Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 63

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 63 Fyrstu tómatarnir komnir á markaðinn Hjónin Georg Ottósson á Jörfa og Guðbjörg Runólfsdóttir við vinnu við paprikuplöntur í gróðurhúsi sínu, ásamt syni sinum Kára. Syðra-Langholti. GARÐYRKJUBÆNDUR hér í sveit hafa nú sent fyrstu upp- skeruna af tómötum og papriku á markaðinn, en nokkuð er síðan gúrkur komu almennt á markaðinn. Fyrstu dagana er uppskeran þó ekki svo mikil að hægt sé að anna eftirspurn- inni. Heildsöluverð á tómötum er nú 280 krónur kílóið, en 300 krónur á paprikunni. Uppskeruhorfur eru góðar, að sögn garðyrkjubænda. Allmargir garðyrkjubændur búa á Flúðum og nágrenni, enda kemur mikið af heitu vatni úr iðrum jarðar á þessu svæði. Um þessar mundir er verið að sá káli, gulrófum og fleiri grænmetisteg- undum, sem fyrst eru ræktaðar undir gleri en síðan fært út í garðana um miðjan maí, ef vel viðrar. Garðlönd eru víða hituð upp á þann hátt að heitt vatn er leitt um jarðveginn með rörum. Nú er annatími framundfin hjá öllum bændum og vonandi að nú vori vel. Margt bendir til að svo verði. Sig.Sigm. ^(Ut: ****m&ui»m S82^ * fl jmtck ) Morgunblaðið/Sig.Sigm. Guðmundur Sigurðsson garðyrkjubóndi í Áslandi með eina af fyrstu tómatasendingunum sem fara á markaðinn í Reykjavík. HUGSAÐU ÞIG VEL UM í dag er kosið til ársins 1991. Það er kosið um vinstri- eða hægristefnu. í dag þarft þú að gera upp við þig hvaða lífsskoðun þú aðhyllist. Hugsaðu þig því vel um. ALÞÝÐUBANDALAGtÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.