Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Stjörnu Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Hvað getur þú sagt mér um persónuleika minn og árið framundan. Ég er fædd á laugardegi kl. 18.53 þann 27. apríl 1968 í Reykjavík. Með fýrirfram þökk.“ Svar: Þú hefur Sól, Tungl, Merkúr og Mars í Nauti, Venus í Hrút, Vog Rísandi og Krabba * á Miðhimni. Júpíter í Ljóni er einnig sterkur í korti þinu. Öryggi Það að hafa Sól í Nauti tákn- ar að til að viðhalda lifsorku þinni og lífsgleði þarft þú öryggi og varanleika í líf þitt. Það hentar þér t.d. ekki að vera blönk eða í óvissu með starf og heimili. Slíkt er reyndar ekki gott fyrir nokk- um mann en sérstaklega ekki fyrir Naut. Þess vegna er æskilegt að þú aflir þér menntunar sem gefur örugga afkomu. HiÖ likamlega Sennilega ert þú eins og mörg Naut leið á endalausum lýsingum á peningum og jarðbundnum málum þegar Nautið er annars vegar. Þó slík lýsing eigi rétt á sér, Nautið er jarðbundið merki, er margt annað til sem oft vill gleymast. Næmleiki fyrir náttúrunni er til staðar, svo og líkamlegur næmleiki. Nautið hefur t.d. hæfíleika sem nuddari. Áhugi á mat er einnjg til staðar, svo og . þægindum almennt. Stund- um svo úr hófi gegnir. Listir Önnur hlið er einnig á Naut- inu. Stjómandi þess er Venus og því hafa mörg Naut list- ræna hæfíleika. Áhugi á fögrum munum er oft áber- andi, á listum og fegurð almennt. Margir góðir söngv- arar eru t.d. í Nautinu. Þar sem þú hefur Vog Rísandi og Ljónið sterkt 1 korti þínu ættu hin listrænu svið að höfða til þín. Sterkur Júpíter bendir einnig til áhuga á ferðalögum, á þörf fyrir að víkka sjóndeildarhring þinn. Mjúk í heild má segja að þú sért mjúkur persónuleiki. Þú vilt samvinnu við fólk, ekki keppni eða deilur. Þú getur því þurft að varast að vera of eftirgefanleg. Þú ert róleg og hæg, þrautseig, þolinmóð og að öllu jöfnu góðlynd. Stórtcek Það sem þú þarft helsta að varast er spennuþríhymingur milli Mars, Júpíters og Nept- únusar. Það táknar að þú átt til að vera of stórtæk í áætl- anagerð og byggja áætlanir á ótraustum grunni. í stuttu máli átt þú til að láta drauma ráða ferðinni. Ef þú ferð rétt með þessa orku má á hinn bóginn segja að þú sért orku- mikil, hugmyndarík og stórhuga. Samskipti Júpíter er á leið inn í 7. hús þitt og yfir Venus. Það tákn- ar að þú finnur fyrir aukinni þörf til að taka þátt í félags- málum á næstunni og því að deila lífí þínu með öðrum. Það gæti m.a. bent til ástar- sambands, ef svo er ekki þegar. Víöari sjón- deildarhringur Júpíter fer síðan inn í Nauts- merkið 1988 og þá má segja að þörf fyrir ferðalög og nýja reynslu verði sterk. Þegar á heildina er litið er líklegt að næstu ár verði viðburðarík og skemmtileg. ?T!”!T!TT!TTf!?f!nT?l!!!!!!!!!!!?!!!!l!!!il GARPUR /^DCTTI D unt 1 1 IK GR.STTIR, f¥\t> ERJJ KATTAR- H'AR ÍIT Uðé ALLT HÚS 7-TÁ,'E.R tV\E> EKJCI IPÁ9A/VJ LEST? pAU ERU EINS OS FJÖL- DÝRAGLENS SMÁFÓLK HALLEY’S COMET 15 ACTUALLY A LAR6E CHUNK OF PIRTY ice... Halley-halastjarnan er í Árið 2062 fer hún næst rauninni stór og skítugur framhjá okkar jörð ... ísklumpur. Auðvitað verðum við öll Nema þú, fröken_______ orðin áttræð þá ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er talið gott að trompa út í vöminni þegar sagnir gefa til kynna stuttlit í blindum. Eng- inn hefur sýnt jafn ótvírætt fram á gildi þessarar reglu og ítalinn Bellentani í eftirfarandi spili, sem kom upp á EM í Dyflinni 1967, í leik Itala og Svía. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♦ D1097542 ¥- ♦ 1072 + ÁD5 Austur „Hll ♦G63 II JK82 ♦ 84 * 109643 Suður 4 — V DG7543 ♦ ÁDG9653 ♦ Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 tígull Dobl 4 spaðar Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Pass Pass PassH Vestur ♦ ÁK8 + Á1096 ♦ K ♦ KG872 Bellentani sýndi mikla still- ingu í sögnum að dobla ekki fimm eða sex tígla, en hann gerði sér grein fyrir því að skipt- ingin hlyti að vera villt í NS, úr því að andstæðingamir létu svo illa. En snilldina kórónaði hann með þvi að spila út tígulkóngn- um!!! Það útskot reyndist banvænt. Sagnhafí gat aðeins trompað tvö hjörtu í borðinu, svo vömin fékk slagi á tvo efstu í hjarta. Með einhvejju öðru út nýtast trompin þrjú í blindum til að stinga hjörtu, og þá er heldur ekkert eftir til að taka tígulsvíninguna. Svo kóngurinn verður að vera blankur! Þetta sögulega spil var rifjað upp í nýlegri bók eftir Banda- ríkjamanninn dr. George Rosen- kranz, „Allt sem þú hefur viljað vita um trompútspil, og verið óragur við að spyija". Sérkenni- legt nafn, en bókin er ágæt. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Skákþing Sovétríkjanna 1987 stendur nú yfír í Minsk. Þessi staða kom upp á mótinu í viður- eign hins kunna stórmeistara Beljavsky, sem hafði hvítt og átti Ieik, og hins unga meistara Bareev. 30. Bf7! og svartur gafst upp, því hann getur ekki varist báðum hótunum hvíts, 31. Dxf6+ og 31. Rg6+. Eftir 11 umferðir á mótinu er Ehlvest efstur með 9 v. af 11 mögulegum, en Beljavsky hefur 7'h v. og biðskák. Salov og Ein- gom hafa einnig Vh v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.