Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 78. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Vigdís forseti í Finnlandi Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, er nú í einkaheim- sókn í Finnlandi. Hér sést hún í Helsinki ásamt Carl Öhman frá Finnsku menningarmálastofnuninni. Sjá: Vigdís fagnar útgáfu Islendingasagnanna á bls. 33 Verzlunarstríð í uppsiglingu? Bretar boða harð- ar ráðstafanir gagnvart Japönum Svíþjóð: Segjast munu hætta aðstoð við Víetnam - nema herliðið verði flutt frá Kambódíu Njósnamál í Frakklandi: Þrír sovézk- ir sendiráðs- menn reknir París, Reuter. FRANSKA stjórnin vísaði í gær þremur sovézkum sendi- starfsmönnum úr landi. Var þeim gefið að sök að standa í tengslum við njósnahring, sem reynt hefði að komast yfir leynilegar upplýsingar varð- andi Ariane-eldflaugina. Mönnunum þremur, sem haft hafa aðsetur í París, var gert að fara frá Frakklandi innan viku. í tilkynningu franska utanrík- isráðuneytisins sagði, að Jean- Bemard Raimond utanríkisráð- herra hefði kallað sovézka sendiherrann, Yakov Ryabov, á sinn fund og tjáð honum ákvörð- un sína um að vísa mönnunum þremur burt „fyrir aðgerðir, sem ekki væru í samræmi við stöðu þeirra og störf sem sendistarfs- manna.“ London, Reuter. BREZKA stjórnin ákvað í gær að grípa til mjög harðra ráðstafana gegn Japönum í þeim tilgangi að fá þá til að draga úr verndar- stefnu sinni heima fyrir á sviði viðskipta og verzlunar. Hyggst stjórnin notfæra sér lagaheimild- ir um að afturkalla starfsleyfi í Bretlandi fyrir banka og trygg- ingarfyrirtæki frá löndum, sem selja skorður við aðgangi brezkra fyrirtækja að heimamörkuðum sínum. Talsmaður brezka viðskiptaráðu- neytisins sagði í gær, að þetta gæti náð til 58 japanskra fyrirtækja í Bretlandi. Talsmaðurinn tók það fram, að aðeins 14 brezk fyrirtæki störfuðu í Japan og einungis hluta- bréf þriggja þeirra væru skráð í kauphöllinni í Tókýó. „það eina, sem við krefjumst, er sanngirni og sú krafa hefur ekki verið tekin til greina," sagði hann. Gert er ráð fyrir, að Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands, ræði verzlunarviðskiptin við Japan á fundi með utanríkisráðherrum Evr- ópubandalagsins um helgina. Þar hyggst hann gera grein fyrir þessum ráðstöfunum brezku stjórnarinnar nú gagnvart Japönum. Athygli vekur, að þessar ráðstaf- anir Breta eiga sér stað samtímis því, sem fulltrúar stjórna Bandaríkj- anna og Japans eiga að koma saman til skyndifundar til að afstýra verzl- unarstríði. Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKA stjórnin hefur ákveðið, að frá og með 1990 verði hætt efnahagsstuðningi við Víetnama ef þeir hafa þá ekki dregið burt allt sitt herlið frá Kambódiu. Lena Hjelm-Wallen, ráðherra þróunar- hjálpar, skýrði frá þessu í gær. „Kambódíumálið veldur miklum erfíðleikum í samskiptum þjóðanna," segir í yfirlýsingu frá Hjelm-Wallen, en þar kemur einnig fram, að sænsku þróunarhjálpinni hefur verið skipað að hefjast ekki handa við nein verkefni í Víetnam ef ekki er unnt að ljúka þeim fyrir árið 1990. „Sænsk stjómvöld eru reiðubúin að halda áfram aðstoð og samstarfi við Víetnam-stjórn ef hún stendur við yfírlýsingar sínar um að flytja herlið- ið frá Kambódíu árið 1990 hið síðasta," sagði ennfremur í yfirlýs- ingunni. Svíar hafa stutt Víetnama mest allra vestrænna þjóða og veitt þeim árlega fjárhagsaðstoð, sem nemur 300 milljónum skr. Margaret Thatcher við heimkomuna: Heimsóknin til Sovét- ríkjanna árangursrík London, Reuter. MARGARET Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, sagði í gær við heimkomuna frá Sov- étríkjunum, að fimm daga heimsókn sín og Sir Geoffreys Howe utanríkisráðherra þang- Reuter PAFINN I CHILE Jóhannes Páll páfi II þykir hafa sýnt mikla ein- urð, er hann hvatti til þess í Chile í gær, að lýðræði og mannréttindi yrðu innleidd á ný í landinu. Þar hefur verið við völd einræðisstjórn Augusto Pinoc- hets hershöfðingja allt frá árinu 1973. Mynd þessi sýnir kirkjunnar menn heilsa páfa, er hann kom til dómkirkjunnar í Santiago. Gert er ráð fyrir, að heimsókn páfans til Chile standi í sex daga. að hefði verið árangursrík. Ljóst væri, að sovézkt þjóðfélag stæði á vegamótum. Sagði hún, að sér geðjaðist vel að Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtoga og að hún bæri virðingu fyrir hon- um. Er Thatcher var spurð að því, hvað hún áliti um þróun mannrétt- inda í Sovétríkjunum eftir heim- sóknina þangað, kvaðst hún fagna' því, að margir sovézkir andófs- menn hefðu verið látnir lausir, en bætti síðan við: „Mikið er þó ógert á því sviði.“ Hún sagði jafnframt, að ekki mætti búast við skyndi- breytingum. Það væri hvorki sanngjamt né eðlilegt að búast við þvi, að breytingar gerðust allt í einu í Sovétríkjunum. Thatcher vildi ekki svara spurn- ingum fréttamanna um, hvort árangur Sovétfararinnar gæti haft áhrif á ákvörðun hennar um, hvenær þingkosningar færu fram í Bretlandi, en sagði aðeins: „Ég á miklu verki ólokið og þvf vonast ég til að fá að halda áfram svo lengi sem unnt er.“ Viðbrögð fjölmiðla í Bretlandi við heimkomu Thatcher voru al- mennt á þann veg, að heimsókn hennar til Sovétríkjanna hefði tekizt mjög vel, þrátt fyrir það að henni hefði ekki tekizt að fá ákveðin fyrir- heit varðandi afvopnun og önnur mál, sem efst væru á baugi í heimsmálun- um. Ljóst væri, að Sov- étmenn gerðu sér nú grein fyrir kröfum Vesturlanda um, að unnt yrði að staðreyna það, að samn- ingum um afvopnun yrði fylgt eftir og jafnframt, að slíkir samn- ingar yrðu að ná til skammdrægra kjarnorkueldflauga og annarra vopna. Við nokkuð annan tón kvað í Sovétríkjunum í gær. Þar sagði Georgy Arbatov, sem sæti á í iniðstjórn kommúnistaflokksins, í viðtali við brezka sjónvarpsmenn, að allt gæti endað í ragnarökum kjarnorkustyijaldar, ef Sovét- menn og Bandaríkjamenn fylgdu hinni hörðu stefnu Thatcher varð- andi kjarnorkuvopn. Stefna hennar vekti skelfingu með fólki í Sovétríkjunum. Sagðist Arbatov álíta Reagan Bandaríkjaforseta „framsýnni og raunnsærri" en Thatcher, þar sem hann tryði á kjarnorkuafvopnun, enda þótt að- ferðir hans til þess að ná því takmarki væru rangar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.