Morgunblaðið - 25.04.1987, Side 30

Morgunblaðið - 25.04.1987, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Páls GLEÐI Péturssonarog hinn „léttgeggjaði ONKEL JOAKIM“ eftir Þorgeir Ibsen Páll á Höllustöðum Pétursson, alþingismaður fyrir Framsóknar- flokk, skrifar í Dagblaðið þann 13. apríl sl. grein, sem ber yfírskriftina „Uppgjör hjá íhaldinu". — Fagnandi og sjálfumglaður eins og pörupilt- ur, sem kætist óumræðilega yfír óförum annarra, hefur hann grein sína á þessum orðum: „Loksins er nú að því komið, íhaldið er sprungið. Lengi hefur mátt við því búast að þessi stjóm- málasamtök liðuðust í sundur." Ekki er víst að fögnuður Höllu- staða-Páls vegna „ófara íhaldsins" vari lengur en fram á aðfaranótt þess 26. apríl, þegar lokið hefur verið að telja upp úr kjörkössunum. Þá kæmi ekki á óvart að bros hans stirðnaði, jafnvel frysi, þennan flórða morgun sumars, þegar í ljós kæmi að íhaldið hefði spjarað sig furðuvel miðað við aðstæður og stæði mun betur en menn hefðu átt von á, þrátt fyrir Albertsmál, sem að óskhyggju Páls og annarra hans nóta hefði átt að ríða því að fullu. í munni séra Áma Þórarinssonar varð til orðið Þórðargleði sem Þórbergur skráði og þýðir á dönsku, sem Páll Pétursson er svo vel að sér í, — „skadefrohed". — Ámi var að lýsa fyrir Þórbergi illkvittnis- legri gleði manns, sem Þórður hét, sem gladdist svo af hjarta yfír óför- um annars manns að andlit hans var sem uppljómað af sælu og fögn- uði. Orðin meinfysi og illgimi fannst Áma sem dygðu ekki nægjanlega vel til að lýsa hinum illkvittnislegu hughrifum mannsins, fannst danska orðið „skadefro" taka þeim fram, en orðið Þórðargleði fannst honum eiga bezt við hina sérkenni- legu og sérstæðu gleði mannsins. — Þannig færi líklega bezt á því að kalla hina pólitízku gleði yfír pólitízkum skakkaföllum andstæð- inga á stjómmálasviði: Pálsgleði — stutt og laggott — eitt orð — auð- skilið eftir að hafa lesið grein Páls í DV 13. apríl sl., sem hefst með þessum fagnaðarhrópum _ Páls: „Loksins er að því komið. íhaldið er sprungið." — Hvílík dýrð, hvflík dásemd, hvflík sæla, hvflíkur fögn- uður: — Pálsgleði. Páll hinn forvitri Pétursson Páli Péturssyni er margt vel gef- ið. M.a. sá mikli innsæishæfíleiki að vera forvitri. Því er fátt sem kemur þessum forvitra manni á óvart, svo sem marka má á hans eigin orðum. Hann segir á einum stað í grein sinni: „Viðbrögð Al- berts komu mér ekki á óvart. Það er alveg sama hvað Albert hefði hent, honum mun alltaf finnast hann sjálfur vera sak- laus.“ (Leturbr. Þ.I.) — Á öðmm stað, nokkm seinna í grein sinni, segir hann: „Þorsteinn missti út úr sér í viðtali við Stöð 2 að hann vildi ekki Albert í næstu ríkisstjóm. Þetta kom mér ekki á óvart.“ (Leturbr. Þ.I.) — Þetta kallar hinn forvitri í millifyrirsögn: „Ofboðsleg ögrun“ og segir síðan m.a. orðrétt: „Þessi yfirlýsing Þorsteins fór fyrir bijóstið á Albert og hirð- inni hans.“ (Leturbr. Þ.I.) — Ekki fer á milli mála að hinn forvitri bóndi á Höllustöðum er að leitast við svona á lævísan hátt að gera lítið úr formanni Sjálfstæðisflokks- ins og er eins og hann sé að burðast við að koma á hann höggi undir beltisstað. Að minnsta kosti er sú íþróttamennska ekki burðug, þegar hann segir gegn betri vitund: „Þor- steinn missti úr sér í viðtali við Stöð 2, að hann vildi ekki Albert í næstu ríkisstjóm ...“. Hinn for- vitri, sem fátt kemur á óvart, veit að Þorsteinn Pálsson missti ekki eitt eða neitt út úr sér á Stöð 2, sagði ekkert eins og af tilviljun eða óhugsuðu máli. Hann sagði blátt áfram og af fullri einurð og hreinskilni, að hann teldi ekki rétt að Albert Guðmundsson sæti eða færi í ríkisstjóm, eins og sakir stæðu. Hann var ekki að segja eitt Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Peningar og trúboð Um daginn fóram við í kirkju, aldrei þessu vant. Þetta var lúth- ersk kirkja og höfðum við verið þar a.m.k. tvívegis áður. í eitt skipti við giftingu en í hitt sinnið við jarð- arför. Ég minntist þá þess að ungu hjónin höfðu skilið, eftir eitt ár eða tvö. Þessi kirkjugifting hafði því ekki dugað vel. Jarðarfararathöfnin hafði aftur á móti verið haldgóð. Ifyrst við emm farin að ræða um kirkjuleg málefni væri ekki úr vegi að ég skýrði ykkur frá hneyksli því, sem upp kom varðandi sjón- varpssöfnuð einn I Suður-Karólínu- ríki um daginn. Trúarlegt sjónvarp eða trúboðssjónvarps hefír vaxið ört í þessu landi á undanfömum ámm og em það nú milljónir manna, sem horfa á þessar sjónvarpstrúar- athafnir og senda peninga til „styrktar" þessum söfnuðum. Söfnuðurinn í Suður-Karólínu er orðinn stórfyrirtæki upp á margar milljónir dollara. Ifyrir utan að eiga öfluga sjónvarpsstöð með meðfylgj- andi skrifstofum til þess að útbreiða guðspjallið og innheimta peningana standa þessir kristilegu viðskipta- jöfrar í því að byggja hótel og setja á stofn stóran skemmtigarð fyrir sannkristna. Allt lék í Iyndi fyrir forsprakkanum og stofnandanum James Bakker (líklega af norskum ættum) og konu hans. Hjónin vom afburða glæsileg og rfk, en hann næstum helgur maður þar að auki. En svo komst upp að hann hafði verið að lúlla hjá einum kirkjueinka- ritaranum. Þetta hafði reyndar gerst fyrir nokkmm árum, en samt varð af feiknahvellur og Bakker varð að segja af sér og tók annar prédikari við. Ekki var hann samt sviptur laununum eða allra nauð- synlegustu þurftum, eins og t.d. einum Rolls Royce, höllinni sinni og sumarhúsinu í Palm Springs í Kalifomíu. Um svipað leyti kom einnig í ljós að frú Bakker hafði ánetjast einhverjum ly^um. Einka- ritaratetrið lét hafa það eftir sér að hún væri strangtrúuð og sagði stúlkan að sér hefði skilist að hún væri að gera það fyrir guð að lofa Jimmy litla að lúlla hjá sér. Annar trúarsjónvarpssnillingur, Oral Roberts, sem á sl. 20 ámm hefur rakað inn milljörðum dollara með því að sameina góða prédikun- arhæfíleika og sjónvarpstæknina, var Iíka í fréttunum hér nýlega. Hefir hann byggt háskóla, sjúkra- hús og trúboðsstöð fyrir aurana, en eitthvað hefír líka dropið á djákn- ann, því hann er talinn margfaldur milli sjálfur. Undanfarið hefír hann samt ekki verið ánægður með heimtumar, því hann tilkynnti fyrir þremur mánuð- um að guði hefði sagt sér að hann yrði að safna 8 milljónum dollara fyrir lok marzmánaðar, ella yrði hann sjálfur, þ.e. Oral Roberts, kallaður heim. Á leikmannsmáli heitir það deyja. Þótti mörgum sem Roberts hefði gengið hér einum of langt í fláröfl- unarstarfsemi sinni, að hann skyldi þannig hræða áhangendur til þess að láta meira af hendi rakna, en hafa ella dauða hans á samvizk- unni. Ekki er laust við að margir hafí óskað þess, að upp á 8 milljón- imar myndi vanta 31. marz og vildu þeir sjá hvort Oral Roberts yrði þá kallaður til himna eða hvemig hann myndi koma sér úr klípunni. Því miður fengu menn það aldrei að vita og Roberts þurfti ekki að standa við stóm orðin. Mannkerti nokkurt hér í Flórída, sem orðið hafði milljónamæringur á hunda- veðhlaupum, gaf þær 1,2 milljónir sem uppá vantaði, á síðustu stundu Roberts tók peningunum fegins hendi, þótt hann hafí hina megn- ustu skömm á íjárhættuspili og banni áhangendum sínum að stunda slíkt, hundaveðhlaup þar með talið. Hann er nú kokhraustur og segist líklega þurfa að nota þessa fjáröfl- unarleið aftur í náinni framtíð til þess að hala inn meira fé. Vonandi fínnum við þá út hvort hann á í fjármálaumræðum við guð eða hvort hann er einfaldlega að hræða stuðningsfólk sitt með sýndarhót- unum. Því skal skotið hér inn í að kirkj- ur og allar trúarstofnanir hér í Bandaríkjunum njóta algjörs skatt- frelsis. Það fé sem fólk gefur þessum stofnunum er einnig frá- dráttarbært til skatts. Ekki er hægt að skilja við þessar alvarlegu trúarfréttir án þess að minnast á ferðapáfann mikla frá Róm. Hann var um daginn á ferð um Suður-Ameríku til að kanna eða hafa gætur á því hvort hinum fá- vísu, fátæku, fáfróðu mörg hundmð milljónir vonleysislegra sóknar- bama hans í rómönsku Ameríku væri strangt haldið við hina einu og sönnu trú og þar með forðað frá allri óanuðsjrnlegri menntun og vitneskju um það, að hægt er að koma í veg fyrir gegndarlausa nið- urhleðslu á bamungum. Það er annars stutt á milli ferð- anna hjá blessuðum páfanum. Hann flýgur hér um bil eins ótt og títt og ríkisbubbar og viðskiptajöfrar íslands, sem eiga heimsmetið eins og kunnugt er. í haust ku hann ætla að koma til Norður-Ameríku og ætlar hann meira að segja að heimsækja okkur, vesalingana, í henni vondu Mæamí. Prelátar hér um slóðir em sér svo vel meðvitandi um kostnað við slíka heimsókn og létu þau boð út ganga að þeir myndu ætla að selja aðgang að hans heilagleika. Meðal annars átti að vera hægt að fá að snerta pilsfald hans fyrir $200,00 og kyssa hringinn á hönd hans fyr- ir $500,00. Var svo mikið hlegið að þessari hugmynd að kirkjunnar menn hættu við hana snarlega. Ekki er mér kunnugt um hvemig þeir ætla að greiða kostnaðinn af heimsókninni. Það má nú segja að ekki er öll vitleysan eins hér í henni Ameríku. Höfundur er ræðiamuður íalands í Suður-Flórida ogframkvæmda- stjóri týá fisksölufyrirtæki & Miami. eða neitt um það hvað hann sjálfur vildi eða vildi ekki. Að kvöldi 24. marz sl., sama dag og Albert sagði af sér ráðherraembætti, var Þor- steinn Pálsson spurður á Stöð 2, hvort til greina kæmi, að Albert yrði aftur ráðherra. Þessu svaraði Þorsteinn: „Það segir sig sjálft eft- ir atburði dagsins í dag. Ég veit ég þarf ekki að svara þessari spum- ingu.“ Síðan var enn spurt: „Felst neitun í þessu?" Þorsteinn svaraði: „Það liggur í augum uppi að það getur ekki orðið." Svar hans er kórrétt, eins og sæmir formanni stærsta stjóm- málaflokks landsins. Slóttugir og slægvitrir pólitíkusar (sem ég nefni svo, en ekki stjómmálamenn) hefðu svarað með öðmm hætti. Þeir hefðu slegið úr og í með marklausu blaðri og svaríð verið þokukennt — eins og véfrétt — og að engu hafandi. Sjálfstæðismenn mættu því vera stoltir af sínum formanni því „tal hans var hreint og hjartað hrein- skilið" — véfréttar- og vafninga- laust. — Þetta ætti að verða Höllustaðabóndanum íhugunarefni, strax að kosningum loknum, þegar hann fer að velta vöngum yfír því, hversu staða Sjálfstæðisflokksins er nú styrk, þrátt fyrir allt, þrátt fyrir ágjöfína og brotsjóana, sem yfír hann hafa gengið þessa síðustu daga og vikur. Hínn „léttgeggjaði Onkeí Joakim“ Nokkm undir lok greinar sinnar segir Höllustaðabóndinn m.a. þetta: „Albert Guðmundsson er að mörgu Ieyti vænsti karl, greiðvikinn og hlýlegur. Hann er talsvert upptek- inn af sjálfum sér og þegar hann gerir glappaskot eru þau fyrir- gefin eins og hann væri einhver léttgeggjaður „Onkel Joakim". (Leturbr. Þ.I.) — í framhaldi af þessu telur Höllustaðabóndinn eðli- legt að slíkur maður (sem búið er að líkja við „léttgeggjaðan Onkel Joakim" (innskot Þ.I.)) eigi vina- hóp, en telur tæplega ástæður til þess að stofna utan um hann §ölda- flokk (Sic!) — Síðan reiðir hann fram ávirðingar mannsins í fjármál- um, þegar hann var fjármálaráð- herra og jafnframt stórkaupmaður, og klikkir svo út með því að segja: „Sjálfsagt setja stuðningsmenn Borgaraflokksins þetta ekki fyr- ir sig og líta á „sinn mann“ eins og þann gamla léttgeggjaða „Onkel Joakim" og fyrirgefa eins og jafnan áður.“ (Leturbr. Þ.I.) Já, þessir hversdagslegu pólitík- usar, svo sem menn á borð við Pál Pétursson alþingismann og reyndar fleiri, því miður, kalla ekki allt ömmu sína þegar um hið pólitíska siðferði er að ræða. í grein sinni kostar hann kapps um að þjarma að Þorsteini Pálssyni en er greini- lega á þeim buxunum að klappa góðlátlega á koil hins „léttgeggjaða Onkels Joakim", þrátt fyrir allar hans ávirðingar. En kannski eiga allir flokkar sinn léttgeggjaða Onk- Þorgeir Ibsen „Svar hans var kórrétt, eins og sæmir formanni stærsta stjórnmála- flokks landsins. Slótt- ugir og slægvitrir pólitíkusar (sem ég nefni svo, en ekki stjórnmálamenn) hefðu svarað með öðrum hætti. Þeir hefðu slegið úr og í með marklausu blaðri og svarið verið þokukennt — eins og véfrétt — og að engu hafandi. Sjálfstæðis- menn mættu því vera stoltir af sínum for- manni.“ el Joakim, að Framsóknarflokknum ekki undanskildum, svo reikul sem stefna sumra manna hans er, t.d. bóndans á Höllustöðum, því að stundum virðist sem stefna hans í hinum veigamestu málum sé oft æði frábmgðin stefnu foiystu- manna flokksins, svo sem í utanrík- ismálum o.fl. Það sýnist t.d. að á milli stefnu hans í þeim málum og stefnu Steingríms Hermannssonar og Halldórs Asgrímssonar séu heil sólkerfí. En það skal líka játað og verður að taka með í reikninginn, að um margt em þeir vel fallnir til forystu, báðir tveir, þeir Halldór og Steingrímur, og engir hversdags- legir pólitíkusar, og er þá meira sagt af hálfu andstæðings í stjóm- málum en Páll Pétursson gæti nokkm sinni sagt um foiystumenn Sjálfstæðisflokksins, jafnvel þótt sá rómur væri á að þeir væm afburða- menn á sínu sviði. Höfundur er fyrrverandi skóla- stjóri Lækjarskólans ÍHafnar- firði. Tekinn ölvaður eftir ákeyrslu LÖGREGLAN i Reykjavík hand- tók ölvaðan ökumann á stolnum bU eftir að hafa veitt honum eft- irför um götur borgarinnar í gærmorgun. Eftirför lögreglunnar hófst eftir að maðurinn hafði ekið á annan bfl í Rjúpufelli og barst leikurinn þaðan niður á Kleppsveg og endaði með því að ökumaðurinn ók á húsvej Islenska Verðlistans við Laugame veg. Manninum tókst að koma undan lögreglunni á hlaupum, ■ . fannst skömmu síðar í kjallara v Hrísateig, þar sem hann var han tekinn. Hann var mikið ölvaður i talinn vera í annarlegri vímu sögn lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.