Morgunblaðið - 05.07.1987, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla:<J<ringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Verðbólga
og vextir
Iðnaðarbankinn tók af skar-
ið 1. júlí síðastliðinn og
hækkaði vexti óverðtryggðra
útlána, auk innlána. Hækkun-
‘n var veruleg eða 4%-stig.
Búnaðarbankinn, Alþýðubank-
inn og sparisjóðimir hækkuðu
einnig vexti en ekki eins mikið
og Iðnaðarbankinn. Þessi
hækkun vaxta hefði ekki átt
að koma á óvart, þó menn
geti deilt um hvort of langt
eða of skanimt sé gengið.
Verðbólgan hefur að und-
anfömu verið meiri en búist
var við. Þannig hækkaði lán-
skjaravísitalan síðast um
2,02% á milli mánaða. Þetta
jafngildir því að árshraði verð-
bólgunnar sé 27,1%. Með
hækkandi verðbólgu verða
óverðtryggðir vextir að
hækka. Bankar og sparisjóðir
verða að sjá til þess að sparifé
iandsmanna beri jákvæða
raunvexti, þ.e. að sparifé
brenni ekki á verðbólgubálinu.
Vegna hækkandi verðbólgu
hefur mismunur milli óverð-
tryggðra og verðtryggðra
vaxta aukist. Þeir sem eiga fé
sitt inni á óverðtryggðum
reikningum tapa en þeir sem
skulda óverðtryggð lán græða.
Vaxtabreytingamar nú em til
þess að leiðrétta það bil sem
er á milli óverðtryggðra og
verðtryggðra vaxta.
Einstaklingar eiga stærstan
hluta innlána í bönkum og
sparisjóðum og hefur hlutur
þeirra farið vaxandi á undan-
fömum ámm. Einstakiingar
áttu um 55% sparifjár í banka-
kerfinu og fyrirtæki 22% í lok
síðasta árs. Hins vegar em
fyrirtækin stærstu skuldaram-
ir með um 68% útlána en
einstaklingar 24%.
Raunvextir heildarinnlána
hafa verið neikvæðir frá 1960
með örfáum undantekningum.
Aðeins í þrjú ár hafa raun-
vextir verið jákvæðir, árin
1960, 1967 og 1971. Á síðustu
ámm hefur þetta verið að
breytast í kjölfar aukins frjáls-
ræðis innlánsstofnana og lægri
verðbólgu.
Neikvæðir raunvextir þýða
ekki annað en tilflutning fjár-
magns frá sparifjáreigendum
til skuldara, — frá einstakling-
um til fyrirtækja. í nær
aldarfjórðung hefur spamaður
almennings bmnnið upp á
verðbólgubálinu og verst var
ástandið árið 1974 þegar vext-
ir vom neikvæðir um 29%. Á
sama tíma fóm nafnvextir yfir
50% en sparifj áreigendur töp-
uðu.
Einhver mesta breyting í
peningamálum þjóðarinnar
átti sér stað í ágúst 1984 þeg-
ar innlánsstofnunum var veitt
takmarkað frelsi til vaxta-
ákvarðana. Þetta skref til
fijálsræðisáttar var stigið að
fullu þegar ný lög um Seðla-
banka Islands tóku gildi 1.
nóvember síðastliðinn, en áður
höfðu lög um viðskiptabanka
og sparisjóði tekið gildi. í stað
opinberra ákvarðana taka
forráðamenn innlánsstofnana
ákvarðanir um vexti inn- og
útlána. Sú siðferðilega skylda
hvílir á þeim að tryggja þeim
er leggja peninga sína til hlið-
ar eðlilega og sanngjama
ávöxtun. Ella hætta þeir að
spara og spamaður minnkar,
erlendar skuldir hækka á ný
og fýrirtæki og einstaklingar
geta ekki gengið að fyrir-
greiðslu í bankakerfinu.
Líklegt verður að teljast að
aðrir bankar fylgi fordæmi
Iðnaðarbankans og hækki
óverðtryggða vexti. Hvort
þessir vextir lækka á ný fer
fyrst og fremst eftir því hvem-
ig nýrri ríkisstjóm tekst að
ráða við ríkissjóðshallann og
verðbólguna. Þetta helst allt í
hendur.
Raunvextir lána em nokkuð
háir hér á landi og verða það
sjálfsagt áfram á næstu ámm.
Álag á erlendar lántökur, eins
rætt er um, getur einnig ýtt
undir háa vexti. Leiða má rök
að því að raunvextir muni
fremur hækka en lækka á
næstu mánuðum og misserum.
Samningaviðræður flokk-
anna þriggja, Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks, um
myndun þeirrar ríkisstjórn-
ar, sem væntanlega tekur
við völdum nk. miðvikudag,
reyndust ótrúlega erfiðar.
Meðan á þeim stóð var full ástæða til að
íhuga, hvort yfirleitt væri hægt að mynda
ríkisstjóm þriggja flokka, þegar styrk-
leikamunur er ekki meiri á milli þeirra en
að þessu sinni. Myndun þriggja flokka
vinstri stjómar Ólafs Jóhannessonar, gekk
mun greiðar fyrir sig sumarið 1971, vænt-
anlega vegna þess, að yfirburðir Fram-
sóknarflokksins, gagnvart hinum
flokkunum tveimur, sem stóðu að þeirri
ríkisstjórn voru miklir. Samstarf milli
þeirra flokka var skárra en búizt var við
í upphafi, þótt ríkisstjóminni tækist ekki
að sitja út kjörtímabilið.
Að þessu sinni urðu Sjálfslæðismenn
að horfast í augu við þá köldu staðreynd,
að þeir gengu ekki að samningaborði með
nálægt 43% þjóðarinnar að baki sér eins
og stundum áður heldur með rúmlega 27%
kjósenda. Þetta þýddi, að Sjálfstæðisflokk-
ur hlaut óhjákvæmilega að sætta sig við
minni hlut en hann á að venjast. Sjálfsagt
eiga margir Sjálfstæðismenn erfitt með
að laga sig að þessum vemleika og skoða
niðurstöðu viðræðna flokkanna þriggja í
þvi ljósi. Engu að síður fór það svo, að
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sem varð fyrir verulegum áföll-
um í kosningabaráttunni og kosningunum,
myndar þá ríkisstjóm, sem tekur við völd-
um eftir nokkra daga. Það er ekki eins-
dæmi, að formaður þess flokks, sem tapar
mestu í kosningum myndi ríkisstjóm. Það
varð hlutskipti Ólafs Jóhannessonar haus-
tið 1978, er hann myndaði annað ráðuneyti
sitt eftir miklar ófarir í kosningum fyrr
um sumarið. Sú staðreynd, að það fellur
í hlut formanns Sjálfstæðisflokksins að
veita hinni nýju ríkisstjóm forsæti þrátt
fyrir ósigur í kosningunum sýnir, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur sterka stöðu hvað
sem öðm iíður.
Það er skiljanlegt, að Steingrímur Her-
mannsson og stuðningsmenn hans hafl
talið eðlilegt að xráfarandi forsætisráð-
herra, myndaði nýja ríkisstjóm. Þótt
vinsældir stjómmálamanna séu faiivaltar,
hafa skoðanakannanir engu að síður sýnt,
að Steingrímur Hermannsson nýtur mikils
trausts meðal iq’ósenda, eins og raunar
kom í ljós í kosningunum. Það er því
merki um styrkleika hjá formanni Fram-
sóknarflokksins, að hann gengur til
samstarfs í ríkisstjóm undir forsæti ann-
ars manns. Yfirlýsingar Framsóknar-
manna þess efnis, að þeir mundu aldrei
taka þátt í ríkisstjóm undir forsæti for-
manns Alþýðuflokksins, leiddu að sjálf-
sögðu til þess að Alþýðuflokksmenn sögðu,
að þá gilti hið sama um formann Fram-
sóknarflokksins af þeirra hálfu. Þessir
tveir flokkar, sem stjómuðu íslandi með
fóstbræðralagi á fjórða áratugnum náðu
því ekki sögulegum sáttum að þessu leyti
og hlutu því að ganga til stjómarsam-
starfs undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins, hefur aukið veg sinn í
þeim viðræðum, sem leiddu til myndunar
nýrrar ríkisstjómar. Hann sýndi dugnað
og röggsemi í verkstjóm, meðan hann
hafði umboð til stjómarmyndunar með
höndum og á örlagaríkum punkti í sögu
þessara viðræðna á sunnudag fyrir viku
sneri hann við blaðinu, þegar honum var
orðið ljóst, að hann sjálfur næði ekki stuðn-
ingi í forsætisráðherraembætti og gerði
tillögu um Þorstein Pálsson. Nokkrum
dögum áður hafði formaður Sjálfstæðis-
flokksins tilkynnt, að hann væri reiðubúinn
til að gefa eftir forsætisráðuneytið og
hann gæti stutt hvom þeirra, sem væri,
Steingrím Hermannsson eða Jón Baldvin
Hannibalsson til forystu. Þessi yflrlýsing
Þorsteins Pálssonar átti áreiðanlega ríkan
þátt í að skapa traust milli þessara þriggja
manna, sem var forsenda þess, að þeir
gætu náð samningum.
Hlutur Sjálfstæðis-
flokksins
Vafalaust eru margir Sjálfstæðismenn
áhyggjufullir út af væntanlegu stjómar-
samstarfl og áhrifum þess á stöðu flokks
þeirra. Þeir gera sér grein fyrir, að hin
nýja ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar fær
ekki mikinn byr í seglin í upphafi. Þeim
er ljóst, að erfiðar samningaviðræður hafa
reynt mjög á þolrif og þolinmæði þeirra
manna, sem setjast í ríkisstjóm. Þeim
þykir hlutur Sjálfstæðisflokksins rýr í
skiptingu ráðuneyta milli flokka og þeir
eru uggandi vegna væntanlegra skatta-
hækkana, sem þessi ríkisstjóm mun beita
sér fyrir.
Sjálfstæðisflokkurinn stóð ekki frammi
fyrir góðum kostum þegar kosningaúrslitin
lágu fyrir. Síðustu vikur hefur legið ljóst
fyrir, að annaðhvort yrði þessi ríkisstjórn
mynduð með aðild Sjálfstæðisflokksins eða
flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu. Margir
Sjálfstæðismenn era áreiðanlega þeirrar
skoðunar, að það hefði verið betra. Að
mörgu er að hyggja í þeim efnum. Fyrirsjá-
anlegt er, að á næstu vikum og mánuðum
hefjast miklar umræður á vettvangi Sjálf-
stæðisflokksins um kosningaúrslitin,
ástæður þeirra og afleiðingar og hvemig
standa eigi að endurreisn flokksins til fyrra
veldis. Af eðlilegum ástæðum hafa flokks-
menn ekki hafið þær umræður að nokkra
marki, þar sem það hefði verið óheppilegt
fyrir flokk þeirra meðan á viðræðum um
stjómarmyndun slóð. Þær umræður fara
fram með allt öðram hætti, þegar flokkur-
inn er í ríkisstjórn, heldur en ef hann væri
í stjómarandstöðu. Menn þurfa ekki annað
en virða fyrir sér ástandið í Alþýðubanda-
laginu,, sem er að liðast í sundur í alþjóðar
augsýn, til þess að fá nokkra hugmynd
um, hvað komið getur fyrir stjómmála-
flokk, sem stendur í innra uppgjöri í
stjómarandstöðu. Út frá þessu sjónarmiði
séð var það því betri kostur fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn að ieggja áherzlu á aðild að
ríkisstjóm.
í annan stað hlaut Sjálfstæðisflokkurinn
að huga að ábyrgð sinni í samfélaginu
þrátt fyrir kosningaósigurinn. Þegar ljóst
var að erfitt yrði að mynda ríkisstjóm á
Alþingi eins og það var skipað að kosning-
um loknum kom í raun ekki annað til
greina en að Sjálfstæðisflokkurinn axlaði
sögulega ábyrgð sína í íslenzkum stjóm-
málum með þátttöku í ríkisstjóm. Hjá því
gat ekki farið að hlutur flokkanna þriggja
í skiptingu ráðuneyta yrði minni en þeir
eiga að venjast, þar sem þrír flokkar koma
hér við sögu. Þeir Sjálfstæðismenn, sem
era gagnrýnir á takmarkaðan hlut flokks
síns í þeirri skiptingu verða að íhuga
tvennt: annars vegar hlaut það að skipta
veralegu máli fyrir flokkinn, að fá forsæt-
isráðuneytið í sinn hlut, hins vegar getur
flokkur, sem hefur 27% fylgi meðal kjós-
enda einfaldlega ekki gert sömu kröfur
og flokkur með 38-43% fylgi.
Afstaða væntanlegra stjómarflokka til
skattamála er gjörólík. Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur hafa lagt áherzlu á
veralega skattheimtu til þess að draga úr
hallarekstri ríkissjóðs. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur barizt gegn slíkri skattheimtu.
Stjómarsáttmáli væntanlegrar ríkisstjóm-
ar hefur enn ekki séð dagsins ljós en gera
má ráð fyrir, að þar sé stefnt að einhverri
nýrri skattheimtu. Sjálfstæðismenn verða
að gera sér grein fyrir því, að þeir hefðu
ekki getað náð samkomulagi við nokkum
annan flokk á Alþingi um stjómarsam-
starf án þess að fallast á einhveija skatt-
heimtu, nema ef vera skyldi Borgaraflokk-
inn, en samstarf við hann hefði ekki dugað
til, þar sem þessir tveir flokkar hafa ekki
meirihluta á Alþingi. Ef það var á annað
borð vilji Sjálfstæðisflokksins að taka þátt
í ríkisstjóm hlaut flokkurinn að sam-
þykkja einhveija skattheimtu. Hitt er svo
annað mál, að það á eftir að koma í ljós,
hvort þær skattaálögur, sem flokkurinn
hefur samþykkt samrýmast nútímalegum
sjónarmiðum, eða hvoit þar era stigin ein-
hver skref til fortíðarinnar. Forystumenn
Sjálfstæðisflokksins í væntanlegri ríkis-
stjóm geta búizt við sterku aðhaldi frá
flokksmönnum sínum í þeim efnum. Þá
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987
33
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 4. júlí
Morgunblaðið/Einar Falur
er líka rétt að hafa í huga, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefúr auðvitað haft áhrif á, að
skattheimtan verður minni en orðið hefði,
ef vinstri flokkarnir hefðu myndað stjóm.
Þær raddir heyrast meðal Sjálfstæðis-
manna, að leggja hefði átt meiri áherzlu
á niðurskurð ríkisútgjalda í viðræðum um
stjómarmyndun. Einnig í þeim efnum
verða Sjálfstæðismenn að horfast í augu
við sjálfa sig. Flokkur þeirra hefur stjóm-
að fjármálaráðuneytinu og flestum helztu
útgjaldaráðuneytum ríkisins sl. fjögur ár.
Hafi árangur ekki náðst í niðurskurði á
þeim fjóram áram, geta menn ekki búizt
við að tal um slíkt verði tekið alvarlega
nú. Annars er ekki ólíklegt, að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé reynslunni ríkari eftir þessi
ft'ögur ár. Beinn niðurskurður útgjalda er
erfíður, vænlegra kann að vera að stöðva
af nýja útgjaldaaukningu. Á þann hátt er
hægt smátt og smátt að minnka hlut ríkis-
ins í þjóðarbúskapnum.
Annars era mörg erfið mál, sem bíða
nýrrar ríkisstjómar, önnur en efnahags-
mál. Þar má nefna hvalveiðimálin. Augljóst
er að við höfum tapað því áróðursstríði
og hagsmunir okkar á erlendum mörkuð-
um, ekki sízt Bandaríkjamarkaði, geta
verið í hættu vegna þess. Ríkisstjórnin
verður að meta þá stöðu, sem upp er kom-
in á þeim vettvangi af raunsæi, um leið
og ljóst er, að íslendingar munu taka það
óstinnt upp, ef bandalagsþjóð í Atlants-
hafsbandalaginu og samstarfsaðili um
vamarstöð á Keflavíkurflugvelli, hyggst
beita okkur efnahagslegum þvingunum.
Við viljum og getum leyst okkar mál sjálf-
ir í anda þeirrar ályktunar sem Alþingi
hefur sent frá sér.
Þáttur Alþýðuf lokks
og Framsóknarf lokks
Það skipti veralegu máli fyrir Alþýðu-
flokkinn, að ná því marki að komast í
ríkisstjóm nú. Hefði það ekki tekizt má
búast við, að sú endurreisn flokksins, sem
fram hefur farið undir forystu Jóns Bald-
vins Hannibalssonar hefði stöðvast.
Alþýðuflokkurinn hefur aðeins átt aðild
að ríkisstjóm í rúmt ár frá lokum Viðreisn-
ar fyrir 16 árum. Þeim mun undarlegra
er, að umtalsverður órói hefur verið í þing-
flokki Alþýðuflokksins síðustu daga vegna
ýmissa atriða í væntanlegu stjórnarsam-
starfi. Ekki verður annað séð en að hlutur
Alþýðuflokksins sé býsna góður í ráðu-
neytaskiptingu. Flokkurinn fær fjármála-
ráðuneytið í sinn hlut, sem gegnir algeru
lykilhlutverki í stjómkerfinu. Alþýðuflokk-
urinn fær einnig viðskiptaráðuneytið, að
vísu skert að nokkra, en það þýðir m.a.
yfírstjóm alls fjármálakerfis þjóðarinnar.
Hlutur Alþýðuflokksins í efnahagsstjóm-
inni er því afar mikill. Þá fær Alþýðuflokk-
urinn óskaráðuneyti sitt, sem er
félagsmálaráðuneytið og tækifæri til þess
að hrinda í framkvæmd ýmsum umbótum,
sem flokkurinn telur sig hafa barizt fyrir
í húsnæðismálum. Loks hlýtur Alþýðu-
flokkurinn dómsmálaráðuneytið, sem alla
tíð hefur verið talið með mikilvægari ráðu-
neytum í stjómkerfinu. Þegar þetta er
haft í huga svo og sú staðreynd, að Al-
þýðuflokkurinn hefur knúið fram af mikilli
hörku stefnu sína varðandi kaupleiguí-
búðir er erfitt að skilja þann óróa, sem
sýnist hafa verið í þingflokki Alþýðuflokks-
ins síðustu daga.
Með aðild sinni að væntanlegri ríkis-
stjóm hefur Framsóknarflokkurinn tryggt
sér áframhaldandi lykilstöðu í íslenzkum
stjómmálum, sem flokkurinn hefur haft
sl. 16 ár. Það er ekki lítið afrek hjá stjóm-
málaflokki, sem á margan hátt er fulltrúi
gamla tímans en ekki hins nýja. Framsókn-
armenn fá mörg veigamikil ráðuneyti í
sinn hlut, en svo hlaut að fara vegna þess
að forsætisráðuneytið er í höndum Sjálf-
stæðismanna.
Með myndun þessarar ríkisstjórnar hafa
“gömlu“ flokkamir þrír axlað þá ábyrgð,
sem á þeim hvílir. Framtíðin leiðir svo í
Ijós, hvemig þeim tekst til. En þeir erfíð-
leikar, sem komu upp í samningaviðræðum
hljóta að kalla fram ýmsar spumingar.
Ein er t.d. þessi: úr því að það er svo
ógnarerfítt að ná saman meirihlutastjóm
þriggja flokka, hlýtur það að vera um-
hugsunarefni, hvort það er betri kostur
að mynda minnihluta stjóm tveggjá flokka,
sem ná betur saman og freista gæfunnar
á Alþingi með samningum við stjómarand-
stöðuflokka, eftir málefnum hveiju sinni.
Vel má vera, að við íslendingar þurfum
að aðlaga okkur þeirri hugsun, að minni-
hlutastjómir geti líka stjómað eins og
reynslan sýnir á öðrum Norðurlöndum.
Stj órnarandstaðan
Niðurstaða þessarar stjórnarmyndunar
er töluvert umhugsunarefni fyrir væntan-
lega stjómarandstöðuflokka. Kvennalist-
inn átti kost á stjórnaraðild. Með því að
ganga til móts við Sjálfstæðisflokk og
Alþýðuflokk, hefðu konumar getað náð
fram ákveðnum málefnum, sem þær hafa
barizt fyrir og unnu kosningasigur út á.
Þegar til kastanna kom reyndust þær ekki
hafa kjark til þess að stíga þetta skref,
eða ekki nægileg samstaða í þeirra hópi.
Sennilega hefur umtalsverð togstreita ver-
ið í þeirra röðum um það, hvað gera ætti.
Sumar í þeirra hópi hafa vafalaust talið
eðlilegt, að Kvennalistinn tæki á sig þá
ábyrgð, sem fylgdi kosningasigri þeirra
með aðild að stjóm landsins og öllum þeim
erfiðleikum, sem því fylgja. Aðrar hafa
áreiðanlega talið, að Kvennalistinn ætti
að vera andófshópur. Það er ástæða til
að harma það að konumar skyldu ekki
bera gæfu til að stíga þetta skref. Því
hefði fylgt ákveðinn ferskleiki um leið og
þær hefðu náð árangri fyrir umbjóðendur
sína. Er ekki hugsanlegt, að sumum þeirra
finnist þeir vera sviknir úr því að Kvenna-
listinn notar ekki tækifærið til að koma.
hagsmunamálum þeirra fram?
Alþýðubandalagið á eftir að standa
frammi fyrir enn meiri upplausn en nú
einkennir flokkinn. Alþýðubandalagið átti
líka kost á aðild að ríkisstjóm. I annað
skipti á tæpum áratug treystir Alþýðu-
bandalagið sér ekki í stjómarsamstarf við
Sjálfstæðisflokkinn. Með þeirri afstöðu
dæmir flokkurinn sig til þess að vera vara-
skeifa fyrir Framsóknarflokkinn, sem hann
grípur til, þegar á þarf að halda.
Borgaraflokkurinn er óskrifað blað. Það
er engin ástæða til að ætla, að Borgara-
flokkurinn eigi meiri framtíð fyrir sér en
aðrir slíkir flokkar, sem hafa komið fram
á sjónarsviðið síðustu áratugi. Þeir hafa
allir gefizt upp. Hið eina, sem veldur eftir-
væntingu í sambandi við Borgaraflokkinn
er það, hvort einhvers konar samstarf á
eftir að takast á milli þess flokks og Sjálf-
stæðisflokksins. Óhætt er að fullyrða, að
ekki mun á það reyna á næstunni. Ástæð-
an er sú, að of skammt er um liðið frá
þeim hörðu átökum, sem leiddu til stofnun-
ar Borgaraflokksins. Þegar frá líður og
sárin byija að gróa kemur í ljós, hvort
þeir Sjálfstæðismenn sem gengu til sam-
starfs við Borgaraflokkinn teljá sig eiga
samleið með Sjálfstæðisflokknum á ný.
Af þessu má sjá, að ekki er hægt að
búast við mjög öflugri stjómarandstöðu á
Alþingi. Á síðustu áram hefur nýtt afl
komið til sögunnar, sem búast má við að
veiti þessari ríkisstjóm sterkt aðhald, en
það eru fjölmiðlamir. Hlutur þeirra verður
stöðugt meiri og það á áreiðanlega eftir
að koma í ljós á næstu vikum og mánuðum.
Að endurheimta
æru sína
í veröld vaxandi ftölmiðlunar verður sú
spuming stöðugt áleitnari, hvemig þeir
menn ná rétti sínum og endurheimta æra
sína, sem verða illa úti í umfjöllun íjöl-
miðla um einstök mál. Athyglisvert dæmi
um þetta era þær umræður, sem fram
hafa farið undanfamar vikur um burðar-
þol húsa. Nefnd á vegum opinberra aðila
skilar skýrslu, sem bendir til þess að burð-
arþoli húsa sé mjög ábótavant svo og
eftirliti með byggingum. Þessi skýrsla
leiddi til mikilla opinberra umræðna og
að lokum var skýrt frá því m.a. hér í
Morgunblaðinu um hvaða fasteignir væri
að ræða. Þessar umræður vora að sjálf-
sögðu mikill álitshnekkir fyrir þá sérfræð-
inga, sem hlut áttu að máli.
Nú hefur það gerzt, að öll gagnrýni á
eitt þessara húsa, Skipholt 50c, hefur ver-
ið dregin til baka og því lýst yfir, að
ekkert sé athugavert við þá byggingu og
vinnu þeirra sérfræðinga, sem þar áttu
hlut að máli. Það er ljóst, að ásökunarefn-
in í upphafi fengu miklu meiri umfjöllun
í fjölmiðlum en yfirlýsingin, þar sem gagn-
rýnin var dregin til baka. Hvemig endur-
heimta þessir menn æra sína? Með
málshöfðun, sem tekur mörg ár? Þetta er
mikið og alvarlegt umhugsunarefni fyrir
blaðamenn.
„Þeir Sjálfstæðis-
menn, sem eru
gagnrýnir á tak-
markaðan hlut
flokks síns í þeirri
skiptingu verða
að íhuga tvennt:
annars vegar
hlaut það að
skipta verulegu
máli fyrir flokk-
inn, að fá forsæt-
isráðuneytið í
sinn hlut, hins
vegar getur
flokkur, sem hef-
ur 27% fylgi
meðal kjósenda
einfaldlega ekki
gert sömu kröfur
og flokkur með
38-43% fylgi.“