Morgunblaðið - 05.07.1987, Page 2

Morgunblaðið - 05.07.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JULI 1987 Flokkstofnanir taka afstöðu til stj órn- armyndunar í dag FUNDIR verða haldnir í helstu valdastofnunum Sjálfstæðis-, Al- þýðu-, og Framsóknarflokks, milli landsfunda, í dag kl. 16. Hér er um að ræða flokksráð Sjálfstæðisflokksins, miðstjórn Framsóknarflokksins og flokks- stjórn Alþýðuflokksins. Væntan- legt stjórnarsamstarf flokkanna þriggja verður lagt fram til sam- þykkis á þessum fundum. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins, sem í eiga sæti um 260 manns, kemur saman í sjálfstæðishúsinu Valhöll á sunnudag kl. 16. Flokks- ráð verður samkvæmt skipulags- reglum Sjálfstæðisflokksins að veita samþykki sitt stjómarsam- starfi við aðra flokka. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru hinsvegar valdir af þingflokknum. A sama tíma kemur miðstjórn Framsóknarflokksins saman á Hót- el Sögu, en samtals eiga 115 manns sæti í henni. Stjómarsamstarf við Sjálfstæðis- og Alþýðuflokk verður lagt fyrir miðstjómina á fundinum, en þingflokkur framsóknarmanna V íkingaleikarnir: Ovístmeð JónPál velur síðan ráðherra eftir að for- maður hefur gert um þá tillögu. Á Hótel Esju kemur flokksstjórn Alþýðuflokksins saman, en í henni eiga um 75 manns sæti. Flokks- stjórn þarf að samþykkja stjórnar- samstarf. Líkt og hjá hinum flokkunum er það þingflokkurinn sem velur ráðherralistann, en venja er að formaður beri fram tillögu um ráðherralista á fundinum. V erkamannabústaðir í Reykjavík: Þúsundasta íbúðin afhent á næstunni STJÓRN Verkamannabústaða í Reykjavík mun í þessum mánuði afhenda þúsundustu nýju íbúð- ina. Fyrsta nýja íbúðin var afhent árið 1976 og nú ellefu árum síðar verður sú þúsundasta afhent. Verkamannabústaðir í Reykjavík eru að byggja lítil fjölbýlishús á tveimur stöðum í Grafarvogi og verður þúsundasta íbúðin úr öðru þessara hverfa. Á öðrum staðnum er áætlað að byggja 94 íbúðir en 108 á hinum. Af þessum 108 íbúð- um hafa 48 nú þegar verið afhentar. Morgunblaðið/Sverrir Við uppliaf þingsins í gærmorgun. Peter Hallberg bókmenntafræðingur og Ólafur Ragnarsson, forsljóri bókaforlagsins Vöku-Helgafells, taka á móti skáldinu Halldóri Laxnes. Laxnessþing í gær LAXNESSÞING var haldið á Hótel Esju í gær á vegum Fé- lags áhugamanna um bók- menntir, sem er félag leikra og lærðra og var stofnað i apríl 1986. Þingið hófst klukkan 10 í gærmorgun með því að Jón Karl Helgason setti það, bauð gesti velkomna og þá sérstak- lega Nóbelsskáldið sjálft, Halldór Laxnes. Flutt voru fjöldamörg erindi um Halldór Laxnes og skáldskap hans, auk þess sem flutt voru tvö erindi leikmanna um eftirlætis- bækur þeirra, leikhópur nýútskrif- aðra leikara brá upp nokkrum atriðum úr verkum skáldsins og Halla Margrét Árnadóttir söng lög við ljóð hans við undirleik Kolbrúnar Sæmundsdóttur. I lok þingsins voru pallborðs- umræður þar sem fyrirlesarar sátu fyrir svörum og ræddu við málþingsgesti. Umræðum stýrði Halldór Guðmundsson. Þingslit voru um 17.30. Stjómandi þings- ins var Ástráður Eysteinsson. ÓVÍST er hvort Jón Páll Sig- marsson geti tekið þátt í Víkinga- leikunum á Húsavík 9.-10. júli sem haldnir verða í sambandi við landsmót ungmennafélaganna. Jón Páll tognaði illa á kálfa fyrr í vikunni þegar hann setti heims- met með því að draga fjórtán tonna rútu 25 metra. Jón Páll sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði byijað aðeins of snemma á rútutoginu og því mikið af fólki misst af fjörinu. Hann hefði ákveðið að taka eitt sýningartog, en þá ekki haft neina viðspymu, henni hafði hann spyrnt burt í fyrra tog- inu. „Það var eins og einhver hefði sparkað í kálfann á mér,“ sagði Jón Páll sem hefur verið haltur eftir þetta, en segist nú vera orðin vel gangfær. Á Víkingaleikana á Húsavík koma tveir sterkustu menn Bretlands, þeir Geoffrey Capes og Mark Higgins, og munu þeir keppa við Hjalta „Úrsus“ Ámason og Jón Pál. Ef svo fer að Jón Páll forfallist mun Magnús Ver Magnússon hlaupa í skarðið. Mikið af ódýrum þorski fyllir markaði í Bretlandi; Fersku flökin seld á allt að 30% lægra verði en þau frystu MIKIÐ framboð á ferskum fiski á mörkuðum í Grimsby og Hull undanfarið hefur orðið til þess að fryst þorskflök hjá Iceland Freezing Plants, dótturfyrirtæk- is Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, hafa ekki selst. Fersk þorskflök hafa verið seld á allt að 30% lægra verði en það verð sem þarf fyrir fryst flök. Auk þess hafa verið hitar í Bretlandi undanfarna daga og þá dregur úr neyslu á Fish and Chips, aðal- framleiðsluvörunni úr frystum flökum. „Það er mjög mikilvægt varðandi markað á íslenskum fiski að jafn- vægi sé milli frystingar, saltfisk- verkunar og ferskfisksölu. Nú hefur það gerst að mjög mikið magn af fiski er sett á markaði á Ilumber- svæðinu og markaðurinn er alger- lega mettaður með mjög ódýmm, íslenskum þorski," sagði Peter Lov- ell, framkvæmdastjóri Brekkers í Englandi, sem er dótturfyrirtæki SH og sér um dreifingu á frystum flökum þar. Lovell sagði að mikið af þessum þorski væri selt á allt niður í 40 Slysavarnafélag íslands: Annríki við aðstoð smábáta SLYSAVARNAFÉLAGIÐ hefur undanfarið haft nóg að gera við að aðstoða smábáta sem orðið hafa fyrir vélarbilun í veiðiferð- um út á Faxaflóa. Björgunarbát- ur björgunarsveitarinnar Ingólfs í Reykjavík hefur undanfarnar þrjár vikur dregið 9 báta til hafn- ar og einnig hafa björgunarsveit- ir á Akranesi, Seltjarnarnesi, Grindavík og Sandgerði átt annríkt við að aðstoða þessa báta. Björgunarbáturinn Jón E. Berg- sveinsson sótti á föstudaginn nýjan bát sem drifið brotnaði í á Vestur- hrauni á Faxaflóa, um 19 mílur frá Reykjavík. Svo virðist sem drifið hafi verið gallað í bátnum en þetta er þriðji báturinn sem samskonar drif bilar í á stuttum tíma. Hálfdán Henrýsson erindreki Slysavarnafélagsins sagði við Morgunblaðið að með aukinni smá- bátaútgerð væri orðið mjög algengt Morgunblaðið/BAR Björgunarbáturinn Jón E. Bergsveinsson kemur með bát í eftirdragi inn á Sundin á föstudag. að aðstoða þyrfti báta sem bilað hefðu úti á sjó. Það sem af er sumri hefur Jón E. Bergsteinsson dregið 9 báta til hafnar en engir þeirra hafa verið hætt komnir, nema einn sem nærri hafði rekið upp í Kerl- sterlingspund hvert „Kit“ (62,5 kíló) sem þýðir að markaðurinn er fullur af ódýrum flökum á verði allt niður í 11 sterlingspund á „Stone“ (6,25 kíló eða 14 pund). Þetta hefði þau áhrif að sala á íslenskum .frystum þorskflökum væri gersamlega að stöðvast en verð á þeim þarf að vera um það bil 13—15 sterlingspund á „Stone“ til að salan beri sig. „Það er að verða alvarlegt ástand hér því frysti fískurinn, sem er svo mikilvægur fyrir ísland, liggur nú í frystigeymslum," sagði Lovell. „Þessi fijálsa markaðssetning, sem hefur þróast á íslandi, getur aðeins orðið til þess að grafa undan þeirri mikilvægu atvinnugrein sem hrað- frystingin er og þeim fyrirtækjum sem sjá um dreifingu á frystum flökum. Ástandið hefur sífellt verið að versna undanfarið. Síðustu tvo mánuðina höfum við séð markaðinn breytast verulega. Lítið framboð hefur verið á stærri fiski sem hefur orsakast af því að saltfiskverkendur hafa getað greitt hærra verð. Smærri fiskurinn, sem gefur 8—16 únsu flök (230-450 grömm), hefur hlaðist upp í frystigeymslum. Og það bætir ekki ástandið að smærri fískur hefur orðið æ stærri hluti í afla Norðmanna og íslendinga und- anfarið og fiskurinn er nú miklu smærri en undanfarin ár. Það er nauðsynlegt að stjórna markaðssetningu á fiskafurðum. Ég býst við að markaður fyrir fryst- ar aftirðir af flatfiski, ýsu og þorski í einhverjum mæli, verði áfram góð- ur á Humber-svæðinu, en þessi staða þar sem miklu magni er dembt á markaðinn án nokkurrar stjómunar hlýtur að vera gegn aðal- hagsmunum íslendinga,“ sagði Peter Lovell. Verðum að draga úr smáfiskveiðum - segir Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LÍÚ ingasker. Flestir bátanna væru enda mjög vel út búnir, sérstaklega þeir nýrri, en í góðviðrinu undanfar- ið hefðu þó margir freistast til að fara út á gömlum bátum sem væru vægast sagt í misjöfnu ástandi. „NÚ þegar stofn ýsu og annarra fisktegunda fer vaxandi gefst okk- ur tækifæri til að hlífa þorskinum næstu árin, enda veiðum við hann of smáan núna,“ sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna. Á föstudag var kynnt skýrsla Hafrannsóknastofnunar, þar sem lagt er til að þorskveiði vcrði ekki meiri en 300 þúsund tonn ef stefna eigi að því að sto inn stækki. „Það kemur mér alls ekki á óv að Hafrannsóknastofnun skuli ko ast að þeirri niðurstöðu að dra verði úr ásókn í þorskinn og ég þessu sammála," sagði Kristj; „Við veiðum núna um 350-360 þi und tonn og því var ljóst að nokl minnkun yrði, en það ætti að vi hægt að vega upp á móti því rr sókn í aðra fiskistofna. Aðalatri er að við veiðum ekki smáfiskii því þá er hætt við að aflinn yrði i eftir nokkur ár. Við verðum því líta til lengri tíma,“ sagði Kristj Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.