Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 74
V90T TTfJCTA XO STTTf^A HG A r>TT A T fXJCJ A TfTTjfTTr»aO*
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987
Guðrún Eyþórs-
dóttir—Minning
Fædd 24. júlí 1939
Dáin 17. apríl 1987
„Hve sárt að sjá þá góðu og göfgu líða
og geta hvergi veitt þeim líknarhönd,
en þó er hollt að sjá þá styrkja og stríða,
er standast vel, þó brenni líf og önd.
Þú lifir enn, þitt dæmið dyggðamlca
það dvínar ei, þó hélið byrgi láð,
Þú hjá oss áttir harla fáa lika
að hjartans auði og fólskvalausri dáð.“
(MJoch.)
Enn sem fyrr eru vegir Guðs
órannsakanlegir, dagar eru taldir,
líf er burtu tekið og við máttlítil
mannanna böm megnum þar einsk-
js.
Alitaf erum við jafn óviðbúin
þegar vinir hverfa, og alltaf slær
sorgin jafn hart, jafnvel þegar dauð-
inn af miskunnsemi sinni leysir
langt sjúkdómsstríð. Frammi fyrir
þeirri staðreynd lífsins stöndum við
nú, er við með söknuði kveðjum
kæra vinkonu.
Guðrún Eyþórsdóttir fæddist á
Sauðárkróki þann 24. júlí 1939,
einkabam hjónanna Sigríðar Stef-
ánsdóttur og Eyþórs Stefánssonar
tónskálds. Hún ólst upp í faðmi
ástríkra foreldra á menningar-
heimili þar sem listir voru í háveg-
um hafðar.
Oft minntist Guðrún á æsku-
heimiii sitt Fögmhifð, miðstöð
fagurs og þroskandi mannlífs. Og
þeirra áhrifa gætti í öllu hennar lífi.
Guðrún fluttist til ísafjarðar árið
1960 ásamt eiginmanni sínum, Ein-
ari Vali Kristjánssjmi, og ungum
syni. Ung glæsileg stúlka með fal-
legt bros og heillandi framkomu.
Hún var vissulega félagslynd vera
og áhugamál hennar mörg. Guðrún
starfaði mikið að félagsmálum, m.a.
í Kvenfélaginu Hlíf. Hún átti sæti
í stjóm þess um árabil en vegleg-
asti minnisvarði hennar þar er þó
fómfúst starf hennar sem stjóm-
andi Hlífarkórsins.
Við sem þetta ritum minnumst
sérstaklega spilakvöldanna þar sem
Guðrún var aðaldriffjöðrin. í yfir
20 ár komum við saman, spiluðum,
spjölluðum og spauguðum, þar voru
að sjálfsögðu margar áætlanir gerð-
ar, sumar stóðust, aðrar ekki.
Þessara ánægjustunda minnumst
við með þakklæti.
Einar Valur og Guðrún eignuðust
ijögur böm, þau Eyþór, Sigriði,
Atla og Auðun. Guðrún og Einar
slitu samvistir.
Hún giftist öðm sinni Júlíusi
Kristjánssyni og fluttu þau heimili
sitt á „Krókinn".
Fyrir nokkmm ámm kom í ljós
að Guðrún var haldin þeim sjúkdómi
sem leiddi hana til dauða. Með ein-
stökum lífsviija og bjartsýni barðist
hún hetjulegri baráttu, vel studd
af eiginmanni sínum sem nánast
aldrei vék frá sjúkrabeði hennar.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við ástvinum Guðrúnar, sérstak-
lega eiginmanni, bömum og
öldruðum foreldmm.
Við kveðjum vinkonu okkar með
þakklæti fyrir samfylgdina og biðj-
um henni Guð blessunar í nýjum
heimkynnum.
„Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo hann
geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guðs síns.“
(Kahlil Gibran.)
Birna, Dedda, Helga, Kaja
og Stella.
Sem stormur hreki skörðótt ský,
svo skunda burt vor ár ...
Hún Guðrún Eyþórsdóttir kenndi
okkur hér f ísafjarðarprestakalli
þennan fallega sálm sr. Siguijóns
Guðrjónssonar og Jean Sibelius, sem
þannig hefst og við hér vestra meg-
un til með að syngja okkur til kjarks
og trúareflingar um hver áramót.
Reyndar stöku sinnum endranær
ef okkur liggur mjög á, eins og
núna, þegar við horfum henni Guðr-
únu á bak úr þessum heimi og þykir
svo sárt hvað hún varð að líða og
hve þung hún er sorgin ástvinanna.
Guðrún er reyndar ekki alfarin
úr heimi þessum, til þess skildi hún
of mikið eftir af sjálfri sér. Fýrst
og fremst börnin sín mannvænlegu,
en einnig mannbætur á okkur, sem
hún hefur gefið svo margar minn-
ingar um upplyftar stundir til að
njóta.
Guðrún Eyþórsdóttir var organ-
isti og söngstjóri við Hnífsdalskap-
ellu frá því 1976 til 1983 og hafði
að auki afleysingar og mikið sam-
starf við aðrar kirkjur í prestakall-
inu.
Hnífsdalskapella býr yfir ágætu
litlu pípuorgeli og lagði Guðrún sig
mjög fram við að ná leikni í orgel-
leik þó píanóið væri henni frá
öndverðu tamara. Hún var mjög
smekklegur orgelleikari og oft inn-
blásin í leik sínum enda mjög
hrifnæm kona og hrífandi í alla
staði. Þess vegna var hún þessi
driftarmanneskja sem hún var.
Kórstarf er vissulega oft erfið-
leikum bundið þar sem fólk vinnur
svo langan vinnudag sem hér. Því
þarf slíkra eldhuga sem Guðrúnar
við ef eitthvað stórt á að takast.
Elja hennar við undirbúning hátíða
hverskonar var einstök, enda feng-
um við jafnan öli að njóta þess hve
vel tókst til. Sjálf hafði hún þá jafn-
an lagt mest fram auk þess sem
hún dreif alla hina með. Aðventu-
kvöld, hátíðamessur og útfarir urðu
stærri stundir í lífi okkar fyrir henn-
ar tilverknað.
Guðrún átti sinn dijúga þátt í
því að breiða vakninguna úr Skál-
holti til söngfólks hér vestra. Hún
og Sigríður Norðkvist úr Bolung-
arvík voru sem samvaldar í þessu.
Þær vissu að saman gátu tiltölulega
fámennir krikjukórar ráðist í stærri
verkefni og eignast enn meiri söng-
gleði ef þeir ynnu saman. Því voru
kóramót ófá sem þær stóðu að og
jafnan mikil hátíð þegar af varð.
Þetta varð líka til að efla samstöðu
manna hér í vestfírsku byggðunum
og veitir aldrei af í manna heimi.
Mörg önnur jám hafði Guðrún í
eldinum. Árlega æfði hún söng og
skemmtiatriði fyrir gamalmenna-
samsæti kvenfélagsins Hlífar og oft
fór hún á íjalir með Litla leik-
klúbbnum. Þess utan var hún úti-
vinnandi húsmóðir. Það gefur
augaleið að þar sem Guðrún Ey-
þórsdóttir fór var atgervismann-
eskja á ferð. Hún var þarfur borgari
í ísaíj arðarkaupstað.
Guðrún hafði fágæta persónu-
töfra. Hún var glaðlynd og
gamansöm, hnyttin í tilsvörum,
ágætasti sögumaður, áhugasöm og
snör í hugsun, góðgjöm og hjálpfús
og hafði lag á því að laða hið besta
fram hjá hveijum og einum. Manni
leið því vel í návist hennar.
Við sem áttum samstarf við hana
áttum hana líka að vini. Heimili
hennar stóð okkur opið og áttum
við þar marga næðis- og gleði-
stund. Við söknuðum því Guðrúnar
mjög þegar hún fluttist héðan og
nú er söknuður okkar svo sárt und-
irstrikaður af burtför hennar héðan
úr heimi. Við skiljum af þessu vel
hvílíkur harmur er að foreldrum
hennar kveðinn, öldmðum og
heilsuhnignum, sem og ástvinum
hennar öllum. I bænum okkar felum
við þau Guði og biðjum hann styrkja
þau öll og varðveita okkur öllum
minninguna um elskulega konu.
Ég legg sem blóm að beði henn-
ar miðversið úr sálminum sem ég
vitnaði til í upphafí:
En eitt var það sem stöðugt stóð
og stendur aUa tíð,
það virki, er styrka höndin hlóð,
þín hjálpin, Drottinn, blíð.
Hún feðra og mæðra vemdin var
á vegum stríðs og þjáningar
og kveikti ljós við kulnað skar
og kyndil vonar bar.
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson
Tregt er okkur um tungu er við
minnumst okkar ástsæla söng-
stjóra, Guðrúnar Eyþórsdóttur.
Langri sjúkdómsbaráttu er lokið.
Svo sannarlega ríkir sár söknuður
í hugum okkar. Minningamar þyrp-
ast fram í hugann, þær verða ekki
allar skráðar á blað.
Með þakklæti minnumst við sam-
verustundanna í kórstarfinu.
Ekkert virtist henni ómögulegt, sem
dæmi má nefna þegar hún með
glaðværð sinni og lífskrafti hreif
okkur með sér til samstarfs við
kórana í Súðavík og Bolungarvík
og tengdi þannig þessi litlu sam-
félög saman í gleði og söng.
Hver man ekki ferðimar sem við
fómm saman til messusöngs í litlu
kirkjumar við Ísaíjarðardjúp eða
ferðina í heimabyggð hennar, Sauð-
árkrók? Margar góðar minningar
varðveitum við í hjörtum okkar frá
samfylgdinni við hana.
Hún Guðrún okkar, eins og við
kölluðum hana, var gædd þeim
hæfileika að laða fram það besta
hjá samferðafólki sínu. Hún var ein
af þeim manneskjum sem með til-
vem sinni gerði lífíð bjartara og
fegurra.
Fyrir allt sem hún var okkur og
allt það er hún skilur eftir hjá okk-
ur sem einstaklingum þökkum við
nú að leiðarlokum.
Blessuð sé minning hennar.
Eiginmanni, bömum, foreldmm
og öllum ástvinum vottum við inni-
lega samúð og biðjum-góðan Guð
að styrkja þau á sorgarstundu.
Hljóð og tóm er hjartans borg.
Heimsins svipur breyttur er.
Andi minn hann á ei sorg.
Alltaf lifir þú hjá mér.
(Einar Benediktsson)
Samkór Hnífsdælinga
Minning:
Einar Ingi Jónsson
prentsmiðjustjóri
Fæddur 13. júlí 1930
Dáinn 15. apríl 1987
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Vald. Briem)
Á morgun verður útför tengda-
föður míns, Einars Inga Jónssonar
prentsmiðjustjóra, er andaðist hinn
15. apríl sl., gerð frá Dómkirkjunni
í Reykjavík.
Með þessum fátæklegu línum vil
ég minnast hans með nokkmm orð-
um.
Einar Ingi fæddist í Reykjavík
13. júlí 1930. Foreldrar hans vom
Kristbjörg Jónsdóttir og Jón H.
Vilhjálmsson bifreiðastjóri. Auk
Einars áttu þau eina dóttur, Erlu
Jónsdóttur, húsfreyju í Hafnarfirði,
fædda 11. október 1928.
Einar bjó í foreldrahúsum fram
til þess tíma að hann stofnaði eigin
fjölskyldu.
Einar hóf nám í prentiðn 1. jan- -
úar 1947 í ísafoldarprentsmiðju og
var þar við nám og störf fram til
ársins 1952. Hann starfaði í prent-
smiðju Ágústar Sigurðssonar (PÁS)
1952-1954.
Strax árið 1954 stofnaði Einar
eigin prentsmiðju, prentsmiðjuna
Leturprent. Það var í rökréttu sam-
hengi við hans fastmótuðu pólitísku
viðhorf, þar sem hann lagði ríka
áherslu á frelsi einstaklingsins til
athafna. Einar var farsæll fagmað-
ur og rak öflugt prentiðnaðarfyrir-
tæki á meðan starfskraftar hans
voru óskertir.
Árið 1953, hinn 4. apríl, gekk
Einar í hjónaband með Emu G.
Ólafsdóttur, hæstaréttarlögmanns í
Reykjavík Þorgrímssonar, og konu
hans, Ásdísar Pétursdóttur.
Þeim varð þriggja bama auðið.
Kristján Ingi prentari og ljósmynd-
ari heldur merki föður síns á lofti
með starfræksluu prentsmiðjunnar.
Hann er kvæntur Ásdísi Lilju Emils-
dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga
þau tvær dætur. Hildur kennari,
hennar maður er Sigmundur Hann-
esson lögmaður og eiga þau þijú
böm. Yngst er Ásdís Hrund, sem
er búsett ásamt manni sínum, Erl-
ing K. Nessi hagfræðingi, og syni
þeirra í Noregi.
Mjög náið samband var milli Ein-
ars og bama hans og var honum
mjög annt um velferð þeirra.
Þeim sem til þekkja er fullkunn-
ugt um það að Einar hefur um langt
árabil eigi gengið heill til skógar
og er sjúkrasaga hans bæði löng
og ströng. Hann gekkst undir mjög
tvísýna heilaaðgerð í Kaupmanna-
höfn árið 1971 sem skildi eftir sig
varanleg ör.
Þrátt fyrir tímabundinn bata
ágerðust veikindi hans smám sam-
an og gerðu honum erfitt um vik.
En þrátt fyrir mótbyrinn var Einar
æðrulaus og aldrei nokkurn tíma
heyrði ég hann kvarta. í febrúar
1985 var hann lagður inn í Landa-
kotsspítalann í Reykjavík, þaðan
sem hann átti ekki afturkvæmt.
Er læknum þeim sem stundað hafa
Einar svo og starfsfólki öllu færðar
hér alúðarþakkir fyrir þann kærleik
og umhyggju er hann varð aðnjót-
andi.
Einar átti góða að og skal hér
nefna einn aðila að öllum öðmm,
sem hlut eiga að máli, ólöstuðum,
en það er Rafnar Karlsson prentari
sem starfaði í prentsmiðju Einars í
Qöldamörg ár.
Ekki ætla ég að rifja hér upp þær
ljúfu minningar, sem ég á um þenn-
an greiðvikna tengdaföður minn,
sem var bam síns tíma, úr hófi
vinnusamur og fastheldinn, en
hvers manns hugljúfi og naut þess
sem lífið gaf.
Einar tók þátt í margvíslegum
félagsstörfum. M.a. sat hann um
skeið í stjóm Félags íslenskra
prentsmiðjueigenda. Hann var og
félagi í Oddfellow-reglunni Ingólfi
í Reykjavík.
Eftir að veikindi komu í veg fyr-
ir að Einar gæti stundað helstu
hugðarefni sín, svo sem að renna
fyrir lax í góðri á eða fara á völlinn
til þess að hvetja sína menn, KR-
inga, þá átti tónlistin hug hans
allan.
Nú þegar dauðinn hefur veitt
Einari tengdaföður mínum lang-
þráða líkn og leyst hann úr böndum
jarðneskra þjáninga vil ég að leiðar-
lokum þakka honum samfylgdina
með þeirri einlægu ósk að hann
hafi nú fundið frið.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(Vald. Briem)
Megi minningin um góðan mann
lifa.
Sigmundur Hannesson
í gær, 24. apríl, kvöddum við
ástkæran tengdaföður minn, Einar
Inga. Þegar ég kynntist Einari fyr-
ir 9 áram gekk hann ekki heill til
skógar. Glæsilegur maður og reist-
ur þrátt fyrir margra ára veikindi
og læknismeðferð. Hann var ósér-
hlífinn við vinnu og ótrúlegur vilji
hans til að standa á sjálfstæði sínu
hjálpaði honum til að vinna og reka
sína eigin prentsmiðju fram á þann
dag er hann lagðist á Landakots-
spítala í febrúar fyrir 2 áram. Hann
var glettinn maður og hafði gaman
af að vera innan um skemmtilegt
fólk. Það var stutt inn að hlýju og
ástríki.
Það vakti strax athygli mína er
ég kynntist þessari Qölskyldu hve
sterk tengsl Einars og bama hans
vora. Þau létu öll líðan og skoðanir
hvers annars miklu varða. Það var
dæmalaust að sjá hve afabörnin
glöddu Einar þann tíma sem hann
gat notið samvistar við þau.
Einar var stoltur afi. Afabömin
era alls orðin sex, það elsta sjö ára
en tveir drengir yngstir, aðeins sjö
mánaða gamlir.
Síðastliðin tvö ár hafa verið Ein-
ari erfið. Hann skorti þrek og mátt
og hann gat ekki tjáð líðan sína.
Hann hefur dvalið á deild 1A á
Landakotsspítala og þar hefur hann
hlotið þá bestu og óeigingjömustu
aðhlynningu sem völ var á. Séu
þeim öllum þakkir færðar.
Það er þungur söknuður í hugum
okkar allra við fráfall Einars.
„Hví fölnar jurtin fríða
og fellir blóm svo skjótt."
En innst inni vitum við sem eftir
eram að nú er hann laus við fjötra
sína og svífur á móti ljósinu.
Minningar um góðar samvera-
stundir lifa.
Ásdís Lilja Emilsdóttir
í gær, föstudag, var kvaddur
hinstu kveðju elskulegur móður-
bróðir, Einar Ingi. Hann var nánast
sem stóri bróðir heima, þar sem lítil
frænka bjó hjá afa og ömmu. Þó
langt sé um liðið gleymast ekki þær
ánægjustundir er mjúkir tónar frá
klarinettuleik Benny Goodman
hljómuðu og vinimir sátu og létu
sig dreyma stóra drauma. Vissulega
hafa margir þeirra ræst.
En lífíð fer ekki jafh mildum
höndum um alla þá er gista „Hótel
Jörð“. Þrátt fyrir dugnað og vinnu-
semi gekk Einar frændi ekki heill
til skógar í allmörg ár. Aldrei skyldi
vinnudagur þó úr falla nema bfyna
nauðsyn bæri til.
Nú þegar kallið er komið bið ég
Guð almáttugan að styrkja og
blessa bömin hans og fjölskyldur
þeirra og afa sem kveður nú einka-
soninn svo stuttu eftir að amma
kvaddi þennan heim. En þó er hugg-
un harmi gegn að þau ganga nú
hlið við hlið um grænar grundir
eilífðarinnar.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V. Br.)
Kristbjörg Einarsdóttir