Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Betri hönnun steyptra mann- virkja — orsakir galla o g varnir eftir Gunnar Torfason 1. Hvaða helstu hönn- unaraðferðir eru notaðar í dag? Þegar rætt er um hönnunarað- ferðir hér á eftir, er átt við það fyrirkomulag og þær aðferðir, sem beitt er við skipulagningu og stjórnun hönnunarstarfsins almennt, en ekki átt við tæknileg atriði við úrlausn sjálfs hönnunarverkefnisins. Skipta má hönnunaraðferðum í tvennt eftir því fyrir hvaða aðila verið er að vinna; annars vegar opin- bera aðila og hins vegar einkaaðila. 1.1. Opinberir aðilar Hér er um að ræða tvær megin- leiðir sem famar eru, þótt alls kyns frávik séu þekkt og eru mörkin oft óskýr. 1.1.1. Leikmannaaðferðin Ferðinni er stjómað af byggingar- nefnd, sem skipuð er leikmönnum, að mestu ófróðum um byggingar- mál. Forsögn fyrir bygginguna er óljós eða engin og öllum ákvörðunum um stærðir og fyrirkomulag vísað til úrlausnar arkitekts. Val og ráðning ráðgjafa oft tilviljanakennd og engir starfssamningar gerðir. Burðarþols- hönnuður kemur yfirleitt of seint inn í myndina til þess að hann geti haft jákvæð áhrif á burðarvirkið. Eðlis- fræðiþættir hússins gleymast oftast eða detta upp fyrir. Hönnunareftirlit, ef undan er skilinn tilviljanakenndur eftirrekstur, er alfarið háð skyldu- rækni ráðgjafanna og hæfni einhvers þeirra til samræmingar og forustu. Líklegasta niðurstaðan er að húsið verði byggt, en að ýmislegt fari úr skorðum, t.d. tímaáætlun hönnuða, kostnaðaráætlun verkkaupa, auka- verk og eftirkröfur safnist upp. Að lokum situr verkkaupi uppi með ann- að hús en hann hafði hugsað sér. 1.1.2. Verkefnisstjóm- unaraðferðin Byggingarnefndin ræður sér í upphafi byggingarfróðan ráðgjafa til að annast verkefnisstjómun og þar með hönnunareftirlit. Verkefnisstjór- inn er hafður með í ráðum við endanlega samningu forsagnar fyrir mannvirkið og ráðningu og samn- ingagerð við hönnuði, arkitekt og verkfræðinga. Skyldur, verksvið og ábyrgð hvers einstaks ráðgjafa skýrt skilgreint. Engar happa- og glappa- aðferðir við samræmingu, hönnuna- reftirlit og byggingarstjóm. Leikmenn eru að jafnaði ekki færir um að velja heppilegustu ráðgjafana og em yfirleitt alls óhæfír til að vera verkstjórar hönnunarhóps. Mestar líkur em á að slíkar verk- efnisstjómunaraðferðir skili vel heppnuðu mannvirki, sem byggt verði innan tíma-, íjárhags- og að- fangamarka upphaflegra áætlana. 1.2. Einkaaðilar í aðalatriðum er hér um þijár meginaðferðir að ræða, en eins og hjá opinbem aðilunum em mörkin oft óskýr. 1.2.1. Söluhagsmunaaðferðin Þessari aðferð er aðallega beitt af þeim byggingarmeistumm, sem byggja söluhúsnæði, hvort sem þar er um að ræða íbúðir, verslunar- eða skrifstofuhúsnæði. í stuttu máli byggist aðferðin á því að leita tilboða í hönnunina, það er byggingarnefndarteikningar, burðarvirkisteikningar og lagna- teikningar. Samið er síðan við þann sem býður lægst verð og getur tryggt stimplun teikninga hjá byggingar- fulltrúa með minnstu jámamagni og á sem fæstum blöðum. Forsögn hús- byggjandans kveður einungis á um að komið skai fyrir sem flestum sölu- hæfum einingum á því flatarmáli, sem byggingarleyfíð hljóðar upp á. Ekkert eftirlit er síðan með hönnun- inni og ekki alltaf víst að hinir einstöku hönnunaraðilar ræðist nokkm sinni við, hvað þá samræmi verk sín. Vinnuteikningar og sér- teikningar em sjaldnast gerðar, en ráðagóðir verkstjórar látnir um að leysa vandamálin, er þau koma upp á byggingarstaðnum, oft með aðstoð múrbrotsmanna. Aðferðin helst við lýði vegna ötulla fasteignasala og nærist á bygging- arfáfræði almennings. Þótt oft sé til þess tekið hve íslendingar séu bygg- ingarfróðir, þá er hér um stórfelldan misskilning að ræða. Fróðleikurinn er að mestu múgsefjun frá hendi innflytjenda tískubyggingarefna og kokhreysti kunningja um frábæra afsláttarsamninga við steypustöð. Þessu samfara er lesblinda á teikn- ingar, sem meðal annars kemur í veg fyrir að menn geri sér grein fyrir því þegar húsgögn em teiknuð í mælikvarða 1:125 inn á gmnnmynd í mælikvarða 1:100. Og skilja svo ekkert í því hvað bamaherbergin em lítil. En málinu telst bjargað ef ein- hvers staðar í húsinu fínnst rómansk- ur steinbogi, ættaður frá Costa del Sol. 1.2.1. Kunningsskaparaðferðin Þessi aðferð er aðallega notuð af minni iðnaðar- og verslunarfyrir- tækjum og skyndisamtökum nok- kurra lóðarrétthafa á vel afmörkuð- um byggingarreitum. Kunningsskapur, en ekki faglegt mat, ræður vali á húsateiknara. Hann velur sér stðan að jafnaði sam- starfsmenn, og sækjast þá oft sér um líkir. Engin eða óljós forsögn liggur fyrir úr hendi lóðarrétthafa. Eftirlit með hönnuninni er háð fag- legu stolti arkitektsins og samvisku- semi hans gagnvart kunningjanum. Oftast er mjög lítið eftirlit frá hendi eiganda vegna kunningjaafsláttar á ráðgjafarþjónustunni. Húsbyggjandinn kemur sjaldnast auga á galla aðferðarinnar, þar sem hún helst í hendur við aðra ráðsnilld hans, svo sem varðandi fjármögnun- arleiðir og skipulagningu fram- kvæmda og reksturs. 1.2.3. Verkefnisstjórnunarleiðin Þessi aðferð er í öllum aðalatriðum sú sama og samnefnd aðferð hjá opinberum aðilum. Henni er beitt af stærri fyrirtækjum í einkarekstri, þar sem notaðar eru nútímaaðferðir við stjórnun og rekstur fyrirtækjanna sjálfra. Markmiðið er að nýta fjár- magn, tíma og önnur aðföng sem best og hagkvæmnissjónarmið látin ráða ferðinni. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því hvað þessi aðferð hefur átt vaxandi fylgi að fagna á undanfömum árum. 2. Hvers vegna búum við við lélega hönnun? Ég leyfí mér að fullyrða, að hér á landi er hönnun almennt miklu lé- legri en hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu. Vafalaust eru ástæðurnar margar og flóknar, en ég ætla mér aðeins að drepa hér á fjórar ástæður, sem mér finnst að beri einna hæst. 2.1. Skortur á faglegum metnaði og kunnáttuleysi Skort á faglegum metnaði, sér- staklega hjá yngri hönnuðum, má rekja til uppeldis, meðal annars á hippatímabilinu, jafnhliða auknu agaleysi í skólum, alveg frá barna- skóla upp í háskóla. Sama er að segja um agaleysi á vinnustöðum, sem víða má finna. Dýrkun meðalmennskunnar hefur verið ráðandi og menn hafa frekar haft hom í síðu afburðamanna og þeirra sem lagt hafa sig fram í námi og starfí. Það er því viðloðandi hugs- unarháttur, að hvert verk þurfí aðeins að vinna þannig að láginarks- skilyrðum sé fullnægt; lágmarks- vinna sé leyst af hendi til þess að teikningin fái sinn stimpil hjá bygg- ingarfulltrúa — rétt eins og skreiðst var í gegnum próf með helming verk- efnanna afritaðan eftir sessunautn- um. Kunnáttuleysið verður hins vegar að skrifast á lágmarksmennt- un frá íslenskum háskóla og tækni- skóla, lélegu uppeldi og skort á tilsögn á fyrstu vinnustöðum að námi loknu og skorti á sjálfsaga og metn- aði til sjálfnáms og símenntunar. 2.2. Kunnáttu- og skeytingar- leysi verkkaupa Vanmat verkkaupa á gildi góðrar hönnunar fyrir gæði mannvirkisins, kostnað þess og notagildi, ýtir oft beinlínis undir hönnunarfúsk. Verk- kaupinn lítur oft á hönnun sem óþarfa plágu, sem kerfið sé að leggja á sig til að féfletta hann og ná af honum peningum. Auk þess sem teikningar eru ekki byggingarefni eins og til dæmis gluggi eða sementspoki. Eftirlit með hönnuninni verður því nær ekkert. 2.3. Fégræðgi Einn þátturinn í því að viðhalda lélegri hönnun er tilvera fégráðugra fúskara, sem falbjóða þjónustu sína fyrir verð, sem er svo lágt, að ekki er hægt að vinna sómasamlega fyrir það. Helstu viðskiþtavinir þessara harkara, sem ýmist hafa hönnunarf- úsk að aðalatvinnu eða harka við það á kvöldin eftir vinnudag hjá hinu opinbera eða öðrum, eru byggingar- meistarar, sem hafa atvinnu af því að byggja hús til að selja. Þessir byggjendur, ég vil helst ekki kalla þá meistara, prútta um verð við hönnunina og fá þar af leiðandi léle- gustu hönnuðina til starfa, þá sem selja sig fyrir lægsta verðið. Og þeir segja hönnuðunum jafnvel fyrir verk- um; „lítil jám hér og engin jám þar“. Þessir byggingaraðilar eru margir fastagestir á byggingarfulltrúaskrif- stofunum. Og einhverra hluta vegna fá lélegar og oft ófullkomnar teikn- ingar, á þeirra vegum, frekar fljótari afgreiðslu hjá kerfínu en hitt, þótt undarlegt megi virðast. En ef þeir em að byggja yfir sjálfa sig kemur oft annað hljóð í strokk- inn. í slíkum tilvikum eru sóttir til „alvöru“-hönnuðir. 2.4. Lélegt opinbert eftirlit Opinbert eftirlit með hönnun er lélegt og máttlaust hér á höfuð- borgarsvæðinu og utan þess enn lakara. Aðalástæða þess er vafalaust fjárskortur og mannfæð af þeim sök- um. En það gætir einnig töluverðrar Gunnar Torfason „Ástandið í opinberu eftirliti með hönnun burðarvirkja er mjög alvarlegt í dag. Brýn þörf er á að ef la það og bæta, en það verður ekki gert nema aukin fjárveiting komi til og stutt verði þannig við bakið á byggingarfull- trúaembættunum.“ linku í starfí byggingarfulltrúaemb- ættanna og við það ganga hönnuðir á lagið. 3. Hvernig er staðið að hönnunareftirliti í dag? Hver eru markmið hönnunareftirlits og hvernig má bæta það? I aðalatriðum má segja að um þrenns konar hönnunareftirlit sé að ræða: 1. innra eftirlit ráðgjafans, 2. eftirlit verkkaupans og 3. opinbert eftirlit. 3.1. Innra eftirlit ráðgjafans Það er mjög mismunandi hvemig staðið er að innra eftirliti á verk- fræði- og arkitektastofum. Nefna má þrjá þætti innra eftir- lits, sem að líkindum em eða ættu að vera í fyrirrúmi. • Innra eftirlit með frágangi út- reikninga og teikninga (málsetning- ar, samræmi milli byggingamefndar- teikninga, vinnuteikninga og deilimynda, yfirferð útreikninga) hverrar stofu fyrir sig. • Samræming teikninga stofunnar og annarra hönnuða, sem vinna að sama verkefni. • Gagnrýnin könnun á ágæti hönn- unar; er árangurinn í samræmi við forsögn og væntingar verkkaupa? — er faglegum metnaði ráðgjafans full- nægt? Síðasti þátturinn er að öllum líkindum erfíðasti hjallinn að klífa. Það mun veitast erfítt að breyta ríkjandi agaleysi og skorti á fagleg- um metnaði, nema á ríkjandi á löngum tíma og til þess þarf sjálf- sagt einhvers konar þjóðlega sið- væðingarherferð („moral rearma- rnent" var slíkt fyrirbæri kallað út í hinum stóra heimi fyrir um það bil 20 árum, og var þá talin full þörf á). Virkt innra eftirlit, á verkfræði- og arkitektastofum, byggist m.a. á því að ráðgjafinn hafi skilning á því að það er mannlegt að skjátlast („Errare humanum est“) og því er nauðsynlegt að á hverri stofu séu til verklýsingar er segi til um hvemig vinna skuli einstök verkeftii, hvemig skuli ganga frá þeim og hvemig eftir- liti skuli háttað. Það veitir vissa tryggingu gegn slysavillum í útreikn- ingum eða teikningum. Einnig þurfa hönnuðir að fylgjast með verkum sínum úti á byggingarstað, bæði til að tryggja sem best rétta úrvinnslu hönnunarinnar og til að læra af síbreytilegum aðstæðum. Síðast en ekki síst þurfa ýmsir Sprengivika Færð þú þann stóra? getraunir —leikur fyrir alla! \ / \ / v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.