Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 77 Minning: Siguijón Sigurðsson bóndi, Traðarkoti Fæddur 2. ágúst 1902 Dáinn 15. aprU 1987 Lækkar lífdaga sól. Lðng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvfldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið, gieddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir) Já, löng var orðin ferðin hans Siguijóns, nærri 85 ára, en ein- hvem veginn fannst manni að hann yrði alltaf í Traðarkoti, þau voru svo fastir punktar í tilverunni, Magga og hann, þegar farið var suður á Strönd. Það var varla hægt að tala um annað án þess að minnast á hitt, enda búin að fylgj- ast að í nærri 63 ár. Siguijón var fæddur í Reykjavík, en fluttist komungur suður á Vatnsleysuströnd með foreldrum sínum sem voru Þórdís Guðmunds- dóttir og Sigurður Gíslason. Hann var af hinni kunnu Skjaldarkots- ætt, sem svo var nefnd. Þau fluttu að Traðarkoti og þar átti Siguijón Keima upp frá því. Föður sinn missti hann 12 ára gamall. Hann dó frá stóram hópi bama og var Sigutjón þeirra elstur, en Þórdísi tókst að halda heimilinu saman, með hjálp bamanna og þá ekki síst Siguijóns. Það var nú enginn leikur á þessum áram, því ekki vora styrk- ir eða bætur til að létta fólki byrðamar. Svo urðu þau fyrir þung- um áföllum, 3 systkinanna í Traðarkoti dóu með stuttu millibili, drengur sem Þórdís gekk með þeg- ar hún missti manninn dó á fyrsta ári, Þórunn dó 10 ára og Sveindís 16 ára. Þetta vora þung og mikil áföll fyrir fjölskylduna, en þau stóðu þetta af sér, allir hjálpuðust að. Gunnar, foðurbróðir Siguijóns, bjó í Skjaldarkoti, sem er næsti bær, þar fór Siguijón að róa sem unglingur í skiprúmi föður síns, því Sigurður átti hlut í skipinu, fyrst reri hann sem hálfdrættingur en það var ekki lengi, fljótlega fékk hann fullan hlut sakir dugnaðar og samviskusemi. Þetta var mikil vinna fyrir óharðnaðan ungling, en hann var hraustur og vinnan veitti honum gleði og uppörvun að hjálpa móður sinni og systkinum. Ég man vel eftir Þórdísi, hún var fyrirmann- leg kona, með þetta siifurgráa mikla hár, og marga fallega hluti vann hún, því hún var snillingur í höndunum. Siguijón kvæntist 21. nóv. 1924 Margréti Ásgeirsdóttur og síðan hafa þau búið í Traðarkoti í nærri 63 ár. Þau hafa búið notalegu búi, með kýr og sauðfé lengst af, Sigur- jón var bóndi í eðli sínu og mikill ræktunarmaður. Hann hugsaði vel um sínar skepnur og sína jörð, en í seinni tíð hafði hann einungis nokkrar kindur sér tii ánægju. En lengst af með búskapnum stundaði hann sjóróðra, fyrst með Gunnari, föðurbróður sínum, eins og fyrr er sagt, en þegar hann hætti tók Siguijón við skipinu og gerði út, ásamt þeim Kristjáni í Suðurkoti, Gísla í Naustakoti og Jónasi, syni Gísla, og Símoni, syni Kristjáns, sem vora þama með feðr- um sínum, ungir menn. Þessi útgerð stóð í ein 10 ár. En 1939 fer hann til Halakotsbræðra og er með þeim, fyrst á sjónum síðan í landi við fisk- verkunarstöð Valdemars hf. í Vogum, í alls 42 ár. Það var ekki tjaldað til einnar nætur þar. Siguijón var mjög heilsugóður alla tíð, alltaf glaður í sinni og hafsjór af fróðleik um lið- inn tíma á Ströndum, því hann var skýr í hugsun og stálminnugur. Það var unun að sitja hjá honum og hlusta á hann segja frá, ég sé hann fyrir mér svona glaðan á svipinn og glettinn í augunum segja frá gömlum tíma á Ströndinni. Honum vora falin mörg trúnaðarstörf fyrir sveitina sína, lengi sat hann í hreppsnefnd, var umboðsmaður Branabótafélags íslands í hreppn- um, fulltrúi á þingum Stéttarsam- bands bænda fyrir Gullbringusýslu, sat lengi í kjömefnd og sjálfsagt hefir það verið eitthvað fleira. Hann hafði ánægju af að vera innan um fólk og var mikill félags- málamaður. Ég man vel eftir honum í allavega hlutverkum á senunni í gamla bamaskólanum, svona var hann liðtækur á mörgum sviðum. Það var eins og hann hefði alltaf nógan tíma. Siguijón og Margrét eignuðust 5 böm, sem era þessi: Sigurður, hans kona Hera Gísla- dóttir, eiga 3 böm. Hann fórst með skipi sínu Suðurlandi á jólanótt síðastliðinni. Ásgeir Þórir, hans kona Una Hallgrímsdóttir, eiga 2 böm. Sveinn Þór, hans kona Ingi- björg Jóhannesdóttir, eiga 4 böm. Þórdís Aðalheiður, hennar maður Kristján Einarsson, eiga 4 böm, þar af er eitt látið. Guðný, hennar mað- ur Guðmundur Benediktsson, eiga 3 böm. Hann lést á síðasta ári. Hann bjó ekki einn í Traðarkoti hann Siguijón, hún Magga stóð við hliðina á honum í gegnum árin, þessi smávaxna kona, svona létt og skapgóð, alltaf glöð og veitandi gestum beina. Það kom margur í Traðarkot, alltaf var sjálfsagt að koma inn og þiggja mat og kaffi. Margar á ég minningamar frá Traðarkotsheimilinu frá því ég man eftir mér, fyrst sem bam, þá var Siguijón oft að hjálpa móður minni að slá og koma inn heyjum á sumr- in, eftir að pabbi dó. Það komu ábyggilega ekki margar krónur í budduna hans fyrir það, en hann var ekki að hugsa um það, það var gleðin yfír því að aðstoða þá sem í erfiðleikum áttu. Það var ánægju- legt að þau skildu geta verið svona lengi saman í Traðarkoti, þó heilsan væri orðin léleg hjá Möggu, en þau hjálpuðust að, en þetta hefði ekki verið hægt nema með hjálp bam- anna og þó aðallega Þórdísar og Þóris, sem búa í Vogunum. En svo brast heilsan hjá Siguijóni, hjartað gaf sig. Þau hafa fengið þung áföll á síðastliðnum tveim árum, fyrst misstu þau dótturson sinn í hörmu- legu bflslysi, síðan andaðist tengda- sonur þeirra og nú síðast er Sigurður, sonur þeirra, fórst á jóla- nótt. Það bognar margur undan því sem minna er. Löngu og farsælu ævistarfi er lokið. Ég og systkinin frá Naustakoti þökkum Siguijóni fyrir alla tryggðina í gegnum árin, allar götur frá því við vorum böm. Við biðjum honum guðs blessunar og sendum Möggu og öllu hennar fólki innilegar samúðarkveðjur. Helga Bjargmundsdóttir Minning: Sigurlaug Guðmunds dóttirfrá Núpi Fædd 6. nóvember 1911 Dáin 2. mars 1987 Að fálátt var handtakið fyrsta, það fann ég, og spáði kulda, en sá þó á sama kvöldi, i svip hennar göfgi dulda. - Að hér yrði að svipta burt hjúpnum með hlýindum - þóttist ég sjá. Mig langaði í fjársjóðu fólgna, og fann mig í nánd við þá. Ég las henni úr Ijóðum og sögum, um lífsins gátur og drauma. Hún brosti sem bam, ef fann hún bærast þar nýja strauma. Ef leyndist þar ljós og fegurð, var lotningin djúp og hrein, en væru þar syndir og sorgir, þá samúð í tárum skein. Og baðstofan fylltist af blessun, varð bjartari, víðari og hærri, er ijöiskyldan safnaðist saman og sunnudagshelgin var nærri. Þar sjálflgörið öndvegi átti'ún, með ástríkan svip á brá. - Þau muna það, blessuð bömin, hve blíð hún amma var þá. (Jóh. úr Kötlum) Fyrir skömmu bárust mér þær fréttir út til Lundar að hún amma væri dáin. Um huga minn flugu margar hugsanir. í fyrstu fann ég fyrir létti. Létti sökum þess að nú þyrfti hún ekki að þjást lengur. Síðar fann ég fyrir söknuði er ljúfar endurminningar komu fram í hug- ann — minningar af henni ömmu á sjoppunni færa lítilli sál það sem best er hér í heimi, sælgæti; minn- ingar frá sumarbústað ömmu og afa vestur í Dölum; ég sá hana fyrir mér í eldhúsinu á Vatnesvegin- um þar sem hún undi sér best og aldrei betur en með fullt hús af fólki. Sigurlaug Guðmundsdóttir fædd- ist 6. nóvember 1911 að Núpi í Haukadal, Dalasýslu. Hún var dótt- ir Guðmundar Guðmundssonar og Sólveigar Ólafsdóttur. Sigurlaug var næstelst tíu systkina. Sigurlaug ólst upp við kröpp kjör að Núpi. Kjörin mótuðu persónu hennar og viðhorf. Aldrei gerði hún mannamun eftir efnahag. Hún taldi góðan dreng vera að finna í koti jafnt sem konungshöll. Allir minnast samviskusemi hennar, vinnusemi, óeigingimi og trygg- lyndis. Og ekki var hún mikið fyrir að mikla sjálfa sig. Hjarta hennar sló með vinnandi alþýðu þó svo hún hafi aldrei staðið í verkalýðsbar- áttu. Gestkomandi fólki duldist þó ekki viðhorf hennar til þjóðmála og í þeim efnum sveik hún aldrei upp- rana sinn. Ævi hennar ömmu verður ekki skilin frá ævi hans afa. Árið 1930 giftist hún Þórði Einarssyni, smið frá Blönduhlíð í Hörðudal. Á Núpi dvöldu þau hjónin í eitt ár í kaupa- mennsku og síðan í Blönduhlíð. Þaðan liggur leiðin að Hlíðartúni í Miðdölum, þar sem þau reisa bú. Á þeim áram er hjónin ungu hófu búskap vora erfiðir tímar og það var atvinnuþref. Kreppan hafði þrengt sér með frekju inní kyrrð og einangran sveitalffsins. Árið 1935 bregða amma og afí búi og halda suður í leit að betra viðurværi. Keflavík varð fyrir valinu og reisa þau sér hús á Hafnargöt- unni. Á þessum áram er afí dugmikill smíðameistari og byggir mörg hús í Keflavík. Enn má sjá traust handtök hans víða á Suður- nesjum. Amma gætir heimilis og bama. Römm var sú taug sem rekkann dró — hugurinn stóð alltaf vestur í Dali. Vorið 1951 fluttu Þórður og Sigurlaug að Leiðólfsstöðum í Lax- árdal og bjuggu þar um tveggja ára skeið. Þórður endurreisti bæinn og útihús af miklum dugnaði. En þá tók heilsu hans að hraka og árið 1953 flytja þau á ný til Keflavíkur. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför FREYJU GUÐMUNDSDÓTTUR, Þinghólsbraut 43, Kópavogi. Reynír Elnarsson, Dröfn Hjaltalfn, Örn Hjaltalfn, Freyja Kjartansdóttir, Marfa Hjaltalfn, Dögg Hjaltalfn. t Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐNA KRISTJÁNSSONAR, Stóra-Sandfelli. Sigurborg Guönadóttlr og systkini hins látna Aftursnúinn til Keflavíkur byggði Þórður myndarlegt hús á Vatnsnes- vegi 34 ásamt elsta syni sínum. Þar bjuggu þau til dauðadags. Skömmu eftir komuna til Keflavíkur lét Þórð- ur af erfiðisvinnu og setti á fót verslunina Blöndu ásamt Sigur- laugu. Verslunina ráku þau í sautján ár. Af þessu má ráða að hún amma fékkst við sitthvað um sína ævi. Hún stundaði húsmóðurstörf, versl- unarstörf og síðast starfaði hún í fiskvinnslu þar til hún náði eftir- launaaldri. Áldrei lét hún af pijóna- skap og handbragð hennar bera niðjar hennar á höndum, búk og fótum. Aldrei sögðu amma og afí fylli- lega skilið við Dalina. Arið 1965 byggðu þau sér sumarbústað í Miðdölum er þau gistu á hverju sumri. Þaðan á ég margar ljúfar minningar. Þórður og Sigurlaug eignuðust fimm börn, þar af eitt andvana fætt. Elstur er Guðmundur Hauk- ur, búsettur í Keflavík, þá Alda búsett í Garðabæ, því næst kemur Sólveig Sigurbjörg Jóna búsett í Njarðvík og yngstur er Einar Hörð- ur, einnig búsettur í Keflavík. Við skyndilegt fráfall hans afa, haustið 1979, slitnaði sú taug sem tengdi saman ömmu og afa. Amma gat aldrei á sér heilli tekið eftir það. Mér fínnst sem þá hafí líf henn- ar byijað að fjara út. Þórður og Sigurlaug tóku að sér uppeldi Óla Arilíusar, sonarsonar síns. Sigurlaug hélt því verki áfram eftir lát Þórðar og reyndi eftir bestu getu að ala drenginn upp í guðsótta og góðum siðum. Það reyndist hennar hinsta verk. Sigurlaug Guðmundsdóttir lést í marsbyijun í Sjúkrahúsi Keflavíkur eftir erfiða sjúkralegu. Lengi vel var tvísýnt um hvor hefði betur, dauðinn eða lífsvilji Sigurlaugar. Er ég rita þessar línur sé ég hana ömmu fyrir mér. Hún þótti langrækin og seintekin. Við skulum ekki gleyma því. En það era smá- munir í samanburði við alla þá kosti sem hana prýddu. Þar er mér efst í huga hjálpsemi hennar og fóm- fysi. Við fráfall ömmu er horfin góð manneskja. Minning hennar lifir. Við ættingjar hennar sjáum til þess. Ingi Rúnar Blómabúðin Hótel Sögu sími 12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- þjónusta Legsteinar Við erum fluttir 'Asj/yiji A f Kársnesbraut 112, Kóp. S: 641072. w/ruA, o.f. Qpið frá k) 1519 Lregsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.