Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987
Er baráttan fyrir vernd-
un pöndunnar að tapast?
eftirJohn Noble
Wilford
Þrátt fyrir viðleitni stjómvalda
í Kína og alþjóðlegra vísinda-
manna til vemdar risapöndunni,
fer þeim ört fækkandi.
Það eru ekki mörg stór dýr sem
jafn erfitt er að bjarga og pönd-
um. Þær eru duttlungafullar
þegar um fæði er að ræða, óvenju-
lega viðkvæmar gagnvart afskipt-
um manna og áhugalitlar um
tímgun.
Alþjóðlegi náttúruvemdarsjóð-
urinn (The World Wildlife Fund)
lýsti yfír „neyðarástandi pöndunn-
ar“ í síðasta mánuði. Sjóðurinn
hóf jafnframt herferð með það
fyrir augum að bjarga þeim pönd-
um sem eftir em með því að beita
nýjum aðferðum sem fela í sér
að vemda bambusskógana í fjöll-
unum þar sem þær lifa og stuðla
að Qölgun pöndunnar í einangruð-
um samfélögum og kynbótarækt
dýra innan þessara samfélaga.
Samkvæmt nýjum tölum em
pöndumar, sem eftir em í villtri
náttúmnni, nær um 700 og allar
í Sichuan-héraðinu við austur-
mörk tíbesku hásléttunnar í Kína.
Meira en 100 þeirra em í hinum
ýmsu dýragörðum heims svo og
í þeim 12 kynbótamiðstöðvum,
sem em í tengslum við friðlönd
pöndunnar, þar sem flestar villtar
pöndur lifa. Kínversk stjómvöld
einangmðu friðlöndin til að
vemda náttúruleg heimkynni dý-
ranna þegar þeim fór fækkandi.
Vísindamenn sögðu að skrán-
ingin, sem stjómað var af
kínverska skógræktarráðuneytinu
og Alþjóða náttúmvemdasjóðn-
um, væri vísbending um að
pöndunum hefði fækkað um u.þ.b.
200 síðasta áratug. Allmörg Iand-
svæði pandanna hafa með öllu
horfið og víða annars staðar hefur
þeim fækkað í 20 dýr, en það er
talið of lítið fyrir stofninn.
Sendinefnd vestrænna vísinda-
manna undir stjóm Filips Breta-
prins, en hann er forseti Alþjóða
Náttúmvemdasjóðsins, fór í
heimsókn til Sichuan sl. haust og
komst að raun um að ásækni
manna landsvæði pöndunnar væri
alvarlegasta vandamálið.
Bannað hefur verið að veiða
pöndur, en þúsundir manna eiga
heima í friðlöndunum, og stunda
þar búskap og veiðar og það rek-
ur dýrin æ lengra á einangraðri
svæði. Á Wolong-friðlandinu, sem
er stærsta vemdarsvæðið með
u.þ.b. 100 pöndu, em íbúar yfir
3.000.
„Ríkisstjómin stendur sig ekki
sem skyldi í að halda uppi stjóm
yfír íbúum Wolong-héraðs," sagði
George B. Scheller, sem er nátt-
úmfræðingur hjá dýrafræðisam-
tökum í New York. Ibúamir í
Wolong leggja snömr til að veiða
hjartardýr," sagði hann, „en
stundum drepa þeir pöndur sökum
gáleysis. Það er strangt eftirlit
með sumum öðmm friðlýstum
svæðum," sagði hann.
Önnur ástæða, sem veldur
áhyggjum sögðu vísindamennim-
ir, er skógarhögg í friðlöndum
pöndunnar. Pöndur vilja aðeins
leita sér ætis í bambusþykknum
hárra skóga, með greinum sem
veita skugga yfír 70% jarðvegs-
ins. En friðlöndunum er stjómað
af opinbemm skógræktarmönn-
um sem þurfa ekki eingöngu að
tryggja öryggi pöndunnar heldur
einnig að útvega timbur. Þegar
trén em höggvin leita pöndumar
sér nýrra heimkynna, jafnvel þótt
þær yfírgefi ríkulegt forðabúr af
bambus sem er þeirra uppáhalds-
fæða.
Gervihnattamyndir af lífssvæð-
um pöndunnar, sem teknar hafa
verið sl. 10 ár, sýna fram á að
flótti dýranna stendur í beinum
tengslum við skógarhögg, segir í
skýrslu vestrænna vísindamanna,
sem birtist í tímaritinu Nature
eftir heimsókn þeirra til Sichuan.
Greining myndanna var fram-
kvæmd af Robert de Wulf við
Ríkisháskólann í Ghent í Belgíu.
Vísindamenn segja að aðeins 20%
af bambussléttunum þar sem
pöndur hópa sig saman séu viðun-
andi lífssvæði. Pöndur lifa fyrst
og fremst á bambusspímm, leggj-
um og laufum sem fínnast í 6—12
þúsund feta hæð (um 1800—3600
m hæð).
Hin sívaxandi einangmn pönd-
unnar, sem hefur í för með sér
smærri samfélög innan afmark-
aðra svæða,' er jafnvel enn alvar-
legi en minnkandi lífssvæði. John
MacKinnon, sem er yfírmaður
þessa verkefnis náttúmvemdar-
sjóðsins, og Kenneth Johnson,
náttúmfræðingur við Tennessee-
háskólann í Knoxville, áætla að
um 35 slík einangmð samfélög
pöndunnar séu til og að í flestum
þeirra séu færri en 20 dýr.
Samkvæmt grein, sem birtist í
Nature eftir Stephen J. O’Brien
og John A. Knight, stofnar þetta
fjölgun tegundarinnar í alvarlega
hættu sem ogtölfræðilegum rann-
sóknum á pöndunni. Dr. O’Brien
er erfðafræðingur við National
Cancer Institute-rannsóknastof-
una í Frederick í Maryland og
Dr. Knight er forstöðumaður við
Doha-dýragarðana í Quatar.
Þegar fjöldi dýra í einangruðum
samfélögum er svona lítill em þau
sérlega viðkvæm fýrir óvæntum
atburðum. Ný kynslóð gæti ann-
ars vegar orðið karldýr eða hins
vegar kvendýr, eða þá að það
karldýr sem helst eykur kyn sitt
gæti orðið veiðiþjófíim að bráð.
Eigi pöndur ekki kost á að flytja
sig úr stað að vild, em þær að
auki í enn meiri hættu gagnvart
atburðum af völdum náttúrannar
eins og þegar bambustegundir
sölna með reglulegu millibili. Á
и. þ.b. 40 ára fresti bera bambu-
strén blóm og deyja. Það tekur
þau eitt ár að endumýja sig og
10 ár að geta haldið uppi sam-
félagi pöndunnar.
Pöndur, sem reika fijálsar um,
geta haldið sig við bambus sem
hefur upp á lítt eftirsóknarverða
Qölbreytni að bjóða. Fækkun þá,
sem orðið hefur nú nýlega á sam-
félaginu í Wolong, má að ein-
hveiju leyti rekja til visnunar
bambussins, sögðu vísindamenn-
imir.
Dr. O’Brien sagði að erfða-
fræðileg áhrif einangraðra
samfélaga gætu leynt á sér og
hugsanlega valdið því að pöndur
yrðu móttækilegri fyrir skæðum
faraldri og átt í erfiðleikum með
að fjölga sér. Samfélag með a.m.
к. 50 dýmm er talið vænlegra til
að dýrin geti aukið kyn sitt.
Samliggjandi bambusbelti með
ttjám, sem veita skjól á milli
þeirra lífssvæða pöndunnar sem
eftir em, er höfuðatriði þeirrar
áætlunar sem mælt er með til
vemdunar af hálfu vísindamanna
náttúmvemdarsjóðsins og
kínverska skógræktarráðuneytis-
ins.
„Eina von pöndunnar í náttúr-
unni," sagði William G. Conway,
forstjóri dýrafræðisamtakanna í
New York, ræðst af hæfni kín-
verskra stjómvalda til að sjá
pöndunni fyrir stærri samliggj-
andi lífssvæðum."
í áætlun til varðveislu pöndunn-
ar er ennfremur lögð áhersla á
auknar rannsókniri á æxlun henn-
ar þegar hún býr við ófrelsi.
Reynslan af því hefur verið
hörmuleg hingað til.
Einn þáttur vandamálsins á rót
sína að rekja til eðli pöndunnar.
Þær em einfarar. Æxlunartími
kvendýrsins er aðeins 2—3 dagar
ár hvert. Og ekki er alltaf ömggt
að hún fái svömn karldýrs.
Enda þótt gervifijóvgun dýra-
garða hafa borið nokkum árangur
eiga vísindamenn í erfíðleikum
með að skilgreina hormónaein-
kenni egglosunar og em þar af
leiðandi ekki ömggir um hvenær
hafíst skuli handa við fram-
kvæmdina. Dr. Scheller sagði að
það hefði tekið vísindamennina í
Wolong-friðlöndunum 5 ár að fá
fyrstu fæðinguna með gervi-
fijóvgun til að heppnast.
Eftir getnað og fæðingu er það
áfram óvíst hvort pandan kemst
af. Við fæðingu er þyngd pöndu-
ungans minni en 5 únsur (142
g) og margir þeirra lifa ekki svo
lengi að þeir nái þyngd 200 punda
fullorðins dýrs. Áf 51 pönduunga,
sem fæddist á ámnum
1963—1983 í Beijing-dýragarðin-
um, lifðu aðeins 19 þeirra lengur
en í 2 mánuði, en það er mun
lægra hlutfall en meðal annarra
tegunda sem ræktaðar em í dýra-
görðum.
í þeirri viðleitni að hvetja pönd-
ur til að para sig hefur Dr.
Conway aðstoðað við að hanna
aðstöðu til æxlunnar í Wolong-
friðlandinu. Hann nefnir hana
„athvarf pöndúnnar" (pandami-
nium).
Sérhver panda á sitt eigð litla
hús með bakgarði sem snýr að
tijágörðum er liggja að girtum
svæðum. Allar pöndur geta farið
eftir þessum göngum á afgirt
svæði til að næra sig á bambus
og kvendýr á fengitíma getur
spókað sig þar um uns hún hittir
karldýr er sýnir henni áhuga.
Verið er að setja svipaða að-
stöðu á laggimar í öðmm friðlönd-
um. Gmndvallartilgangurinn ætti
að vera sá að rækta fleiri pöndur
og koma þeim fyrir í villtri náttúr-
unni, sagði Dr. Scheller.
Höfundur er blaðamaður við
New York Times.
Slítum tengslin
við Suður-Afríku!
eftir Ólaf Grétar
Kristjánsson
Á fundi norrænu utanríkisráð-
herranna í Reykjavík í síðasta
mánuði var boðað sameiginlegt nor-
rænt viðskiptabann á Suður-Afríku.
Fundurinn samþykkti ályktun þar
sem farið er hörðum orðum um
stjómarfar í Suður-Afríku gagnvart
grannlöndum sínum. Það er ekki
seinna vænna að hefjast handa um
öflugar aðgerðir gegn stjómvöldum
í landinu svo afnema megi aðskiln-
aðarstefnuna og allt það misrétti
sem henni fylgir. Því er það fagnað-
arefni að Norðurlöndin skuli ganga
í fylkingarbijósti í þessu réttlætis-
máli og lýsi yfír að gerðar verði
ráðstafanir af landanna hálfu án
þess að Öryggisráð SÞ hafí sam-
þykkt bindandi refsiaðgerðir. Því
ber einnig að fagna að utanrikisráð-
herra, Matthías Á. Mathiesen, Iýsti
yfír eftir ráðherrafundinn að fmm-
varp um íslenskt viðskiptabann yrði
lagt fram á Alþingi í haust.
Nú er bara spumingin hvort
þessar yfírlýstu aðgerðir séu ekki
eingöngu orðin tóm og að fram-
kvæmdin verði öll í skötulíki.
Þannig hefur það viljað verða hjá
öðmm þjóðum sem samþykkt hafa
refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku. Á
einhvem undarlegan hátt hafa við-
skipti við landið haldið áfram og
jafnvel aukist þrátt fyrir fögur orð
og góðan ásetning. Má hér minna
á að fjárfestingar Bandaríkjamanna
og Breta jukust um allan helming
á ámnum eftir Soweto-uppreisnina
í júní 1976, þegar amk. 600 skóla-
böm féllu fyrir kúlum hermanna
og lögreglu.
Danmörk er hér undantekning. í
maí 1986 ákvað danska þingið að
stöðva allan innflutning á kolum frá
Suður-Afríku. Þetta nam um 10%
af heildarkolútflutningi Suður-
Afríku. Stuttu síðar var ákveðið að
stöðva alla verslun við landið. Svíar
og Norðmenn em nokkm tregari
til aðgerða og markast það etv. af
því að þessar þjóðir eigi meiri hags-
muna að gæta í Suður-Afríku en
Danir. íslendingar eiga að fylgja
fordæmi Dana óg stöðva öll sam-
„Á einhvern undarleg-
an hátt hafa viðskipti
við landið haldið áfram
og jafnvel aukist þrátt
fyrir fögur orð og góð-
an ásetning.“
skipti við kúgunaröflin í Suður-
Afríku, hvort heldur er viðskipta-
legs eða menningarlegs eðlis.
Efnahagsþ vinganir
Nú kann einhver að spyija hvort
viðskipti íslands við Suður-Afríku
séu það mikil að það skipti máli
hvort íslendingar slíti samskiptum
við þá eða ekki. Það mun vera rétt
að viðskiptin milli landanna em
ekki það mikil að þau séu sérstak-
lega skráð í opinberar skýrslur. En
það er ekki þetta sem er aðalatriðið
hér, heldur sú yfírlýsta stefna
íslenskra yfírvalda að vilja ekki
hafa neitt samneyti við fasískar
einræðisstjómir á borð við stjómim-
ar í Suður-Afríku, Chile og Suður-
Kóreu. Neo Mnumzana, formaður
sendinefndar Afríska þjóðarráðsins
hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur
athyglisverð viðhorf í þessu sam-
bandi. Hann segir: „ .. . margir
áiíta bara að ísland sé langt, langt
burtu. Fáir vita neitt um hvað ger-
ist þar. Þannig að þegar ísland
tekur ákveðna afstöðu á alþjóðleg-
um vettvangi verður hin alþjóðlega
hreyfíng enn alþjóðlegri. Það hefíur
mikil félagsleg áhrif á styrk hreyf-
ingarinnar því að fólk mun segja:
Ef ísland, sem er svona afskekkt,
hefur áhyggur af aðskilnaðarstefn-
unni, hlýtur þetta mál að hafa mikla
þýðingu.“ (Óbirt viðtal frá 1985.)
En hvers vegna beijast andstæð-
ingar apartheid fyrir því að Suður-
Afríka verði beitt efnahagsþvingun-
um? Þessu svarar Winnie Mandela,
einn af leiðtogum baráttunnar gegn
aðskilnaðarstefnunni: „Við sjáum
enga aðra leið til friðsamlegrar
lausnar en þá aðferð að kyrkja land-
ið efnahagslega. Að það verði
einangrað. Að erlend fyrirtæki láti
okkur um baráttuna og fjármagni
ekki úthellingu á blóði okkar eða
vopn sem drepa einhvem okkar á
hveijum degi. í hvert skipti sem
við sökkvum kistu í gröfína eða
tökum lík upp af götunni horfumst
við í augu við bandamenn blóð-
baðsins, Bandaríkin og Bretland.”
(Sjá Suður-Afríka. Greinasafn um
apartheid, bls. 63. Útg. af Baráttu-
samtökum sósíalista, Reykjavík
1987.)
Afríska þjóðarráðið, forystusam-
tök svarta meirihlutans í Suður-
Afríku, hefur einstaka sögu að baki.
Þetta em án efa ein elstu frelsis-
samtök í heimi sem ekki hafa náð
markmiði sínu. Afríska þjóðarráðið
var stofnað árið 1912 í þeirri við-
leitni að bæta hag blökkumanna.
Fyrstu 50 árin var leitað eftir um-
bótum með friðsamlegum aðferð-
um, bænarskjölum, tillögum til
valdhafa um samræður og samn-
inga, o.s.frv. Þolinmæði Afríska
þjóðarráðsins var stórkostleg. Þrátt
fyrir að stjómin í Pretoríu svaraði
ætíð öllum mótmælum með ofbeldi
og morðum_ var haldið áfram að
leita sátta. Árið 1960 myrti minni-
hlutastjómin 67 blökkumenn í
friðsamlegum mótmælum gegn
vegabréfalögunum í Sharpeville. Þá
þraut þolinmæði blökkumanna.
Afríska þjóðarráðið kom á fót
skæmliðahreyfíngu sem starfar
enn. Það er mat samtakanna að
steypa verði minnihlutastjóminni
af stóli og til þess að auðvelda það
setja þau fram þá sjálfsögðu kröfu
að Suður-Afríka verði knésett með
efnahagsþvingunum.
Ef Islendingar ákveða að slíta
tengslin við Suður-Afríku sýna þeir
fyrst og fremst samstöðu með bar-
áttu blökkumanna fyrir pólitískum
réttindum og almennum mannrétt-
indum. Þeir sýna um leið viðbjóð
sinn á aðskilnaðarstefnunni og kúg-
un hvíta minnihlutans á svarta
meirihlutanum.
Höfundur erjárniðnaðarmaður.