Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 Grindavík. ÍSLENDINGAR, sem stofh- uðu físksölufyrirtæki í samstarfí við skoskt fyrir- tæki á síðasta ári, notuðu Akureyri: Fleiri umsóknir en lóðir UMSÓKNIR um lóðir urðu nú í fyrsta sinn í langan tíma hér á Akureyri fleiri heldur en lóðirnar. Átta umsóknir um einbýlis- húsalóðir við Duggufjöru bárust byggingarnefnd, en einungis voru sex lóðir til ráðstöfunar. Er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem byggingamefnd hefur þurft að hafna lóðaumsókn fyrir íbúðarhús hér á Akureyri. skoskt Qármagn, allt að 30 milljónir króna, til að yfír- borga físk á vertiðarsvæðinu sunnanlands í vetur. Greiddu þeir allt að 37 krónur fyrir kílóið af óslægðum neta- þorski. Samkvæmt heimildum frétta- ritara Morgunblaðsins ætlaði skoska fyrirtækið að byggja upp fískvinnslu í skoska þorpinu Mall- iag og fékk til þess fé úr skoska byggðasjóðnum. íslenska fyrir- tækið var síðan stofnað til að sjá um kaup á físki og senda hann til Skotlands. Stofnað var fyrirtækið Kæliskip hf. og átti íslenska físksölufyrir- tækið hlut í því þannig að það var ranghermi í blaðinu á föstudag- þegar talað var um að Kæliskip hf. væri dótturfyrirtæki hins. Kæliskip hf. gerði síðan út ísafold sem var kyrrsett í Eng- landi að kröfu skoska fyrirtækis- ins vegna skulda skipafélagsins. Að sögn kunnugra voru upp- byggingarhugmyndir Skotanna stórhuga og þvarr féð áður en hægt var að heíja vinnslu í Malla- ig og því var fískurinn sendur á fískmarkaðina í Hull og Grimsby. Þar voru dæmi þess að fískurinn væri seldur undir því verði sem greitt var fyrir hann heima auk þess sem umtalsvert magn mun hafa farið í gúanó. — Kr.Ben. mn INNLENT Morgrnblaðið/Jón Sig. — -------------- Gísli Pálsson á Hofí heldur hér á vænum hárkarlsbita, sem væntan- lega á eftir að gleðja einhvern sælkerann áður en langt um líður. Hákarlsverkun í frysti- gámi í Vatnsdalnum Blönduósi. ÞAÐ er ekki algengt að há- karl sé verkaður i innstu dölum landsins, Qarri sjáv- Vinnupallaslysið í súrheysturninum á Asbergi: Lán að pallurinn fylgdi ekki á eftír arsíðunni, og því síður á þessum tíma árs. En samt sem áður er þetta gert og bak við hákarlaverkunina stend- ur Gísli Pálsson, bóndi á Hofí í Vatnsdal. Gísli sagði að Birgir Þórbjörns- son, skipstjóri átogaranum Ámari frá Skagaströnd, hefði hringt í sig og sagt að hann gæti fengið há- karl, sem togarinn hefði veitt, því ekkert frystihús á svæðinu gæti tekið við hákarlinum. Gísli á Hofí var mættur á bryggjuna á Skaga- strönd morguninn eftir og tók hákarlinn með sér heim að Hofí á skutbflnum sínum. í framhaldi af þessu aflaði Gísli sér upplýsinga austur á Vopnafírði hvemig ætti að verka hákarlinn. Þeir Vopnfírð- ingar tjáðu Gísla að illmögulegt væri að verka hákarl á þessum árstíma vegna þess að flugan víaði í hann og þetta yrði ónýt vara. Gísli Pálsson býr svo vel að eiga ftystigám þannig að hann gat búið til það umhverfí sem best hentar til hákarlaverkunar. Ekki var annað að sjá þegar litið var inn í frystigáminn á dögunum að í loftinu héngi úrvalsvara. Að sögn Gísla er of snemmt að segja til um árangurinn af verkuninni. „Það verður ekki fyrr en í ágúst sem maður getur farið að athuga það á gestum hvemig til hafí tek- ist,“ sagði Gísli kímileitur að lokum. Ef vel tekst til með verkun hákarlsins á Hofí þá er ekkert því til fyrirstöðu að byrja þorrablótin að haustinu. Jón Sig. Skoskt fjármagn notað til yfirboðs á fiski á vertíðinni Ellefii rannsókna- skip til landsins — sagði Hálfdán Theodórsson, einn þeirra sem féll niður 12 metra á steingólf „ÞAÐ VAR lán í óláni að vinnupallurinn skyldi ekki fylgja á eftir, þá hefðum við örugglega ekki orðið til fí*á- sagnar,“ sagði Hálfdán Theódórsson í samtali við Morgunblaðið. Hálfdán var einn Qórmenninganna, sem hröpuðu 12 metra í súrheys- turni á steinsteypt gólf á bænum Akurgerði i Ólfúsi, þegar vinnupallur þeirra í tuminum sporðreistist. Hálfdán dvelst í Landakotsspít- ala ásamt Óskari Tómasi Guðmundssyni, sem einnig hrap- aði í tuminum. Hálfdán kvað báða hæla sína hafa maskast og eitt- hvað hefði hann skaddast á hrygg. Einn Qórmenninganna er enn á gjörgæsludeild Borgarspítalans, en samkvæmt upplýsingum spítal- ans er hann úr allri lífshættu og líðan hans eftir atvikum. Sá fjórði meiddist hins vegar það lítið, að hann gat farið til síns heima. Hálfdán sagðist ekki átta sig á því hvað hefði valdið því að pallur- inn sporðreistist. „Við vorum að Ijúka við að rífa niður mótin, þeg- ar pallurinn hmndi. Pallurinn, sem er nokkur hundruð kfló að þyngd, var festur með þremur vírum f ytri mótin og hékk á þeim, en við slökuðum okkur niður með hand- spili á pallinum. Þegar við vorum að slaka okkur niður, til að losa innri mótin, losnaði einn vírinn úr festingu sinni og pallurinn sporðreistist með þeim afleiðing- um að við féllum á steingólfíð. Hvers vegna vírinn losnaði úr fest- ingunni, veit ég ekki. Pallurinn hékk hins vegar áfram á vírunum tveimur og er það mikið lán að hann skyldi ekki falla ofan á okk- ur,“ sagði Hálfdán. Hálfdán og félagar hans hafa í sumar verið að vinna að bygg- ingu súrheystuma og er tuminn í Asbergi áttundi tuminn, sem þeir reisa í sumar. Bygging hvers tums tekur um þijá sólarhringa. ELLEFU erlend hafrannsókna- skip eru væntanleg til hafiiar í Reykjavik dagana 29. og 30. júlí. Skipin stunda nú rannsóknir í Atlantshafi á vegum Atlantshafs- bandalagsins og koma hingað til að taka vistir og hvfla áhafiiir. Þijú skip koma frá Bretlandi, tvö frá Danmörku, tvö frá Frakklandi, eitt frá Þýskalandi, Hollandi, Ítalíu og Bandaríkjunum. Meðfylgjandi mynd var tekin á föstudag af þýsku rannsóknaskipi sem hingað kom.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.