Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 30
30 MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Ný kynslóð IBM-tölva afhjúpuð um allan heim NÝ KYNSLÓÐ IBM einkatölva var afhjúpuð í húsakynnum fyr- irtækisins við Stakkahlíð klukk- an half tvö í gærdag. Mikil leynd hefur hvílt yfir þróun þessara tölva sem ætlað er að taka við af IBM PC. Fór afhjúpunin fram samtímis um allan heim. Að sögn Halldórs Friðrikssonar markaðs- fulltrúa er hér um að ræða nýja stefnu fyrirtækisins á sviði einkatölva, sem byggð er á öðr- um forsendum en „pésarnir". Tölvurnar fylgja nýjum sam- skiptastaðli sem tekinn verður upp á öllum tölvum fyrirtækis- ins. Þær eru þannig úr garði gerðar að aðrir framleiðendur geta ekki búið til samskonar vél- ar án þess að brjóta einkaleyfi. Nýju tölvurnar bera enska sam- heitið „Personal System/2“, en á íslensku verða þær kallaðar „ein- valatölvur“. Þær nýjungar sem kynntar voru í gær fylla raunar hundraðið, í þeim flokki eru tölvur, skjáir, prentarar, disklingadrif, gagnaplötuspilarar og hugbúnaður. Stýrikerfi einvalatölvanna er útgáfa 3.3 af PC-DOS, en í haust kemur á markað nýtt stýrikerfi, „OS/2“ sem keyrt getur mörg forrit í einu. Einvalatölvumar geta notað meg- nið af hugbúnaði fyrir pésa, jafnt þann sem skrifaður er fyrir einlita og litaskjái. Einvalatölvumar em byggðar utan um þrjá misstóra örgjörva, en svo nefnist miðstöð tölvunnar sem tekur við skipunum og framkvæmir þær. Kynntar vom fjórar tölvugerð- ir sem greinast í átta undirgerðir. Sú smæsta byggir á sama örgjörva og pésamir. Tvær gerðir byggja á sama örgjörva og IBM XT-286 en sú stærsta Intel 80386 örgjörvanum sem IBM hefur ekki áður notað. Sameiginlegt einkenni tölvanna er ný tengibraut, „Micro-Channel" að nafni sem á að einfaida aðlögun þeirra að sérstökum verkefnum og viðbætur annarra framleiðenda. Þá fylgja fjölskyldunni fjórir nýjir skjá- ir. Miðað við tölvuskjái fyrir pésa eru þeir með meiri myndupplausn, sem gefur skýrari mynd, fleiri litum og stærri fleti fyrir letur. Minnsti skjárinn er svart-hvítur en þrír mis- stórir litsjáir verða á boðsstólum. Aðrar nýjungar em meðal annars fjölþjóðlegt stafróf sem einvalatölv- umar verða búnar. í því er gert ráð fyrir öllum tungumálum sem nota latneskt letur. Þetta mun meðal annars flýta aðlögun erlends hug- búnaðar að íslenskum aðstæðum, því ekki verður lengur þörf á að breyta skjástýringum og prenturum vegna íslensks leturs. Fjórar tölvugerðir sem spanna vítt svið Fjórar tölvugerðir heyra hinni nýju kynslóð til sem greinast í átta undirgerðir. Þær spanna að sögn Halldórs sviðið frá pésunum sem algengastir em á borðum notenda í dag upp í fjölnotendakerfi sem krefjast mikils hraða og geymslu- rýmis. Minnsta gerðin ber númerið 30 og er hún hugsuð sem arftaki IBM PC XT. Hún er tvöfalt hraðvirkari, með klukkuhraða 8 milljón rið (Mhz) á sekúndu en notar sama örgjörvan; Intel 8086 sem hefur 16 bita tengibrautir. Númer 30 verður seld í tveimur útgáfum. Sú ódýrari er með 3,5 þumlunga diskadrifum sem geyma 750 kílóbæti (Kb), en sú dýrari einu drifi og 20 mega- bæta (Mb) hörðum diski. Eitt kílóbæti er u.þ.b. 1024 stafir. Á móðurborðinu er tengi og aðlögun- arbúnaður sem áður var á sérstök- um kortum. Minnið er stækkanlegt í 640 kílóbæti. Gerð 50 er einnig borðtölva. Hún er búin Intel 80286 örgjörva og klukkuhraða 10 Mhz. Undir PC- DOS stýrikerfinu er hægt að keyra m öll forrit fyrir eldri gerðir pésa en einnig verður hægt að nota eigin- leika OS/2. Hún mun verða seld með 3,5 þumlunga diskadrifi sem rúmar 1,44 Mb og 20 Mb hörðum diski. Undir OS/2 getur 16 Mb minni inni í tölvunni, en fræðilega getur minni hennar orðið 1 gíga- bæti, eða eitt þúsund milljón bæti. Gerð 60 hefur líka eiginleika og gerð 50. Henni er ætlað að standa á gólfi og undirgerðirnar tvær eru búnar misstórum hörðum diskum, 44 Mb eða 70 Mb. Stærsta einvalatölvan, gerð 80 stendur einnig á gólfi. Hún notar Intel 80386 örgjörvan sem er 32 bita. Þijár undirgerðir eru í boði með hörðum diskum frá 44 Mb upp í 115 Mb. Klukkuhraði verðurýmist 16 Mhz eða 20 Mhz. Allar gerðirn- ar eru búnar 3,5 þumlunga drifi með 1,44 Mb geysmlurými. Með viðeigandi stýrikerfi gefst mögu- leiki á því að keyra mörg PC-DOS forrit í einu í tölvunni. Orgjörvinn getur notað 4 gígabæti af vinnslu- minni, en „sýndarminni“ er allt að 65.536.000.000.000 bæti. Gagnaspilarinn, geisladisklinga- lesari og skrifari fyrir 130 mm skífur, er einnig nýr af nálinni. Með honum er hægt að skrifa einu sinni á geisladiskling en lesa ótakmark- að. Þessi tækni hefur verið nefnd einritun-marglestur (Write-Once- Read-Many) Hver diskur getur innihaldið 200 megabæti gagna. Þingeyri. LÍTIÐ var um samskipti milli fólks í snjóþyngslunum á mánu; dag, nema við vinnufélaga. I kvöldfréttum útvarps og sjón- varps mátti heyra að mann hefði tekið út af báti frá Patreks- firði, Framnesinu, og um erfið- leika þyrlu Landhelgisgæslunn- ar við það að sækja hann og koma honum á sjúkrahús í Reykjavík. Þriðjudagsmorgun lá Framnes ÍS 708, skuttogarinn frá Þingeyri, hér við bryggju. Skúli Elíasson, stýrimaður, baðst undan því að skýra frá málsatvikum vegna slyss þessa, fyrr en hann hefði gefið skýrslu um atburðinn. Honum sagðist síðan svo frá: Þegar þetta gerðist um klukkan þijú aðfarar- nótt 1. apríl var norð norðvestan 5-6 vindstig og gekk á með þéttum éljum. Verið var að láta trollið fara og fór þá einn skipvetjanna, Hrólf- ur Elíasson, út með því. Á leiðinni í sjóinn flæktist hann í spotta sem er áfastur byssukrók skipsins og hékk þar fastur fram undir það að tekist hafði að ná trollinu inn, en spotti þessi var einnig flæktur í trollinu sjálfu. Þegar maðurinn átti eftir um það bil tvo metra í skutrennu skipsins losnaði hann frá spottanum, en barst samt með trollinu að skutrennunni, þar sem skipveijar náðu honum. Við athug- un kom í ljós að hann var með oþið brot á vinstri upphandlegg og mjög illa marinn. Komið var með manninn til Patreksfjarðar klukk- an 7.45 en þar tóku læknar við honum og gerðu á honum bráða- birgðaaðgerð fyrir flutning til Reykjavíkur. Hrólfur Elíasson, sem er bróðir stýrimannsins, reyndist vera alvar- lcga slasaður og liggur nú á gjörgæsludeild Borgarspítalans, en líður eftir atvikum samkvæmt síðustu fréttum. Mikil mildi var að ekki skyldi fara enn verr. Hulda Kökusala Kvenfélags Hallgríms- kirkju KÖKUSALA verður á vegum Kvenfélags Hallgrímskirkju laugardaginn 4. apríl og hefst kl. 15.00 i safnaðarheimilinu. Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur um dagana unnið mikið og gott starf fyrir kirkjuna og stóran hluta af búnaði hennar hefur það gefið. Hallgrímskirkja væri ekki svo á veg komin sem raun er á, ef Kvenfélags- ins hefði ekki notið við. Morgunblaðið/Bjami Litaskjár með hárri upplausn, tengdur IBM einvalatölvu af gerðinni 80, sýnir hér flækinginn sem verið hefur tákn IBM-pésanna. Skjár- inn getur birt 256 liti í einu, valda úr um 256.000 mögulegum. Schubert- tónleikar hjá Tón- listarfé- laginu WILLIAM Parker og Dalton Baldwin munu flytja lög eftir Franz Schubert í Austurbæj- arbíói laugardaginn 4. april kl. 14.30. Fyrir þremur vikum fluttu Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson lagaflokkinn Vetrarferðin og á laugardaginn gefst tækifæri til að heyra annan lagaflokk eftir Schuhert, Die Schöne Miillerin. Þetta er í þriðja skipti sem Will- iam Parker heldur tónleika fyrir Tónlistarfélagið, en Dalton Bald- win hefur verið tíður gestur hér á landi. Auk tónleikanna á laugardag halda listamennirnir námskeið fyrir söngvara og píanóleikara. Dalton Baldwin heldur námskeið í sal Tón- William Parker listarskólans við Skipholt á sunnu- daginn nk. kl. 10.00-13.00 og 16.00-19.00 og William Parker á mánudaginn í Norræna húsinu kl. 10.00-13.00 og 14.00-17.00. Miðar á tónleikana á laugardag- inn fást í Bókabúð Lárusar Blöndal, í Ístóni og við innganginn. Morgunblaðið/Júlíus Bragi Ásgeirsson, listmálari, við verk sem hann kallar „Sjóir íslands". Kjarvalsstaðir: „Hughrif “ í Vestursal Bragi Ásgeirsson sýnir olíumyndir BRAGI Ásgeirsson opnar á morgun sýningu á 88 oliumynd- um í Vestursal Kjarvalsstaða. Sýninguna nefnir Bragi „Hug- hrif“ og er það 9. stóra einka- sýningin sem hann heldur. Sína fyrstu einkasýningu hélt hann i Listmunahúsinu gamla árið 1955. Auk þess hefur hann haldið fjölda smærri sýninga bæði á grafíkverkum og olíu- verkum. „Hughrif eru jafn margvísleg hveiju sinni og skaphöfnin er breytileg," sagði Bragi í samtali við Morgunblaðið. Flestar mynd- imar á sýningunni sagðist hann hafa málað á síðustu tveimur árum, eftir þeim hughrifum sem hann hefði orðið fyrir. Þess vegna væru margvíslegar myndir á sýn- ingunni og ekkert ákveðið, einangrað þema. Hann sagðist hafa hug á að snúa sér aftur að grafík innan skamms og þá vildi hann fást eingörgu við grafíkina í ákveðinn tíma, þvi þessi tvö list- form, grafík og olíumálun, væru afar ólík tæknilega séð og farsæl- ast að einbeita sér að einu hveiju sinni. Bragi hélt sína stærstu sýningu 1980 í tilefni 50 ára afmælis síns og sýndi þá í öllum sölum Kjarv- alsstaða. Það var jafnframt stærsta sýningin sem einn lista- maður hefur staðið að hér á landi, þótt engan veginn væri að því stefnt, að sögn Braga. Þar sýndi hann 366 verk. Aðspurður sagði Bragi að þessi sýning hans væri ekki haldin af neinu sérstöku til- efni. „Að halda sýningu er nauðsyn og að hluta til ill nauð- syn, en það verður maður að gera svo endar nái sarnan." Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22 ogstendurtil 20. apríl. Sjómaðurinn, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar: Fór út með trollinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.