Morgunblaðið - 25.04.1987, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987
TF-KEM varð
bensínlaus
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti
hana til Vopnafjarðar
ALLT bendir til að TF-KEM,
flugvélin sem nauðlenti í
Smjörfjöllum á miðvikudags-
kvöldið, hafi orðið eldsneytis-
laus og þess vegna hafi drepist
á hreyfli hennar. Þyrla Land-
helgisgæslunnar, TF-SIF, flutti
flugvélina til Vopnafjarðar i
fyrradag, eftir að flugslysa-
nefnd hafði skoðað aðstæður á
lendingarstaðnum.
Flugslysanefnd skoðaði vélina
aftur á Vopnafírði, þegar hún
hafði verið flutt þangað, og fór
mótor vélarinnar þá strax í gang
þegar bensín var sett á vélina.
Átján einstaklingar á Austurlandi
hafa nýlega keypt vélina og var
hún í einni af fyrstu ferðum sínum
fyrir þá. Eru það talin mistök flug-
mannsins að ekki skyldi vera nóg
eldsneyti á flugvélinni.
TF-KEM er mikið skemmd.
Hún var tekin í sundur á Vopnaf-
irði f fyrradag og er geymd
þannig. Búist er við að reynt verði
að selja einstaka hluta hennar í
varahluti.
Strax eftir að flugvélin nauð-
lenti á miðvikudagskvöldið tókst
áhöfn flugvélar Flugmálastjómar
að staðsetja neyðarsendi hennar.
Tók vélin strax stefnuna á staðinn
og fann TF-KEM strax og hún
kom á svæðið. Þá höfðu flugvélar
leitað á svæðinu um tíma án þess
að finna flugvélina og mennina,
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, lendir með Egilsstaðaflugvélina, TF-KEM á Vopnafirði.
sem sluppu ómeiddir úr nauðlend- unnar, TF-SIF, flutti mennina ^om á svæðið, eins og fram hefur
ingunni. Þyrla Landhelgisgæsl- síðan til Egilsstaða þegar hún komið.
Keppt um Morgunblaðsskeifuna á Hvanneyri:
Þrjátíu ár frá afhend-
ingu fyrstu skeifunnar
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Að undangenginni hópreið hestamanna á Hvanneyri hefst skeifu-
keppnin kl. 14.00 á sunnudag og fer hún nú fram á nýjum velli.
KEPPNIN um Morgunblaðs-
skeifuna verður haldin á
Bændaskólanum á Hvanneyri á
morgun, sunnudag. Afhending
skeifunnar að þessu sinni er
tímamótaviðburður því þrjátíu
ár eru liðin frá því skeifan var
veitt í fyrsta sinni. Það var Gunn-
ar Bjarnason sem þá var kennari
við skólann sem átti hugmyndina
að skeifunni en hann hafði kennt
tamningar og reiðmennsku við
skólann um sex ára bil þegar
skeifan var fyrst afhent.
Dagskráin á sunnudag hefst
klukkan 10 með gæðingakeppni en
sjálf Skeifukeppnin hest klukkan
14 og fer keppnin fram á nýjum
velli sem byggður var nú síðustu
dagana. Öllum þeim sem hlotið
hafa Morgunblaðsskeifuna gegnum
tíðina hefur verið boðið til samkom-
unnar og einnig upphafsmanninum
Gunnari Bjamasyni.
Eins og venja hefur verið til verð-
ur gefíð út blað í tengslum við-
keppnina sem auk þess að innihalda
ýmsar gagnmerkar greinar og við-
töl, er jafnframt mótskrá. Verður
blaðið selt og rennur allur ágóði
af sölunni til vallargerðarinnar.
Einnig verða nemendur með happ-
drætti þar sem verðlaun eru reið-
tygi, folatollar og ýmislegt fleira.
Ágóðinn af happdrættinu rennur
einnig í vallargerðina.
í mótskrá frá fyrstu skeifukeppn-
inni er skrá yfír keppendur og hesta
þeirra og fýlgir með Iýsing á því
hvemig hrossin vom þegar þau
komu ótamin til tamningar og kenn-
ir þar ýmissa grasa. Þar á meðal
taldi Leifur Jóhannesson, sem er
nú formaður Landssambands hesta-
mannafélega, hryssu sem hét
Létta-Skjóna og var hún frá Krossi
í Lundarreykjadal. Lýsingin á henni
hljóðaði á þessa leið: „Tamin í sex
vikur. Kom mjög mannhrædd,
stygg og hrekkjótt, sló með öllum
Iöppum og beit.“ Af þessu má ráða
að á ýmsu hefur gengið í tamning-
um á Hvanneyri í gegnum tíðina
þegar ungir og efnilegir tamninga-
menn hafa verið að stíga sín fyrstu
skref í tamningum.
Merkjasala og köku-
basar í Seljasókn
I SELJAHVERFINU er gróska í
safnaðarstarfinu. Fyrir fáum
árum var liafist handa um bygg-
ingu kirkjumiðstöðvarinnar.
íbúar hverfisins vænta sér mikils
af þeirri góðu aðstöðu, sem þar
mun skapast til fjölþættrar safn-
aðar- og félagsstarfsemi í
hverfinu. Kirkjumiðstöðin er
þannig hönnuð, að þar eru fjögur
hús, tengd með einni byggingu.
Nú er eitt hinna ijögurra húsa
að verða tilbúið og verður tekið í
notkun innan fárra vikna. Þar mun
að vísu ekki skapast aðstaða fyrir
guðsþjónustuhald, en skrifstofa
safnaðarins mun flytja þangað og
önnur starfsemi, sem verið hefur í
safnaðarsalnum í Tindaseli 3. í
sumar er áformað að vinna að frek-
ari byggingg rframkvæmdum og
taka fleiri hns í notkun þegar á
árinu.
Við byggingarframkvæmdimar
hafa íbúar hverfisins staðið vel sam-
an. Þar hefur Kvenfélag Seljasókn-
ar lagt mikið á sig til þess að betur
megi ganga. Á kjördag munu kven-
félagskonur enn vera á ferðinni og
gefa íbúum hverfisins tækifæri til
að stuðla á framgangi þessa mikil-
væga máls. Við kjörstað í Öldusels-
skólanum verða boðin merki. Sú
merkjasala verður frá opnun kjör-
staðar. En kl. 14 munu þær
kvenfélagskonur opna kökubasar í
Tindaseli 3. Það er einmitt í leið-
inni, þegar farið er frá kjörstað og
auðvelt að koma þangað og taka
með sér kökur. Allur ágóði af þess-
ari fjáröflun mun renna óskertur
til þess að hraða byggingu kirkju-
miðstöðvarinnar.
Þær kvenfélagskonur vænta
stuðnings hverfísbúa við starfíð.
Þar munum við, sem viljum fram-
gang góðra mála í Seljahverfínu,
leggja okkar af mörkum og styðja
það málefni, sem verður okkur öll-
um til góða. Valgeir Ástráðsson
ínýja Seðlabankanum
Starfsemi Seðlabankans flutti
í vikunni í hið nýja hús bankans
við Arnarhól. Starfsmenn
bankans hafa verið að koma sér
fyrir og voru þessr myndir
teknar í hinum nýju og björtu
húsakynnum.