Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 31
_________________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987______________________31 Nýjungar hjá bókaklúbbmim Veröld: Bjóða Renötu Scotto og Bashevis Singer hingað BÓKAKLÚBBURINN Veröld bryddar um þessar mundir upp á ýmsum nýjungum í starfsemi sinni, sem ekki hafa áður verið reyndar hjá bókaklúbbum hér á landi og eykur umsvif sín á menningarsviðinu. Meöal annars hafa verið gefin út sérstök félagaskírteini, sem veita klúbbfélögum afslátt á vörum og þjónustu hjá rúmlega 300 fyrirtæk- um um allt land. Á döfinni eru tónleikar, bókmenntakynningar listsýningar á vegum klúbbsins, auk ferðalaga og námskeiðahalds. í þessum mánuði mun Veröld standa fyrir tónleikum hinnar heimskunnu óperusöngkonu Re- nötu Scotto. Tónleikarnir verða haldnir í Háskólabíói við undirleik Sinfóníuhljómsveitar íslands, laug- ardaginn 11. apríl. í haust mun nóbelsskáldið Isaac Bashevis Singer heimsækja Verald- arfélaga og verður þá sérstök bókmenntakynning haldin á vegum klúbbsins. Margar bækur Singers hafa verið boðnar í klúbbnum og og fleiri munu kynntar á næstu misserum. Auk þessa mun Veröld á næstunni standa fyrir listsýning- um og kynningum á listamönnum, en verk þeirra munu bjóðast félags- mönnum á sérkjörum eins og tíðkast hefur hjá klúbbnum til þessa. Veröld hefur einnig gert sér- samninga við ferðaskrifstofur og flugfélög á liðnum árum og verða nýjar Veraldarferðir kynntar í fréttablaði Klúbbsins á næstunni. Einnig gefst félagsmönnum kostur á ýmis konar námskeiðum í sam- starfi klúbbsins og annarra aðila á betri kjörum en almennt gerist og má í því sambandi nefna margs konar tungumálanámskeið hjá málaskólanum Mími. Að Veröld standa bókaforlögin Iðunn, Setberg, Vaka, Helgafell, Fjölvi, Hlaðbúð, Vasaútgáfan í Reykjavík og bókaútgáfan Skjald- borg á Akureyri. Framkvæmda- stjóri klúbbsins er Kristín Björnsdóttir, rekstrarhagfræðing- ur. Morgunblaðið/Bára Ólafur Ragnarsson, stjórnarformaður Veraldar og Kristín Björns- dóttir, framkævmdastjóri, með nýjasta fréttabréf klúbbsins og félagsskírteini Byggingin lengst til vinstri er fjölbýli aldraða á grænu svæði með gönguleiðum að tjörn, sem þar á að mynda. Næst tjörninni er byggðin lægst en hækkar i norður. Nýtt deiliskipulag á lóð BÚR SAMÞYKKT hafa verið í Skipu- lagsnefnd Reykjavíkurborgar og í Borgarráði frumdrög að deiliskipulagi á lóð Bæjarút- gerðar Reykjavíkur við Meist- aravelli. Fjórar teiknistofur voru fengnar til að skila inn tillögum að skipu- lagi svæðisins fyrir 20. febrúar og mun þetta vera í fyrsta sinn sem sá háttur er hafður á. Þær voru kynntar í Skipulagsnefnd, sem tók ákvörðun um að tillaga arkitek- tanna Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnsssonar yrði lögð til grundvallar við skipulagn- ingu svæðisins. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð með fimm ijölbýl- ishúsum þar af eitt með 60 íbúðum fyrir aldraða og 54 sérbýlishúsum. Byggðinni er raðað umhverfis grænt útivistarsvæði þar sem fjöl- býlishús aldraða er staðsett. Skipulagðar gönguleiðir eru í þjón- ustustofnanir og skóla. Áskriftarshninn er 83033 íslenskar Brrruður! - því það er stutt úr bökunarofnunum okkar á borðíð tíl þín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.