerð- arlítið allt til enda þar sem blásarar sjá um lagferlið, en slag- verk gefur fjörlega liti. Það er Sinfóníuhljómsveit ís- lands sem flytur þessi verk undir öruggri stjórn Pauls Zukofsky og þarf varla að tíunda ágæti hans vinnubragða. Handbragð plötunnar er ágætt, ekki síst plötuumslag, en þar á Erlingur Páll Ingvarsson stærstan hlut að. íslensk hljóm- sveitarverk að þegar við kaupum leðursófasett veljum við alltaf gegnum- litað leður og alltaf anilínsútað (krómsútað) leður og leðurhúðir af dýrum frá norðlægum slóðum eða fjallalöndum — og yfír- leitt óslípaðar húðir (sem em endingarbestar). Ef þú ert í einhveijum vafa um hvort þú ert að kaupa góða vöm eða ekki, skaltu bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð. Tegund Genua er með sérlega hátt bak og mjög þægilegt. Fæst í 3+2+1 og 3+1+1. Genua fæst í brúnu og svörtu úrvalsleðri með afborgunum í 12 mánuði ef óskað er. húsgagnaAöllin REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.