Morgunblaðið - 25.04.1987, Síða 70

Morgunblaðið - 25.04.1987, Síða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 Umsvif hins opinbera — staða og horfur eftirFinn Sveinbjörnsson Starfsemi hins opinbera skiptir okkur öll miklu máli. Við njótum ýmiss konar þjónustu, eins og fjar- skipta, heilsugæslu og menntunar og á móti látum við hinu opinbera í té hluta af tekjum okkar. Ef hið opin- bera eykur þjónustu sína og krefst stærri hluta tekna okkar í sinn hlut verður þess minna af tekjum okkar eftir til frjálsrar ráðstöftinar fyrir okkur sjálf. Því hlýtur að vera áhuga- vert að hugleiða hvort starfsemi hins opinbera verði umfangsmeiri eða umfangsminni í framtíðinni en nú er. í þessari grein mun ég fyrst §alla um þróun umsvifa hins opinbera síðasta aldarflórðung og hvaða álykt- un er unnt að draga af henni um þróunina næstu áratugi. Síðan mun ég Qalla um nokkur atriði sem ég tel að muni verða mjög áberandi í allri umræðu um starfsemi hins opinbera á næstu árum. Umsvif hins opinbera Algengast er að mæla umsvif hins opinbera með því að fínna útgjöld eða tekjur hins opinbera sem hlutfall af stærð sem mælir umsvif í þjóðfélag- inu eins og vergri landsframleiðslu. Sé litið á þetta hlutfall yfír langan tíma má fá hugmynd um hvort og hvemig umsvif hins opinbera hafí breyst. Annar algengur mælikvarði á umsvif hins opinbera er fyöldi starfs- manna hins opinbera sem hlutfall af vinnandi mönnum í landinu eða árs- verk hjá hinu opinbera sem hlutfall af ársverkum í landinu. í þessu sam- bandi er vert að hafa í huga að í skýrslum um efnahagsmál er hið opinbera skilgreint á annan hátt en í daglegri umræðu. í stuttu máli má segja að til hins opinbera eða opin- berrar starfsemi teljist sá hluti af starfsemi ríkisins sem fjármagnaður er með skatttekjum og sá hluti af starfsemi sveitarfélaga sem fjár- magnaður er úr sveitarsjóðum. Þetta þýðir að starfsemi ýmissa fyrirtækja hins opinbera, eins og Póst- og síma- málastofnunarinnar, Áburðarverk- smiðju ríkisins og Ferðaskrifstofu ríkisins, starfsemi fyrirtækja með eignaraðild hins opinbera, eins og Landsvirlq'unar, og starfsemi ríkis- banka telst ekki til hins opinbera. Sé starfsemi þessara aðila talin með opinberri starfsemi er ljóst að hún er mun umfangsmeiri en hér kemur fram. Árið 1960 voru útgjöld hins opin- bera um fjórðungur af vergri lands- framleiðslu en árið 1985 höfðu þau vaxið í rúmlega þriðjung. Sama þróun sést ef litið er á opinber útgjöld og verga landsframleiðslu á mann. Á tímabilinu 1960—1985 tvöfaldaðist verg landsframleiðsla á mann en op- inber útgjöld á mann þrefölduðust. Á tímabilinu 1965—1985 þrefaldaðist fjöldi ársverka í opinberri stjómsýslu og þjónustu á meðan ársverk í landinu í heild tæplega tvöfölduðust. Það skiptir því ekki máli hvort lit- ið er á útgjöld hins opinbera eða ársverk f opinberri starfsemi síðasta aldarflórðung. Niðurstaðan verður sú sama í báðum tilfellum: Hlutur hins opinbera í þjóðfélaginu er stærri á miðjum níunda áratugpium en hann var í upphafi þess sjöunda. Þetta er svipuð þróun og í þeim ríkjum sem við tökum gjaman mið af. Þannig óx hlutfall opinberra út- gjalda af vergri landsframleiðslu í ríkjum Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OECD) úr rúmlega 26% að meðaltali árið 1960 í rúmlega 47% árið 1982. Svipaða sögu er að segja um mannafla í þjónustu hins opin- bera f rílq'um OECD. Árið 1960 voru um 11% af mannafla í þjónustu hins opinbera að meðaltali en árið 1982 hafði hlutfallið vaxið í rúmlega 18%. Samfara auknum umsvifum hins opinbera í ríkjum OECD hefur orðið umtalsverð breyting á samsetningu útgjalda hins opinbera. Hlutur út- gjalda til málaflokka, eins og vamar- mála og stjómsýslu, hefur minnkað en hlutur útgjalda til þeirra mála- flokka sem einkenna velferðarríkið, eins og mennta-, heilbrigðis-, og lífeyrismála, hefur aukist. Þessi breyting á samsetningu útgjaldanna þýðir m.a. að æ meiri áhersla hefur verið lögð á verkefni sem koma ein- staklingum mest til góða og hafa jöfnun aðstöðu og lffskjara að megin- markmiði en verkefni sem gagnast þjóðinni f heiid hafa orðið æ fyrirferð- arminni. Þessi áhersla á velferðarríkið hefur einnig verið ríkjandi hér á landi. Þar sem upplýsingar um skiptingu út- gjalda hins opinbera eftir málaflokk- um eru ekki til nema fyrir síðustu ár verður látið nægja að huga að skiptingu ríkisútgjalda. Á tímabilinu 1970—1985 hefur hlutur útgjalda til mennta-, heilbrigðis- og annarra vel- ferðarmála vaxið á kostnað útgjalda til atvinnumála. Þannig námu útgjöld til þessara þriggja málaflokka rúm- lega 51% árið 1970 samanborið við tæplega 60% á árinu 1985. Á sama tfmabili lækkaði hlutur útgjalda til atvinnumála úr 34% árið 1970 í rúm- lega 23% árið 1985. Þegar þessi þróun er höfð í huga er nokkuð auðvelt að skilja hvers vegna ársverk í opinberri þjónustu hafa vaxið jafnhratt og raun ber vitni. Útgjöld til atvinnumála eru að miklu leyti tilfærslur úr ríkissjóði, þ.e. flutningur á fé úr vasa skatt- greiðenda til atvinnugreinanna. Sem dæmi má nefna uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir, niðurgreiðslur á vöruverði, framlag til Skipaútgerðar ríkisins og verðjöfnunargjald af ra- forku. Hins vegar byggjast útgjöld til mennta-, heilbrigðis- og annarra velferðarmála gjaman á einhverri starfsemi hjá hinu opinbera og þegar útgjöld til þessara málaflokka aukast vex §öldi ársverka. Það má heldur ekki gleyma því að starfsemi eins og umönnun fatlaðra og aldraðra, bama- gæsla og sérkennsla er iðulega mannfrekari en t.d. hefðbundin iðn- aðarframleiðsla. Eins og áður sagði hafa umsvif hins opinbera aukist vemlega síðasta aldarfjórðungi, einkum á sjöunda ára- tugnum, bæði hér á landi og í öðmm ríkjum OECD. Það er hins vegar rétt að hafa í huga að sjöundi áratugurinn var um margt sérstakur. Jafnvægi ríkti í alþjóðaefnahagsmálum, hag- vöxtur var ör og almenn bjartsýni ríkti um möguleika hins opinbera til að stjóma þróun efnahagsmála og tryggja hagvöxt í framtíðinni. Aukin menntun almennings, bætt heilsu- gæsla, betri samgöngur og aukinn réttur til ýmiss konar almannatrygg- inga, svo dæmi séu nefnd, vom öll talin örva hagvöxt. Sífellt hærri þjóð- artekjur áttu svo að standa undir auknum útgjöldum hins opinbera. Þetta olli þvi að- meira var rætt um á hvaða sviði ætti helst að auka út- gjöld hins opinbera en hvort það ætti að auka þau. Áttundi áratugurinn var tfmi um- róts í efnahagsmálum og ýmsar efasemdir vöknuðu um ágæti opin- berra umsvifa. Þannig var farið að draga í efa að ríkisstjómir gætu stjómað gangi hagkerfísins af ná- kvæmni með aðgerðum á sviði ríkis- fjármála og peningamála. Einnig vöknuðu spumingar um óæskileg áhrif ýmissa verkefna hins opinbera og skattlagningar á hagkvæma notk- un framleiðsluþátta, hvatann til vinnu, val neytenda og frelsi einstakl- inga. Margir töldu meira að segja að þessi neikvæðu áhrif væm sterkari en jákvæðu áhrifín þannig að sum verkefni hins opinbera gerðu meira ógagn en gagn. Þessi umræða hefur haldið áfram og í ýmsum löndum hafa heyrst háværar kröfur um að reynt verði að „temja ófreskjuna," þ.e. hægja verulega á vexti útgjalda hins opinbera eða jafnvel snúa þróun- inni við og draga úr umsvifum hins opinbera. Vorið 1985 var gefín út af OECD Finnur Sveinbjömsson „Þannig er iðulega mun þægilegra og auðveld- ara fyrir þá sem ákvarðanir taka að auka útgjöldin en hækka skattana. Vilji menn síðan jafnvægi í búskap hins opinbera fer að verða erfitt að koma öllu heim og sam- an. Leiðin út úr þessum vanda er að huga vel að stefnumótun og gera upp við sig hveiju hið opinbera á að sinna og hvað það á að láta í hendur í öðrum aðilum í þjóðfélaginu.“ athugun á umsvifum hins opinbera í ríkjum OECD á síðustu áratugum. Höfundar skýrslunnar athuguðu m.a. hveijar væru helstu ástæður fyrir vexti útgjalda til nokkurra þátta í starfsemi hins opinbera í 12 af ríkjum OECD. Niðurstöðumar eru mjög at- hyglisverðar. Sem dæmi má nefna að á tímabilinu 1960—1975 jukust útgjöld til menntamála um þrisvar sinnum hraðar á ári en á tlmabilinu 1975—1981 og útgjöld til heilbrigðis- mála tæplega þrisvar sinnum hraðar á fyrra tímabilinu en hinu síðara. Athuganir höfunda sýndu að í báðum málaflokkum á báðum tímabilum var það ekki aukinn mannfjöldi eða aukin eftirspum innan hvers aldurshóps sem hafði mest áhrif á vöxt útgjald- anna heldur aukin gæði þjónustunn- ar. Það eru því gæðin, þjónustustigið, sem skipta mestu um þróun opin- berra útgjalda en breytingar á mannfjölda skipta hins vegar minna máli. Óvarlegt er að álykta að þetta verði þannig um ókomna framtíð. Opinber þjónusta hefur aukist mikið í ríkjum OECD síðasta aldarfjórðung og á mörgum sviðum hefur þeim markmiðum sem að var stefnt verið náð. Einnig verður að hafa í huga að aldurssamsetning þjóða iðnríkj- anna breytist vemlega næstu áratugi — þjóðimar munu eldast hratt. Miklar breytingar eru fyrirsjáan- legar á samsetningu íslensku þjóðar- innar á næstu áratugum. Þannig er talið að ungu fólki á aldrinum 0—19 ára fækki verulega á næstu áratug- um en fólki á vinnualdri, 20—64 ára, fíjölgi nokkuð. Mesta fjölgunin verður í flokki 65 ára og eldri. Sá hópur var rúmlega 8% þjóðarinnar árið 1960 en verður rúmlega 17% hennar árið 2020. Talið er að bömum og ungling- um muni fækka úr tæplega 70 þúsundum á árinu 1985 í um 50 þúsund árið 2020. Fólki á framhalds- skóla- og háskólaaldri fækkar einnig, eða úr tæplega 50 þúsundum árið 1985 í um 30 þúsund árið 2020. Þessi mikla fækkun fólks á skóla- aldri gæti gefíð tilefni til að álykta sem svo að útgjöld til menntamála muni dragast saman á næstu áratug- um. Ég tel þó að þróun síðustu ára sýni hins vegar að sfvaxandi áhersla verði lögð á aukna þjónustu, aukin gæði, í menntamálum hér á landi í framtíðinni. Sem dæmi má nefna samfelldan skóladag, kennslu fímm ára bama, dreifingu skóla eða ein- stakra deilda skóla um landið, stuðnings- og sérkennslu, auk endur- menntunar af ýmsu tagi. Kostnaður við rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva og greiðsla lífeyris vega langþyngst í útgjöldum til heilbrigðis- og velferðarmála. Samkvæmt spá um þróun mannfjöld- ans mun öldruðum, þ.e. 65 ára og eldri, fjölga úr tæplega 25 þúsundum árið 1985 í tæplega 48 þúsund árið 2020. Fjöldi þeirra tvöfaldast því á tímabilinu. Ljóst er að miðað við nú- verandi fyrirkomulag í lífeyrismálum er því fyrirsjáanleg mikil aukning útgjalda til þessa málaflokks. Sam- kvæmt tölum frá hinum Norðurlönd- unum er það fólk eldra en 65 ára sem notar þjónustu sjúkrahúsa hlutfalls- lega mest af öllum aldurshópum. Fjölgun í þessum aldurshópi mun því leiða til aukinna útgjalda til heilbrigð- ismála. Ef gert er ráð fyrir því að þjónusta við aldraða aukist hinsvegar mikið frá því sem nú er verður vöxt- ur útgjaldanna þeim mun meiri. Fljótt á litið bendir þróun síðustu ára og dagleg umræða til þess að þjónusta hins opinbera aukist á kom- andi árum frekar en hún dragist saman. Þessu til stuðnings má benda á niðurstöður könnunar sem Félagsví- sindastofnun gerði í nóvember 1986 og birtar eru í grein eftir Stefán Ól- afsson í Vinnunni, blaði ASÍ, í desember 1986. Þegar spurt var um viðhorf fólks á kosningaaldri til nok- kurra þátta opinberrar þjónustu kom í ljós að folk er misánægt með þessa þætti og nokkur vilji er fyrir því að þeir verði efldir frá því sem nú er. Þannig sagðist t.d. tæplega helming- ur vera ánægður með heilbrigðis- þjónustuna og svipað hlutfall taldi að það ætti að efla hana. Um 80% svarenda taldi að efla bæri þjónustu við aldraða og 60% að efla bæri dag- vistun barna. Það kemur því ekki á óvart að sjá að einungis 16% að- spurðra eru ánægðir með núverandi þjónustu við aldraða og 21% ánægð með dagvistun bama. A milli 40 og 50% svarenda vildu efla skólakerfíð og almannatryggingakerfíð. Fyrir utan velferðarmálin var mikill vilji fyrir því að efla samgöngumál/vega- gerð, eða 73% svarenda. Séu svör úr þessari könnun borin saman við svör úr svipuðum könnunum á hinum Norðurlöndunum kemur í ljós að ís- lendingum er það nokkru meira kappsmál en fbúum hinna landanna að skólakerfið, dagvistun bama og samgöngumál verði efld, en íbúar hinna þjóðanna eru sama sinnis og íslendingar þegar kemur að þjónustu við aldraða og mikill meirihluti vill auka hana. í greininni er einungis um grófa athugun á svörum að ræða, enda segir höfundur að þetta séu bráða- birgðaniðurstöður. Því er ekki ráðlegt að draga of ákveðnar eða almennar ályktanir af henni. Hins vegar tel ég að varla fari milli mála að könnunin gefur visbendingu um að almenning- ur vilji efla opinbera þjónustu. Starfsemi hins opinbera er að lang- mestu leyti flármögnuð með tekjum af sköttum og gjöldum. Samfara auknum umsvifum hins opinbera víða um lönd á síðustu áratugum hefur því farið aukin skattheimta. Aukin skattheimta hefur siðan vakið spum- ingar um ýmis óæskileg áhrif hennar. Hagfræðingar hafa ekki verið á eitt sáttir um áhrif skatta eins og telq'u- skatts á vinnuframlag einstaklinga. Áður fyrr var almennt talið að í heild væru áhrifín lítil sem engin, a.m.k. það lítil að ekki þyrfti að hafa áhyggj- ur af þeim. Þetta hefur hins vegar verið dregið í efa á síðustu árum í ljósi nýrra athugana þótt enn sem komið er sé varla tímabært að draga almennar ályktanir af þeim. í könnun Félagsvísindastofnunar, sem áður var minnst á, var einnig spurt um viðhorf íslenskra kjósenda til skattheimtu. í ljós kom að 57% töldu skatta of háa og 38% töldu þá hæfilega háa. Þetta eru nokkuð önn- ur viðhorf en rílq'a á hinum Norður- löndunum. Þannig töldu frá 72% til 90% aðspurðra á hinum Norðurlönd- unum skatta vera of háa. Þessi óliku viðhorf stafa trúlega að mestu leyti af tvennu. í fyrsta lagi er skatt- heimta lægri á fslandi en á hinum Norðurlöndunum vegna minni um- svifa hins opinbera og í öðru lagi er hlutur beinna skatta, eins og tekju- skatts einstaklinga, mun minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Almenningur gerir sér hins vegar mun betri grein fyrir áhrifum tekju- skatts og útsvars á ráðstöfunartekjur sínar en áhrifum óbeinna skatta eins og söluskatts sem er falinn í vöru- verði í landinu. í könnuninni var einnig spurt um viðhorf almennings til aukinnar þátt- töku sjúklinga í kostnaði við heil- brigðisþjónustu og aukinnar þátttöku foreldra í skólakostnaði bama gegn almennri skattalækkun. í ljós kom að um 69% voru því annaðhvort frek- ar eða algjörlega ósammála að sjúklingar greiddu meira af kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Hvað skóla- kostnaðinn varðar kom í ljós að heldur lægra hlutfall, eða 56%, var því annaðhvort frekar eða algjörlega ósammála að foreldrar tælq'u aukinn þátt í skólakostnaði bama. Af þessu má draga þá ályktun að fólk kjósi heldur að kostnaður við mennta- og heilbrigðismál sé greiddur af almenn- um skatttekjum hins opinbera en að bein þátttaka neytenda í kostnaði verði aukin. Þegar til lengri tíma er litið hafa tekjur og útgjöld hins opinbera hér á landi staðist á. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem verulegt ójafnvægi hefur myndast vegna halla á rekstri ríkissjóðs. Athygli manna hefur beinst að þessu ójafnvægi og það á ugglaust eftir að hafa mikil áhrif á umræðu manna um starfsemi hins opinbera og opinbera þjónustu í framtíðinni. Viðhorf til opinberrar starfsemi í framtíðinni Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort auka eigi útgjöld hins opinbera eða minnka þau, hækka skatta eða lækka, eða láta allt vera óbreytt eins og það er nú. Hins veg- ar langar mig til að benda á nokkur atriði sem eiga örugglega eftir að verða meira áberandi í umræðu um starfsemi hins opinbera og opinbera þjónustu en nú er. Þessi atriði eru óháð því hversu mikil umsvif hins opinbera eru og á hvaða sviðum hið opinbera haslar sér völl. Þau hníga reyndar öll í eina átt: Að stefnufesta í starfsemi hins opinbera verði aukin og meiri virðing verði borin fyrir hin- um sjálfsagða rétti skattborgarans að stjórnvöld nýti skatttekjumar sem best. a) Aukin stefnumótun löggjafar- og framkvæmdavalds. Útgjöld hins opinbera hér á landi byggjast ekki á ákveðinni stefnu. Hveijum sem les Qárlög eða fyár- hagsáætlanir sveitarfélaga má verða ljóst að þar ráða málamiðlanir rílq'um og ótrúlega oft verða tímabundin útgjöld, sem nota átti til að leysa aðkallandi vandamál, að föstum lið. Þetta veldur því að illa gengur síðar meir að finna rök fyrir ýmsum út- gjaldaliðum sem halda áfram ár eftir ár, eins og af gömlum vana. Og eng- inn maður skilur hvers vegna styrkur til félags A er 500 þús. kr. en styrk- urtil félags B ekki nema 250 þús. kr. Alvarlegra er þó það ósamræmi sem hefur myndast milli þess sem löggjafarvaldið ákveður þegar það setur almenn lög og þegar það setur flárlög. Síðan 1978 hefur Alþingi ekki treyst sér til að standa við ákvæði laga um útgjöld til ýmissa verkefna og þetta hefur aukist með árunum fremur en hitt. Af mörgum dæmum er að taka, en ég vil nefna lög um skipulag ferðamála, sem sett voru vorið 1985. í þeim er m.a. ákvæði um að 10% af sölutekjum Fríhafnar á Keflavíkurflugvelli skuli renna til verkefna á sviði ferðamála.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.