Morgunblaðið - 24.06.1987, Page 51

Morgunblaðið - 24.06.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 51 ll, I 4; I “Jft,ÞEIRGETTJ þRe.ÞESSIR MILLRR. ÞETTR ER RNNRR (JM&RNGURINN RFSITRON SEM ÞRU PRNTR" U nglingavinnan vekur aðdáun útlendinga Til Velvakanda B.S.B. skrifar: Vegna atvinnu minnar hef ég töluverð afskipti af erl. ferðamönn- um sem hingað koma og mig langar að koma því á framfæri við ungling- ana sem vinna í unglingavinnunni og bömin sem eru að vinna í skóla- görðunum að vinna þeirra vekur athygli og aðdáun útlendinga. Þeir tala mikið um það hvað þetta fyrir- komulag sé til fyrirmyndar, í stað þess að láta unglingana ganga um iðjulausa eins og nóg er um í öðrum löndum. Útlendingar sem hér era í heimsókn fylgjast vel með vinnu- brögðum unglinganna og hvað það er sem þeir era að gera. Þeir horfa líka á skólagarðana til að sjá hvem- ig þeir era hirtir hjá bömunum og Þessir hringdu . . í Er f ólki ekki ætlað að staldra við nema tvo klukku- tíma? A.Þ. hringdi: „Mig langar til að þakka fyrir frábært kaffi í skíða- skálanum í Hveradölum hinn 31. maí. Umgengnin þar er mjög góð og allt eins og vera ber. Þá lang- ar mig til að koma á framfæri fyrirspum til sérleyfíshafa Þing- vallaleiðar. Til Þingvalla er aðeins ein ferð á dag — rútan fer frá Reykjavík kl. 14 en frá Þingvöll um kl. 17. Er fólki virkilega ekki ætlað að staldra við nema í tvo klukkutíma? Ég get ekki ekki skilið þetta öðravísi. Þetta tel ég lélega þjónustu við þá sem vilja heimsækja þennan einstæða sö gustað okkar. dást að því þegar þeir sjá bömin vera að reita arfa og huga að upp- skerunni. Þessu langaði mig að koma á framfæri við unglingana, því að stundum heyrir maður á þeim að þeim sjálfum fínnist þetta leiðinlegt starf og löðurmannlegt. En til er máltæki sem segir: „Giöggt er gestsaugað.“ Og það era einmitt erlendu og inniendu gestimir sem taka eftir því hvort Reykjavík er snyrtileg borg eða ekki. Það ræðst m.a. af því hvemig unglingamir standa sig í unglingavinnunni og bömin í .skólagörðunum. Og annað, í rauninni þessu máli óskylt: Útlendingar sem ekki hafa ensku sem móðurmál kvarta undan því hvað Hope Millington les ensku fréttimar hratt. Það koma hingað fleiri erlendir fréttamenn en Bretar og Bandaríkjamenn og þess vegna verður að hafa það í huga að t.d. Þjóðveijar og Frakkar geta átt í erfíðileikum með að skilja enskuna, ef hratt er talað. Þingkosning- arnar í Bretlandi Til Velvakanda í Morgunblaðinu eins og í öðram blöðum hægri manna hefur þvi ákaft verið haldið á lofti hve mikinn „sigur", íhaldsflokkurinn breski vann í kosningunum þar í landi 11. júní sl. Það hefur hins vegar farið afar lítið fyrir því að útlista hinar furðulegu og mjög svo ólýðræðis- legu kosningareglur, sem gilda hjá Bretunum. Það nægir stjómmála- flokki að fá fleiri atkvæði en aðrir flokkar til að sigra í kjördæmi. íhaldsflokkurinn fékk til dæmis ekki nema 42,3% atkvæðanna en afgerandi meirihluta á þingi 376 þingmenn af 650, andstæðingar flokksins fengu þfi 57,7% en 74 þingmenn færri, Bandaiag Fijáls- lyndra og Jafnaðarmanna fékk t.d. tæp 22% en aðeins 22 þingmenn- hefði átt að fá um 140 þingsæti ef sæmilegur jöfnuður og samræmi væri milli íjölda atkvæða og kjör- inna þingmanna eins og er t.d. hér á íslandi. Væri svona kosningalög í gildi hjá okkur þá hefði Sjálfstæð- isflokkurinn lengst af verið með hreinan meirihluta á Alþingi, ég er ansi hræddur um að mönnum þætti Íiað ekki í samræmi við skilning slendinga almennt á lýðræðis- hugssjóninni, ég er viss um að jafnvel eldheitustu stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins teldu þetta ekki sanngjamt. Guðjón V. Guðmundsson Cadillac Eldorado árg. 1981 Einn meiriháttar með öllu. Ekinn 52.000 km. Verð kr. 780.000,- muþféíáganhei VEIÐISETT kr. 1.390 SANDLEIKFÖNG kr.285 FÓTB0LTI kr.495 KAUPFÉLÖGIN í LANDINU Þú ert öruggur með Atlas Copco FYRIRLIGGJANDI í VERSLUN OKKAR: Loftþjöppur, lofthamrar, handverkfæri, borstál, borkrónur, málningarsprautur, sandblásturstæki, loftstýribúnaður, loftstrokkar og margtfleira. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. jitiasCopcc EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: LANDSSMIÐJAN HF.) Verslun: Ármúla23 - Slmi (91)20680 '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.