Morgunblaðið - 25.04.1987, Síða 71

Morgunblaðið - 25.04.1987, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 71 Nokkrum mánuðum síðar samþykkti sami þingheimur §árlög þar sem fram kom að meirihluti þingmanna treysti sér ekki til að standa við ákvæði áðumefndra laga um fjár- framlög til ferðamála. Þessi skerðing á lögbundnum framlögum skiptir orð- ið verulegu máli fyrir stöðu ríkissjóðs. Það hefur t.d. verið reiknað út að áætluð útgjöld ríkissjóðs á árinu 1987 væru um 700 m. kr. hærri ef staðið væri við ákvæði ýmissa laga um fjár- framlög. Menn geta haft ýmsar skoðanir á því hversu heppilegt það er fyrir stjóm ríkisfjármála að út- gjöld til einstakra verkefna séu bundin af ákvæðum í lögum en ég tel að núverandi þróun sé verulegt áhyggjuefni. Lög eru gjaman því marki brennd að vera nokkuð almenns eðlis. Það kemur því í hlut framkvæmdavaldsins að bæði framkvæma og stundum móta stefnuna. í þeim tilvikum sem æðstu stjómvöld marka svo ekki nógu skýra stefnu verða stjómendur og starfsmenn opinberra stofnana að gera það. Það er óviðunandi ástand. Almenn löggjöf er ágæt á tímum örra þjóðfélagsbreytinga en hins veg- ar færir hún of mikið vald frá löggjafarvaldinu til framkvæmda- valdsins. Þá er ekki síður slæmt þegar stjómendur stofnana þurfa að marka stefnuna í veigamiklum málum vegna þess að forystu löggjafarvaldsins og stjómar framkvæmdavaldsins skort- ir. A þessu hlýtur að verða breyting á komandi ámm og krafist verður meiri stefnumótunar og stefnufestu í starfsemi og útgjöldum hins opin- bera. í þessu felst m.a. að það verður að ákveða með afdráttarlausari hætti en nú er hvaða hlutverki hinu opin- bera er ætlað í þjóðfélaginu. Einnig verður væntanlega farið að setja op- inberum stofnunum markmið og meiri áhersla verður lögð á árangur af starfsemi stofnana en ekki einung- is haft eftirlit með því hvort þær eyða meira fé en áætlað var. Með því að leggja áherslu á setningu markmiða og árangur verður vænt- anlega einnig unnt að tryggja að starfsemi opinberra stofnana breytist hratt í takt við tímann og þær hætti fljótt að sinna verkefnum sem engin þörf er á. b) Aukin áhersla á hagræðingu í starfsemi hins opinbera. Þegar tekin er ákvörðun um §ár- veitingu til opinberrar stofnunar er reynt að sníða henni þröngan stakk þannig að hún hafi ekki úr meira fé að spila en nauðsynlegt er til að hún geti sinnt verkefnum sínum. Hins vegar er trúlega oft unnt að ná sama árangri með minni tilkostnaði. Vandamálið er að lítið er gert til að laða fram hagkvæmustu lausnir. Þannig eru of fáir hvatar byggðir inn í ákvarðanatöku hjá hinu opinbera til að freista þess að hagkvæmustu lausn sé ávallt leitað. Sem dæmi má nefna að fjárveitingar til stofnana laga sig iðulega með tímanum að þeim útgjöldum sem til þarf, hvort sem rekstur þeirra er hagkvæmur eða ekki. Þessu verður ekki breytt með hefð- bundnum úttektum á starfí opinberra stofnana. Lausnin liggur í setningu markmiða fyrir stofnanir í samræmi við stefnu stjómvalda, nýjum að- ferðum við skiptingu fjár milli stofn- ana og verkefna, auknum kröfum til stjómenda, fræðslu fyrir þá og aðra starfsmenn og hugsanlega nýju launakerfi, sem þjónar bæði hags- munum hins opinbera sem vinnuveit- anda og starfsmanna. Hagræðing verður ekki til með valdboði heldur skilningi og virkri þátttöku stjóm- enda og starfsmanna og þeir verða að sjá sér hag í því að taka þátt í slíkum aðgerðum. Einn liður í aukinni hagræðingu er að opinberar stofnanir verði hvatt- ar til að selja þá vöru og þjónustu sem þær hafa á boðstólum. Megintil- gangurinn með slíku á ekki að vera sá að draga úr útgjöldum hins opin- bera, heldur laða fram hina raun- verulegu eftirspum eftir vörunni eða þjónustunni. Að sjálfsögðu verður að gæta þess að haga verðlagningu þannig að tekjulágir viðskiptavinir sem þurfa raunverulega á vörunni eða þjónustunni að halda hætti ekki við að kaupa hana vegna verðsins. En það verður einnig að koma í veg fyrir að meira sé notað af vömnni eða þjónustunni en brýna nauðsyn ber til. Annað, sem má nefna, er að opin- berum stofnunum verði ekki hltft við samkeppni, hvorki frá öðrum opin- berum stofnunum né einkafyrirtækj- um. c) Krafa um aukna arðsemi. Innan hins opinbera er sífellt verið að taka ákvarðanir um ráðstöfun fjár til ýmiss konar verkefna, fram- kvæmda og eignakaupa. Þv! miður er oft litið framhjá kröfunni um arð- semi. Vissulega er erfítt að meta arðsemi ýmissa opinberra fram- kvæmda en það er þó engin afsökun fyrir því að ákvarðanir séu teknar án þess að arðsemi sé athuguð. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna þess að fast er sótt á um fé til að leggja vegi, byggja sjúkrahús, skóla og hafnir og féð er takmarkað. Því hlýt- ur það að vera kappsmál að féð sé sett í þau verkefni sem mestan arð gefa, hvort sem það er vegarspotti í Amessýslu, hafnargarður í Húna- þingi eða íþróttahús á Austflörðum. d) Aukin notkun útboða og aðkeyptr- ar þjónustu. Utboð hafa um langt skeið verið notuð við verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera og gefist ákaf- lega vel. Mörg dæmi eru um að kaup á ýmiss konar þjónustu og aðföngum fyrir stofnanir hins opinbera hafi verið boðin út og í mörgum tilvikum hefur þetta gefið mjög góðan árang- ur. Sem dæmi má nefna útboð ríkisins á tryggingum fyrir ríkisbifreiðir og útboð við kaup á bifreiðum fyrir ríkis- stofnanir. Notkun útboða hlýtur að aukast í framtíðinni, enda kaupir hið opinbera oft það mikið magn að unnt á að vera að fá verulegan afslátt af venjulegu verði. Nýlega benti t.d. landlæknir á að útboð gætu hugsan- lega dregið verulega úr kostnaði sjúkrahúsa landsins við kaup á til- teknum lyfjum. Þá kæmi það mér ekki á óvart að sá möguleiki yrði kannaður oftar en nú gerist að einkafyrirtæki sinni verkefnum sem framkvæmdavaldinu eru falin frekar en að opinberar stofn- anir verði settar á laggimar til að leysa málið. Að sjálfsögðu þurfa regl- ur og skilmálar af hálfu hins opinbera að vera þannig að gæði þjónustunnar verði ekki minni en ef verkið væri unnið af opinberri stofnun. e) Sala opinberra fyrirtækja. Ríkið rekur prentsmiðju, ferða- skrifstofu, happdrætti, lyQabúð, kvikmyndahús, laxeldisstöð, síldar- verksmiðjur, áfengisútsölur og skipafélag svo dæmi séu nefnd um opinber fyrirtæki. Ýmsar ástæður liggja að baki ák- vörðunum hins opinbera um að stofna fyrirtæki til að veita tiltekna þjón- ustu. Oft kemur hið opinbera með þessu móti í veg fyrir mikil afskipti af starfsemi einkaaðila. Þetta á t.d. við í þeim tilvikum þar sem einkafyr- irtæki gæti náð einokunaraðstöðu á mikilvægum sviðum í krafti stærðar- innar. Önnur rök eru þau að verkefnin séu of viðamikil fyrir fyrirtæki í landinu. Þá koma oft til sjónarmið sem snerta öryggi landsins, öryggi upplýsinga eða réttarfar í landinu. Auk þess má benda á þau rök sem oft heyrast að einhveija tiltekna þjón- ustu verði að veita en einkafyrirtæki séu einfaldlega ekki reiðubúin að veita hana. Stundum eru góð og gild rök fyrir stofnun opinberra fyrirtækja. Að- stæður breytast hins vegar furðu fljótt, t.d. vegna örra tæknibreytinga eða vaxtar einkafyrirtækja. I sam- ræmi við það sem áður hefur verið sagt um aukna stefnumótun í starf- semi hins opinbera hlýtur einnig að verða hugað að því hvort hið opin- bera eigi að halda áfram að reka einstök fyrirtæki. Lokaorð Velferðarríkið hefur þróast úr því að tryggja ákveðin lágmarksréttindi í það að reyna að uppfylla kröfur um það besta af öllu. Slíkt veldur ýmsum vandkvæðum fyrir opinber §ármál. Þannig er iðulega mun þægilegra og auðveldara fyrir þá sem ákvarðanir taka að auka útgjöldin en hækka skattana. Vilji menn síðan jafnvægi í búskap hins opinbera fer að verða erfitt að koma öllu heim og saman. Leiðin út úr þessum vanda er að huga vel að stefnumótun og gera upp við sig hvetju hið opinbera á að sinna og hvað það á að láta í hendur á öðrum aðilum í þjóðfélaginu. Höfundur starfar á fjárlaga- og hagsýslustofnun. Greinin erað mestu leyti samhfjóða erindi, sem höfundur flutti á ráðstefnu At- vinnu 87 á Sauðárkróki. Fjögur góð ráð og líkumar aukast: NU An PD NÆSTA LEIKI Sölustööum verður lokaö i kvöld kl. 20:15. A'" ' •Y%5 \ 1. Hafdu happatölurnar þínar í huga, nema |m <vtlii <ið not<\ sjalfvuKt val <i sölustað 2. Vandadu þíg víð útfyllingu Lottómiðans svo <ið sölukosslnn skynji aðeins þ<vr tölur sent þu hetur rnerkt víð 3. Farðu tímaniega á sölustað, þvi surnii tiahi lent i hiðröð otj ekki iengið afgreiðslu i t<vk<i tið. 4. Mundu eftir aö bera saman Lottómiðann og þátttökukvíttunina, þannig <ið þinur tolur seu orugglvg<i með i leiknum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.