Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 86
 // E3ley&a.)" ,v I t ást er... i-v . . að /eika Jtómeó ef /itín vi// vera Jú//a. TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved ® 1987 Los Angeles Times Syndtcate Ég vona bara að það sé ekki fiðla í fiðlukassanum sem hann heldur sér uppi á? HÖGNI HREKKVlSI Hverjir horfa ekki yfir öxl- ina á mér í kjörklefanum? Kjósandi skrifar: Margt hefur nú verið sagt og gert í þeirri baráttu, sem fram fer varðandi komandi alþingiskosning- ar. Auglýsingar og slagorð á fullri ferð eins og vera ber. Nú nýtist sjónvarpið einnig mun betur, eftir að Stöð 2 varð að veruleika, því Ríkissjónvarpið er njörvað niður í starfsemi sinni, samkvæmt úreltum reglum. Flokkamir hafa höfðað til þeirra verka, sem hafa verið unnið á kjörtímabilinu — eða ekki unnin, samkvæmt áliti sumra, og ekkert nema eðlilegt að leitað sé fanga, einmitt í málefnunum sjálfum, og svo því sem fram gengur af munni frambjóðenda. Baráttan virðist til þessa hafa verið hörð en heiðarleg, þótt óvægin hafí hún ekki verið. Hún kom því eins og reiðarslag yfír marga, auglýsing í blöðum frá Borgaraflokknum nýja, nú tveimur eða þremur dögum fýrir kosningar, því auglýsingin var rætin og höfð- aði til undirferlis fremur en hörku, lýsti pukurslegum vinnubrögðum og lúalegum. — „Þeir horfa ekki yfir öxlina á þér i kjörldefan- um“, hljóðaði textinn og yfír henni birtust myndir af formönnum stjómmálaflokkanna Qögurra. Myndimar vom skyggðar og áttu víst að tákna eins konar „Orwell- stfl“ um árið 1984!! Eða hvað átti auglýsingin að tákna? Var hún að skírskota til óákveðinna kjósenda? — Nei. Hún var hvatning um það, að þeir sem fylgdu stjómmálaflokkunum fjómm og hefðu gert eða ætluðu að gera, skyldu bara halda áfram að láta sem svo, halda áfram að vinna fyr- ir sinn flokk eins og ekkert væri — en kjósa svo Borgaraflokkinn þegar í kjörklefann kæmi! Þetta er einhver sá lúalegasti áróður sem beitt er í kosningabar- áttu og tíðkast raunar hvergi í siðmenntuðu landi. — „Talið dátt en hyggið flátt", gæti texti auglýs- ingarinnar rétt eins hafa verið, enda sagði hann það milli línanna. Bryndís Schram skrifar: Sem sóknarbam í Dómkirkjunni í Reykjavík get ég ekki orða bundizt lengur. Báðir sálusorgarar þessarar höfuðkirkju landsins hafa látið hafa sig í það að gerast áróð- urssendlar og pólitískar leikbrúður Sjálfstæðisflokksins. Ég held þessum mönnum væri hollt að lesa frábæra grein dokt- ors Benjamíns Eiríkssonar í Mbl. þar sem hann veitti biskupnum og ýmsum höfuðklerkum öðram ádrepu fyrir að ljá nöfn sín undir einskonar sýknuvottorð fyrir Al- bert Guðmundsson. Benjamín spurði þessa kirkjunnar þjóna, Ef þetta er hið rétta andlit Borg- araflokksins, sem hefur ekki enn sem komið er af miklu að státa í málefnum, og engum efndum enn, þá er ekki sem vonlegt er mikil ástæða til að slægjast eftir honum til stjómarmyndunar eftir kosning- ar. — En hveijir horfa ekki yfír öxlina á mér í kjörklefanum? Borg- araflokkurinn skyldi þó ekki þurfa að svara ýmsum spumingum í þá áttina eftir kosningar! hvort þeir gerðu sér ekki grein fyrir því, að þegar þeir ljá nöfn sín til sálnaveiða í þágu einhverrar flokksvélar em þeir að lýsa sig andstæðinga annarra stjómmála- manna og skoðana. Ég vissi það ekki fyrr en nú, að Dómkirkjan væri deild í Sjálf- stæðisflokknum. Ég veit ekki betur en ýmsir aðrir stjómmála- leiðtogar tilheyri þessum söfnuði. Eitt er víst. Ég sé mig tilknúna eftir þetta framferði prestanna að sniðganga þennan söfnuð Sjálf- stæðisflokksins og leita annað eftir ómenguðu guðsorði. Sálnaveiðar í þágu flokksvélar Víkverji skrifar að em margir sem halda því fram að alþingiskosningamar sem fram fara í dag sé hinar mest spennandi sem fram hafa farið frá lýðveldisstofnun. Margt kemur til. I fyrsta lagi em kosið eftir nýjum kosningalögum sem ætlað er að jafna vægi atkvæða milli þéttbýlis- svæðanna á suðvesturhomi lands- ins og landsbyggðarinnar. Lögin gera það hins vegar að verkum að erfítt er að sjá fyrir hvemig þing- mannaskipting milli flokka verður í einstökum kjördæmum enda þótt þingmannaskipting milli flokka eigi að verða réttlátari en áður, þegar litið er á landið í heild. Glöggir menn hafa jafnvel getað sýnt fram á það með dæmum hvemig það getur kostað frambjóðanda í einu kjördæmi þingsæti að bæta við sig atkvæðum vegna þess að atkvæða- skiptingin verður honum á þann hátt óhagstæðari miðað við reikni- reglur nýju laganna. Hinn mikli fjöldi framboða í mörgum kjördæmum gerir það einnig að verkum að óvissan að þessu leyti verður enn meiri vegna þess að atkvæðin dreifast meira en áður. Þá hefur kosningaaldurinn nú verið færður niður og því geng- ur nú að kjörborðinu í fyrsta sinn miklu stærri hópur kjósenda en áður hefur þekkst og svo virðist sem þessi stóri hópur nýrra kjósenda sé mun óráðnari en aðrir aldurshópar sem nú ganga til kosninga. Það getur því haft vemleg áhrif á niður- stöður kosninganna hvaða flokkur eða flokkar koma til með að eiga mestan hljómgmnn hjá þessum stóra hópi ungs fólk þegar á hólm- inn er komið. Aðeins eitt hinna nýju framboða virðist eiga vemlegan hljómgmnn meðal kjósenda nú, þ.e.a.s. Borg- araflokkurinn. Reyndar hefur styrkleiki þessa flokks í skoðana- könnunum sett vemlegt mark á kosningabaráttuna og hún ein- kennst af deilum milli frambjóðenda Borgaraflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, eins og vænta má þegar horft er á tilurð Borgaraflokksins. Á síðustu stigum baráttunnar hafa átök einnig verið að magnast milli Kvennaframboðs og Alþýðubanda- lagsins þar sem skoðanakannanir hafa sýnt að konumar hafa verið að sækja verulega á að undanfömu á kostnað Alþýðubandalags, sem hefur þess vegna svarað með því að beina spjótum.sínum einkum að Kvennaframboðinu. Þetta hvort tveggja hefur haft í för með sér að bæði Framsóknarflokkur og Al- þýðuflokkur hafa mátt hafa sig alla við að hverfa ekki í skugga áta- kanna milli þessara tveggja fylk- inga. Það er þess vegna mikil spenna og óvissa í loftinu nú þegar kjördag- ur er mnnin upp og ljóst að margir flokksleiðtogara og frambjóðendur eiga erfíðan sólarhring framundan. Þetta er dagurinn þegar hin raun- vemleg völd em í höndum fólksins í landinu, hinna almennu kjósenda. Nú ræðst hvers konar landsstjóm þjóðin mun búa við fram til ársins 1991 og í lýðræðisþjóðfélagi verður að telja það þegnskyldu hvers ein- asta kosningabærs einstaklings að reyna að hafa áhrif á framþróun þjóðfélagsins með því að gera upp hug sinn í kjörklefanum. Og vanda valið. XXX að hefur verið athyglisvert að fylgjast með því hvemig sjón- varpsstöðvamar tvær hafa hagað þátttöku sinni í kosningabarát- tunni. Báðar sjónvarpsstöðvamar hafa gefíð flokkunum kost á að kynna sig með „heimaunnum" flokkakynningum. Ríkissjónvarpið hefur síðan efnt til framboðskynn- inga þar sem frambjóðendur í öllum kjördæmum hafa fengið að koma í pontu í sjónvarpssal og láta ljós sitt skína. Þetta form hefur virkað fremur óaðlaðandi sem sjónvarps- efni og ósennilegt að nema allra áköfustu áhugamenn um stjómmál hafí enst til að horfa á alla kosn- ingaloforðarolluna sem þama hefur verið fram borin. Mun betur heppn- aður var framboðsfundur Stöðvar tvö í Háskólabíói þar sem forystu- menn flokkanna komu fram, fengu að flytja stutt framsöguerindi og sitja síðan fyrir svömm frá mót- frambjóðendum. Stöð tvö virðist hafa dottið þama niður á form sem ætti að vera unnt að þróa enn frek- ar. Auglýsa má þá þennan fund betur en gert var í þessu tilfelli og gefa síðan kost á fyrirspumum úr sal til viðbótar. Ætti þá að vera komin vísir að almennilegum kosn- ingafundi á borð við þá er þekkjast víða úti á landsbyggðinni en tilfinn- anlega hefur skort hér á höfuð- borgarsvæðinu til skamms tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.