Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987
Morgunblaðiö/Sigurður Jónsson
Birgir Guðmundson, nýráðinn mjólkurbússtjóri, og Grétar Símonar-
son, fráfarandi mjólkurbústjóri MBF, sem gegnt hefur starfinu í
35 ár.
Mjólkurbú Flóamanna:
Birgir Guðmundsson
hefur verið ráðinn
mj ólkurbússtj óri
Selfossi.
STJÓRN Mjólkurbús Flóamanna
Fiskmarkaðurinn í Bremerhaven:
Sveiflur í framboði
valda allaf verðlækkun
- segir Þórarinn Guðbergsson umboðsmaður
„ÉG VONAST eftir því að jafnt framboð náist á næstunni. Markaður-
inn þolir að meðaltali um 30 gáma, mest karfa en eitthvað af ufsa
á hverri viku í allt sumar. Þá gæti verð verið í kringum 60 krónur,
2,50 mörk. Þannig var það nánast allt síðasta sumar. Sveiflur í fram-
boði þýða í raun ekki annað en verðlækkun. Skorti fisk, hækkar
verðið upp úr öllu valdi. Það verður of hátt fyrir neytendur, en
seljendur hrúga fiskinum inn. Afleiðingin er verðfall. A sama hátt
veldur offramboð alltaf verðfalli,“ sagði þórarinn Guðbergsson,
umboðsmaður við fisksölu i Bremerhaven, í samtali við Morgunblaðið.
réð þann 3. júlí Birgi Guðmunds-
son mjólkurbússtjóra fyrir
mjólkurbúið. Birgir tekur við
starfinu af Grétari Símonarsyni
sem gegnt hefur starfi mjólkur-
bússtjóra síðan 1953. Grétar mun
áfram vinna til áramóta að sér-
stökum verkefnum fyrir mjólk-
urbúið.
Birgir Guðmundsson er fæddur
21. júlí 1949 á Akranesi, sonur
Guðmundar Ó. Guðmundssonar,
rannsóknarmanns hjá Sements-
verksmiðju ríkisins, og Málfríðar
Sigurðardóttur, konu hans.
Birgir hóf nám við Mjólkurbú
Flóamanna 16 ára gamalll í maí
1966. Hann lauk verklegu námi í
mjólkurfræði í Danmörku 1970 og
framhaldsnámi 1971 frá Dalun
Mejeriskole á Fjóni. Hann vann
fyrst sem mjólkurfræðingur við al-
menn störf hjá MBF, en stundaði
síðan leiðbeiningaþjónustu við
mjólkurframleiðendur í fimm ár á
vegum búsins. Hann varð verkstjóri
yfír G-vöruframleiðslunni og síðan
framleiðslustjóri búsins 1981. 1.
júní 1986 varð hann aðstoðarmjólk-
urbússtjóri.
Birgir hefur mikla starfsreynslu
úr mjólkuriðnaðinum. Viðamestu
verkefnin sem hann hefu unnið að
eru uppbygging G-vörunnar, undir-
búningur og uppsetning nýju
duftvinnslunnar og markaðssetning
Danska stúlk-
an í Noregi?
DANSKA stúlkan, sem leitað
hefur verið að síðan á miðviku-
dag, hefur ekki fundist enn.
Taiið er nokkuð víst að hún sé
nú stödd i Noregi.
Enn er lýst eftir stúlkunni, sem
heitir Pia Jespersen og er 15 ára
gömul. Þegar hún hvarf var hún
klædd í bláar gallabuxur og galla-
jakka með hvítu loðfóðri og loð-
kraga. Hún er ljóshærð, þybbin og
gengur ýmist með gleraugu eða
linsur. Lögreglan telur líklegt að
hún hafí komist um borð í flugvél
til Noregs, en það hefur ekki feng-
ist staðfest enn.
á viðbitinu„Létt og laggott". Vegna
þessara verkefna og til að auðvelda
vöruþróun búsins hefur hann sótt
§ölda námskeiða erlendis. Eigin-
kona Birgis er Ragnheiður Haf-
steinsdóttir handavinnukennari.
Birgir tekur við starfi af Grétari
Símonarsyni_ sem gegnt hefur því
síðan 1953. Á 34 ára starfsferli sem
mjólkurbússtjóri hefur Grétar unnið
mörg stór afrek innan íslensks
mjólkuriðnaðar. Hann stóð fyrir
endurbyggingu Mjólkurbús Flóa-
manna 1953 — 1958 og beitti sér
fyrir tankvæðingunni á svæði bús-
ins sem olli byltingu í meðferð
mjólkur. Grétar er upphafsmaður
jógúrt- og G-vöruframleiðslunnar
hér á landi og frumkvöðull flestra
þeirra nýjunga sem fram hafa kom-
ið í mjólkuriðnaðinum mörg síðustu
ár.
BRÖGÐ munu vera að því við
sölu gámafisks í Þýskalandi að
reglur Evrópubandalagsins um
lágmarksverð séu sniðgengnar.
Þannig hefur fiskur opinberlega
verið seldur á lágmarksverðinu,
en raunverð hefur verið lægra.
Lögum samkvæmt hefði þessi
fiskur átt að fara í gúanó.
Á þýsku fískmörkuðunum gilda
þær reglur Evrópubandalagsins að
lágmarksmeðalverð á karfa í 2.
flokki, sem er algengasta stærðin
er 84 pfenningar á pundið. Allt
fyrir neðan það verð er óseld vara
og á lögum samkvæmt að fara í
gúanó. Heimildir Morgunblaðsins
herma að lögin séu sniðgengin á
þann hátt að fískseljendur og
fískaupendur semja sín á milli um
þetta lágmarksverð, en fiskkaup-
anda er greiddur hluti verðsins til
„Þegar verð nær hámarki hér,
fer í tvö mörk á pund, yfír 80 krón-
ur á hvert kíló af karfa, hækkar
verð á flökum mikið inni í landi,“
sagði Þórarinn. „Það þýðir 4 mörk
á kíló og 12 mörk á kíló af karfa-
flökum, um 250 krónur. Það er
bara hráefnisverð. Síðan eiga
vinnulaun, umbúðakostnaður og
fleira eftir að bætast við kostnað-
inn. Þannig er verðið komið upp í
17 til 20 mörk, allt að 420 krónum
á hvert kíló til dæmis í Munchen.
Með endanlegri álagningu kostar
flakakílóið því kannski 25 mörk,
um 525 krónur út úr búð. Þá hvorki
vill né getur fólk keypt fiskinn. Það
getur fengið beinlaust nauatkjöt á
420 krónur kílóið og kjúklinga fyr-
ir um 100 krónur kílóið.
Það er stutt héðan til Danmerk-
ur, Færeyja og Noregs og þegar
verð hér er hátt streymir fiskur inn
frá þessu löndum og jafnvel allt frá
írlandi. Á morgnana hafa verið hér
allt að 40 fískflutningabílar með
15 til 20 tonn hver, en við eðlilegar
aðstæður eru hér fjórir til fímm
bílar á hverjum morgni. Þegar verð-
ið nær svona hátt, hrúgast fískurinn
héma inn og verðið fellur auðvitað.
Sveiflan er svo mikil frá lágmarks-
verði, sem er um 35 krónur og upp
í 50 til 60 krónur, svo ekki sé talað
um 80 krónur, að það fælir nánast
alla frá viðskiptum með þennan
físk. Meðalverð í fyrra var 2,40
mörk, um 50 krónur, fyrir kíló af
karfa. Við getum allir lifað við um
60 króna verð á kíló, seljendur,
kaupendur og neytendur. Meðal-
verðið í fyrra sýnir þetta. Það er
svo rosalegt áfall, sem skipin geta
orðið fyrir, þegar markaðurinn fell-
ur og menn verða að sætta sig við
lágmarksverð eða hluti aflans selst
ekki. Það þarf að koma í veg fyrir
og það verður ekki gert öðru vísi
en að jafna framboðið. Offramboð
má ekki koma fyrir og heldur ekki
má skorta fískinn. Það er okkar
umboðsmannanna að ráðleggja út-
baka sem kostnaður.
Fiskmarkaðurinn tekur um
4,55% þóknun og ýmis annar kostn-
aður dregst einnig frá fískverðinu.
Heimildir Morgunblaðsins herma
hins vegar.að við gámasölu í þess-
ari viku hafí þessi „kostnaðarfrá-
dráttur" numið um 50% og verðið
jafnvel farið í 17-18 kr. á kílóið.
Kostnaður við það að sigla með
afla er yfirleitt talinn nema 16 kr.
fyrir hvert kg.
Öll skjöl um sölu á ferskfíski
fara í gegnum hendur Gjaldeyriseft-
irlits Seðlabankans og taldi
viðmælandi Morgunblaðsins undrun
sæta að engar aðfínnslur hefðu
verið gerðar f þeirri stofnun.
Þetta er í fjórða sinn á þessu ári
að fiskverðið hrynur á Þýskalands-
markaði og gripið er til þessara
úrræða.
flytjendum heilt, vara þá við sveifl-
um í framboði, bæði við offramboði
og fískskorti.
Það verður að stjórna fiskveiðun-
um; að ekki verði veitt um of, þegar
fyrirsjáanlegt er að ekki næst að
vinna aflann heima og framboð er-
lendis verður of mikið. Dæmin frá
í vetur sýna þetta. Þegar frystihús-
in lögðu alla árherzlu á loðnufryst-
ingu og gátu ekki tekið nægilega
mikið af bolfiski, var ekkert lát á
veiðunum. Þegar páskaslysið varð,
hafði mikið verið unnið vikurnar á
undan, veiði var mikil og páskafríið
LOÐNUSKIPIÐ Albert GK 31
frá Grindavík kom heim í byrjun
vikunnar frá Englandi eftir mikl-
ar breytingar sem gerðar voru á
því eftir að loðnuvertíð lauk.
Að sögn Þórarins Ólafssonar
annars aðaleiganda skipsins eru
helstu breytingar þær að skipið var
lengt um 7 metra, sett var á það
ný brú og afturendanum breytt fyr-
ir skuttog með skutrennu. Sett var
á hann frystilest, hvalbakurinn
hækkaður með hádekki og öll spil
færð upp á efra dekk. Settir voru
á hann tveir nýir kranar en annar
þeirra kemur í stað löndunarbómu.
óumflýjanlegt. Veiðamar voru
hvorki í samræmi við aðstæður í
fiskvinnslu né á erlendum mörkuð-
um. Þetta má alls ekki gerast.
Síðasta „slysið" varð svo vegna
verkfalls í Færeyjum. Þá var útlit
gott á markaðnum hér og við hvött-
um menn til hóflegs útflutnings,
enda höfðum við ekki hugmynd um
að fleiri hundruð tonn af karfa og
ufsa voru á leið á markaðinn frá
Færeyjum. Slíka hluti ráðum við
ekki við, en hitt getum við passað,"
sagði Þórarinn.
Hvað finnst þér um samninga
um lægra verð en lágmarksverð,
þegar verð fellur?
„Ég þekki þau mál ekki nægilega
vel til að tjá mig um þau. Hins
vegar er bannað að selja fisk undir
lágmarksverði, nema hann fari í
gúanó. Sé þessi leið farin, hlýtur
hún því bæði að vera ólögleg og
óheppileg," sagði Þórarinn Guð-
bergsson.
Allar mannaíbúðir voru endumýjað-
ar og skipið sandblásið og málað.
Verkið var unnið í Skipasmíða-
stöð í South-Shields í Englandi og
tók tæpa fjóra mánuði. Heildar-
kostnaður nemur 45 milljónum
króna og eykst burðargetan um 150
tonn af loðnu.
Albert GK fer nú til rækjuveiða
enda var helsti tilgangurinn með
breytingunum að gera skipið fjöl-
hæfara til að brúa dauða tímann
milli loðnuvertíða. Skipstjórar eru
feðgamir, _ Sævar Þórarinsson og
Þórarinn Ólafsson. . Kr.Ben.
;í
if
Morgunblaðið/Kr.Ben.
Albert GK eftir breytingarnar er hið glæsilegasta skip þar sem það
liggur í Grindavikurhöfn eftir heimkomuna.
Sig. Jóns.
Sala á gámafiski í Þýskalandi:
Reg’lur EB um lág-
marksverð brotnar
Morgunblaðið Kr.Ben.
Feðgamir Sævar Þórarinsson og Þórarinn Ólafsson em skipstjórar
á Albert Gk en Sævar hefur verið aðalsskipstjóri undanfarin ár.
Grindavík:
Loðnuskipið Aibert
GK 31 gjörbreytt
Grindavík