Morgunblaðið - 05.07.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 05.07.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 37 Ætluðum okkur ekki að verða neitt sérstakt Bresku hljómsveitina The Woodentops kannast margir við, enda er hún ein efnilegasta hljómsveit Bretlandseyja um þessar mund- ir. Fyrir skömmu kom frá The Woodentops tónleikaplatan Live Hypnobeat Live þar sem hljómsveitarmeðlimir fara á kostum i óhemjuhröðum flutningi á nokkrum af helstu lögum sveitarinnar. í tilefni af útkomu plötunnar ákvað náði útsendari rokksíðunnar tali af forsprakka sveitarinnar, Rolo McGinty, og bað hann segja eilítið frá hljómsveitinni og nýju plötunni. Segðu mér af tilurð The Woodentops. Hljómsveitin er um þriggja og hálfs árs núna, en í núverandi mynd um tveggja ára. Við vorum ekki mjög opinber fyrsta árið. Það var mest skemmtun í þá tíð. Við höfum yfír að ráða stóru viðar- klæddu herbergi og þar lékum við tónlist og gerðum myndbönd okkur til skemmtunar. Það setti síðan svip sinn á tónlistina að vera að spila þar sem viður var á veggjum en þeir ekki úr múrsteini og steypu. Þar fengum við hlýlegri hljóm. Er þetta sama herbergi og sást svo vel í myndbandinu sem þið gerðuð með laginu It Will Come? Já, myndbandið var kvikmyndað í því herbergi. Hvað er það sem mótar ykkar tónlist, hvað er á bak við hana? Það er margt sem leggst á eitt við að móta tónlistina; þó er hún alltaf fyrst og fremst það sem við viljum heyra okkur sjálfum til skemmtunar. Til að byija með hafði peningaskortur mikil áhrif á tónlistina. Nú erum við aftur á móti betur fjáð og höfum því efni á að gera þær tilraunir með hljóð- færi sem okkur langar, hljóðfæri sem eru þróaðri en þau sem við höfðum undir höndum til að bytja með. Annað sem kom okkur af stað var einnig að miklu leyti var leiðindi. Okkur leiddist og ákváð- um að skemmta okkur með því að leika tónlist. I upphafí ætluðum við hljómsveitinni ekki að verða neitt sérstakt sem hún þó varð. Ég held að þessi sérstaki óraf- magnaði hljómur sem við höfum sé til kominn vegna peningaskorts okkar í upphafi. Síðan fannst okk- ur við verða að halda í þennan hljóm sem byggist á órafmögnuð- um gítar og þéttri röddun. Finnst þér þá sem hljómsveit- in sé fullmótuð? Nei, mér fínnst líklegt að hljóm- sveitin eigi eftir að þróast mikið meira, þó ekki sjái ég fyrir á hvern veg sú þróun verður. Okkur langar að reyna að ná á hljóðversplötum þeirri stemmningu sem er á tón- leikum, ná meiri spennu í tónlist- ina. Nú er nýjasta plata ykkar tónleikaplata. Já, að vísu höfum við ekki spilað á íslandi eða í Skandinaviu, en við höfum spilað mjög víða og segja má að þessi tónleikaplata tákni enda þriggja ára vinnu, okkur langar til að breyta til, að minnsta kosti í Evrópu. Ertu ánægður með tónleika- plötuna, finnst þér sem nún nái að sýna innviði The Wood- entops? Já, ég er ánægður með plötuna, það sem miður fer á henni er eitt- hvað sem ekkert er hægt að gera við. Þó þykir mér verra að þegar Rolo McGinty, forsprakki Woodentops: gengið var frá plötunni að mér §arstöddum, þá var lækkað um of í áheyrendum eftir hvert lag sem mér þykir miður. Hvenær má búast við næstu hljóðversplötu? Má búast við miklum breytingum á tónlistar- stefnu? Við byijum upptökur í hljóðveri í júní. Það besta sem við erum að gera í dag verður á sínum stað, en við bætist ýmislegt nýtt sem ég vona að fólki muni líka. 0 líkar það í það minnsta ákaflega vel, annars væri það ekki tekið upp. Líklega mun tónlistin verða þróaðri. Nú fékk þarsíðasta plata ykk- ar, Giant, mikla spilun í mennta- skólaútvarpi vestan hafs, og þið eruð komnir á samning hjá Col- umbia, sérðu hljómsveitina í anda á toppi vinsældalista vest- anhafs? í upphafi bjóst ég ekki við að hljómsveitin ætti eftir að komast á neinn vinsældalista, en þar sem okkur hefur gengið vel á minni vinsældalistum, því ekki lista vest- anhafs? Ef við höldum áfram að semja skemmtileg lög og ef við höldum áfram að hafa jafn gaman af því sem við erum að gera, þá eigum við eftir að komast hátt. Við hefðum ekkert á móti því að komast á toppinn, en það þyrfti þó að vera eftir okkar eigin leiðum. Hvað með Bandaríkjaferðir, komið þið til með að spila þar í sumar? Við höfum þegar farið í tvær hljómleikaferðir til Bandaríkjanna og allt hefur gengið að óskum. Þið hafið ekki hugsað ykkur að koma til íslands? Ég hef reyndar komið til Islands og sungið þar. Ég kom þangað þegar ég var níu ára með drengja- kór sem söng við kirkjuvígslu. Síðan þá hefur mig langað að fara þangað aftur. Og hvað varðar að koma með hljómsveitina, þá ert þú fyrsti íslendingurinn sem ég tala við síðan ég var níu ára. Þar sem áhugi er fyrir því á íslandi að taka við mig viðtal, þá sýnist mér sem líkindi séu til þess að við eigum eftir að komast þangað. Ef einhver vill fá okkur þá komum við. Hvað með framtíð The Woodentops? Framtíðin mun fela í sér meiri ferðalög um heiminn og plötu sem við verðum ánægð með. Plötu sem ég mun stjóma vinnslu á að öllu leyti. Okkur fínnst sem Giant hafí ekki alveg náð því sem við vildum ná og úr því verður bætt á næstu plötu, plötu sem gefín verður út á vegum Columbia. Umsjón: Andrés Magnússon rokksíðan Mötley Crue Girls, Girls, Girls Plötudómur Andrés Magnússon Fyrir skömmu kom út platan • „Girls, Girls, Girls" með hinni almögnuðu Kaliforníuhljómsveit Mötley Criie. Dómari hefur reyndar alltaf verið svolitið veik- geðja þegar Crue er annars vegar, en aldrei sem nú. Platan er öðruvísi en fyrri plötur sveitarinnar. Málningin er farin og mikið af stæiunum með, en í staðinn er komið svart leður og töffarabragur á tónlist- inni. Ef til vill er ofáætlað að ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ gefa plötunni fimm stjörnur, því ég held að Mötley Crue eigi enn ertir að batna. Fyrsta lag plötunnar er „Wild Side" og lýsir hinni villtu hiið mannlífsins. Eftirtektarvert er aö textagerð bassaleikarans Nikki Sixx hefur stórbatnað eins og fram kemur í þessu lagi, en það á reyndar líka við um laga- smíðarnar, sem flestar eru í hans hönduA. Þarna er um fyrsta flokks amerískt þunga- rokk að ræða. Næsta lag — titillag plötunnar — gefur nokk- uð stefnuna á plötunni, en lögin snúast flest um kvenfólk, mót- orhjól, áfengi og sameiginlega notkun þessa. Piltarnir eru sumsé karlrembusvín. Platan er mjög vel unnin og útsett og hefur mjög skemmti- legan heildarsvip. Hart og ferskt Los Angeles-rokk. Það sem mór þótti þó e.t.v. merkilegast er hversu góður gítarleikari Mick Mars er orðinn. Það má sér í lagi merkja í síðasta lagi plöt- unnar, sem er ekkert annað en gamli slagarinn „Jailhouse Rock" tekinn á hljómleikum og stuðið eftir því. Europe á íslandi Næsta mánudagskvöld verður sænska hljómsveitin Europe með hljómleika í Laugardalshöll. Miða- verð verður 1.250 krónur og eiga hljómleikamir að hefjast kl. 20.30. Vinsældir sveitarinnar í Evrópu hafa verið óumdeilanlegar og að undanfömu hefur vegur hennar í Bandaríkjum aukist mjög. Lagið, sem Europe sló í gegn með var lag- ið „The Final Countdown" og til þess að auðvelda hljómleikagestum að kyija textann með hljómsveit- inni, skal hann prentaður hér. We’re leaving together But still it’s farewell And maybe we’U eome back To earth who can tell I guess there is no one to blame Were leaving ground Will things ever be the same again. It’s the final countdown The final countdown. Oh we’re heading for Venus And still we stand tall ’Cause maybe they’ve seen us And welcome us all yeah With so many lightyears to go And things to be found I’m sure that we all miss her so. It’s the final countdown The final countdown The final countdown. {Joey Tempest)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.