Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987
Háskólinn XXHI:
Happdrættíð og Háskólinn
eftir Þórð Kristinsson
Frumvarp til laga um byggingu
fyrir Háskóla íslands var sam-
þykkt á Alþingi 1932, án þess þó
að fé væri veitt til þeirrar smíði,
svo sem frá greindi í síðasta pistli.
Voru nú góð ráð dýr.
Alexander Jóhannesson þáver-
andi háskólarektor hóf þá baráttu
fyrir þeirri hugmynd að fá Alþingi
til að veita háskólanum einkaleyfí
til að reka peningahappdrætti á
íslandi í því skyni að afla fjár til
háskólabyggingar. Hugmynd
þessi er ýmist eignuð Alexander,
Guðjóni Samúelssyni eða Jónasi
Jónssyni, en hér verður ekki velt
vöngum yfír því; það sem máli
skiptir er hugmyndin sjálf og
framkvæmd hennar. Frumvarp
um ríkishappdrætti hafði verið
samþykkt á Alþingi árið 1926 og
var ætlunin sú að hlutimir yrðu
að mestu seldir utanlands. Var
ríkisstjóminni heimilað að veita
einstökum mönnum sérleyfí til
starfrækslunnar og hafði sú heim-
ild ekki verið notuð. Alexander
sætti þessu lagi með dyggum
stuðningi háskólaráðs. Bar Magn-
ús Jónsson prófessor mál þetta
fram á Alþingi og þann 3. maí
1933 vom lög um stofnun happ-
drættis fyrir ísland afgreidd og
fengu konungsstaðfestingu 19.
júní sama ár. Var ráðuneytinu
heimilað að veita Háskóla íslands
einkaleyfí til stofnunar íslensks
happdrættis með nánar tilteknum
skilyrðum, m.a. því að happdræt-
tið greiddi í ríkissjóð 20% af
nettóársarði í einkaleyfísgjald.
Happdrættið, sem er flokka-
happdrætti, tók til starfa 1. janúar
1934. Framan af vom flokkamir
tíu á ári, en síðan 1946 em þeir
tólf á ári og í mars síðastliðnum
var hleypt af stað svokallaðri
happaþrennu, sem er skyndihapp-
drætti með vinningum frá 50
krónum að hálfri milljón, og er
vinningshlutfallið 50%. Þess er
vert að geta að Happdrætti há-
skólans greiðir 70% af andvirði
seldra miða í vinninga, en það ku
óvenjuhátt hlutfall ef miðað er við
það sem tíðkast með nálægum
þjóðum; 7% em greidd í sölulaun.
Þau 23% sem þá em eftir af and-
virði allra seldra miða standa
undir öllum kostnaði og skila arði,
en af honum em greidd 20% í
áðumefnt einkaieyfísgjald^ — og
er Happdrætti Háskóla íslands
eina happdrættið sem gert er að
greiða skatt af tekjum sínum,
hvemig svo sem á því stendur.
Fé til bygginga háskólans er
því fengið með nokkuð sérstökum
hætti og e.t.v. einsdæmi í veröld-
inni. Þannig em allar byggingar
skólans aðrar en stúdentagarð-
amir að meira eða minna leyti
reistar fyrir happdrættisfé, þ.e.
ágóðahlut háskólans af rekstri
Happdrættis Háskóla íslands.
Engum blöðum er um það að
fletta að happdrættið hefur verið
háskólanum gríðarlegur styrkur
og ekki gott að segja hvemig
„Fé til bygginga há-
skólans er þvi fengið
með nokkuð sérstök-
um hætti og e.t.v.
einsdæmi í veröldinni.
Þannig eru allar
byggingar skólans
aðrar en stúdenta-
garðarnir að meira
eða minna leyti reist-
ar fyrir happdrættis-
fé, þ.e. ágóðahlut
háskólans af rekstri
Happdrætti Háskóla
íslands.“
umhorfs væri á Melunum nú hefði
þess ekki notið við. Framlögin era
mismikil á ári, en happdrættið
hefur greitt til háskólans eftir því
sem þörf er á og fé hrekkur til;
t.d. er áætlað framlag á þessu ári
um 110 milljónir króna.
Atvinnudeildarhúsið, nú jarð-
fræðahús, var fyrsta byggingin
sem reist var fyrir happdrættisfé;
það stendur norðaustan við aðal-
bygginguna og var tekið í notkun
18. september 1937. Aðalbygg-
ingin var reist á ámnum
1936—1940 og var eitthvert
stærsta hús á íslandi um þær
mundir, en vígsla þess var 17.
júní 1940. Hátíðasalurinn í þeirri
byggingu er enn í dag stærsti
salur í eigu háskólans, rúmar 216
manns í sæti, en sl. haust var
hann tekinn undir starfsemi Há-
skólabókasafns og mun sú ráð-
stöfun gilda uns Þjóðarbókhlaðan
verður fullbúin, vonandi árið
1990. í aðalbyggingunni er nú,
auk Háskólasafns, aðsetur stjóm-
sýslu háskólans og skrifstofu,
guðfræðideildar, nokkurra kenn-
ara, einkum úr heimspekideild,
þar em rannsóknarstofur í
líffærafræði og eiturefnafræði og
nokkrar kennslustofur. Elstu hús-
in á háskólasvæðinu em hins
vegar stúdentaheimilið Gamli
Garður, sem byggður var á ámn-
um 1933—1934, og jarðfræðahú-
sið, sem áður var nefnt og hýsti
Atvinnudeild háskólans sem
stofnuð var 1936. Aðdraganda
atvinnudeildarinnar má rekja til
ársins 1928, en árið 1935, eftir
töluverðar þæfíngar sem ekki
verða raktar, var samþykkt á AI-
þingi frumvarp til laga um
rannsóknastofnun við háskólann
til að sinna atvinnuvegunum.
Þessi stofnun, atvinnudeildin,
skiptist í fískideild, landbúnaðar-
deild og iðnaðardeild og varð síðan
í reynd rannsóknastofnun at-
vinnuveganna sem nú er staðsett
í Keldnaholti og sett undir sér-
staka stjóm, Rannsóknarráð
ríkisins, árið 1940 — og loks felld
úr tölu háskóladeilda með há-
skólalögunum 1957; hins vegar
renna 20% af tekjum happdrættis-
ins enn til „atvinnudeildarinnar",
enda þótt önnur tengsl við háskól-
ann hafí rofnað.
Athyglisvert er að engin ný hús
fyrir háskólann vom byggð á há-
skólalóðinni næstu 26 árin eftir
1943, er stúdentaheimilið Nýi
Garður var tekið í notkun, nema
íþróttahúsið, sem fullgert var árið
1948; en hæð var byggð ofan á
austurálmu þess á ámnum
1958—1960 og notuð til kennslu
í eðlis- og efnafræði fyrstu árin,
en nú fyrir lyfjafræði. Og svo vill
til að áratugurinn á milli 1940 og
1950 er eina tímabilið í rúmlega
sjötíu og fímm ára sögu háskólans
sem hann hefur búið við viðun-
andi húsnæðisaðstöðu, m.a. hafði
Húsmæðrakennaraskóli íslands
afnot af húsnæði í kjallara aðal-
byggingarinnar á ámnum
1942—1954 og Menntaskólinn í
Reykjavík um tíma á stríðsámn-
um. Síðan þá hefur húsnæði
skólans aldrei verið í samræmi við
þarfímar og þær kröfur sem gerð-
ar em til stofnana af þessu tagi.
Því miður.
Happdrættið hefur rennt stoð-
um undir byggingar háskólans,
en annað fyrirtæki hefur verið
dijúgt við að styðja starfsemina
sem fram fer í þessum bygging-
um, nefnilega Háskólabíó, sem
framan af hét Tjamarbíó og tók
til starfa í leiguhúsnæði sem
Reykjavíkurbær á í Tjamargötu
10D, í ágúst 1942. Fyrirtæki þetta
er eign Sáttmálasjóðs, sem er
veigamesti sjóður háskólans. Sjóð-
urinn var stofnaður með sam-
bandslögunum milli íslands og
Danmerkur 1. desember 1918; en
DODGE ARIES LE 4-DYRA 2,2 1987
VERÐ KR. 659.800
DODGE ARIES LE 2-DYRA 2,2 1987
VERÐ KR. 635.200
DOC
VER