Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 21 Sveit Pólaris hefir forystu í úrslitakeppni íslandsmótsins _________Brids____________ Arnór Ragnarsson Úrslitakeppni íslandsmótsins er nú hafin og þegar þetta er skrifað var lokið 3 umferðum. Úrslit í 1. umferð: Sigurður Steingrímsson — Sigtryggur Sigurðsson 9—21 Samvinnuferðir — Aðalsteinn Jörgensson 16—14 Pólaris — B.M. Vallá 25-2 Ólafur Lárusson — Delta 9—21 Það má segja að þessi úrslit séu eftir bókinni ef svo má að orði kom- ast en í annarri umferð fer að draga til tíðinda. Úrslit í 2. umferð: Sigurður Steingrímsson — Samvinnuferðir 24-6 B.M. Vallá - Ólafur Lárasson 13-17 Aðalsteinn Jörgensen — Pólaris 14-16 Sigtryggur Sigurðsson — Delta 5-25 Sveit Sigurðar Steingrímssonar vinnur stórsigur á íslandsmeistur- um Samvinnuferða. Þá vekur athygli góð frammistaða Aðalsteins og félaga hans sem hafa náð jafn- tefli við báðar ferðaskrifstofusveit- imar. Úrslit 3. umferð: Pólaris — Sigurður Steingrímsson 25-3 Ólafur Lárasson — Aðalsteinn Jörgensen 9-21 Delta-B.M. Vallá 15-15 Samvinnuferðir — Sigtryggur Sigurðsson 25-2 Sveitir Pólaris og Delta hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli og eru langefstar. Telja verður líklegt að erfitt verði að eiga við sveit Pólaris eftir þessa byijun og að róður íslandsmeistaranna verði þungur. Sveit Aðalsteins er til alls líkleg en aðrar sveitir koma vart til með að blanda sér í toppbarátt- una. Staðan eftir 3 umferðir: Pólaris 66 Delta 61 Aðalsteinn 49 Samvinnuferðir 47 Sigurður 36 Ólafur 35 B.M. Vallá 30 Sigtryggur 28 Greint verður frá úrslitum móts- ins í fyrsta blaði eftir kosningar. Bridsdeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 21. apríl var spilað í tveimur 10 para riðlum. Hæstu skor hlutu þessi: A-ríðill/miðlungur 108: Sigmar Jónsson — Óskar Karlsson 134 Birgir Öm Steingrímsson — Þórður Bjömsson 121 Sigrún Pétursdóttir — Gunnþórann Erlingsdóttir 114 B-riðill/miðlungur 108: Ármann J. Lárasson — Helgi Víborg 140 Sveinn Sigurgeirsson — Jón Stefánsson 135 Steingrímur Jónasson — Þorfínnur Karlsson 133 Þriðjudaginn 28. apríl verðurtek- ið á móti félögum í Bridsdeild Húnvetninga og spiluð sveita- keppni. Hjónaklúbburinn Að einu kvöldi loknu af þremur í lokakeppni spilaársins, en spilaður er tvímenningur í þremur 10 para riðlum, er staðan þannig: A-riðill: Kristín Guðbjömsdóttir — BjömAmórsson 130 Ágústa Jónsdóttir — Kristinn Óskarsson 126 Ásta Sigurðardóttir — ÓmarJónsson 113 B-ríðill: Sigríður Ingibergsdóttir — Jóhann Guðlaugsson 125 Elín Jóhannsdóttir — Sigurður Siguijónsson 124 Gróa Eiðsdóttir — Júlfus Snorrason 121 C-ríðiU: Sigrún Steinsdóttir — Haukur Harðarson 130 Ólöf Jónsdóttir — Gísli Hafliðason 123 Þómnn Guðmundsdóttir — Ingvar Guðnason 116 Bridsfélag Breiðholts Þriðjudaginn 14. aprfl var spilað- ur eins kvölds tvímenningur í tveimur 14 para riðlum. Röð efstu para var þessi. A-ríðill: Júlíus Sigurðsson — Hafliði Magnússon 176 Ragnar Ragnarsson — Bergþór Bergþórsson 175 Gísli Guðjónsson — Guðmundur Óskarsson 173 Baldur Ámason — Anton R.Gunnarsson 171 B-riðill: Guðmundur Baldursson — Jóhann Stefánsson 181 Sæmundur — Bjöm 170 Leifur Karlsson — Bergur Ingimundarson 168 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 168 Meðalskor 156 Þriðjudaginn 21. aprfl var einnig Morgunblaðið/Amór Þórarínn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson urðu í 3. sæti í Daihatsu- mótinu sem fram fór nm bænadagana. Þeir eru nú í eldlfnunni á Hótel Loftleiðum. Spila i sveit Deltu sem er í öðru sæti með 61 stig, hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. eins kvölds tvfmenningur. Röð efstu para varð þessi: A-ríðill 16 para: Anton R. punnarsson — Baldur Ámason 257 Guðmundur Aronsson — Jóhann Jóelsson 257 Ólafur H. Ólafsson — Hallgrímur Sigurðsson 245 Jón Steinar Ingólfsson — Karl Nikulásson 234 Friðrik Jónsson — Guðjón Jónsson 219 Meðalskor 210 B-ríðill 14 para: Siguijón Bjömsson — Sigurpáll Ingibergsson 213 Jakob Ragnarsson — Friðgeir Guðnason 200 Þorsteinn Kristjánsson — Rafn Kristjánsson 198 Tryggvi Tiyggvason — Leifur Kristjánsson 184 Bjöm Halldórsson — Jón Úlfljótsson 169 Meðalskor 156 Næsta þriðjudag hefst þriggja kvölda vortvímenningur. Spilarar, mætið tímanlega til skráningar. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Keppnisstjóri er Her- mann Lárasson. Bridsfélag Suðurnesja Nýlega er lokið tveggja kvölda vortvímenningi með sigri Gunnars Guðbjömssonar og Sigurðar Brynj- ólfssonar sem hlutu 500 stig. Röð næstu para: Jóhannes Ellertsson — Hafsteinn Ögmundsson 494 Guðmundur Ingólfss. — Gísli Torfas. og Karl Hermannss. 481 Sigurhans Sigurhansson — Bjöm Blöndal 468 Sl. fimmtudag var spiluð 4ra sveita hraðsveitakeppni. Sveit skip- uð Gísla Torfasyni, Guðmundi Ingólfssyni, Bimi Blöndal og Am- óri Ragnarssyni sigraði með 60 stigum af 75 mögulegum. Næsta fimmtudag hefet tveggja kvölda hraðsveitakeppni og verður það síðasta keppni þessarar annar. Spilað verður í félagsheimili AI- þýðuflokksins, 3. hæð, kl. 20. Stórmótið í Brussel: Ljubojevic efstur fyrir síðustu umferð Skák Margeir Pétursson Júgóslavneski stórmeistar- inn Ljubojevic hefur veríð í banastuði á stórmótinu í Bruss- el i Belgíu sem lýkur nú um helgina. Ljubojevic er efstur fyrír siðustu umferð, hefur hlotið átta vinninga af tíu mögulegum. í öðru sæti er heimsmeistarínn Gary Ka- sparov með sjö og hálfan vinning. Karpov er þríðji með sjö vinninga og biðskák. Þetta er í fyrsta sinn sem K-in þijú, eins og þeir Kasparov, Karpov og Korchnoi eru stundum nefndir, tefla saman á skák- móti. Fyrirfram var talið með ólíkindum að einhveijum öðr- um skákmanni tækist að skjóta þeim ref fyrir rass. Það er þó ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið, ennþá er ein umferð eftir og þá hefur Ljubojevic hvítt gegn Karpov og Kasparov hvítt gegn Tal. Það er því hugsanlegt að Karpov færi Kasparov efeta sætið með því að vinna Ljubojevic. Karpov gæti jafnvel sjálfur náð að deila efeta sætinu. Til þess að það geti orðið þarf hann fyrst að vinna biðskák sína og síðan Ljubojevic auk þess sem Kasparov má ekki vinna Tal í síðustu umferð. Hvemig svo sem fer er mótið mikil uppreisn æra fyrir Júgóslavann eftir hörmulega um algjöra andhverfu þess árangurs, því út úr fyrstu sex skákum sínum þar fékk hann að- eins hálfan vinning! Einhver ótrúlegustu umskipti skáksög- unnar, rétt eins og hjá Ljubojevic, þar sem dæmið snerist við. Eftir þessa hroðalegu byijun hefur Short að vísu braggast, en samt er hann enn í hópi með Belgunum tveimur, sem báðir era titillausir og þóttu dæmdir til að verða neðstir. Rétt eins og IBM-mótið um daginn hefur mótið í Brassel ver- ið afskaplega skemmtilega teflt. Þar hefur keppnin um efeta sætið verið mun harðari og jafnari en hér heima, því þá stakk Short af strax í upphafi. Það er reyndar athyglisvert að þótt bæði Ka- sparov og Karpov séu á meðal þátttakenda í Brassel er mótið stigalega séð veikara en IBM- mótið. Þar vora meðalstigin 2.582, en í Brassel era þau 2.580,6. Það er því enn allt útlit fyrir að IBM-mótið verði öflugasta skákmót ársins. Það er bank- afjarskiptafyrirtækið SWIFT (Society for Worldwide Interbank Financial Telecommunication) sem heldur mótið, en kerfí þess gerir 2.524 bönkum og útibúum í 51 landi kleift að hafa sam- skipti sín á milli á traustan og skjótan hátt. Þetta mót gæti orðið fyrsta keppnin í langan tíma þar sem Gary Kasparov tekst frammistöðu á mótinu í Wijk aan Zee í janúar og á IBM-mótinu í Reykjavík í febrúar. Ljubojevic skreið fram úr með því að sigra Larsen í tíundu umferð, á meðan þeir Karpov og Kasparov mættust í eitthundraðasta sinn við skák- borðið. Þeirri viðureign lyktaði með jafntefli. Heildarstaðan fyrir síðustu umferð: 1. Ljubojevic (Júgóslavíu) 8 v. 2. Kasparov (Sovétrílqunum) 7'/2 v. 3. Karpov (Sovétríkjunum) 6 v. og biðskák. 4. Tal (Sovétríkjunum) 6 v. 5. Korchnoi (Sviss) 5Vz v. 6. Timman (Hollandi) 5 v. og 2 biðskákir. 7. -8. Torre (Filippseyjum) og Larsen (Danmörku) 4V2 v. 9. Van der Wiel (Hollandi) 3V2 v. og biðskák. 10. Winants (Belgíu) 3 v. og bið- skák. 11. Short (Englandi) 3 v. 12. Meulders (Belgíu) V2V. og bið- skák. Svo sem sézt á þessari upptaln- ingu er orðið æði erfítt að spá fyrir um úrslit á skákmótum. Sá sem líklegastur var talinn til að ógna K-unum þremur var Nigel Short, eftir glæsilegan sigur hans á IBM-mótinu. Þar náði hann þeim frábæra árangri að vinna sex fyrstu skákir sínar, en á Brassel-mótinu gaf að líta næst- Ljubojevic á nú möguleika á að skjóta bæði Kasparov og Karpov aftur fyrir sig. ekki að fara með sigur af hólmi. Slakri taflmennsku hans er þó ekki um að kenna, t.d. vann hann Van der Wiel mjög laglega. Með fléttu náði heimsmeistarinn að tryggja sér léttunnið endatafl: Hvitt: Gary Kasparov Svart: Van der Wiel Slavnesk vörn 1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3 - Rf6 4. e3 Gefur svarti kost á að beita hinni svonefndu Meran-vöm. Þessi leikjaröð er mjög vinsæl um þessar mundir, því stórmeisturam hefur upp á síðkastið reynst betur að tefla gegn Meran-vöminni en afbrigðinu 4. Rf3 — dxc4. 4. — e6 5. Rf3 — Rbd7 6. Bd3 — Bb4 Van der Wiel hefur dálæti á þessum leik, en hefðbundin Mer- an-vöm kemur upp eftir 6. — dxc4 7. Bxc4 — b5. 7. a3 - Ba5 8. 0-0 - 0-0 9. Dc2 — dxc4 10. Bxc4 — Bc7 11. Ba2 Endurbót Kasparovs á tafl- mennsku Helga Ólafssonar gegn Van der Wiel í janúar. Þá var fljót- lega samið jaftitefli eftir 11. Re2 - e5 12. Rg3 - exd4 13. Rxd4 - Rg4. 11. - e5 12. h3! - h6 13. e4 - He8 Eftir skákina vora teflendumir sammála um að þessi og næsti leikur svarts fælu í sér ranga áætlun og töldu 13. — Rh5 strax eða 13. — exd4 14. Rxd4 — Rc5 vera vænlegra framhald. 14. Be3 - Rh5? 15. Hadl - exd4 16. Bxd4 - De7 17. e5! - Rf8? Svarti yfírsézt lagleg flétta Kasparovs, en staða hans var nú þegar orðin mjög erfíð. Eftir 17. - Rxe5? 18. Bxe5 - Bxe5 19. Hfel tapar hann auðsjáanlega manni, en betra var 17. — Rf4, því þá gengur ekki 18. Rb5? — cxb5 19. Bc5 - Bf5! 18. Rb5! - Re6 Eftir 18. - cxb5? 19. Bc5 - Bf5 20. Dc3 hefur hvítur náð að fanga svörtu drottninguna þó hún sé stödd á miðborðinu. 19. Bxe6 - fxe6 20. Rxc7 - Dxc7 21. Dg6! - Df7 22. Dxf7+ - Kxf7 23. Be3 Öll uppskiptin hafa leitt til unn- ins endatafls fyrir hvít, því báðir léttu menn svarts era alveg óvirk- ir. 23. - Hf8 24. Hd4 - Kg8 24. — g5 hefði lengt skákina eitthvað. Nú tapar svartur strax liði. 25. Hfdl - b6 26. Hh4 - Hf5 27. Rd4 og svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.