Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 46

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöaistræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Aðeins einn Sjálfstæðisflokkur Kosningabaráttan er á enda. í dag er valdið í höndum okkar kjósenda. Við veljum þá, sem við teljum hæfasta til að veita þjóðinni forystu næstu fjögur ár. Fleiri flokkar eru í boði en áður. Valið er þó ekki erfiðara en áður, að minnsta kosti ekki fyrir þá, sem vilja taka mark af sögunni við þessa afdrifaríku ákvörðun. Á árunum fyrir 1929, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofn- aður með samruna íhaldsflokks- ins og Fijálslynda flokksins, hvatti Morgunblaðið eindregið til þess, að þau borgaralegu öfl, sem störfuðu innan þessara tveggja flokka og á vegum smá- flokka þeirra tíma, tækju höndum saman í einum öflugum flokki. Þetta gerðist nú fyrir tæpum sextíu árum. Síðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið burðarásinn í íslenskum stjóm- málum. Öflugasti og nútímaleg- asti stjómmálaflokkurinn á hveiju, sem hefur gengið í þjóðlífinu. Flokksmenn hafa bor- ið gæfu til að velja sér hæfa forystumenn, sem hafa farið vel með það, er þeim hefur verið trúað fyrir og hver og einn skil- ið eftir sig spor í þjóðarsögunni. Þeir sem kynna sér sögu Sjálf- stæðisflokksins komast fljótt að því, að hún á sér djúpar söguleg- ar rætur, snertir kvikuna í íslensku þjóðlífí á hveijum tíma en er í raun samfelld og mótuð sterkum hugsjónalegum drátt- um með virðingu og frelsi þjóðarinnar út á við og einstakl- ingsins inn á við að leiðarljósi. Stefna Sjálfstæðisflokksins eins og hún hefur verið mótuð á landsfundum flokksins á hveij- um tíma tekur mið af hinum sögulega uppruna og sameinar í einum farvegi þær heillandi hugsjónir, sem lágu að baki stofnunar flokksins. Menn taka sig ekki saman fáeinum vikum fyrir kosningar og stofnan nýjan stjómmálaflokk um sjálfstæðis- stefnuna. Raunar er það fáheyrt og stenst ekki, að unnt sé að stofna stjómmálaflokka um stefnuskrár annarra flokka. Þessu hefur þó verið haldið fram í kosningabaráttunni að undan- fömu til þess að breiða yfír þá staðreynd, að nýr flokkur hefur orðið til í kringum menn en ekki málefni. Reynt hefur verið að fínna ágreiningsefnin eftir á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið flokkur, þar sem djarfar og stefnumarkandi ákvarðánir hafa verið teknar, er miða að því að treysta stöðu þjóðarinnar á einu mesta breytingaskeiði heimssögunnar. Reynslan hefur sýnt að þessar ákvarðanir hafa verið réttar og á grundvelli þeirra hefur verið unnt að skapa hér þjóðfélagsgerð og lífskjör, sem era sambærileg við hið besta í veröidinni. Eins og önnur mannanna verk standa þessi ekki lengur en þeir sjálfír vilja. Við kjósum um það í hvert sinn sem við veljum mann á þing, hver skuli vera stefnan í sjálf- stæðismálum þjóðarinnar, öryggis- og vamarmálum. Við kjósum um það í hvert sinn sem við veljum mann á þing, hvort auka skuli hlut ríkisins á kostnað einstaklinga í atvinnu- og efna- hagsmálum. Efnahagsófarir á verðbólgutímum ættu að standa okkur nægilega nærri til að við áttum okkur á því, að þar er ekki um ófrávíkjanleg lögmál að ræða heldur veltur jafnvel mest á því hver á heldur. Eftir því sem liðið hefur á kosningabaráttuna hafa meira að segja forystumenn andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins áttað sig á þeirri staðreynd, að það er aðeins einn Sjálfstæðisflokk- ur. Þeir hafa ítrekað bent á það í ræðum sínum síðustu daga, að eina leiðin til að komast hjá hreinum glundroða á Alþingi eftir kosningar sé að Sjálfstæðis- flokkurinn verði í þeirri ríkis- stjóm, sem mynduð verður. Morgunblaðið tekur eindregið undir þessa skoðun. Þeir sem fylkja sér um hana af heilum huga hljóta jafnframt að benda á bestu leiðina til að óskin um að komist verði hjá glundroða rætist: Það er að greiða Sjálf- stæðisflokknum atkvæði á kjördag. Með því sýna menn í verki, að þeir vilja styrka stjóm í landinu, að þeir átta sig á því að veik stjóm er verðbólgustjóm. Og veik stjóm getur verið hættu- leg öryggi landsins, eins og dæmin sýna. Kosningabaráttan hefur að veralegu leyti snúist um menn. Kjósendur greiða ekki atkvæði fyrir aðra menn, þeir kjósa fyrir sjálfa sig. Við segjum fyrir um okkar eigin framtíð við kjörkass- ana í dag. Við tökum þar ákvarðanir um framtíð okkar sjálfra og í hvers konar þjóð- félagi við viljum búa. Ef við höfum þetta að leiðarljósi er valið auðvelt. ísland á skilið styrka stjóm. Slík stjóm er ekki í augsýn án sjálfstæðisstefnunn- ar og þess flokks sem hefur staðið vörð um hana um nær sex áratuga skeið. MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Kjósum fyrir framtíðina í dag tökum við íslendingar allir saman og hver fyrir sig ákvarðanir, sem hafa úrslitaáhrif á framvindu þjóðfé- lagsmála og stjómarhætti á næstu áram. I önn dagsins geram við mest af því að sinna málum líðandi stundar og taka afstöðu til dægurmála. í dag tökum við hins vegar ákvarðanir, sem hafa áhrif til margra ára. Við eram að skapa framtíð íslensku þjóðarinnar. Á næsta kjörtímabili verða teknar ákvarð- anir á Álþingi, sem munu hafa áhrif á líf og starf fólksins í landinu, fram í byijun nýrrar aldar. Það era því miklir hagsmunir í húfi og það verða menn að hafa í huga á kjördag. Daginn eftir er það of seint. Reynsla liðinna ára og dægurmál hljóta auðvitað að setja svip sinn á kosningabaráttuna. En kosningamar snúast þó umfram allt um framtíðina og framtíðarmarkmið þjóðarinnar. Fyr- ir fjóram áram var óhjákvæmilegt að ráðast til atlögu við alvarlegar mein- semdir sem grafið höfðu um sig í efnahagslífinu og reyndar þjóðlífinu öllu. Til þess að svo mætti verða þurfti þjóðin samhenta forystu. Núverandi stjómarflokkar þurftu því að víkja ýmsum ágreiningsefnum til hliðar í þeim tilgangi, að geta veitt örygga for- ystu um lausn þessara mikilvægustu verkefna, sem þá blöstu við. Þær margháttuðu grandvallarbreyt- ingar, sem gerðar vora á efnahags- stefnunni, urðu jarðvegur fyrir samstöðu íslensku þjóðarinnar. Það gat engin ein ríkisstjóm náð tökum á verð- bólgumeinsemdinni án þess að þjóðin væri reiðubúin til sameiginlegra átaka. Það sem úrslitum réði var auðvitað samstaða fólksins í landinu. Nú, að fjóram áram liðnum, hefur flestum megin markmiðunum verið náð. Betri ytri efnahagsleg skilyrði hafa einnig auðveldað okkur að takast á við ýmis félagsleg verkefni, styrkja velferðarkerfíð og bæta stöðu þeirra sem lakast era settir. Þannig hefur það tvíþætta markmið náðst, að ná jafn- vægi í efnahagsmálum og að hagnýta þann árangur í því skyni að gera þjóð- félagið mannúðlegra. Undir forystu sjálfstæðismanna var þjóðinni mörkuð farsæl stefna í utanrík- is- og öryggismálum á fyrstu áram Þorsteinn Pálsson lýðveldisins. Á undanfömum fjóram áram hafa sjálfstæðismenn beitt sér fyrir breytingum á yfírstjóm þessara mála, sem tryggir öraggi inn á við og treystir stöðu okkar út á við. Við sjálfstæðismenn leggjum því fram í þessari kosningabaráttu góðan málstað. Mestu máli skiptir nú, að þessi árangur glatist ekki. Því fer auðvitað fjarri, að allt hafí tekist sem skyldi. Og fjölmörg verkefni bíða enn úrlausn- ar. En íslenska þjóðin hefur ástæðu til þess að vera bjaitsýn og áræðin. Það er gott að vera íslendingur í dag og við getum gert það betra. Við höfum lagt grandvöll að betri framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan verið kjölfesta í íslenskum stjómmálum. Engin ríkisstjóm hefur á lýðveldistíma- bilinu setið út heilt kjörtímabil án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Nú síðustu vikur hefur verið hart sótt að Sjálfstæðisflokknum. Andstæðingamir fögnuðu þegar nokkrir liðsmenn okkar stofnuðu nýjan stjómmálaflokk til höf- uðs sjálfstæðismönnum með öðram og á síðustu stundu. Forystumenn samstarfsflokksins í ríkisstjóra og helstu stjómarandstöðu- flokkanna viðurkenna á hinn bóginn, að Sjálfstæðisflokkurinn verði að vera kjölfesta í nýrri ríkisstjórn að kosning- um loknum. Þeir vita að margra flokka stjómir era veikar stjómir og veikar stjómir era verðbólgustjómir. En kjami málsins er sá að einvörðungu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum koma þess- ari kjölfestu í nýja ríkisstjóm. Sá styrkur sem kjósendur era reiðu- búnir að veita Sjálfstæðisflokknum í dag, mun því ráða úrslitum. Það er kosið um lausung eða festu. Með sterk- um Sjálfstæðisflokki getum við tryggt samstöðu á Alþingi til forystu, með festu, fijálslyndi og mannúð. Og það er aðeins einn Sjálfstæðisflokkur. Matthías Á. Mathiesen: F orðumst óvissu um öiyggis- og vamarmál í dag ráðast úrslit í kosningabaráttu undangenginna vikna. Baráttu sem tók óvænta stefnu fyrir réttum mánuði þegar nýr stjómmálaflokkur kom til sögunnar. Fram að þeim tíma var Sjálf- stæðisflokkurinn í sókn vegna sterkrar málefnalegrar stöðu en virðist nú eiga nokkuð undir högg að sækja. Niður- stöður skoðanakannana benda þannig til að Sjálfstæðisflokkurinn geti misst þann styrk í kosningunum sem nauð- synlegur er til að tryggja þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á lq'örtímabilinu. En það er ekki einvörðungu í efna- hagsmálum sem þörfín fyrir sterkan Sjálfstæðisflokk er brýn. I öryggis- og vamarmálum er ekki síður knýjandi þörf fyrir ábyrga forystu Sjálfstæðis- flokksins. Hann er eini flokkurinn sem stendur heill og óskiptur um öryggi og vamir landsins. f öllum hinna flokkanna era öfl sem vilja uppsögn vamarsamn- ingsins við Bandaríkin og úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu. Hætt er við að þessi staðreynd hafí farið framhjá mörgum í moldviðri kosn- ingabaráttunnar og svipuð staða gæti komið upp og eftir kosningamar 1971 þegar vinstri stjómin undir forystu Framsóknarflokksins hugðist segja vamarsamningnum upp. Það er því nauðsynlegt að rifja upp nokkrar stað- reyndir sem hér skipta máli. Skýrt hefur komið fram að Kvenna- listinn er andvígur dvöl vamarliðsins og vera íslands í Atlantshafsbandalag- inu. Enginn eðlismunur er því á stefnu Kvennalistans og Alþýðubandalagsins að þessu leyti. Þetta eru hvort tveggja róttækir vinstri flokkar sem berjast gegn öryggis- og varnar- stefnu lýðræðisríkjanna. Því miður virðist svo sem slíkar hugmyndir eigi einnig upp á pall- borðið hjá ýmsum frambjóðendum Framsóknarflokksins. Sumir þeirra höfða mjög til svokallaðra „herstöðva- andstæðinga" í málflutningi sínum. Aðrir vilja sveipa sig hjúp „hlutleysis“ á alþjóðlegum vettvangi þótt þeir skýri ekki hvemig slíkt getur komið heim og saman við ótvíræða stöðu landsins í vestrænu vamarsamstarfi. Þótt forystumenn Alþýðuflokksins séu flestir trúverðugir í afstöðu sinni til öryggis- og vamarmála má hinu ekki gleyma að flokkurinn hefur ekki þann styrk sem ræður úrslitum. Innan Alþýðuflokksins heyrast og raddir sem era á móti aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu og dvöl vamarliðsins. Nægir að nefna yfírlýsingar ungra jafn- aðarmanna í því sambandi. Matthías Á. Mathiesen Stefíia Borgaraflokksins í öryggis- og vamarmálum er ekki síður áhyggju- efni fyrir kjósendur en stefna vinstri flokkanna. Þar er tekið undir sumar þær falskenningar Alþýðubandalagsins sem hugsaðar era til að veikja stöðu landsins í vamarsamstarfí Atlants- hafsríkjanna. Dæmi um þetta er hugmyndin um flutning vamarliðsins eða hluta þess til Jan Mayen. Þá vekur hugmyndin um árlega endurskoðun vamarsamningsins ýmsar spumingar. Við gerð varnarsamningsins árið 1951 var ákveðið með hvaða hætti unnið skyldi að endurskoðun hans. Samningurinn sjálfur er almenns eðlis en skýrt ákvæði er um uppsögn. Þegar sá tími kemur að varnarliðsins er ekki lengur talin þörf era því engin vand- kvæði á að slíta samstarfínu. Sérstök samstarfsnefnd var sett á laggir til að fjalla um breytingar á útfærslu varnarsamstarfsins. Samstarfs- nefndin hittist reglulega og í henni sitja fulltrúar beggja aðUa. Þar er réttur vettvangur til að endurmeta samstarfið í ljósi breyttra aðstæðna. Árleg endurskoðun varnarsamn- ingsins sjáifs er því óþörf nema menn vilji stofna til stöðugra deilna um veru varnarliðsins. Af framansögðu má vera ljóst að án forystu sjálfstæðismanna í ríkisstjóm myndi mikil óvissa skapast um öryggis- og vamarmál þjóðarinnar. Þeirri óvissu verður ekki eytt nema með eflingu Sjálfstæðisflokksins. Fylgi kjósenda í Reykjaneskjördæmi getur skipt þar sköpum vegna þess að stefna Sjálfstæð- isflokksins hefur ævinlega notið víðtæks stuðnings í því kjördæmi. Þá er ekki síður þýðingarmikið fyrir hin sívaxandi byggðarlög í kjördæminu að haldið verði áfram að efla undirstöður atvinnulífsins undir öruggri leiðsögn Sjálfstæðisflokksins líkt og gert hefur verið á undanfömum fjóram áram. Ég heiti á kjósendur í Reykja- neskjördæmi sem og aðra landsmenn að efla Sjálfstæðisflokkinn til áfram- haldandi forystu um farsæld og sjálfstæði þjóðarinnar. Opið bréf til fj ölmiðlafólks eftirJón Ásgeirsson Upp á síðkastið hefur oftlega borið á góma, hversu fjölmiðlar leggja litla rækt við svonefndar æðri listgreinar en hlaupi hins vegar á eftir alls konar lágmenn- ingarefni. Þeir sem vilja veija fjölmiðla benda á að alvarleg list sé aðeins fyrir fáa sérvitringa og eðli sínu samkvæmt hljóti fjölmiðlar að leita á þau mið, þar sem fjöldinn sé mestur. Þar á móti kemur svo sú staðhæfíng að fjölmiðlar hafi skyldum að gegna í menningarlegum efnum og þrátt fyrir að skemmtilist sé nauðsynleg til miðlunar, sé þyngri list ekki síður nauðsyn- legt fjölmiðlaefni. Ekki hafa verið gerðar rann- sóknir á því hver sé raunveraleg neysla almennings í menningar- legum efnum, eða hver sé ástæðan fyrir þeirri grósku í list- um, sem hefur með ótvíræðum hætti einkennt íslenskt listalíf hin síðari árin. Til að eiga mér einhveija hug- mynd um þessi mál, er varðar tónlist, gerði ég svolitla könnun á aðsókn fólks á svonefnda al- varlega tónleika í höfuðborginni. Könnunin var gerð á tímabilinu frá 26. ágúst til 28. desember sl. og náði yfír allar tegundir alvarlegra tónleika, kammertón- leika, einsöngs- og einleikstón- leika, kórtónleika og tónleika Sinfóníuhljómsveitar Islands. Heildarfjöldinn náði að vera sjötíu og tvennir tónleikar á þessu tímabili en heildarfjöldi hljómleikagesta 31.650 manns. Þrátt fyrir að þessi tala kunni að þykja há, er trúlega miklu fremur vantalið en ofgert sé. Fæstir voru hljómleikagestir 17, en þar á móti vora nokkrir tón- leikar með um það bil 1.000 gesti og á einum vora yfir 2.500 mættir. Það ber að hafa í huga að hér er aðeins um að ræða gesti á tónleikum sem haldnir vora fyrir áramót, en aðaltón- leikavertíðin er hins vegar síðla vetrar og undir vorið keyrir oft um þverbak í hljómleikahaldi. Það er því ekki fráleitt að fram- reikna þessa tölu á ársgrand- velli, að vera eitthvað kringum 60 til 70 þúsundir manna. í við- bót við þessa tölu má svo bæta þeim mikla íjölda er sækir ópera- sýningar en hver sýning undan- farið hefur náð þrjátíu endurtekningum og gestir á hverri sýningu verið um það bil 500. Væri þeim fjölda tónlistar- manna er standa fyrir þessu tónleikahaldi einnig bætt við, hækkaði heildartalan veralega, því oft skipta flytjendur tugum og jafnvel hundraðum. Bréf þetta er stflað til allra þeirra er starfa við fjölmiðlun, svo þeir megi sjá, að hér er ekki um að ræða fámenna klíku sér- vitringa. Þaðan af síður er hér um að ræða samstæðan hóp, því áhugi manna skiptist á hvort um er að ræða einsöng, einleik, kór- söng eða hljóðfærasamleik og einnig skiptast þeir á barokktón- list, klassíska tónlist, rómantíska tónlist, nútímatónlist eða raflist. Það er einkar fróðlegt til at- hugunar, að fjölmiðlar eiga sáralitla aðild að þessum umsvif- um og gera flest dagblöðin oftast lítið meira en að birta auglýsing- ar og í besta falli nokkur orð í svonefndum dagbókum eða að- sendum fréttatilkynningum. Fréttamat hljóð- og myndmiðl- anna er þessari starfsemi mjög í óhag, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Þeir sem telja sér nauðsyn að eiga stund með þeirri tónlist, er alla jafna heyrist ekki í fjölmiðlum, hafa lært að nálg- ast þetta áhugamál sitt án hjálpar fjölmiðlanna og má segja, að þetta fólk sé því eins konar fjölmiðlaútlagar. Allir þeir, sem fylgst hafa með þróun tónlistar í landinu, og þar á ég einnig við erlenda gesti, telja gróskuna aldeilis með ein- dæmum. Grannurinn að þessum gróanda er lagður í tónlistarskól- um landsins, þar sem um 8.000 nemendur leggja stund á söng og hljóðfæraleik. I almennum skólum landsins starfa kórar og lúðrasveitir og hafa margir slíkir hópar vakið athygli víða um heim fyrir góðan tónlistarflutn- ing. Þeir, sem ekki leggja stund á framhaldsnám í tónlist, taka þátt í margvíslegum tónflutningi kóranna í landinu, er sumir hveijir hafa staðið undir vönduð- um flutningi á mikilfenglegustu kórverkum tónlistarsögunnar. Það er því deginum ljósara, að til er í landinu stór hópur fólks, er kann eitt og annað á sviði tónlistar, auk þeirra sem leitað hafa sér æðri menntunar heima og erlendis. Ef það er rétt að fjölmiðlar hljóti eðli sínu samkvæmt að leggja sig þar eftir efni, sem von sé á sem mestum fjölda manna, er ljóst að hér hefíir fjölmiðla- fólki skotist heldur betur yfír, hvað snertir þá staðhæfíngu, að áhugafólk um alvarlega tónlist sé aðeins fámennur hópur sér- vitringa. Það er hins vegar aldrei rætt, að fjölmiðlar hafa mjög mikil áhrif á afstöðu almenn- ings, era beinlínis stýrandi um viðhorf og smekk fólks. Þama er í fólgin mikil ábyrgð, sérstak- lega ef sá sem leggur til fjöl- miðlaefnið, hefur ekkert annað að styðja sig við nema smekk sinn. Með þeim undantekning- um, er varðar ríkishljóðvarpið, era ekki starfandi sérmenntaðir tónlistarmenn við íslenska fjöl- miðla og val á tónlistarefni þvi nær algerlega í höndum leik- manna. Sú staðhæfing, að fjölmiðlafólk þjóni undir smekk almennings, er mjög liklega úi lausu lofti gripin og ekki hefut farið fram nein könnun á hlust- endafjölda þeim, er þeir þykjast þjóna undir. Þar á móti mætti halda því fram, að fjölmiðlafólk þjóni ekki nema að litlu leyti undir smekk almennings en val þeirra endurspegli hins vegai þeirra eigin smekk. Það er ekki meining mín, að fella eigi niður flutning á léttari gerð tónlistar, heldur að árétta það, að sá einliti tónlistarsmekk- ur, sem er ríkjandi hjá íslenskum fjölmiðlum, sé villandi og gangi í raun þvert á allar staðreyndir um þarfír manna í þessu efni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.