Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 10

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Kosningakaffi kvenfélags Neskirkju í VETUR hefur verið unnið að gagngerðri hreinsun á Neskirlgu. Allar viðarklæðningar hafa verið yfirfarnar og málað í hólf og gólf. Þá var í tilefni 30 ára afmælis kirkjunnar á pálmasunnudag skipt um dregla og teppi fyrir altarinu. Ákveðið hefur verið að halda áfram að taka til hendi og mun ætlunin vera að gera miklar endurbætur á safnaðarheimilinu, en ennþá er þar notast við hús- búnaðinn sem í upphafi var aðeins ætlaður til bráðabirgða. Með kaffisölunni á kosningadaginn ætla kvenfélagskonumar að afla fjár, en þær hafa gefið áheit um gjöf, postulín sérstaklega merkt kirkjunni. Hvet ég alla velunnara Neskirkju að koma við í safnaðarheimilinu og fá sér kaffísopa um leið og gengið verður að kjörborðinu. Sýnum það einnig í verki með því að kaupa muni í basarhominu, að við erum af hjarta þakklát fyrir hið mikla óeigingjama starf sem konumar hafa innt af hendi, alveg frá að hafist var handa um að reisa kirkjuna. Með framlög- um sínum hafa þær svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að gera Nes- kirkju sem vistlegasta. Guð blessi góða gjafara Frank M. Halldórsson VITASTÍG 13 26020-26065 Opið í dag kl. 1-3 ÞÓRSGATA. 2ja herb. skrifst- húsn. 40 fm. Verð 1,2 millj. FRAKKASTÍGUR. 2ja herb. 50 fm. Mikið endum. Verð 1650 þús. 'HRINGBRAUT. 2ja herb. ib. 50 fm. Verð 1900 þús. MOSGERÐI. 2ja herb. ósamþ. íb. í kj. 80 fm. Sérinng. Góð íb. Verð 1600-1650 þús. GRETTISGATA. 3ja herb. íb. 80 fm á 1. hæð auk herb. í kj. Verð 2,5-2,6 millj. NJÁLSGATA. 3ja herb. íb. 65 fm. Verð 2,2 millj. HOLTSGATA. 3ja herb. góð íb., 70 fm. Sérinng. Verð 2,7 millj. KP.UMMAHÓLAR. 3ja herb. góð íb. 70 fm auk bílsk. Suð- ursv. Verð 3,2 millj. FRAMNESVEGUR. 3ja herb. íb. 85 fm. Sérinng. Verð 2,8 millj. FELLSMÚLI. 3ja herb. ib. 80 fm á 1. hæð. Verð 2950 þús. RÁNARGATA - NÝBYGGING. 5-6 herb. íb. 160 fm á tveim hæðum. Glæsil. útsýni. íb. skil- ast tilb. u. trév. í júlí. Teikn. á skrifst. HRAUNHVAMMUR - HF. Einbhús 160 fm á tveimur hæð- um. Verð 4,1 millj. SÖLUTURN. Til sölu á góðum stað söluturn og veitingabúð. Góð velta. Nætursala. Uppl. á skrifst. VEFNAÐARVÖRUVERSLUN. Góð vefnaðarvöruversl. til sölu í Hafnarfirði. Uppl. á skriíst. Vegna mikillar sölu vantar okkur allar gerðir eigna á skrá Skoðum og verðmetum samdægurs Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson, HEIMASÍMI: 77410. Húsfyllír á afmælishátið Halldórs Laxness MENNTAMÁLARÁÐHERRA Sverrir Hermannsson efndi til hátíðar í Þjóðleikhúsinu til heið- urs Halldóri Laxness á sumar- daginn fyrsta í tilefni 85 ára afmælis skáldsins. Hvert sæti í húsinu var setið og urðu margir að standa. Hátíðinni lauk með þakkarávarpi Halldórs. Risu gestir úr sætum og hylltu hann lengi með lófataki. Frú Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands hóf dagskránna með ávarpi. Þá fjallaði Matthías Jo- hannessen um skáldskap Halldórs og Siguður Pálsson formaður Rit- höfundasambands íslands flutti kveðjur þess. Tvö brot voru flutt úr verkum Halldórs. Herdís Þorvaldsdóttir las úr íslandsklukkunni og Gísli Halldórsson, Jón Sigurbjömssor og Jakob Þór Einarsson fluttu stuttan kafla úr Kristnihaldi undii jökli. Einnig sungu Sigrún Hjálm- týsdóttir og Kristinn Sigmuynds- son lög eftir sjö tónskáld við ljóó Halldórs. Halldór Laxness Morgunblaflifl/EinarFalur Þjóðleikhúsið var þétt setið eins og sjá má. Kjarvalsstaðir: Haukur Dór opnar myndlistarsýningu Haukur Dór Morgunbla8i8/Emilia HAUKUR Dór opnar í dag mynd- listarsýningu i austursal Kjarvals- staða. Þetta er ellefta einkasýn- ing Hauks Dór, sem búsettur hefur verið í Bandaríkjunum, á Spáni og i Danmörku á undanf- ömum sex árum og unnið þar sem listmálari og keramiker. Haukur Dór var um árabil einn af- kastamesti leir- kerasmiður okkar og var einn _ af stofnendum SÚM- samtakanna árið 1965. Morgunblað- ið heimsótti Hauk Dór á Kjarvalstaði, þar sem hann var að setja upp sýn- ingu sína. „Ég hef alltaf málað og nám mitt var myndlist- arnám. Leirker- asmíðin var hliðarspor, hliðar- spor sem ég lifði á í 20 ár. En nú er ég alveg hættur leirkerasmíði, hef ekki komið nálægt henni i þijú ár. Draumurinn hefur alltaf verið sá að geta sinnt myndlist- inni,“ sagði listamaðurinn þegar hann var spurður hvort hann hefði lagt keramikið á hilluna. „Sýningar mínar erlendis hafa gengið mjög vel að undanförnu. En ég hef aðeins einu sinni áður haldið myndlistarsýn- ingu hér heima, 1974, og þá seldi ég aðeins eina mynd, svo ég vona að ég nái 100 prósent aukningu núna og selji að minnsta kosti tvær myndir!" sagði Haukur Dór. „Ég hef málað íslenska náttúru eins og hún kemur upp í hugann í mikilli fjar- lægð. Það er óskaplegur kraftur í íslenskri náttúru, sem er erfitt að skilgreina, og það eru sterku áhrifin sem eru föstust í manni í Ijarlægð- inni. Hvert land hefur sín sérein- kenni. Við bjuggum á Spáni í stuttan tíma, það er yndislegt land. Anda- lúsísk náttúra minnir um margt á íslenska náttúru. Fjöllin eru ber og maður sér landið, rétt eins og maður sér ísland. Sýningin stendur til 10. mai og er opin daglega frá kl. 14-22. KOSNINGASJÓÐUR BORGARAFLOKKSINS Hægt er að senda framlög á tékkareikning nr. 1234 ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS LAUGAVEGUR 105 - 105 REYKJAVÍK BORGARA^^ FLOKKURimmjB BokkmmcðtnatíÖ 8kaMan 7. Póctnr. 1M H*yfc>»vík. SlnW 91-M M 29 Mnr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.